Stéttabaráttan - 04.11.1975, Blaðsíða 7

Stéttabaráttan - 04.11.1975, Blaðsíða 7
STETTABARATTAN 4/11 '75 I Skoðanaskipti Skoóanaskipti Skoóanaskipti Fölsun á kenningu marxismans um stéttirnar Þó að KSML líti svo á að EK(m-l) séu marxfsk-lenínísk samtök og hafi lýst yfir vilja til að vinna að sam- einingu þessara tveggja samtaka, er margt sem ber á milli þeirra. Ég álít, að allar hugmyndir um að gera lítið úr þessum mismun, séu mjög hættulegar skoðanir. Þessar hug- myndir hafa komið fram og virðast furðu lífseigar. Orsökin fyrir því að f>er hafa ekki verið kveðnar nið- ur er fyrst og fremst sú, að inni- haldið í ágreiningsmálunum hefur ekki verið rætt, mismunurinn hefur ekkrverið opinberaður og andstæður- nar ekki leystar með gagnrýni og sjálfsgagnrýni. Þessar umræður verður að hefja, allar mótsetningar verður að draga miskunnarlaust fram í dagsljósið og leysa með að- ferð sjálfsgagnrýni og gagnrýni. Sundrungin ein getur nærst á þögn um mótsetningarnar milli EIK(m-l) og KSML. Sem framlag til þessara umræðna vil ég gagnrýna afstöðu EIK(m-l) til stéttanna og fræðikenn- ingar marxismans-lenfnismans um stéttirnar. Öreigastéttin í meðferð EIK(m-l) Það er kunnugt öllum þeim sem kynnt hafa sér kenningar marxismans, að Marx áleit öreigastéttina eina af öll- um stéttum auðvaldsþjóðfélagsins, vera byltingarsinnaða í raun og sannleika. Orsakirnar fyrir bylt- ingarsinnuðu hlutverki og eðli ör- eigastéttarinnar skilgreindi Marx þessar: Öreigastéttin er skilgetið afkvæmi auðvaldsframleiðslunnar og eina stéttin sem þróast og vex f rás hennar. Hún er fulltrúi fram- leiðsluhátta framtíðarinnar, hinna samfélagslegu framleiðsluhátta sósí- alismans. Öreigastéttin er sam- þjappaðri en aðrar stéttir, fjöl- mennari (í nútíma þjóðfélagi) og býr við verstu lífsskilyrðin, hún á ekkert nema hendur sínar til að selja. Öreigastéttin getur ekki frelsað sjálfa sig, nema því aðeins að hún frelsi allt mannkynið, í rás þróunarinnar munu allar stéttir líða undir lok. Með þessu síðastnefnda er átt við, að þegar allir eru orðnir tilheyrandi einni stétt (nefnilega ör- eigastéttinni eftir að hún hefur tek- ið völdin ogjjróað sósíalíska fram- leiðslu upp a mjög hátt stig) verður enginn stéttamunur eða stéttaskipt- ing til. Marx benti einnig á að af þessum sökum væru hagsmunir ör- eiganna hagsmunir yfirgnæfandi meirihluta þjóðfélagsins og þess vegna ætti öreigastéttin marga banda- menn utan eigin sféttar, í smáborg- arastéttinni (fyrst og fremst meðal bænda) og jafnvel í borgarastéttinni. En þessir bandamenn öreigastéttar- innar voru það, vegna þess að þeir höfðu yfirgefið eigin stéttarhagsmuni og tekið afstöðu öreigastéttarinnar, en alls ekki út frá eigin stéttaraf- stöðu. 1 ritinu "Baráttuleið alþýðunnar" sem EIK (m-1) hefur gefið út kemur fram hrapalleg rangtúlkun á sam- setningu stéttanna og innbyrðis af- stöðu þeirra. Þar er öreigastéttin talin ná til allra þeirra "sem beint eða óbeint starfa við framleiðslu og undirbúning hennar. Þar með er talið það almenna starf sem þarf til að afla hráefnisins, koma afurðinni á markað og starf það sem tekur til losunar úrgangs o. þ. h. sem telst til undirbúnings frekari framleiðslu. Ennfremur launþegar svo sem af- greiðslufólk, skrifstofufólk, starfs- fólk sjúkrahúsa og félagsstofnana og almennir kennarar o.s.frv. Hún tel- ur rúm 70% þjóðarinnar" (bls. 41). 1 grein sinni "Stéttaskilgreining hins kínverska þjóðfélags" segir Maó Tse-tung eftirfarandi: "Smáborgara- stéttin: Tilheyrandi þessum hóp eru eignabændur, iðnmeistarar, lægri menntamenn - námsfólk, barna og unglingaskólakennarar, lægri opin- herir starfsmenn, skrifstofufólk, lajgri lögfræðingar - og smáverslun- arfólk." Um öreigastéttina segir Maó: "Ör- eigarnir: Nútíma iðnaðaröreigar teljast um 2 milljónir. Þeir eru ekki margir af J>ví að Kína er efna- hagslega vanþroað. Þessar tvær milljónir eru aðallega starfandi í fimm greinum iðnaðarins - járnbraut- um, námugreftri, vöruflutningum á sjó, vefnaðariðnaði og skipasmíðum - og mjög margir eru þrælkaðir í fyrirtækjum í eigu erlendra kapital- ista. Þó iðnaðaröreigarnir séu fá- mennir, eru þeir fulltrúar nýrra framleiðsluafla í Kína, framsæknasta stéttin í Kína nútímans og hafa orð- ið leiðandi afl í byltingarhreyfing- unni." A milli kenningar EK(m-l) og Maó Tse-tungs er óbrúandi bil. Skil- greining EIK(m-l) er ekki annað en útþynning og rangtúlkun á nákvæmri og hárréttri skilgreiningu marxism- ans á stéttunum og fellur nánast sam- an við skilgreiningu Ragnars Arnalds. Hún skilgreinir ranglega hluta af smáborgarastéttinni sem öreiga og dregur þannig hulu yfir hverjir eru forystuafl byltingarinnar og hverjir bandamenn þessa forystuafls. Ef EK(m-l) vill starfa samkvæmt marx- ismanum-lenínismanum verða þau að gerbreyta núverandi afstöðu sinni til öreigastéttarinnar og aðhyllast þá skilgreiningu sem kemur fram hjá Maó Tse-tung og sem KSML hafa að- hyllst frá upphafi. Önnur rangindi sem koma fram í af- stöðu EK(m-l) til öreigastéttarinn- ar eru þessi: "Undir drottnunarvaldi einokunarauðvaldsins renna hagsmun- ir öreiganna, flestra smáborgara og einstakra stærri auðherra í lágfram- leiðnigreinum saman að miklu leyti. Sameiginlegir hagsmunir þessara hópa gagnvart einokunarauðvaldinu mynda sterkari samstöðu en það sem skilur þessa að á grundvelli grund- vallarmóthverfunnar" (sama rit, bls. 43). Enn eru mörkin milli stéttanna af- máð, og enginn greinar munur gerð- ur á "framsæknustu stéttinni" eða "leiðandi afli í byltingarhreyfingunni" eins og Maó skilgreinir það og hins vegar bandamönnum hs nnar. Hér renna hagsmunir allra stétta saman f einn hrærigraut, án þess að það sé útskýrt, að eingöngu með því að taka afstöðu með hagsmunum ör- eigastéttarinnar og yfirgefa þannig eigin stéttarhagsmuni geta leiðir þessara stétta legið saman x bylting- árbarátturxni. Tímabxmdin eining um einangrað mál eða bandalag til að virma að framgangi vissra baráttu- mála, brpytir þessari staðreynd ekki. Hér skortir enn skilning á forys tuhlutverki öreigas téttariimar fyrir vinnandi alþýðu.- Hroki samrfmist ekki starfsháttum marxista En forvígismeixn EIKm-1 eru langt yfir sjálfsgagnrýni hafnir. A.m.k. lýsa þeir því yfir í Verkalýðsblaðinu 4.-5. tbl. 1975, að "uppgjör við hentistefnu og ranga afstöðu til stétta fer fram innan KSML en ekki EIK(m-l)." Þessi uppskafningshátt- ur getur aðeins þýtt annað tveggja - forvígismenn EIK(m-l) telja ranga afstöðu sína endanlega og fullkom- lega rétta, eða að þeir hyggjast ekki gera upp við ranga afstöðu sína. En staðreyndir eru harðar í horn að taka. EIK(m-l) verða að viður- kenna opið og hispurslaust, að nú- verandi afstaða þeirra til stéttanna er röng ■ og aðhyllast sömu afstöðu og KSML - ef þeir vilja fylgja marx- ismanum-lenínismanum. Hið sama er að segja um léttúðuga afstöðu þeirra til stefnu og starfs Kominterns fVerkalýðsblaðinu hefur margoft verið fullyrt, að vígorð Kominterns (stétt gegn stétt) og almenn stefna IH. Alþjóðasambandsins eigi ekki við í dag. Vilji EIK(m-l) byggja á bestu hefðum verkalýðsstéttarinnar, ber þeim skilyrðislaust að falla frá nú- verandi afstöðu sinni og viðurkenna réttmæti stefnu KSML, sem byggir algerlega á hefðum Komintern. A sumarmóti EIK(m-l), s.l. ágúst, var lagt fram ráðstefnuplagg sem gera átti skil stéttunum á Islandi og fól I sér nokkuð breytta afstöðu til móthverfunnar milli verkalýðsstétt- ar og borgarastéttar. Þeir félagar KSML, sem sóttu sumarmótið, töldu að hér væri um jákvæða afstöðubreyt- ingu að ræða, en EIK(m-l) bar þessa skoðun til baka og fullyrti að afstaða þeirra til stéttanna væri óbreytt. Nú hefur hins vegar komið í ljós, að ráðstefnuplagg þetta er I mörgum at- riðum þýtt orðrétt (!) upp úr norsk- um bæklingi sem gefinn er út af AKPm-1 (Kommúnistaflokki verka- manna m-1 í Noregi) og nefnist "klasseanalyse." Væntanlega er forvígismönnum EIK (m-1) ljóst, að allar tilraunir til að þýða pólitíldna úr norsku eru barnaskapur og ósam- rýmanlegar marxískri rannsóknar- aðferð. En þó skiptir kannske meira máli, að sú afstaða sem birtist í þessum norska bæklingi opinberar sömu röngu afstöðu til öreigastéttar- innar og sýnt var fram á hér að fram an að EIK(m-l) hefði. I honum kemur fram sama vanmat á forystuhlutverk öreigastéttarixmar og hjá EIK (m-1), en KSML hefur frá stofmm EIK(m-l) bent á að helsti ljóður á stefnu samtakanna væri van- mat á forystuhlutverki verkalýðsins, Nú hefur formaður AKPm-I (nbrska kommúnistaflokksins sem EIK(m-l) byggir afstöðu sína algerlega á) - Sigurd Allen, sagt af sér formennsk- unni vegna hægrihentistefnu sem einkenndi tímabilið 1972-73. Hægri villurnar fólust, skv. Allen sjálfum, I sáttfýsi við endurskoðunarstefnuna og vanmati á forystuhlutverki öreiga- stéttarinnar. Skyldi þetta leiða til þess, að EIK (m-1) viðurkenni opin- skátt og heiðarlega að hafa vanmetið forystuhlutverk verkalýðsins og fylgt hægri-stefnu ? Það er vísasta merkið um alvöru þeirra, hvort þeir viðurkenna opinskátt mistök sín og leiðrétta þau í samræmi við stefnu KSML og marxismann-lenín- ismann. -/KG Starf og pólitik órjúfandi heild Frægðarlöngun, framagirni og fé- græðgi þrifust í starfinu og sum sýn- ingaratriðin voru ósmekkleg og báru þessu merki. En með hinni miklu Menningarbyltingu öreiganna og Gagn- rýniherferðinni gegn Lin Piao og Koxxfúsíusi hófst mikil gagnrýni á endurskoðunarstefnuna I bókmenntum og listum. 1 þessari gagnrýni höfum við öðlast betri skilning á stéttabar- áttunni, baráttu tveggja andstæðra leiða - kapitalismans og sósíalism- ans - og sömuleiðis baráttu fjöllist- armannanna sjálfra. Þannig höfum við styrkt þá afstöðu okkar, að þjóna öreigapólitikinni - starfa I þjónustu verkalýðs, bænda og hermanna og taka þátt í sósíalískri uppbyggingu Kfna og byltingunxxi. Stb: Hefur þá fjöllistin sjálf ekki dregið dám af þessari baráttu ? Chia: Sýningaratriði okkar eru hefð- bundin, en við höfúm tekið þennan arf frá fortíðinni með gagnrýnu hugar- fari og endurbætt þau f starfi okkar. Hið sama má segja um starf okkar að öðru leyti, við tileinkum okkur lika aðrar listgreinar og nýtum okkur þær. Þetta á t.d. við um dans, fimleik og leiklist svo nokkuð sé nefnt. A þennan hátt höfum við gert fjöllistina að raun- verulegri listgrein. Allur þorri fjöllistarfólks í Kína sýnir ekki einvörðungu sjálfu sviðinu áhuga sinn. Þeir kappkosta einnig tónlistina, samspil leikbúninganna, sviðsbúnaðinn og lýsinguna. Þess vegna er fjöllistin orðin raunveruleg listgrein, elskuð af verkalýðsfjöld- anum, bændaalmúganum og hermönn- unum. Eðli fjöllistarinnar, sjálf tæknin og heimsskoðun fjöllistarmann- anna hefur breytt um svip. I dag er fjöllistin gegnumsýrð af byltingar- sinnaðri bjartsýni. Þannig endur- speglar fjöllistin ástxmdunarsemi, hugrekki og hæfileika kínverskrar al- þýðu. Fjöllistin endurspeglar eldmðð kfnverskrar alþýðu, sem ótrauð hefur rutt byltingunni farveg í Kína. Stb: Hvernig gefið þið fjöllistinni byltingarsinnað innihald og látið hana þjóna alþýðunni í verki ? Chia; Við störfum samkvæmt kennin- gu Maós formanns, að "láta hundrað blóm spretta, grisja hið gamla, svo hið nýja megi vaxa" og að "láta for- tíðina þjóna nútímanum og erlend fyrirbæri nýtast Kína." Þorri fjöllistarmannanna fer til fjöld- ans, til verkafólksins, bændanna og hermannanna til þess að læra af þeim og öðlast nýja lieimsskoðun. A hverju ári eyða fjöllistarmenn 4 mánuðum til þess að starfa með fjöldanum, taka þátt í erfiðisvinnu og herða afstöðu sína í starfinu. Þeir nota þennan tíma líka til að sýna fyrir almúgann, og kenna þannig og breiða út listgrein sína. Stb: margir undrast þann aga, sem kemur fram f starfi ykkar.Af hverju stafar þetta ? Chia; Fjöllistarmennirnir vita vel, að aginn er trygging fyrir réttri byltingarlínu. Þeir eru vopnaðir með marxismanum-lenfnismanum og hug- sun Maós Tse-tungs. Þessi pólitíska meðvitund gerir það að verkum, að fjöllistarmennirnir eiga auðvelt með að hlýða aganum. Þaxmig er starfið og pólitíkin vendilega tengd. Sam- kvæmt kenningum Maós formanns, er pólitxkin leiðarljósið, Ifftaugin f öllu framleiðslustarfi landsins og þess vegna skipum við pólitíkinni í æðsta sess og leggjum mikla áherslu á hugmyndafræðilegt nám. Fjöllistar- verkafólk og ríkisstarfsmenn fá. Því öll erum við starfsfölk ríkisins. En innan fjöllistarflokksins eru launin dálítið mismxmandi og fer þessi mis- munur eftir þrennu; Hvers eðlis starfið er, starfsreynslu og tækni. Þannig felst munur á launum raun- verulega aðeins í vinnuskiptingunni. En fjöllistarstarfið er ákaflega er- fitt og ríkinu og stjórninni er harla annt um okkur. Fjöllistarmenn geta fengið styrki til náms og frítt fæði á meðan á því stendur. Stb: Þessu er þá líkt farið og hér á Islandi, því listamenn fá líka styrki hér. Að lokum, eruð þið ánægð með ferð ykkar um Norðurlönd ? Chin: Góðvilji ríkisstjórna þessara landa og ómetanleg hjálp vináttufél- aganna, hafa valdið því að sýningar okkar á Norðurlöndum hafa tekist mjög vel. Okkur hefur alls staðar verið mjög vel tekið af alþýðimni, vinafélögunum og rxkisstjórnum á Norðurlöndxmum. Því höfum við auk- ið gagnkvæman skilning og vináttu- tengsl milli alþýðu Kfna og þessara landa og styrkt menningartengslin á milli þeirra. Þess vegna erum við mjög ánægð með þessa ferð. Ég þakkaði kínversku fjöllistarmönn- unum fyrir viðtalið og kvaddi þá, en hálfri stundu síðar átti sýning að hefjast I Laugardalshöllinni. -/KG fólkið skipuleggur oft námsstarf I ör- eigavísindum og byltingarfræðum, til þess að efla pólitíska meðvitund sfna og styrkja grundvöll fjöllistarinnar. ÞÚ veist, eins og ég benti á áðan, að fjöllistin I Kína á að þjóna öreigapól- itíkinni - standa I þjónustu verkalýðs, bænda og hermanna og vera liður I sósíalfsku uppbygginguxmi og bylting- unni. Þess vegna leggjum við áherslu á að efla pólitfskt uppeldi fjöllistar- mannanna. Fjöllistarfólkið hefur því skýran skilning á því, fyrir hverja > þeir eru að æfa eða í hvers þágu sýn- ingarstarfssemi þeirra er. Með þessu hefur starf fjöllistarfólksins og póli- tíkin verið tengd órjúfandi böndum. Stb: Hvernig lítið þið á fjöllistina? Ég á við að hér á vesturlöndum er lögð ofuráhersla á spennu og lífshættuleg sýningaratriði. Er þessu lxka þannig farið í Kfna ? Chia; Nei, síður en svo. I Kfna er fjöllistin til fyrir alþýðuna og hún er ekkert áfjáð f að leggja fjöllistarfólk- ið í lífshættu eða áfjáð í magaverk af spennu. Fjöllistin á að vera lífleg, hættulaus og fúll af glaðværð. Fjöllist- arsýningarnar hvetja alþýðuna og gleðja hana og einmitt þess vegna er fjöllistin svona vinsæl alþýðulist. Við fjöllistarfólkið erum alltaf velkomin meðal fjöldans og sýningar okkar njóta almennrar hylli, Stb: Ég las í íslenska dagblaðinu Vísi, að færir fjöllistarmenn hefðu 10 sinn- um meiri laun en verkafólk f Kína. Er þetta rétt ? Chia brosir breitt þegar hann heyrir þessa spurningu: Nei, laun okkar fjöl- listarfólks eru u,þ. b. þau sömu og Framhald af bls. 2 Um NATO og herinn hvort sem um er að ræða erlenda eða íslenska, heimsvál dasinnaða borgarastétt. Höfuðafl þessarar hreyfingar er því verkalýðsstéttin í forystu vinnandi alþýðu. Það eru þessi þjóðfélagsöfl, sem óhjákvæmi- lega, vegna þjóðfélagsstöðu sinnar, hljóta að ráða úrslitum í baráttunni gegn ásælni USA-heimsvaldastefn- unnar á Islandi. Arangur þessarar baráttu verður þvf ekki fyrst og fremst náð af borgaralegu flokkunum á Alþingi, heldur af samtökum þar sem verkalýður og vinnandi alþýða hefur tök á því að ráða stefnunni. Aðeins á þann hátt verður komist hjá þvf að borgaraleg öfl geti styrkt heimsvaldastefnxma og strfðsundir- búninginn. Reynslan af baráttunni sannar þetta einmitt. Eins og menn muna var það fyrst og fremst fyrir fjöldaaðgerðir alþýðunnar 1946, að komið var í veg fyrir sanming um hersetu til 99 ára. En þettar er einn stærsti sigur sem unnist hefur í herstöðvamálinu. Aftur á móti varð afraksturinn mun rýrari þegar treyst var á þingbaráttuna und- ir síðustu vinstristjórn, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnarinnar um brottför hersins. Það er því aug- ljóst að án virkra baráttusamtaka fjöldans vinnast ekki sigrar gegn her- setu og fyrir úrsögn úr Nató. Sjálfsákvörðunarrétturinn Það er staðreynd að USA er á undan- haldi og hefur orðið að draga her- stöðvar sínar frá mörgum stöðum í heiminum. Þetta undanhald USA- heimsvaldastefnunnar hófst með á- rásarstríðinu gegn N-Kóreu. Sfðan þá hefur USA-heimsvaldastefnan stöðugt verið á niðurleið í heiminuxn, í Indókfna, Asíu og einnig í Evrópu. Við þetta hafa ðhjákvæmilega myndastl glufur í valdakerfi USA í Evrópu, ■ sem hitt risaveldið, USSR, hefur f auknum mæli þrýst sér inn f til að efla drottnunaráform sfn. Þetta sanna herstöðvar USSR í Ind- landi, fhlutun þeirra um innanríkis- mál Egyptalands, sem leiddi til brottreksturs sovéskra sérfræðinga þaðan og einnig stórfelldar flotaæf- ingar þeirra á N-Atlanshafi. En á N-Atlanshafi hafa þeir sýnt tilburði til að ógna Noregi með hernaðaræf- ingum. Þetta sýnir að um leið og við krefjumst úrsagnar úr Nató verðum við að styrkja baráttuna fyr- ir sjálfsákvörðunarréttinum gagn- vart báðum risaveldunum. Eina stéttin sem getur leitt þessa baráttu farsællega, er verkalýðsstéttin því hún er eina stétt auðvaldsþjóðfélags- ins, sem laus er við alla hagsmuni af heimsvaldastefnunni. Þessi bar- átta verður því að vera liáð undir eftirfarandi vfgorðum: 1. Island úr Nató og herinn burt. 2. Gegn stríðsfyrirætlunum risaveld- amia, USA og USSR. 3. ísland fyrir fslenskan verkalýð. -/GA

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.