Stéttabaráttan - 11.08.1976, Page 1

Stéttabaráttan - 11.08.1976, Page 1
Sjómenn! Fellum svika- samningana SJA GREIN A BLAÐSlÐU 3 MOTMÆLUMINNRASINNI í TÉKKOSLOVAKÍU! Aðfaranótt 21 ágúst 1968 réðust sovéskir skriðdrekar inn yfir landamœri Tékkoslovakiu. Eftir nokkurra daga átök höfðu þeir brotið á bak aftur alla mótstöðu, og handsamað leið- toga tékknesku þjóðarinnar. Undir byssustyngjum sovét- manna voru þeir neyddir til að undirrita "samning" sem hei- milaði "tfmabundna" dvöl so- véska hersins í Tékkoslovakiu. Sú tímabundna dvöl hefur nú staðið í átta ár. Með ríkisstjórn föðurlands- svikarans Gustav Husak sem skjöld hefur sovéska heims- valdastefnan komið á fasfskri stjórn í landinu. Tugir þúsunda heiðarlegra kommúnista sem ekki vildu una ofbeldisstjórn sovétmanna hafa verið reknir úr kommúnistaflokknum, og þústmdir Imepptir í fangelsi. Fangelsanir og pólitískar of- sóknir eru daglegt brauð í Tékkoslovakiu. Harðstjórn sovésku heimsvaldastefnunnar nær til allra sviða þjóðlífsins. 1 gegnum "ráðunauta" sína stjórnar hernámsliðið ráðu- neytunum, hernurh, lögreglunni og vinnustöðvunum. En andspyrna tékknesku alþýð- unnar gegn innrásarliðinu fer stöðugt vaxandi. Hinir fjöl- mörgu fangelsisdómar fyrir "andsovéska starfsemi" tala sínu rnáli. Fréttir af skipu- lagðri andstöðu meðal verka- manna í CKD-Iðnaðarsvæðinu (Skoda) hafa borist út fyrir landamærin. Tékknesk alþýða.á fyrir hönduir langa og harða baráttu gegn hernaðarlega öflugum fjand- manni. En hún mun rísa upp gegn föðurlandssvikaranum Husak á sama hátt og hún reis upp gegn föðurlandssvikaranum Hacha sem seldi land sitt í hendur þýska fasismanum árið 1938. Sovésku fasistarnir mum mæta sömu örlögum og Hitler. A Islandi getum við stutt bar- áttu tékkneskrar alþýðu með þvf að vinna að því að afhjúpa sovétríkin og þau myrkraverk sem þau standa fyrir f Tékko- slov£ú?iu og um allan heim. .Við verðum að berjast gegn lygunum um að ástandið í Tékkoslovakiu sé eðlilegt og sýna fram á að sjálfstæði þjóð- ar er ekki eitthvað sem hægt er að vinna og tapa í sjúku uppskiptakapphlaupi heimsvalda rílijanna, með risaveldin í broddi fylkingar. Við verðum að sýna að þjóðlegt sjálfstæði er eitt af því dýrmætasta sem nokkur þjóð getur átt, og grund völlur þess að verkalýðsstéttin geti leyst gjörvallt þjóðfélagið úr ánauð með sósfalismanum. Hernám Tékkoslovakiu, skipt- ing Pakistan, fasistisering Indlands, flotauppbygging um öll heimsins höf, fhlutun í mál- efni Angóla. stórveldapólitík fyrir botni Miðjarðarhafs, allt ber þetta heimsvaldastefnu Sovétríkjanna vitni og sýnir svo ekki verður um villst að Sovétríkin eru í villtri baráttu við Bandaríkin um heimsyfir - láð. Þessi barátta risaveldann: er í dag helsta ógnunin við heimsfriðinn. Að berjast fyrir sjálfstæði og frelsi til handa Tékkoslovakiu er því liður f baráttunni gegn heimsvaldastefnunni og fyrir varðveislu friðar. Þess vegna hvetjum við alla til að taka undir kröfuna um að Sovétrfkin fari út úr Tékko- slovakiu. Allir sem styðja baráttu tékka fyrir sjálfstæði eiga samleið f baráttunni gegn heimsvaldastefnu Sovétríkjanna Sovétríkin út úr Tékkoslovakiu! Fullan stuðning við frelsisbar- áttu tékkneskrar alþýðu! Gegn stríðsundirbúningi risa- veldannaf Mótmæla- aðgerðir 21. ág úst Laugardaginn 21. ágúst n. k. mun Kommúnistaflokkur Islands gangast fyrir mót- mælaaðgerðum fyrir utan sovéska sendiráðið til að mótmæla innrásinni í Tékko- slóvakíu og hernámi landsins sem enn stendur. Tilgangur aðferðanna er að benda á að Sovétríkin eru í dag heims- valdasinnað risaveldi sem skirrist ekki við að beita hernaðarofbeldi til að fram- fylgja arðránsstefnu sinni , ogað vekja upp á íslandi sam. stöðu með kúgaðri alþýðu A-Evrópu og Sovétríkjanna. Haldinn verður fundur fyrir utan sovéska sendiráðið kl. 2 og mun formaður K t’í- /ML, Gunnar Andrésson, halda ræðu og borin verður upp til samþykktar mót- mælayfirlýsing sem afhent verður í sendiráðinu. Við skorum á einstaklinga og félagasamtök að lýsa yfir stuðningi við aíigerðirnar 21. ágúst og leggja þannig lóð á þær vcgarskálar að afhjúpa Sovétríkin sem heims valdasinnað stórveldi Tékknesk æska var mjog virk í baráttunni gegn sovétska innrásarliðinu. Mótspyrnan tók á sig mörg form, allt frá skotbardögum til þess að rffa niður götumerkingar til að gera innrásarliðinu erfiðara fyrir. Myndin: Verkamenn brenna flokksskrifstofur Komm- únistaflokksins í Stettin f uppreisninni 1970. Mjólkurbúðamálið Verkalýðsstétt Póllands hefur í dag, eins og 1970 risið upp til baráttu gegn arðráni og kúgun endurskoðunnarstefnunnar, og stendur f dag í fararbroddi fyrir baráttu allra verkamanna A- Evrópu gegn kúgun sósíalheims- valdastefnunnar. Þó verkföllin hafi enn sem komið er ekki ver- ið mikil að umfangi, sýna þau svo ekki verður um villst að sá byltingareldmóður sem fyrst blossaði upp 1970 f baráttunni gegn hinni nýju borgarastétt Póllands og sovésku kúgurunum hefur magnast, og að endur- skoðunnarstefnan er valtari í sessi en hún vill vera láta. Með baráttu sinni var pólska borgarastéttin þvinguð tii að hætta vlð fyrirhugaðar verð- hækkanir. Af hræðslu við að á- standið yrði verra en 1970, þar sem baráttan tók mjög á- kveðna pólitíska stefnu, gaf borgarastéttin undan. Sjágreinbls. 5. Brauða- og mjólkurbúðir eru þær búðir sem hver fjölskylda verslar í svo að segja daglega. En nú er svo komið að leggja á þessa nauðsynlegu þjónustu niður. Alþingi hefur, að und- irlagi stórkaupmanna samþykkt að afnema einkasöiuleyfi Mjólkursamsölunnar. Við- brögð Samsölunnar við því eru þau, að hún hyggst loka búðum sínum, þar sem hún telur að ekki sé lengur rekstr argrundvöllur fyrir mjólkur- búðirhar. Hins vegar hefur ekkert verið gert til að koma á skipulagi í mjólkursölunni sem gæti leyst af þessar 53 mjólkurbúðir Samsölunnar. Það er því ijóst að þjónustan við neytendur mun versna mjög við breytinguna. Breytingin hefur enn alvar- legri afleiðingar I för með sér fyrir afgreiðslustúlkurnar í mjólkurbúðunum. Um 160 konur missa þá atvinnu sína, og allt bendir til þess að fleiri réttindi þeirra verði skert - og þá sérstaklega hvað varðar lífeyrissjóð þeirra. Þegar fréttamenn STÉTTABARÁTT- UNNAR fóru og spjölluðu við nokkrar kvennana kom í ljós að gífurleg óvissa ríkir í öll- um málum þeirra, en ekki náð- ist í forsvarsmenn stéttarfé- lags þeirra (Félag afgreiðslu- stúlkna f brauða- og mjólkur- búðum), til að fá nánar upplýs- ingar um gang mála. Þar sem störf þeirra verða lögð niður er Ijóst að flytja verður lífeyrissjóðinn og önn- ur réttindi þeirra yfir í önnur félög. Þetta er sérstaklega brýnt fyrir eldri konur sem koma til með að hætta störfum við iokunina og eru búnar &ð borga í sjóðinn í tugi ára, og einnig þær sem nú þyggja lff- eyri frá honum. Kaupmenn hafa gefið opin- bert loforð fyrir því að þessar konur sitji fyrir um vinnu ef þeir bæti við sig starfsfólki næsta árið. Ljóst er að þetta tryggir þó engan veginn atvinnu fyrir þær í framtfðinni, og margar kvennanna sem unnið hafa þessi störf í langan tíma og eiga óhsegt um breytingu á vinnutíma og vinnutilhögun. ASl virðist ekki hafa í hyggju að taka upp mál þeirra sérstak- lega, t. d. með því að skipu- leggja stuðningsaðgerðir með- al annarra félaga ASÍ. Rétt væri að félagskonur ASB hæfu þegar baráttu gegn þeirri réttindaskerðingu sem mun fylgja lokun búðanna, og fá al- menning í lið með sér, t. d. með þvf að hefja undirskrifta- söfnun gegn lokun búðanna. Það ætti að vera auðvelt, því megin þorri fólks vill hafa þessa þjón- ustu áfram. A blaðsíðu 3 eru viðtöl við nokkrar starfsstúlkur f mjólkur- búðum um þetta mál.

x

Stéttabaráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.