Stéttabaráttan - 04.11.1975, Blaðsíða 8

Stéttabaráttan - 04.11.1975, Blaðsíða 8
Um Staparáðstefnuna Dagana 11.-12. okt. var haldin í Stapa I Njarðvikum ráðstefnan: Her- setan og sjálfstæði Islands. Nokkrir einstaklingar boðuðu til þessa fundar, en alls sóttu hann um 250 manns. Fjögur framsöguerindi voru flutt á ráðstefnunni. Gils Guðmundsson fjallaði um sögu baráttunnar gegn hersetunni, Magnús Torfi Olafsson fjallaði um hersetuna í ljósi nýrra viðhorfa á alþjððavettvangi og Ölafur Ragnar Grímsson fjallaði um áhrif hersetunnar á íslenskt atvinnu- og efnahagslff. Ragnar Arnalds hafði framsögu um álit einhvers starfs- hðps um verkefnin framundan. Almennar umræður urðu að fram- söguerindum loknum. Þar var með- al annars bent á þá athyglisverðu staðreynd að þau skipti sem "vinstri stjórn" hefur setið við völd hafa ekki verið mestu uppgangstimar barátt- unnar, þrátt fyrir loforð þeirra stjórna um að reka herinn úr landi. Kemur þetta til af því að þeir stjórn- arflokkar sem höfðu brottför hers- ins á stefnuskrá sinni, notuðu sam- tök herstöðvaandstæðinga í eigin pól- itíska tafli. Þannig komu iðulega tilmæli um að styggja nú ekki þenn- an eða hinn með einhverjum aðgerð- um sem fyrirhugaðar voru, að gera eitthvað til að sýnast, eða lýsa yfir stuðningi eða hryggð sinni vegna yf- irlýsinga eða vanefndra loforða ríkis- stjórnarinnar. Margir óflokksbundn- ir einstaklingar beittu sér fyrir auknu sjálfstæði samtakanna og varð það til þess að m. a. Abl. fór að missa ahugann á samtökunum, þar sem ekki var hægt að ráðstkast með bau lengur fyrir "últramönnunum" svokölluðu. Þegar leið að kosning- Rádstef na Víetnamnef ndarinnar STUÐNINGSSTARFIÐ HELDUR AFRAM um voru ftök Abl. og Fylkingarinnar álíka mikil innan samtakanna, svo tvísýnt þótti hvor gæti notfært sér þau betur. Þessir flokkar sem mest áhrif höfðu innan samtakanna beittu sér því þá fyrir að þau héldu sér saman, svo öruggt yrði að rang- ur aðili hagnaðist ekki á þeim. All- ir hljóta að sjá hvílíkur glæpur það var, að þegar VL og hermálin voru efst á baugi skyldu samtök her- stöðvaandstæðinga vera óstarfhæf. Ráðskun stjórnmálaflokka með sam- tökin eru hættulegt víti sem varast verður. Stefna þarf að því að samtökin verði liðsmannasamtök, byggð á starfs- hópum. Þeir einir geti því orðið félagar sem starfandi séu í samtök- unum. Starfshópar kjósi miðnefnd, er hafi með höndum samræmingu á starfi hópanna, tengsl við félaga úti á landi og standi fyrir fjöldaaðgerð- um í samráði við fulltrúa starfs- hópa. Eftirtektarvert var f umræðum á staparáðstefnunni, að samstarfsvilji virtist nokkur meðal þátttakenda. Umræður voru að mestu málefnaleg- ar og snerust þær aðallega um stefnugrundvöll, næstu verkefni og Ráðstefna Vfetnamnefndarinnar dag- ana 3. -5. október s. 1. tókst vel. Lík- ur eru á að niðurstöður hennar vcrði skref fram á við fyrir sam- stöðustarfið við baráttu þjóðanna í Indókína, fyrir baráttuna gegn NATÖ og hernum og fyrir alia and-heims- valdasinnaða baráttu hérlendis. Ráðstefnan er haldin ájjeim tímamót- um sem nú hafa orðið í baráttu þjóð- anna í Indókína, beinn tilgangur henn- ar var að ræða og komast að niður- stöðum um framtíðarstarfið í ljósi þessara tímamóta. Innan Víetnam- nefndarinnar voru skiptar skoðanir á því hvernig starfinu skyldu hagað. Helstu skoðanir sem fram komu voru: 1) að breyta skyldi VNÍ í almenna and-heimsvaldasinnaða samfylkingu, sem tæki fyrir kúgun heimsvalda- stefnunnar hvarvetna f heiminum. Fýlkingin var aðalboðberi þessara hugmynda, t. d. hafa þeir sett fram í Neista þá skoðun að höfuðbaráttumál VNf skuli nú vera barátta fyrir sósí- alískum Spán og sósfalísku Portúgal, 2) að breyta skyldi VNI í vinuáttufé- lag þjóðanna I Indókína og íslendinga. EIK(m-l) og KSML héldu þessum hugmyndum á lofti framan af (sjá 8. tbl. Stéttabaráttunnar) en féllu síðan frá þeim þegar málin skýrðust, þ. e. þegar ijóst var að þörfin á VNl senf baráttufylkingu var enn í fullu gildi, 3) að VNl skyldi einbeita sér að bar- áttunni í Indókfna fyrst og fremst, en jafnframt tæki hún afstöðu til bar- áttunnar gegn USA-heimsvaldastefn- unni hvarvetna. Þessi afstaða varð ofan á, enda hlaut hún fylgi KSML, EIK(m-l), Sósíalistafélags Reykja- víkur, Verðandi, MFlK, Alþýðu- bandalagsins í Rvík, SHl og SÍNE. Aðeins Eýlkingin greiddi atkvæði gegn grundvelli nefndarinnar eins og ráðstefnan afgreiddi hann. Umræðurnar Miklar umræður urðu um alla mála- flokka ráðstefnunnar, sérstaklega urðu þó umræðurnar heitar um lög og skipulag VNI. Attust þar við að meginhluta skoðanir Fylkingarinnar annars vegar og skoðanir KSML, EK(m-l) og Verðandi hins vegar. 1 samræmi við klofnings-og sundrung- areðli sitt þá vildu trottarnir í Fýlk- ingunni koma á s.k. skoðanafrelsi I málgögnum og aðgerðum VNl. Þeir kröfðust frelsis tii að gagnrýna Bráðabirgðabyltingarstjórnina I S- Víetnam, og fá aðstöðu til þess að færa fram sinar túlkanir á ýmsum aðgerðum þjóðfrelsishreyfingarinnar á hinum ýmsu stigum baráttunnar allt frá upphafi. Þettas.k. skoðana- frelsi lætur vel að eyrum, en til- gangurinn með því er eingöngu sá að spilla fyrir einingu VNÍ út á við og reyndar í öllu starfi nefndarinnar. Dæmi um það hvernig þetta frelsi trottanna yrði I framkvæmd er af- staða þeirra til leiðtogans Ho Chi Minh. Þeir hafa kallað stefnu hans "vitfirringslega," ennfremur segja þeir að "skrifræðistilhneigingar hafi ágerst" meðal forystunnar I þjóð- frelsisbaráttunni I Víetnam. Hverj- um heiðarlegum and-heimsvalda- sinna sem vill styðja baráttuna í Indókína hlýtur að hrjósa hugur við því að t. d. selja málgagn VNl, "Sam- stöðu", ef blaðið innihéldi árásar- greinar trotskista á gjörvallt starf þjóðfrelsishreyfingarinnar. Þá væri betra að breyta nafni blaðsins í "Sundrung", til þess að það væri I samræmi við innihaldið. Þessi atlaga Fylkingarinnar að Víet- namnefndinni mistókst algjörlega. Þeir fengu ekki inni með sitt "skoð- anafrelsi," og þeim tókst ekki að fá lagatillögur sfnar samþykktar I grundvallaratriðum. Þetta verður að teljast mikill sigur fyrir stuðn- ingsstarfið og lofar gðður um fram- tíðarstarf VNI. Einnig urðu umræður um aðild VNI, þ.e. hvort hún skyldi vera áfram I formi fulltrúaaðildar frá hinum ýmsu samtökum sem styðja nefndina, eða þá að hún skyldi byggjast á ein- staklingsaðild. KSML og EIK(m-l) lögðu til að aðildinyrði einstaklings- bundin og flokkspólitískir hagsmunir útilokaðir frá stjórn VNf. Sem dæmi um það hvernig flokkadrættir hafa truflað starf VNl, má nefna til- raun fylkingartrottanna til að reka formann nefndarinnar, Ölaf Gíslason. Ölafur var fulltrúi Fýlkingarinnar I nefndinni, og jafnframt er hann einn af duglegustu starfskröftunum. Þeg- ar Fýlkingin hugðist bola Olafi frá stóð VNl í stórræðum (fjársöfnun o. fl.) en trottarnir voru ekki að hugsa um stuðningsstarfið. Þeir settu sína eigin sundrungarstarfsemi á oddinn, og einnig neituðu þeir að vinna á vegum nefndarinnar, s. s. við undir- búning fundarins I Háskólabíó og fjársöfnun f aprfl. KSML og EIK(m-l) hugðust vinna gegn þessari skemmdarstarfsemi með tillögum um einstaklingsaðild. Ráðstefnan samþykkti að stefnt skyldi að einstaklingsaðild á næsta þingi VNl - en jafnframt voru nú opnaðir möguleikar fyrir einstak- linga að hefja strax störf á vegum nefndarinnar. íslenska pressan og Vietnam Le Van Ky, fulltrúi Bráðabirgðabylt- ingarstjórnar lýðveldisins S-Víet- nam, var staddur hérlendis I boði Víetnamnefndarinnar á Islandi dag- ana 1. til 6. okt. I fyrsta skipti eftir sigur þjóðfrelsisaflanna I S- Víetnam heimsótti opinber fulltrúi byltingarstjórnarinnar Island. Að ósk Le Van Kys gafst formönnum stjórnmálaflokkanna eða staðgengl- um þeirra tækifæri til þess að hitta hann og ræða við hann persónulega um ástandið I S-Víetnam eftir stríð- ið, stjórnrn ilasamband landanna og nugsanlega efnahagsaðstoð Islands við S-Víetnam. Auk þess að ræða við fulltrúa stjórnmálafloltkanna (framsóknarflokkur undanskilinn), átti Le Van Ky viðtal við fulltrúa ríkisstjórnarinnar og forseta Islands. Nú skyldi maður ætla að hinir "frjálslyndu" íslensku fjölmiðlar þættust hólpnir, að fá einnig tækifæri tTl Jjess að spyrja opinberan fulltrúa Br aðabirgðabyltingar s tj ór nar innar beint um ástandi I S-Víetnam. Mað- ur skyldi ætla að áhuginn væri sam- ur og hann var á árum þjóðfrelsis- stríðsins og eftir að fullnaðarsigur vannst og upplausn 'ríkti I landinu og glundroði, að sögn erlendra frétta- ritara. Já, maður skyldi ætla að vilji íslenskra fréttamanna stæði til þess að kanna hvað s-víetnamar sjálfir hefðu að segja um ástandið I sínu eigin landi. Efnt var til blaðamannafundar. Öll- um dagblöðunum, ríkisútvarpinu o. fl. var gefinn kostur á að mæta. Var það gert bréflega og ítrekað munnlega daginn sem blaðamannafundurinn var haldinn. Hljóðvarpi og sjónvarpi var að auki gert aðvart um fundinn með meira en viku fyrirvara, þeim til hægðarauka. A fundinn mættu fá- ir. Blaðamaður Morgunblaðsins mætti. Sá taldi sig hins vegar ekki hafa tíma til þess að ræða við Le Van Ky, en spurði þess I stað lítillega um Víet- namnefndina á Islandi... áður en kvatt var. Fréttamaður hljóðvarps kom um það bil klukkustund of seint og afsakaði það. Hann kom þó. Blaðamenn frá Stéttabaráttunni, Verkalýðsblaðinu og Þjóðviljanum sátu fundinn. Sjónvarpið, það er Eiður Guðnason fréttastjóri (I fjar- veru Emils Björnssonar), taldi ekki ástæðu til þess að ræða "nokkuð við þennan mann," enda hefðu þeir hjá sjónvarpinu talað víð "einhverja víet- nama" I fyrra og "ætli það dugi ekki". Er þetta reyndar dæmigerð afstaða þessa sjálfskipaða "fréttaskýrara" afturhaldsaflanna hérlendis se"m er- lendis. Enn einu sinni sannaðist svart á hvftu að hinir svokölluðu fjölmiðlar, borgarapressan, þjónar einungis hagsmunum ríkjandi stéttar og þjóð- skipulagi auðvaldsins. Að því er varðar Víetnam, þá áður með lygum á lygar ofan, en nú skal þagað þunnu hljóði. Það þjónar þeim best. -/Sk. Th. skipulag samtakanna. Samþykkt var að samtökin skyldu berjast fyrir brottför hersins og úrsögn íslands úr NATO. Örfáir mæltust gegn því að barist yrði gegn NATO, af ótta við að það fældi einhverja frá þátt- töku í baráttunni, þótt enginn gæti bent á hverjir þeir huldumenn væru. Afstaðan gegn hernum er byggð á nokkuð mismunandi forsendum. Þannig máttu trotskistarnir í Ifylk- ingunni ekki heyra minnst á þjóðern- ismál og nokkrir sögðust ekki skilja hvað baráttan gegn herstöðvunum og NATO ætti skylt við baráttu alþýð- unnar úti f heimi. KSML líta svo á að baráttan gegn her og NATO sé liður í baráttunni gegn heimsvaldastefnunni. Við verðum að efla þjóðlegt sjálfstæði okkar gagnvart risaveldunum og jafnframt að efla samstöðu okkar með ríkjum þriðja heimsins, frelsishreyfingum víða um lönd og stríðandi alþýðu. Varast ber þá moðhausakenningu trotskista að Bandaríkin ein ógni heimsfriðinum. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin vígbúast af kappi þrátt fyrir afvopnunarhjal sitt. Hin eina raunverulega afvopnun er að þessi ríki dragi flota sína af heimshöfun- um og leggi niður herstöðvar sínar um allan heim, og stríðsbandalögin verði leyst upp. Fýrir okkur íslend- inga þýðir afyopnun ekki að kjarn- orkuvopn verði takmörkuð við að geta eytt heiminu 10.000 sinnum í stað 20.000 sinnum, heldur að her- inn fari úr landi og við segjum okkur úr NATO. Svo virðist sem herstöðvaandstæðing- ar séu loks að átta sig á samhengi baráttunnar hér á landi og úti I heimi Kemur þetta meðal annars fram I á- lyktun sem samþykkt var á staparáð- stefnunni, en þar segir m. a.: "... jafnframt því sem herstöðva- andstæðingar skírskota til sjálfstæðis og þjóðernisvitundar landsmanna, hljota þeír að leggja áherslu á al- þjóðlegt samhengi herstöðvamálsins og þá staðreynd að baráttan gegn her- stöðvum á Islandi er liður I örlaga- ríkri viðureign smáþjóða víða um heim, sem heyja baráttu gegn yfir- gangi og sífelldri ásælni stórveld- anna. Jafnframt er barátta íslenskra herstöðvaandstæðinga liður I vfðtækri baráttu gegn hernaðarbandalögum og síauknum vopnabúnaði og vopnafram- leiðslu herveldanna." I lok ráðstefnunnar var kosið 112 manna miðnefnd, er hafi yfirsýn yfir starfsemi samtakanna, geri starfsá- ætlun fyrir næsta ár og stuðli að myndun sjálfstæðra starfshópa o. fl. Strax kom fram listi frá undirbúnings nefnd ráðstefnunnar og var hann sam- þykktur með tveim breytingum. Fé- lagar í miðnefnd eiga ekki að koma fram sem fulltrúar ákveðinna flokka eða hópa, en hins vegar voru þeir valdir með tilliti til þess að þeir hefðu tengsl inn I þá hópa sem talið var að myndu starfa I baráttunni. Greinilegt er að undirbúnigsnefndin taldi ekki vanþörf á því að íta við Abl. því helmingur miðnefndar telst hafa góð "tengsl" við þann flokk, -/ess Guðmunríur J„ Guðmuodsso > Nóaí úni 26 R, Reitur til áskriftarmerkingar. Askriftargjöld eru sem hér segir: Venjuleg áskrift : 600 kr. Stuðningsáskrift Baráttuáskrift 800 - 1000 - RAUÐI FÁNINN Rauði Fáninn, fræðilegt tímarit KSML, er nýkominn út. Efni þessa blaðs er helgað hagfræði- legri skilgreiningu á stöðu íslenska auðvaldsins. 1 blaðinu eru birtar tvær greinar,sem endurspegla tvenns kon- ar skilning á efnahagslegri þróun íslands. Annars vegar er greinu eftir Kristján Guðlaugsson þar sem hann skilgreinir á marxískan hátt heims- valdaeðli ísl. auðvaldsins. Hins vegar er birt grein eftir Arthúr Ölafsson og co sem túlkar afstöðu hægri henti- stefnunnar I þessari spurningu. Þrátt fyrir að liægri andst aðan hafi fyrir löngu verið rekin úr samtökunum teljum við rétt að birta og afhjúpa málflutning þeirra. Hugmyndir þess- arar klíku eru sprelllifandi enn I dag, enda falla þær mjög saman við stétta- samvinnukenningar AB og margar hugmyndir EIKm-1. Þessar greinar eru fyrst og fremst ætlaðar til að glöggva skilning manna að hagfræðil. undirstöðu Islands og þróa fram á við stéttagreininguna. Rauði Fáninn hefur komið mjög stop- ult út undanfarið og biður ritstjórn áskrifendur velvirðingar á því. Ot- gáfan hefur nú verið endurskipulögð. Blaðið kemur út I breyttu formi og út- gáfutíðnin verður aukin. Aætlað er að framvegis komi blaðið út 6 sinnum á ári. Næsta blað kemur út I byrjun desember. En til að unnt sé að gefa blaðið út reglu legar er nauðsynlegt að hafa sem flesta áskrifendur til að tryggja fjár- hag blaðsins. Ritstjórn skorar j>ví á alla félaga og umboðsmenn útgafuefn- is KSML að starfa sem best þeir geta að söfmm áskrifenda. GERIST ASKRIFENDUR AÐ RAUÐA fAnanum TRYGGIÐ ÚTGAFU KOMMÚNlSKS TÍMARITS HLERAÐ Ragnar Arnalds, formaður AB, heimtar nýja stjórn, Heyrst hefur að AB og einn af órmum SjálfstæðisHokksins, með Jónas Haralz bankastjóra I broddi fylkingar.hafi staðið I samningamakki um myndun nýrrar ríkisstjórnar.utan þings. Stjórnar sem nyti trausts. Stjórnar sem gæti leyst þrotabú Geirs Hallgrímssonar af hólmi. Er þetta reyndar dæmigert fyrir AB að ætla sér að leysa kreppu auðvaldsins á þann hátt að bindast tryggðarbó'ndum við fjármálaauðvaldið og múlbinda um leið verka. lýðsstéttinna innan kerfis kapítalismans, sem æ meir arðrænir og kúgar hana I stöðugt dýpkandi kreppum. S.T. l.nóv.75 ARSL0K MÓV. DU. ' Nú eru aðeins tæpir tveir >irBeíUr aívárinu. F°v-) við /a 6J6 ^(j/tir Við skorum á alla velunnara blaðsins að taka mið af ástandinu og efla sóknina - því það væri mikill sigur ef okkur tækist að fara upp- fyrir 100% markið. Sérstaklega beinum við þessari áskorun til fél- aganna úti á landi - sumir hafa dregist aftur úr Reykjavíkurfélögunum I söfnuninni. GERIST 'ASKRIFENDUR!

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.