Stéttabaráttan - 11.08.1976, Blaðsíða 6

Stéttabaráttan - 11.08.1976, Blaðsíða 6
□3 Stéttabaráttan 11. ágúst 1976. Hver er höfuðóvinur bænda? Frá Það er viðurkennd staðreynd að smærri bændur hér á landi búa við frámunalega slæm kjör Þar kemur ekki aðeins til lág laun og mjög langur vinnudagur og léleg félagsleg þjónusta. Enda hefur raunin orðið sú að stöðugt fleiri bændur neyðast til að bregða búi og flytja á mölina. Aðrir verða að minnkt við sig samfara þrengri kjör- um og fjöldamargir vinna verkamannavinnu utan býla sinna. Þessi þróun á sér margvís- legar orsakir. En fyrst og fremst stáfar hún af kapitalí- seringu landbúnaðarins. SÍS og aðrir landbúnaðarauðhring- ir græða ekki nóg á smábýla- rekstrinum vegna þess ma. að þau getá ekki staðið undir vélvæðingunni og gefið af sér hámarksgróða. Þess vegna er markvisst stefnt að því að smábændur hrekist af búum sínum. Tökum til dæmis tank- væðinguna. SeinustulO ár er áætlað að einn mjólkurfram- leiðandi hafi að meðaltali hætt þriðja hvern dag. Þar er fyrst og fremst um að ræða smábændur sem ekki geta stað- ið undir þeim dýru fjárfesting- um sem tankvæðingin hefur I för með sér. Efnahagskreppunni hefur einn- ig verið velt yfir á herðar þeirra bænda sem minnst mega sín. Þannig voru í seinasta mánuði sett lög um 25% verð- tryggingu á landbúnaðarlán. Þær aðgerðir ríkisvaldsins þrengja enn kost minni hænda. Lán frá kaupfélögum og ríki hafa undanfarin ár haldið rekstri margra smábúa gang- andi. Sjálfur arðurinn af búum þeirra hefur aðeins nægt til framfærslu og vaxtagreiðsla. Nú er ríkisvaldið með Fram- sóknarflokkinn I broddi fylking- ar að kippa þessum grundvelli undan bændum. Framundan er gjaldþrot fjölda smábænda og stóraukin byggðaröskun. Fyr- irsjáanlegt er að harðbýl land- búnaðarsvæði eyðist í framtíð- inni ef ekkert verður að gert. Qg "flokkur bænda", Fram- sóknarflokkurinn mun ekkert gera né forystubroddar Stéttar- sambands bænda. Þeir eru ramflæktir I hagsmuni SÍS, SS og MBF sem miðast eingöngu við gróða auðherranna sjálfra. Samvinnuhreyfingin þjónar ekkl smábændum Mikið vatn hefur runnið til sjáv ar síðan kaupfélögunum var komið á fót. Og margt hefur breyst. Hér áður fyrr var Samvinnuhreyfingin hagsmuna- bandalag bænda og sveitaalþýð- unnar. Þá fengu bændur sann- virði fyrir vörur sínar. I dag rekur Samvinnuhreyfingin grófa auðvaldspólitík gagnvart smærri bændum og beitir þá þrælatökum. Bændur eru bundnir kaupfélögunum vegna skulda og eru neyddir til að láta þau fá allar sínar vörur. A grundvelli þessarar einokun- ar hefur Samvinnuhreyfingin og stjórnmálaflokkur hennar níðst á bændum og kreist úr þeim hverja krónu til að efla gróða hringsins og milliliða- snýkjudýranna. 1 rauninni er hér gamla kaupmannavaldið endurborið og í mörgum til- fellum kemur arðrán "sam- vinnuhreyfingarinnar" fram í enn svívirðilegri mynd. En hvernig er arðráninu hag- að ? Við skulum taka kjör kúa- bænda sem dæmi og skipti þeirra við mjólkurbúin. Fyrir mjólkurinnlegg sitt fá þeir 75% af ákvörðuðu verði verðlags- grundvailar 10. hvers mánað- ar eftir að þeir hafa lagt mjólk ina inn. Flutningskostnaður mjólkurinnar er dreginn frá þessum 75 prósenium. Eftir- stöðvarnar liggja síðan vaxta- lausar hjá mjólkurbúunum allt Framhald af baksfðu., Vegið að lífskjörum smábænda strargrundvellinum hreinlega kippt undan mörgum þeirra. Arðurinn af búum þeirra er það lítill að hann nægir ekki nema til nauðsynlegasta viðhalds og verða þeir þá að treysta á lan til að geta bætt við búskap sinn og yfirleitt haldið honum gang- andi. Þessi nýju lög ríkisstjórn arinnar munu sérstaklega koma hart niður á ungum bændum sen: leggja I nýbyggingar og smærri bændum á harðbýlli landshlut- um þar sem lítið hefur verið fjárfest hingað til. Þessar lög- gjafar verður því ekki aðeins minnst sem harkalegrar árás- ar ríkisvaldsins á tilverugrund- völl smábænda heldur og sem algjörs skipbrots hinnar svo- kölluðu " byggðarstefnu" Fram- sóknarflokksins, Nú er um að ræða ráðstafanir sem að öllum likindum valda uppflosnun bænda í sumum héruðum. Alla- vega kemur þetta með að hindra allan nýbúskap og valda auknum fólksflótta úr sveit I borg og bæ. Ríkisvaldið er óvinur smábænda Smábændur öðlast mikilvæga reynslu af þessum aðgerðum ríkisvaldsins. -t^ær eru aðeins ítrekun á þeirri staðreynd, að alltaf þegar kreppist hagur auðvaldsframleiðslunnar er ríkisvaldið notað til að þrengja hag þeirra bænda sem minnst mega sín. Eina leiðin sem auðvaldið sér til bjargar er aukin kúgun og skerðing lífs- kjara alþýðunnar. Fjárversl- uninn til braskara og afætulýðs hverskonar er ekki stöðvaður. En það er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og þar sem auðvaldið telur sig eiga lítilli andstöðu að mæta. En hvernig stendur á því að' " bændaflokkurinn" okkar Fram. sóknarflokkurinn,vilar slíka árás á lffskjör bænda ekki fyrir sér. Sekt Framsóknar er aug- ljós I þessu máli. Bæði land- búnaðarráðherrann og formað ur Stofnlánadeildar eru meðal for ystumanna flokksins. Smábændú m ætti nú að vera ljóst að stefna Framsóknarflokkslns er and- stæð hagsmunum þeirra. Framí sókn er fulltrúi stækasta aftur- haldsins á Islandi. Þessi flokk- ur kemst það næst bændum að geta kallað sig stórbændaflokk, enda safnast þar I forystu Sveita burgeisar og einokunarkapítal- istar. Sveitaalþýðan hefur ekkex ekkert til Framsóknarflokksins að sækja. MVS; Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttasambands bænda, sem í dag er I höndum stórbænda og fulltrúa ríkisvaldsins og einok- unarhringjanna SlS, SS og mjólk urbúanna. Gegn þeim verða smábændur að heyja skipulagða baráttu I bandalagi við fram- sækinn verkalýð bæjanna. til áramóta en þá eru þær loks reikningsfærðar. Arðránið er þannig beint og opið. Bændur eru látnir útvega vinnslufyrir- tækjunum rekstrarfé endur- gjaldslaust því að sjálfsögðu er upphæðin orðin rýrari þegar þeir loks fá hana vegna verð- bólgunnar I þjóðfélaginu. Það er augljóst að þarna er um mikla gróðauppsprettu að ræða fyrir mjólkurbúin. En "samvinnuhreyfingin" lætur sér þetta ekki nægja. Hún tekur einnig 18% skulda- vexti af öllum rekstrar- og neysluvörum bænda. Bændur verða þvx að gera svo vel að borga um 39%vexti af miklum hluta rekstrarvara sinna. Þessi þrælatök samvinnuhreyf- ingarinnar á bændum verða enn 3vívirðilegri þegar haft er I huga að I langflestum tilvik- um verða bændur að versla allt sitt við hana. Þar hafa þeir enga aðra undankomuleið nema þá að bregða búskap. Vegna þessa arðráns hefur smærri bændum ekki einu sinni tekist að fá þau laun sem verð- lagsgrundvöllur landbúnaðar- ins gerir ráð fyrir. Jóhannes Torfason bóndi á Torfalæk II í A-Húnavatnssýslu sagði ma. I viðtali við eitt dagblaðarma: "Hvað snertir launin þá eru þau milli 30 og 35% af verð- lagsgrundvallarverðinu, þannig að bóndinn fær aðeins 20% launa sinna greidd um hver mánaðarmót, en hinn hlutinn liggur vaxtalaust til næstu ára- móta." Þessi ummæli húnvetnska bóndans ásamt öðru sem eftir honum var haft I viðtalinu leiða vel I ljós þau eymdar- kjör sem smærri bændur búa við. Og þau sýna einrdg fram á hver höfuðóvinur fsl. smá- bænda er. Það ér landbúnaðar- einokunin, SlS, Sláturfélagið og mjólkurbúin. Skrifræðisburg- eisarnir í þessum fyrirtaakjum og pólitfskir þjónar þeirra í Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokknum starfa gegn hagsmun- um bænda. Þessi fyrrverandi íyrirtæki ísl. sveitaalþýðu eru nú rekin sem hreinræktuð auð- valdsfyrirtæki er byggja til- veru sína á svívirðilegu arð- ráni á vinnu alþýðunnar til sj áv ■ ar og sveita. _/kvg Rauður vettvangur kl-m Verkalýðsforínginn einka- bílstjóri framkvœmdasfjórans Kurnuður verkalífcfél.*, ,.„n .... , FormaAur vcrkilf ðnfélato i'lnkabllxlJAri yfirmannn Þx'lla hefrti i'inhvern llmann þntl óhæfa meðan [ harátla verkafftlks slftft sem Marjiir lelja sllkl ftfierl i þann daj< I éaK. enda mun þaft orftið ajaldyvfl. t>ella er hln* veyar alaðreynd á einum Mærsla vinnualað landiina. Sinftldu EinkabilMJftri fram- kviemdasljftrans heilir llilmar ? 'v™** »rrka- formaður. kvað hann avo ekkl 1 at*lúf * HanKánalla- vera Hann virrt re.vndar I amá 9 frll rlm oK >i»ði h.nn h Er llilmar v.r apurður að þvl Chhl U“ð *f hvorl hann va*rl hn'ltur *em J Félagar. Ég sendi ykkur þessa úrklippu úr Dagblaðinu þ. 13. júlí sl. með von um að þið birtið hana . Hún er afskaplega afhjúpandi fyrir það ástand sem ríkir meðal hinnar uppkeyptu verkalýðs- forystu. Sú niðurlseging sem þessir menn gera verkalýðsstétt- inni er meira en orð fá lýst. Stuðningsm. f ~i I l«H>atfi; kUurrnl kl Anderi llanwn. Anm llnður HddMMIir Guftimmtffln Jön Ikmur lUlldúmon K|arU n. Oli Tynca. Kaln JAnuon. Smrlftur K«ilado ir (i HaraldadOltir en Blondal. (iyUi Kr»ltan»on I tlNiUlkaan jon oaaar luiumnwon porarinn I.Jaamyntflr: Jrna Alexandrraaon. Inílur Astfnra AaKlfalnaaalJarl: boralrinn Kr Si«urfta«in Hrririnfara4Jérl: Sifurdur R l'rlursann AaKlVaéaKar M.r.li««Ma M slmir iiaaa AlKrriöala II. rfr»,ala « Slnrt HUI, KN.IJém MAamalall SlmlaMII III, AakrilUl tfjaltf « kr k maaaM ina.nl., l laaaaaata útf kr rinUkiA KlaAayrrnl hl Við viljum nýja vinnulöggjöf Pegar kjaradeilur og verkföll standa sem hæst er i'kki óalgengt aö umræöur spinnist um vinnulög- gjöfina og framkvæmd hennar i nútimaþjóöfélagi. Pó aö flestir lýsi viö slik tækifæri áhuga á breyting- um I þessum efnum veröur heldur litiö úr frain kvæmdum þess á milli. * Viö höfum búiö viö óbreytta vinnulöggjöf i harl nær f jörutlu ár. A þessum tima hafa oröiö svo veru legar breytingar i atvinnumálum og reyndai búskaparháttum öllum aö fæstum dylst nauösyn TTMI Il1" l ÍIMIil TllllTtltflltlÉHiÉl Ég hef íylgst með skrlfum Stéttabaráttunnar um virmu- löggjöfina og væntanlegar breytingar á henni. Að mínu mati þá hefur afhjúpun Stb. á fyrirætlun atvinnurekenda og og afstöðu forystumanna Alþýðusamtakanna verið gott framlag til baráttunnar. Ég hef ekki orðið var við jafn góðar greinar í öðrum blöðum vinstri manna um þetta mikil- væga mál, og undan skil ég þá ekki neitt þeirra. En við verðum að gera betur allstaðar er nauðsyn á baráttu gegn þessum svívirðilegu lögum sem eru í undirbúningi. Ég sendi ykkur hér úrklippu úr leiðara Vfsis (25.6. '76) En hverjir eru þessir "við" sem viljum nýja vinnulöggjöf ? Auðvitað eru það stóratvinnu- rekendurnir sem eiga Vísi (Kassagerðin, Hekla o. fl.) En við verkamenn og alþýðu- fólk viljum vinnulöggjöf atvinnurekenda feigal Fram til baráttu! Sig. G. Svar frá Ritstj. Við þökkum bréfið og notum tækifaerið til að vekja athygli á nýúrkomnum bækling Verkalýðsforlagsins sem heitir: Gegn virmulöggjöf auðvaldsins. Fæst f Rauðu Stjörnunni. Nýlega fékk ég í hendurnar blað Málm og skipasmfðasam- bandsins (það heitir Málmur). Guðjón Jónsson, formaður félags járniðnaðarmanna skrif ar grein í blaðið þar sem seg- ir: "Fjöldamörgum félags- mönnum í verkalýðshreyfing- unni hefur verið ljóst að ár- angur í kjarabaráttu verka- lýðsfélaganna er tengdur því hvernig löggjafarvaldinu er beitt og í hvers höndum það er".. . "Augljóst er því að kjarabarátta verkalýðsfélag- anna er svo árangurslítil sem raun ber vitni vegna þess að andstæðingar verkalýðs- hreyfingarinnar og stefnu hennar ráða löggjafarvaldinu." . .. "Löggjafarvaldið þarf því að færast í hendur fulltrúa verkafólks og samherja þess." Undir þessi orð Guðjóns vil ég taka - nema hvað að til þess að verkalýðurinn geti sett lög sem þjóna hagsmun- um hans þá þarf hann að taka völdin í þjóðfélaginu sjálfur, með byltingu. En það sem Guðjón boðar eru "alþýðuvöld' toppklíkunnar sem situr f hin- um ýmsu stólum verkalýðs- hreyfingarinnar og þeirra flokka sem telja sig verka- lýðssinnaða en eru ekkert armað en krataflokkar og svika pakk. Jár niðnaðar maður. Frh. af baksíðu Gerum STETTABARÁTTUNA að málgagni verkalýðsins og endurskoðunarsinnuð afstaða til þess, hvernig eigi að byggja vikublaðið upp. Sagt er, að áður en vikublaðið geti orðið að raunveruleika, þurfi "að koma upp eigin offset-prentsmiðju og öðrum tækjabúnaði fyrir framleiðslu og útsendingu blaðs ins. " og "að ráða til blaðsins starfskrafta til þess að hægt sé að gefa út vikublað. " Hvort tveggja er að sjálfsögðu rétt, að því marki, að þetta þarf að byggja upp með tíð og tíma. En þetta eru ekki forsendur viku- blaðsins. Þær eru pólitískar. Kommúnistar verða að læra af baráttuandanum í ritgerð Maó formanns "Heimski öldungurinn sem flutti fjöll", og ráðast f verkefnið með þeim tækjabúnaði sem við ráðum yfir í dag. Jafn- vel þó það kosti, að útlit blaðs- ins verði rýrra, blaðsíðurnar færri og efnisúrval lélegra til að byrja með. Við verðum að setja fram vígorðið "treystum á eigin krafta" og byggja upp blaðið samkvæmt því. Við get- um ekki keppt við auðvaldið á sviði fjármagns og tækjabúnað- ar, við verðuni að treysta á eigið starf, hugkvæmni og skipu lagshæfni verkalýðsstéttarinnar og óbilandi baráttuanda komm- únistan':. Þetta er því annað at- þegar byggja skal upp.baráttu- málgagn stéttarinnar. Með fjöldanum - fyrir fjöldannl Verkafólk hefur ekki möguleika á að koma málefnum sfnum á framfæri í borgarapressunni. Lífsreynsla þess og barátta gegn óréttlæti og kúgun þykir ekki fréttamatur þar. Það ríkir prentfrelsi að nafninu til en kostnaðurinn við útgáfu, einkaeign á prentsmiðjum og blöðum gerir það að verkum, að prentfrelsið er aðeins fyrir þá ríku. Hinir verða að þegja, nema þeir tali það sem lætur vel í eyrum borgarastéttar- innar! Þvf er það mikilsvert verkefni fyrir blað verkalýðs- stéttarinnar að skapa verka- fólki vettvang fyrir ‘málefni sín og stéttar sinnar. Það verður aðeins gert með tíðari útkomu blaðsins og með því að hlusta á rödd fjöldans. En jafn vel þetta er ekki nægilegt. Kommúnistarnir verða að örva skrif verkafólks og herða bar- áttuna fyrir því að þagnarmúr- inn sem umlykur lff þess og starf, verði rofinn. Hér nægir ekki að sitja með krosslagða arma og bíða eftir frumkvæði fjöldans, starfsmenn STÉTTA- BARATTUNNAR verða að fara út meðal fjöldans, afla frétta- ritara á vinnustöðunum, skipu- leggja félaga flokksins til að skrifa í blaðið og kynna sér persónulega baráttuna sem verið er að skrifa um. Við verðum að byggja upp net af fréttariturum og tíðindamönn- um á vinnustöðunum og alls staðar þar sem þess er kostur Þetta er í hæsta máta pólitísk spurning og þessu verkefni verður að siima af mikilli kost gæfni. Við verðum að starfa með fjöldanum og fyrir hags- munum hans. Þetta er hið þriðja sem hafa verður í huga þegar ráðist er í það erfiða verkefni, að byggja upp bar- áttumálgagn verkalýðsstéttar- innar. /KG.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.