Stéttabaráttan - 11.08.1976, Blaðsíða 5

Stéttabaráttan - 11.08.1976, Blaðsíða 5
Stéttabaráttan 11. ágúst. 1976. CS Viðtal við Daoud Kaloti fulltrúa PLO Við munum sigra! Áthygli umheiinsins beinist nú í æ ríkari mæli að löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Risaveldin og heimsvaldasinnarnir reyna að skara eld að sinni köku og eiga i harðri baráttu sín á milli. Jafnframt vex hinum framsæknu og framfarasinnuðu öflum í araba- lcndunum fiskur um hrygg í baráttunni gegn yfirgangi zionisma og annari heimsvaldastefnu. Það eru palestínumenn sem standa þar i fremstu víglínu (bókstaflega og óbeint). En það eru ekki bara heims- valdasinnarnir sem skelfast hina palestxnsku byltingu, hin afturhaldssama yfirstétt f arabalöndunum sér sfna sæng útbreidda og óttast um gróða sinn og völd. Þetta er meðal annars baksvið þess sem er að gerast í Líbanon þessa dagana. En það er ekki bara meðal arabfskrar alþýðu sem stuðningur við palestínuaraba fer vaxandi. A vesturlöndum ljúka æ fleiri upp augum fyrir því að málstaður hinna landræku palestínumanna gegn hinum fsraelska zionisma og heimsvalda- stefnunni krefst fulls stuðnings allra framfaraafla. Það er ein af ástæðunum fyrir því að hinn eini lög- mæti fulltrúi palestfnuaraba, samtökin PLO, opnuðu í vetur upplýsingaskrifstofu í Stokkhólmi. Blaða- maður Stéttabaráttunnar tók þar eftirfarandi viðtal við forstöðumann skrifstofunnar Daoud Kaloti, þann 13. júlf síðastliðinn; Kaloti hóf viðtalið á því aðlýsa yfir fyllsta stuðningi við bar- áttu íslendinga við breska og bandaríska heimsvaldastefnu. "Og" sagði Kaloti "viðstyðj um ekki bara baráttu ykkar, við tökum beinlínis þátt f henni. Palestfnska byltingin hefur nefnilega tvær hliðar, jafnframt þjóðlegri baráttu um rétt til síns eigin lands, sjálfs- ákvörðunarréttar, frelsis og fyrir lýðræðislegu palestínsku rlki; þá er palestínska bylt- ingin barátta gegn heimsvalda- stefnu f hvaða mynd sem hún birtist, gegn yfirgangi og kúg- un. Baráttan gegn heimsvalda- stefnunni í Palestfnu er stuðn- ingur við baráttu fslendinga, eins og baráttan gegn heims- valdastefnunni á Islandi er stuðningur við baráttu palest- fnumanna. " Stb: Nú eru fjölmiðlar með stöðugar fréttir af blóðugum átökum f Líbanon. Hvert er baksvið þessara atburða, og geta palestínumenn og vinstri öflin unnið sigur yfir aftur- haldsöflunum ? Kaloti: Við munum sigra, á þvf er ekki nokkur vafi. Við getum farið halloka um sinn, jafnvel orðið fyrir geigvænlegu tjóni, en við erum viðbúin öllu og erum viss um sigur í fram- tíðinni. Þjóð sem hefur verið svipt öllu, rekin f útlegð og rænd sínu eigin landi, þegar sú þjóð öðlast vitund um kraft sinn og rétt getur ekkert stöðv- að hana. Alþýða arabalandanm verkalýðsstéttin og þjóðernis- sinnaðir menntamenn munu heldur aldrei leyfa að palest- ínska verði brotin á bak aftur. En hvað varðar bakgrunn þess sem er að gerast. I Líb- anon er alls ekki um að ræða neins konar trúarbragðastyrj - öld þótt ýmsir fjölmiðlar vest- urlanda vilji halda því fram, vissulega eru helstu leiðtogar fasistanna, falangistanna, kristnir, en það kemur ekki í veg fyrir að margir kristnir berjist með vinstri öflunum. En þessi styrjöld byggist held ur ekki á stéttarandstæðum í Lfbanon, það er að vísu hár- rétt að falangistarnir fá stuðn- ing borgarastéttarinnar í bar- áttunni gegn verkalýðsstéttinni, alþýðunni og framfaraöflunum. Nei, orsakirnar eru alþjóð- legar. Bandaríkin eru á niður- leið sem heimsveldi, þau eiga í miklum erfiðleikum með að viðhalda arðránsstöðu sinní. i’leiri og fleiri öfl rísa upp til baráttu fyrir sjálfstæði og rétti til að ráða yfir sfnum eigin auðlindum. Sósíalísk og fram- farasinnuð öfl fara ört vaxandi f Évrópu. Efnahagskreppa auð- valdslandanna vekur upp stöð- ugt nýja andstöðu og.óánægju hópa, hergagnaiðnaðurinn í Bandaríkjunum verður að kom- ast í gang aftur, annars dýpk- ar kreppan enn. Evrópulöndin eru ekki eins fylgisspök og áð- ur og hefur jafnvel komið til alvarlegra efnahagsárekstra, milli Evrópu og Bandaríkjanna. Sovétríkin hafa orðið stöðugt áhrifameiri. En kjarni máls- ins er olían. Það er um yfirráðin yfir olíuauðlindunum sem baráttan stendur milli risaveldanna og heimsvalda- landanna. Vesturlönd verða sífellt háðari olíustreyminu frá löndum araba. Bandaríkin fá um 54%, Vestur-Evrópa 60- 80% og Japan 90% af sinni olíu frá löndum araba. Það er þvf mikið í húfi hverjir ráða yfir þessari olíu og öllum brögðum er beitt. Stb: En hvar kemur Lfbanon og palestínuarabar inn í mynd- ina ? Kaloti: Jú, andstaðan við heimsvaldasíefnuna hefur vaxið gífurlega meðal araba undanfar. in ár, þjóðnýtingar á olíulindurr verið framkvæmdar í flestum arabalöndum og áhrif risaolíu- hringanna hafa minnkað mikið. En það eru því sem næst ein- göngu borgarastéttir þessara landa sem hafa setið að gróðan- um, alþýðan hefur orðið að sitja álengdar. Nú eflast þau öfl sem krefjast réttlátari skipt ingar þjóðarauðæfanna og berj- ■ ast fyrir lýðræðislegum, sósíal ískum þjóðfélögum. Barátta palestínuaraba hefur verið leiðarljós þessara afla og hættu legt fordæmi að mati afturhalds aflanna. Palestfnumenn hafa einnig lengi verið sérstakur þyrnir í augum bandarísku heimsvaldastefnunnar. Hún hefur þvf hvað eftir annað reynt að eyðileggja hin palest- ínsku byltingu f gegnum leppa sína f afturhaldsstjórnum bæði í Líbanon og Jórdaníu. En palestínska byltingin er ekki neitt einangrað fyrirbæri. Hún er hluti af hinni arabísku byltingu, hún er framvarðar- sveit hennar! Þess vegna sam einast síonistar, bandarískir heimsvaldasinnar og arabískir afturhaldsmenn um að reyna að knésetja hina palestínsku byltingu áður én hún hefur vax- ið þeim yfir höfuð! Eftir að stefna Henry Kiss- ingers beið ósigur bæði í Afr- íku og í Indókfna hefur hann einbeitt sér að miðausturlönd- um. Hann hefur uppi ráðagerð ir um að færa Bandaríkin fet fyrir fet aftur í þá aðstöðu sem þau höfðu á blómatíma heims- valdastefnunnar. Sú leið átti að hefjast í Líbanon. Hún átti að hefjast með því að mola sundur andstöðuöflin, öH palestínumanna. En þar mis- reiknaði CIA sig heldur betur. Þeir höfðu áætlað að falangist- arnir (hægri menn) myndu vinna skjótan sigur, en veru- leikinn varð algjör andstæða, hinn opinberi her Lfbanon er uppleystur og að mestu geng- inn f lið með okkúr, hinir áður sundurleitu hópar vinstri manna hafa snúið bökum saman og síðast en ekki síst, hin lfb- anska alþýða hefur snúist til fylgis við okkur. Afturhaldið tapar fótfestu en byltingin sækir fram. Og það er þá sem Sýrland gerir inn- rásina. Stb: Heldur þú að Bandarfk- in hafi vitað um hana áður ? Kaloti: Já, alveg efalaust. Bandarfkin stóðu örugglega bakvið innrásina og Israel hef- ur einnig vitað um hana áður, þvf það er síonistunum mjög í hag að binda sveitir palest- ínumanna við varnir Hótta- mannabúða inni í Líbanon í stað þess að berjast inni í Isra el. En það er ófyrirsjáanlegt enn hvaða áhrif innrásin hefur á ástand mála í Sýrlandi. Allir raunverulegir þjóðernissinnar og andheimsvaldasinnar þar mótmæla innrásinni, þeir og öll arabísk alþýða munu ekki samþykkja að palestínska bylt- ingin verði þurrkuð út. Stb: En hvað um afstöðu Sovét til innrásarinnar ? Kaloti: Við höldum að Assad (Sýrlandsforseti) hafi leikið á rússa. Við höldum að þeir hafi ekki vitað hvað til stóð. Kosygin og Assad undirrituðu yfirlýsingu meðan á heimsókn- inni stóð, þar sem ma. var tekið fram, að vandamál sín yrðu líbanir að leysa sjálfir án íhlutunar annarra, einnig að tryggja yrði sjálfstæði Líb- anon, og reyna að koma í veg fyrir óþarfa blóðsúthellingar. Við palestínuarabar erum sam- mála þvf að líbanir verðir að leysa sfn eigin vandamál, en við erum líka andvígir öllum stórveldalausnum, þe. að risa- veldin semji yfir höfðum fólks án þess að það fái neinu ráðið. En við höldum sem sagt ekki að Sovét hafi verið með f ráð- um um innrásina, enda for- dæmdu þeir hana harðlega nokkrum dögum seinna og í- trekuðu stuðning sinn við pal- estínsku byltinguna. Stb: Baráttan mun halda á- fram ? Kaloti: Við berjumst af hörku, við höfum misst marga fallna og særða, við munum berjast áfram. Móti þessu bandaríska samsæri gegn palestínsku byltingunni, sam- særi gegn öllum framfaraöflum f arabalöndum. Við, vinstri Ifbanir og palestínumenn lítum þessa baráttu sem sögulega nauðsyn, nauðsynlega til að sýna og sanna fyrir arabískri alþýðu að það borgar sig að taka upp baráttuna, að það er einungis hægt að vinna ef mað- ur berst. Einmitt núna eru hörðustu bardagarnir um flóttamannabúð irnar Tal al-Zaatar f Beirút. Þar hafa 20.000 Hóttamenn, þar af nokkur þúsund vopnfær- ir karlmenn, barist gegn ofur- efliliðs, fyrst einungis falang- ista en sfðar einnig liðsstyrk Sýrlands. I dag eru 22 dagar sem búðirnar hafa að mestu verið í herkví, um 6000 hand- sprengjum hefur verið varpað á búðirnar, í nótt sem leið gerðu falangistarnir innrásar- tilraunir um það bil þrisvar á mínútu. Og enn berjumst við. Reyndar erum við farin að tala um Tal al-Zaatar sem Stalín- grad, ekki vegna þess að búðir- nar séu hernaðarlega mikilvæg- ar, heldur vegna hins pólitíska og siðferðilega styrks sem þær veita okkur. Stb: Og sýrlendingarnir berj- ast við hlið falangistanna ? Kaloti: Já, það er ekki bara í Tal al-Zaatar. f dag hófu þeir árás ásamt falangistum á borgina Baalbac. Þar hefur al- þýðan risið upp sem einn mað- ur okkur til aðstoðar. En þessi fasistaaðstoð stjórn- ar Sýrlands er ekki tekið með þegjandi þögninni heima fyrir. Miklar mótmælaaðgerðir hafa verið hafðar í frammi. Þús- undir á þúsundir ofan hafa ver- ið fangelsaðar, þvf sem næst allir foringjar andstöðunnar hafa verið handteknir, samt halda mótmælin áfram. Innan sýrlenska hersins hefur einnig verið ólga vegna innrásarinnar I sfðustu viku voru 9 flugmenn hengdir þegar þeir neituðu að varpa sprengjum á palestfnsk- ar flóttamannabúðir í Lfbanon. Margir sýrlenskir hermenn hafa slegist í lið með okkur. Assad og hans lið er aðlosna í stólunum. Fýrr eða síðar mun hann falla. En hann beit- ir öllum ráðum til að reyna að þagga niður andstöðuna. Hann hefur sent stórar sveitir her- manna og látið umkringja Hóttamannabúðir palestínu- manna í Damaskus. Enn hefur hann ekki látið til skarar skríða, en við erum við öllu búin. Við reynum að forðast ögranir, við viljum nota öll vopn gegn Israel og bandarísku heimsvaldastefnunni. Stb: Að lokum vildi ég spyrja um annað atriði sem mjög hef- ur borið á góma undanfarið. Hver er afstaða PLO til Hug- rána sem pólitísks tækis ? Kaloti: PLO fordæmir Hug- vélarán. Við höfum alltaf ver- ið á móti þeim. Við fordæmd- um það fyrsta og við fordæm- um það síðasta og öll þar á milli. Við erum algjörlega andvfgir öllum sfíkum aðgerð- um sem hvergi snerta sjálfa baráttuna gegn síonismanum og heimsvaldastefnunni. Við er- um andvígir þvf að leggja mannslíf í hættu að óþörfu. Reyndar er sennilegast að þetta sfðasta flugrán hafi verið skipulagt af sýrlendingum að undirlagi CIA einmitt til að sverta PLO. Nú, þegar stöð- ugt Heiri eru farnir að sjá að barátta okkar er réttmæt, þá er þetta upplagt tæki til að reyna að stimpla palestfnu- menn sem glæpamenn ogfjölda- morðingja. En ég fordæmi þetta flugvélarán af jafn mikl- um krafti og ég fordæmi árás fsraela á flugvöllinn í Uganda. Þeir brutu þar gegn öllum al- þjóðalögum og reglum, og sýndu sig sem þá glæpamenn sem þeir eru. Reyndar sann- aði þessi árás einnig það sem við höfum sagt, að síonismi er kynþáttastefna, þeir leggja allt undir til að bjarga hvítum mönnum, gyðingum, evrópu- mönnum, en láta eins og ekk- ert sé þótt það kosti nokkra tugi svartra manna Iffið! En það er einmitt innan Isra- els sem við höfum eignast nýj- an bandamann. Það eru austur landagyðingarnir, arabagyð- ingarnir sem eru meðhöndlað- ir sem þriðja flokks borgarar. Þeir eru nefnilega farnir að skilja að barátta okkar er jafn- mikið fyrir þá eins og hún er fyrir okkur! Daoud Kaloti, forstöðumaður upplýsingaskrifstofu PLO í Stokkhólmi. A veggnum fyrir ofan hann hengur mynd af einni frægustu frelsishetju Palestínumanna frá 8tríðinu 1948, Abdel Qader al-Husseini. Stéttabaráttan 11. ágúst. 1976, Barátta pólsks verkalýðs: Lýsandi fordæmi kúgaðra alþýðu A-Evrópu Orsök verkfallanna 1 Póllandi ríkir í dag borgara- stétt, sem heldur völdum með fasfskum aðferðum. Studd sov- éská herveldinu er sérhver til- / raun til mótmæla gegn stjórninni barin niður, og lýðræðisleg rétt indi fótumtroðin. Eins og í öðrum auðvaldslöndum þar sem gróða- sóknin situr f fyrirrúmi, er í landinu verðbólga og landið er þjakað af erlendum skuldum. A árinu 1974 uxu skuldir erlend- is úr 1.7 milljcrðum dollara í 3 milljarða dollara. Borgara- stétt Póllands hefur svarað þessu með að skerða kaupmátt alþýðunnar og reyna þannig að velta byrðum kreppunnar yfir á herðar hennar. En verkalýðs- stétt Póllands hefur nú í annað sinn á 6 árum sýnt að hún lætur ekki kúga sig. Uppreisnin 1970 óku sovéskir skriðdrekar, sem skutu á allt sem hreyfðist. Aður en herinn náði bænum, höfðu verkamennirnir brennt niður floksskrifstofur endurskoð unarsinnanna. 1 eystrasaltsborg inni Gdansk fóru 16000 manns í mótmælagöngu, syngjandi Inter- nationalinn undir myndum af Lenin og Stalin. 1 Warsjá tóku 23000 manns þátt í setuverk- falli. Afleiðingar þessarar uppreisnar voru víðtaskar handtökur og fang elsanir á verkamönnum. Allt síðan þá hafa hafnarverkamenn í Gdansk og iðnverkamenn í Szczecin unnið undir vörslu vélbyssuhreiðra og fallbyssa. Astandið í dag:verðbólga og vöruskortur. 1970 hófst uppreisnin í desem- ber með því að byltingarsinnað verkamannaráð tók völdin í bænum Szczecin. Svar stjórnar- innar var að senda her gegn verkamönnunum. I fararbroddi Nú í sumar voru fyrirhugaðar miklar verðhækkanir á matvæl- um. Aætlaðar voru 60% meðal- talshækkanir á matvörum, semer gffurlega mikið ef það er haft f huga að laun hafa aðeins hækkað um 38% sfðustu fjögur árin. Samkvæmt opnberri skýringu á verðhækkununum var markmið þeirra "að koma f veg fyrir bið- raðir við verslanir, svartamark aðsbrask, og til að fá fólk til að kaupa annan iðnvarning". Þetta á að gera á sama tfma og mikill skortur er á kjötvörum í landinu. Landbúnaður Póllands hefur átt við gífurlega erfiðleika að etja sem m. a. stafar af því að Sovétríkin hafa velt kreppu sinni að hluta til yfir á Pólland með þvf að kaupa af pólverjum ódýrar landbúnaðarafurðir, en þvinga þá til að kaupa af sér dýrar iðnaðarvörur. T. d. er búið að drepa algerlega niður dráttavélaframleiðslu f Póllandi og allar vélar til landbúnaðar er eru fluttar inn frá Sovét. Þetta ástand, ásamt atvinnuleysi og pólitískri kúgun hefur orðið þess valdandi að pólskur verka- lýður rís nú upp. Umfang uppreisnarinnar f dag Uppreisnin hófst með víðtæku verkfalli þar sem verkamenn í Eystrasaltsborgunum og Warsjá höfðu forystuna. Verkfallsmenn í Ursus-dráttavélaverksmiðjun- um í nágrenni Warsjár rifu upp teina hraðlestarinnar milli Parísar og Warsjár og neituðu að lofa lestinni að halda áfram nema stjórnin hætti við fyrir- hugaðar verðhækkanir. Verka- menn í Zeran-bifreiðaverk- smiðjunni við Warsjá, og verka- menn í skipasmfðastöðvum í Eystrasaltsbæjunum fóru í verk- fall og lýstu því yfir að þeir myndu ekki fara til vinnu aftur nema verðstöðvun yrði sett á. I iðnaðarbænum Radom fyrir sunnanWarsjá voru höfuðstöðvar endurskoðunarsinnannabrenndar til ösku. Vfða um Pólland kom til átaka milli mótmælenda og lögreglunnar, og samkvæmt fréttum var lögreglan óspör á táragas og kylfuhögg. En sökum reynslunnar frá 1970 þorði stjórnin ekki að senda herinn gegn verkafólki, því það hefði getað kostað allsherjar- uppreisn. Eftirmáli uppreisnarinnar Það er ljóst, að stjórn endur- skoðunnarsinna er skelfingu lostin yfir hinum hörðu við- brögðum almennings. Hún hefur lofað að endurskoða ákvörðun sína um verðhaskkanir, en það er aðeins til að friða alþýðuna. Víðtækar handtökur hafa verið framkvæmdar, og nú þegar hafa margir af leiðtogum verkfalls-^ manna vérið dæmdir til langra fangelsisvista. A sama hátt og fasistar allra tfma, heldur stjórn Póllands að hún geti með fangelsunum brotið á bak aftur baráttu alþýðunnar fyrir frelsi og brauði. En nýir leiðtogar munu koma upp í rás baráttunnar og baráttan mun breiðast út. Hinn ólöglegi marx-leniniski Kommúnistaflokkur Póllands hefur skorað á alla framsýna menn að fordæma hina fasísku ofbeldisstjórn Póllands og þá sem standa á bak við hana, heimsvaldasinnana f Kreml. KFl/ML lýsir yfir fullum stuð- ningi við baráttu pólskrar alþýðu og mun gera allt sem í hans valdi stendur til að afhjúpa og einangra talsmenn endurskoð- unnar s tefnunnar. Ol Verkfallsnefnd f Warski-skipasmfðastöðinni. Tilgangur utanrikisstefnu Kína: Sundra heimsvaldasinnunum til að skjóta heimsstyrjöldinni á frest Afstaða kínverja til Atlantshafs- bandalagsins hefur orðið mörgum umhugsunarefni á síðustu árum. Margir halda því fram, að kfnverjar styðji NATO í því skyni að hafa betur í deilum sínum við Sovétríkin. Hægri öflin hafa jafnvel gert því skóna, að Bandaríkin hafi eignast bandamann í Kína og að Kína styðji aðgerðir og tilgang NATO. Ekkert er fjarstæðu- kenndara en þessi skoðun, enda mun hún eiga rætur sínar að rekja til áróðursmaskínu sovésku endurskoðunarsinnanna og er spunnin upp til þess að breiða yfir raunverulegt eðli sovéskrar sósíalheimsvalda- stefnu og beina athyglinni frá gagnbyltingarsinnuðu framferði nýju zaranna í Kreml. NATO er heimsvaldasinnað árásarbandalag, Afstaða kínversku kommúnist- anna er þessi. Þeir álíta NATO vera heimsvaldasinnað áráaar- bandalag, sem beint er gegn alþýðu heimsins og byltingar- baráttu hennar. Þess vegna for- dæma þeir aðgerðir NATO og sérstaklega hernaðarlega fhlutun Bandaríkjanna í V-Evrópu. Þetta kemur hins vegar ekki í veg fyrir að kínverjar fordæmi heims valdastefnuna hvar og hvenær sem hún birtist, hvort sem er í Japan, V-Evrópu eða Sovét- ríkjunum. Þeir benda þvert á móti á, að endurskoðunar- sinnarnir í V-Evrópu reyna að beina augum fólks frá heims- valdastefnu Sovétrfkjanna og heimsstyrjaldarhættunni sem stafar af henni, með því að út- mála Bandarísku heimsvalda- stefnuna og NATO sem einu óvinina. Styrkur marxismans- lenínismans í V-Evrópu er lítill í dag, þótt hann fari ört vaxandi. Kæmi til þess, að varnarsam- starf evrópskra heimsvalda- sinna leystist upp og Evrópa stæði berskjölduð gagnvart inn- ^rás frá Sovétríltjunum, myndi ekkert aH vera neegilega sterkt til þess að hindra styrjöldina. Hin unga og hratt vaxandi marx- leníníska hreyfing í V-Evrópu myndi ekki geta fylkt verkalýð og alþýðu Evrópu til alþýðustríðs gegn sósíalheimsvaldastefnunni og strfð sem hæfist á næstu árum myndi tákna ótaldar hörmungarog þjáningar fyrir alþýðu Evrópulandanna. Afstaða kínverskra kommúnista byggist sem sé á því, að styrjaldarhættan komi frá Sovétríkjunum, sem sé gráðugt og vaxandi heimsvalda- ríki og veiktar varnir Evrópu eða sundrung meðal Evrópurfkjanna, myndi Hýta fyrir því að heims- styrjöld skylli á. Kínverjar segja: "Helst vildum við að alþýða Evrópulandanna tæki völdin í byltingu, því að það er besta tryggingin fyrir ósigri heims- valdastefnunnar". Þetta er ein- mitt í anda stefnu Maó formanns, sem hann setur fram í orðunum "annað hvort hindrar heims- byltingin heimsstyrjöldina, eða heimsstyrjöldin mun snúast upp í heimsbyltingu". Utanríkisstefm Kína mótast af þessu viðhorfi. Að varðveita friðinn eins lengi og unnt er, til þess að byltingaröflin fái vaxtarmöguleika og verði þess umkomin að hindra ófriðinn. Þess vegna verður afstaða kín- verja til NATO og varnarsam- starfs Evrópuríkjanna að skoðast í þessu ljósi. Endurskoðunarsinnar eru heims- valdaslnnar. Endurskoðunarsinnar Evrópu- landanna hafa reynt að gera sér mat úr þessu til þess að ófrægja Kína og slá ryki í augu Evrópskar alþýðu, svo hún verði ófriðar- hættunnar ekki vör og trúi blint á "detente" og "friðarhjal" Brésneffs. Þess vegna eru það raunverulega endurskoðunar- sinnarnir sem styðja heimsvalda- stefnuna, þótt þeir gapi sem hæst gegn NATO. Því þeir þegja um hættuna sem alþýðu heimsins Kínverjar láta ekki blekkjast af friðarhjali USSR og USA,og benda sífellt á hættuna á 3ju. heims fy r j öldinni. stafar af Sovétrílcjunum. Þannig ryðja þeir brautina fyrir nýrri heimsstyrjöld og reyna að sundra samstöðu verkalýðsins gegn heimsvaldastefnu og sósíalheims- valdastefnu. Ef Helskini-sátt- málinn er raunverulega trygging fyrir friði, ef "detente" er fram- tíðin og afvopnun og bann við eyðingarvopnum er framkvæman- legt, eins og endurskoðunar- sinnarnir halda fram, hvers vegna þarf þá að óttast Banda- rílcin og NATO? Nei, sami- leikurinn er sá, að með því að útbreiða þvættinginn um "detente" og afvopnun, eru endurskoðunar- sinnarnir að hylma yfir útþenslu og árásarstefnu Sovétríkjanna og draga alþýðu Evrópu á tálar. Þeir sem tala hæst um frið og afvopnun, samtímis sem heims- styrjöldin nálgast óðfluga, eru hinir raunverulegu stuðnings- menn heimsvaldasteínunnar. Þetta sanna líka afstaða Portú- galska, Italska og annara endur- skoðunarsinnaflokka(það eru hlnir svokölluðu kommúnista- flokkar Portúgal, Italíu o. s. frv.) , en þeir styðja veru landa sinna í NATO. Þeir sem ekki berjast gegn heimsstyrjaldar- hættumii og reyna að fela upptök hennar í sovésku sósíalheims- valdastefnunni, eru raunveru- legir fjandmenn verkalýðsins, raunverulegir heimsvaldasinnar. -/KG ”Söguleg málamiðlun” Arni Bergmann, blaðamaður Þjóðviljans, gisti Italí þegar kosningarnar fóru þar fram fyr. ir skömmu. Athygli hans og annarra endurskoðunarsinna beinist mjög að tiitektum Berl- inguer og félaga vegna þess að ítalski endurskoðunarsinna- flokkurinn er stærstur þeirra flokka á vesturlöndum sem fylgja rangfærslum Krúsjofs o. fl. um "þingræðislegu leiðina" til sósíalismans, Hið sérstaka afbrigði ítalskra endurskoðun- arsinna gengur undir nafninu "söguleg málamiðlun" og felur m. a. í sér að flokkurinn hefur lýst þvf yfir að hann muni elcki berjast gegn veru Italíu í NATO Þessi yfirlýsing Berlinguer setti nokkurn vanda á herðar Arna Bergmann - því að NATO- andstaðan hefur aldrei verið meiri á Islandi en einmitt nú. Laumulegur áróður Þjóðviljans o. fl. hefur til þessa gengið út á að sýna fram á að það væru kínverjar sem styddu NATO og að Alþýðubandalagið væri brjóstvörn herstöðvaandstæð- inga. Arni Bergmann snaraði sér þvf út á ritvöllinn undir fyrirsögninni "Italskir kommún- istar og við". Greininni var ætlað að útskýra þær mismun- andi aðstæður sem eru til stað- ar á Islandi og í Italíu og hví ítalskir endurskoðunarsinnar geti samþykkt NATO-aðild en þeir íslensku ekki, En pistill Arna gerir betur, hann afhjúpar þá staðreynd að höfundurinn er reiðubúinn til að samþykkja NATO-aðild Is- lands ef aðstæður hér væru svipaðar og í Italíu. Arni seg- ir: "Það er f sambandi við NATO og afleiðingar aðildar að því bandalagi næsta auðvelt að telja upp mismun á þessum tveim löndum. Annarsvegar vopnlaust smáríki með hefð- bundinn vilja til hlutleysis, hinsvegar fjölmennt ríki í miðri hinni oft vanstilltu Evr- ópu, sem er þá búið umtals- verðum her, sem hvort er eð hlýtur að ganga upp f einhvern hernaðarlegan útreikning. 1 annan stað er þessi fjölmenna þjóð, ítalir, sem stendur á miklum menningararfi, hvergi nærri eins viðkvæm fyrirraski því, er umsvif bandalagsins í formi bandarískra herstöðva hafa á efnahag, menningu og sjálfstæða framkomu hins ör- litla íslenska samfélags. " Kjarninn í þessari útlistun er sá að ef Island væri vopnað ríki og öllu stærra og þyldi því betur veruna í NATO (eða upp- fyllti þau skilyrði sem Arni telur upp), þá væri forsvaran- legt fyrir Alþýðubandalagið að gera sögulega málamiðlun" og hætta að berjast gegn NATO- aðildinni! ! Það bólar ekkert á andstöðunni gegn bandalaginu sem slíku. Ennfremur telur A. B. að "kanski væri það ill- skárra fyrir NATO ef PCI héldi áfram að hamast gegn að- ild Italíu að bandalaginu. " (PCI er skammstöfun fyrir flokk ít- clsku endurskoðunarsinnamia). Kér skfn í gegn viljinn til þess að aðlaga stefnuna hagsmunum auðvaldsins. A. B. hefur fund- ið "réttlætingu" fyrir því að berjast elcki gegn NATO við "vissar aðstæður". Og hver kannast ekki við þá stefnu sem gjarnan er framfylgt af forystu Alþýðubandalagsins að einbeita baráttunni gegn herstöðvunum en láta NATO-aðildina liggja á milli hluta ? Það þarf ekki ann- að en að minna á örlög sfðustu herstöðvaandstæðingasamtaka - en þar réði Alþýðubandalagið ferðinni að mestu. Að sögn Arna byggir PCI af- stöðu sína "fyrst og síðast á raunsæi", þetta "raunsæi" á greinilega mikið fylgi imian for- ystu Alþýðubandalagsins. Allt þingsæta- og ráðherrastóla- brölt hennar sannar það. Andstaða Alþýðubandalagsfor- ystunnar gegn veru Islands í NATO er þvf ekki heilsteypt. Arni Bergmanna o. fl. hafa í raun lýst sig sammála stefnu ítalskra endurskoðunarsinna sem haia gert all-sögulega málamiðlun við höfuðfjanda verkalýðsins, auðvaldið. Slíkt "raunsæi" eru svik hvern ig sem pennaliprir náungar reyna að snúa hlutunum og láta þá líta vel út! -/hh

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.