Stéttabaráttan - 11.08.1976, Blaðsíða 7

Stéttabaráttan - 11.08.1976, Blaðsíða 7
Stéttabaráttan 11. ágúst. 1976. Fiskifræði boraaranna 1 viðtali f Þjóðviljanum 24. júní sl. er það haft eftir Matth- íasi Bjarnasyni sjávarútvegs- ráðherra að menn megi ekki vera "of varkárir" í sambandi við friðun fiskistofnanna. Og engum myndi víst detta í hug að saka hann um "of mikla var- kárni" hvað varðar stjórnun þorskveiðanna hér við land. Afstaða hans markast mest af því hvað hann sjálfur "álítur" eða "telur" að það megi veiða mikið en minna af útreikning- um sérfræðinga sem gerðir eru á grundvelli víðtækra at- hugana og gagnasöfnunar. Þessi tilfinning hans um hver hámarksaflinn megi vera fell- ur líka furðuvel saman við gróðahagsmuni útgerðarauð- valdsins. Þeirra sjónarmið eru skammtfmasjónarmið, sem mestur gróði á sem skemmstum tíma. Þó að það þyki fínt að skreyta sig með slagorðum um friðun og skyn- samlega nýtingu fiskistofnanna á tyllidögum og fyrir kosningar tala verk þessara herra sfnu máli. í Svörtu skýrslunni svonefndu setja fisklfræðingarnir upp á- ætlun um það hvernig mætti með friðarráðstöfunum fá að meðaltali um 500 þús. tonna ársafla af þorski af íslandsmið- um með helmingi minni sóknar- þunga en nú, eftir tiltölulega skamman tíma. Aðalatriði þessarar áætlunar eru: 1) Að 1973 árgangurinn (þe. þriggja ára þorskur) verði al_- friðaður allt árið 1976, og dreg ið verulega úr sókn f eldri ár- ganga. 2) Að heildaraflinn 1976 fari ekki yfir 230 þúsund tonn og að heildaraflinn 1977 fari ekki yfir 290 þúsund tonn. Fiskifræðingarnir benda einn- ig á að ef þorskveiðum verði haldið áfram með núverandi sókn megi búast við ört minnk- andi afla þegar eftir 2-3 ár og síðan hruni stofnsins. Þessi skýrsla var unnin á ár- inu 1975. En það kom fljótlega í ljós að þetta var ekki það sem auðherrarnir vildu heyra. Þess vegna var fiskifræðingunum fengið það verkefni að spá fyr- ir um afleiðingar af ýmsum möguleikum. "Hvað gerist ef við tökum nú svona mikið", "eða svona mikið. " Slíkum spurningum áttu fræðingarnir að svara. 1 janúar lét ráðherra svo "nefnd um stjórnun fisk- veiða" samþykkja 280 þúsund tonna leyfilegan hámarksafla af þorski 1976 og gat þess um leið að þetta væra ein þeirra leiða sem fiskifræðingar hafi að ástandið væri jafnvel enn svartara en Svarta skýrslan hafði spáð, sumpart vegna þess að ábendingum þeirra um frið- un 1973 árgangsins hafði ekki verið sinnt heldur hafði hann staðið undir afla togaranna, bæði breskra og íslenskra. Því ítrekuðu þeir þau varnarorð sín 'að það yrði að minnka sókn- ina í þorskstofninn strax. En þessi varnaðarorð þutu sem vindur um eyru ráðamanna. I júní kom fram spá Þjóðhags- stofnunar þar sem gert var ráð fyrir 320 þús. tonna hámarks- þorskafla f ár. Hinn alvitri Matthías hafði rök á reiðum höndum til réttlætingar þessari ákvörðun. Við skulum líta nán- aránokkur þeirra sem birtust í ofangreindu viðtali. 1) Ráðherrann kvaðst sann- ■ færður um að okkur taskist að halda veiðunum næstu tvö ár « innan þeirra marka sem Svarta skýrslan gerir ráð fyrir. Aðal- ástæðuna fyrir bjartsýni sinni sagði hann vera þá að: "Nú höfum við meiri stjórn á veiðun- um en áður og þótt veiðin verði meiri 1976 en Svarta skýrslan gerir ráð fyrir má jafna það upp á árinu 1977. " Ráðherranum virðist ekki ljóst að ef tekin verða 320 þús. tonn af þessum 520 þús. tonnum strax á þessu ári standast for- sendur Svörtu skýrslunnar alls ekki lengur. Jafnvel þingmenn og ráðherrar ættu að geta skilið það að þorskurinn stækkar og þyngist með aldrinum og það eru því fleiri fiskar í hverju tonni sem meðalaldurinn er lægri. Þess vegna er ekki hægt að "jafna upp" ofveiðina 1976 með því að veiða t. d. aðeins 200 þús. tonn 1977. 2) Ráðherrann vildi lítið tjá sig um hugsanlega endurnýjun á samingnum við breta, (Nú Efnahagsbandalagið) eftir 1. des. n. k. Þó nefndi hann þann möguleika að "samningur um gagnkvæmar veiðar " kæmi til greina. En hvað þýðir í raun "samningur um gagn- kvæmar veiðar breta og íslendinga"? Jú, breskir togarar fá að veiða þorsk hér við land gegn því að íslenskir bátar fái að stunda síldveiðar í Norðursjó. Slík skipan myndi því á engan hátt minnka sóknina f þorskstofninn eins og ráðherrann gefur f skyn, heldur þvert á móti auka hana. 3) Þá dregur Matthías í efa að þorskstofninn sé nú í eins mikilli hættu og fiskifræðingar vilja vera láta. "Þetta eru ágiskunartölur og það lfða tvö til þrjú ár þangað til það bent á til vernduriar þorskstofn- sanna kemur í Ijós" segir ráð- Inum. Þannig væri fullvíst að öll friðunarsjónarmið væru í heiðri höfð. Með vorinu bárust fiskifræð- ingum upplýsingar sem sýndu herrann. Sem dæmi um að slíkar "svartar skýrslur" hafi eklci verið á rökum reistar nefnir hann rækjustofninn í ísafjarðardjúpi. Fiski- fræðingar hafi talið hann hætt kominn en aldrei hafi veiðst þar meira af rækju en nú. Þarna láist ráðherranum að geta nokkurra "smáatriða". Þegar viðvörunarorð fiski- fræðinga komu fram um hættu á ofveiði á rækju í ísafjarðar- djúpi voru eingöngu notuð "fótreipistroll" við veiðamar en þau veiða mun minna en "bobbingatrollin" sem nú eru notuð, auk þess sem nú er hægt að toga á mun meira dýpi og á grýttari botni en áður Aðvaranir sérfræðinganna miðuðust aðeins við þann hluta rækjustofnsins sem var á veiðanlegum stöðum en þau svæði hafa nú margfaldast. Hitt er staðreynd að vegna skipulagsleysis í rsekjuveið- unum í ísafjarðardjúpi og . Arnarfirði er rækjan þar mun - smærri og því verðminni en annar's staðar á landinu. Allur málflutningur ráð- herrans stefnir að þvf einu að slá ryki í augu almennings. Það sé alls ekki verið að of- veiða fiskistofnana heldur séu þeir skynsamlega nýttir og fiskifræðingar viti svosem ekkert um stofnstærðir eða hættu á hruni stofna. Það er athyglisvert hversu væg viðbrögð Þjóðviljans eru við þessum yfirlýsingum því Alþýðubandalagið hefur nú ætíð stært sig af þvf að það standi í fararbroddi í baráttunni fyrir verndun auðlinda landsins. Þessi afstaða Þjóðviljans á sér þóe.t.v. sínar skýringar. Aðalforkólfur þeirra í sjávar- útvegsmálum Lúðvík Jósefsson er nefnilega hjartanlega sam- mála Matthíasi. I fjölmiðlum hefur LÚðvík jafnvel tekið harðari afstöðu með útgerðar- auðvaldinu þar sem hann hefur marglýst því yfir að það sé ekki um að ræða offjárfestingar f íslenskum sjávarútvegi, heldur sé nú brýn nauðsyn að stækka flotann enn meir til að góður afli fáist. Þessir fulltrúar . borgaranna á Alþingi vilja alls ekki að "of mikil ^arkárni" sé viðhöfð í fiskveiðum ókkar. Þeir beita allskyns blekkingum og lygum til verndar stéttar- hagsmunum sínum. En þeirra hagsmunir eru ekki hagsmunir alþýðunnar og hún mun eftir sem áður berjast gegn allri rányrkju borgaranna á miðunum Rvk. 20.7. '76 Öryggismál i Straumsvik í Þjóðviljanum hefur undanfarið mátt lesa greinar um öryggis- mál og vinnuaðstöðu í álverinu í Straumsvfk. Annarsvegar voru viðtöl við Sigurð T. Sigur- ðsson, trúnaðarmann í Ker- skála, og hins vegar svör for- ráðamanna fyrirtækisins við á- sökunum Sigurðar. Það er al- mennt álit verkamanna f Al- verinu að frásögn Sigurðar hafi bæði verið rétt og sann- gjörn. Forráðamenn fyrirtækisins sögðu að erfitt væri að bæta úr skorti á kerplötum og kæmi þar einkum til að mannskapurinn væri svo kærulaus að hann eyði- legði kerplöturnar með þvf að aka uppá þeim. Það veit hver einasti verkamaður f kerskála að það er ekki hægt að vinna t. d. við skautskiptingu eða skurnbrot öðruvísi en að aka upp á kerplötunum. Aumlegra svar en það sem for- ráðamennirnir gáfu við spurn- ingu um orsök slyss sem varð er maður ók ofanf op milli gólfs og kers er ekki hægt að hugsa sér: "Það var óþarfi hjá manni- num að aka ofaní þar sem ker- þlötu vantaði". Forráðamennirnir gera lítið úr þeirri hættu að leitt geti á milli kerja og menn slasast af raf- straumi. Sú hætta sem stafar af vatnsleka og rökum verkfærum er alls ekki ofgerð í viðtalinu við Sig. T. Sigurðsson, heldur þvert á móti. En eitt mættu forráðamenn ál- versins vita, að oft hefur kæru- leysi þeirra gagnvart lffi verka- manna í Alverinu nærri orsakað stórslys. Ég skal hér tilfæra eitt nýlegt dæmi: Krani sem notaður er í Skautsmiðju við að hífa forskaut á vagna bilaði. Stálvírinn í krananum var nærri í sundur, og verkamenn á þeirri vakt sem uppgötvuðu þetta hættu vinnu við kranan, og kröfðust þess að kranin væri lagfærður. Verkstjórinn hafði það að engu, og kvað viðgerð vel geta beðið næstadags. Engar ráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir að kranin væri notaður, og þegar næsta vakt mætti fékk hún engin skilaboð um að kranin væri bilaður. Skömnliu eftir að vinna hófst slitnaði vírinn, og minnstu munaði að stórslys yrði. Þetta er eitt dæmi af mörgum um það vítaverða kæru- leysi um öryggismál sem for- ráðamenn fyrirtajkiSins sýna gagnvart verkamönnum. Eneins og kom fram í grein Sig. T. í Þjóðviljanum eru menn orðnir langþreyttir á að líf þeirra sé haft að leikfangi í höndum manna sem einungis hugsa um gróða simi. Þess er ekki langt að bíða ef svo fer sem horfir að verkamenn grípi fyrir alvöru til verkfallsvopnsins. -/Verkamaður í Alverinu. • •• Síonismi - Fasismi fsrael hefur f æ ríkari mæli treyst sambönd sín til að brjótast út úr vaxandieinangrun á alþjóðamælikvarða. lsrael veitir þessum ríkjum hernaðaraðstoð og á við þau mikil viðskipti. Leiðtogi Afríku, Vorster, var í opin- berri heimsókn í ísrael í apríl sl. , og var honum fagnað sem góðum vini, sönnum lýðræðis- vini og fánabera vestræns frelsis. Fjölmiðlar í ísrael forðuðust eins og heitan eldinn að minnast á að minnihluta- stjórn Vorsters heldur milljón- urn negra í kúgun, og ber niður með hervaldi allar til- raunir af hálfuþeirra til að ná rétti sínum. M. a. lagði Vorster krans frá ríkisstjórn ■Afríku að minnismerki um fórnarlömb nasismans í Yad Vasem, og í ísraelskum blöðum var því slegið upp að hann hefði sagt með tárin í augunum: "Það er ofar mínum skilningi hvernig svona lagað getur skeð", og hann á að hafa fordæmt gyðingaofsóknir nasista. Það var ekkert minnst á það í ísrael að Vorster hefði setið í fang- elsum breta á stríðsárunum vegna stuðnings við þýska nasismann. Sú afstaða PLO a<5 sionisminn sé ein tegund nasisma er greinilega rétt. Forsetakosningar f USA, miljónafyrirtæki, Hið margrómaða bandaríska lýðræði fer nú fyrir fullum seglum og einokunarhringar- nir kynna fólkinu frambjóð- endur sína. Það er eldíert leyndarmál að það eru stór- fyrirtækin sem borga sýning- una, enda eru þau einu aðilar. nir sem hafa hag af tilstand- inu. Þó svo að það "afhjúp- ist" við og við að einokunar- hringarnir borgi frambjóð- endunum, og þótt "heiðarleg" borgaraleg blöð telji það hneyksli er það vitnast, þá eru peningar þessir óaðskilj- anlegur hluti bandarískra for s e takos ninga. Síðustu forsetakosningar kostuðu rúmlega 40 milljón dollara og um það bil 300 ein- okunarfyrirtæki dældu fé í sjóðina hiá sfnum frambjóð- endum. En þrátt fyrir þessar geysi- legu fjárfúlgur og hamagang þá hefur bandarískur verka- lýður fyllst viðbjóði á öllu saman. Aðeins 54,5% at- kvæða skiluðu sér íkjörkass- ana 1972, og það er búist við enn minni þátttöku í væntan- legum kosningum. -/hh ÚREINU ÍANNAÐ Fjölmiðlar og alþýða manna hafa mikið furðað sig á öllum þeim hasar sem er í kringum Ölympíuleikana. Borgara- blöðin hamast gegn þriðja heiminum fyrir að "reyna að breyta Ölympíuleikunum í pólitíska þrassamkundu". Samkvæmt Ölympíuhugsjóninni eiga leikarnir að vera vett- vangur samstarfs, bræðralags vináttu og friðar. En orsök þess hversu komið er í dag er sú, að alþjóðlegt bræðralag og samstarf er ekki til á tíma- bili heimsvaldastefnunnar. Þriðji heimurinn sem er arð- rændur af heimsvaldsríkjunum » og sérstaklega risaveldunum \tveimur, veit sem er, að það arðrán er miskunnarlaust og grimmt og ekki er skirrst við að beita þvingunum af öllu tagi. Heimsvaldastefnan fer með stríð á hendur þriðja heiminum og reynir allt sem hún getur til að sporna á móti sjálfstæði og efnahagslegu jafnrétti rfkja heimsins. En það er söguleg staðreynd að í dag er kúguð alþýða alls heimsins að rísa upp til baráttu fyrir frelsi og sjálf- stæði, og þessi barátta sem stendur gegn heimsvalda- stefnunni endurspeglast á Ölympfuleikunum jafnt sem á Sameinuðu þjóðunum. Það er á alþjóðlegum vettvangi sem baráttan geisar jafnt sem á þjóðlegum, og baráttan gegn leppríkjum heimsvaldaríkjanna ísrael og S-Afrfku, Formósu og Rhodesíu, verður m. a. unnin með því að einangra þessi ríki alþjóðlega og þá úti- loka þau frá þátttöku í alþjóð- legum stofnunum og mótum. Höfuðhreyfingin í heiminum í dag er, að þjóðir vilja frelsi, lönd vilja sjálfstæði, og alþýða vill byltingu. Þessi barátta stendur gegn heimsvalda- stefnunni í öllum hennar myndum, og því skyldu menn ekki furða sig á því þó ekki sé algert bræðralag og vinátta milli þriðja heimsins og heims- valdarílcj anna á ölympfu- leikunum. Eins og skýrt hefur verið frá í Stéttabaráttunni hefur pólskur verkalýður risið upp til baráttu á ný gegn skriffinnskuborgara- stéttinni sem mergsýgur hann. Undanfarnar vikur hefur geisað hatrömmverkfallsbarátta gegn verðhækknum og kjaraskerð- ingum, verksmiðjur hafa verið herteknar af verkafólkinu, fjöl- mennir mótmælafundir hafa verið haldnir, og samgöngur hafa veíið truflaðar í mótmæla- skyni. En á sama tíma og þessi barátta hefur geisað hélt borgarastétt Póllands í sam- vinnu við Sovétmenn og aðra endurskoðunarsinna æskulýðs- þing í Varsjá þar sem útbreiða átti lygarnar um "slökun spennu í heiminum" og yfirburði "sósíalisma" sovétmanna. A þessu þingi mátti finna vinstri- menn allrahanda, allt frá fram- sóknarmönnum og krötum til trotskýista. M. a. sendi lyiking "byltingarsinnaðra kommunista" fimm fulltrúa til» þingsins. Þar kemur eðli Fyikingarinnar greinilega í ljós. A sama tfma og verka- lýður Póllands rís upp til barattu gegn auðvaldinu sem mergsýgur hann, eru Fylking- arfélgar í Póllandi í boði auð- valdsins. Þegar Fylkingin er búin að kynnast því hversu borgarastétt Póllands veitir vinum sínum trotskýistunum vel bjór og aðrar góðgerðir lýsir hún sennilega yfir í Neista að "við verðum að verja Pólland því þrátt fyrir allt er það sósíalfskt verlca- lýðsríki." Þannig eru trotskýistar: Þeir starfa alls- staðar með afturhaldinu og vinna í þágu þess. I Vietnam unnu trotskýistar með japanska fasismanum í stríð- inu, í Albaníu með þýska fasismanum, í Palestínu með sionismanum. A sama hátt er lylkingin á íslandi einn af helstu stuningsaðilum sovéska fasismans, og svarin óvinur alþýðunnar. Gorgeir

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.