Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 24.01.1931, Page 2

Verklýðsblaðið - 24.01.1931, Page 2
Klofningsvígamóður sósialdemokrata Nú kemur rööin að verkalýdsfélögunum Jónasi hefir auðsjáaniega vaxið það í augum og- talið þennan styrk sem einskonar mútufé. Þegar sú varð raunin á, að sjúklingamir létu ekki bugast andlega og reyndust, hugsjónum sínum trúir, þrátt fyrir líkamleg veikindi, tók Jónas það ráð að svifta þá andlegu sjálfsfor- ræði og banna þeim að ræða þeirra hjart- fólgnasta málefni sín á milli. Varla er hægt að auðmýkja sjúkan mann meira, en að svifta hann andlegu sjálfforræði. Og varla er hægt að gera honum vistina djöf- ullegri en að gera sjúkrahúsið að fangelsi. Nú er það kunnugt, að það hefir meira að segja en flest annað fyrir heilsu berklaveikra manna, hvemig högum þeirra er háttað andlega. Stóra orðin viljum vér eftirláta Jónasi frá Hriflu og öðrum shkum. En vér teljum það skyldu vora, að benda á, að hér er teflt með mannslíf á hinn miskunnarlausasta hátt. 1 þetta skifti varð ekki slys að brunanum á Kristneshæli og var það mikið lán. En fáir era þeir atburðir, sem gerst hafa nú um hríð, sem slegið hafa slíkum óhug á menn. Það varð sem sé lýðum ljóst, að engin slökkvitæki voru til á hælinu og áhöld slökkviliðsins á Akureyri reyndust ónothæf við vatnsleiðslurnar þar. Þannig er fyrirhyggjan fyrir lífi og öryggi sjúklinganna. Lögreglustjóri fyrir sáttanefnd. Þriðjudaginn 20. þ. m. mættu þeir fyrir sáttanefnd Guðjón Benediktsson og Heimann Jónasson lögreglustjóri. Bar Hermann sig her- mannlega á sáttafundinum og vildi ekki nein- ar sættir bjóða. Ætlar hann exm um hríð að nota sér embættisvald sitt til þess að halda við þeim lygaóhróðri, er hann lét Jónas fá sig til að bera út um pólitísku fangana í Tímanum 10. þ. m. Er Hermanni vorkunn þó hann noti ekki sem heiðarlegastar aðferðir til að réttlæta athæfi sitt í þessu máli og vilji ekki gefast upp fyrr en hann má til. Guðjón krafðist þess að málinu yrði vísað til aðgerða dómstólanna og mun fylgja málinu vel eftir. Svar við opnu bréfi Erlings Friðjónssonar frá Einari Olgeirssyni. Þar sem Alþbl. hefir birt opið bréf frá E. F. til E. 0. þykir rétt að gefa lesendum blaðsins kost á að sjá svar Einars. Ritstj. Svar. Ihaldsblöðin hafa nú til nokkurra ára ráðist meir á mig persónulega en nokkum annan verklýðssinna hér norðanlands. Framsóknarblöðin birta hverja niðgreinina á fœt- ur annari um kommúnista og mig. Kórónan er árás Jónasar frá Hriflu á okkur i „Tímanum" siðast. Og nú hefir Erlingur Friðjónsson, þingmaður og Alþýðusambandsstjómandi, ráðist á mig í „Verka- manninum" með dylgjum, skömmum og svívirð- ingum. Hin „heilaga þrenning" auðvaldsins er því full- komnuð. í árásunum á kommúnistana sameinast þeir hjartanlega þessir þrír borgaralegu flokkar, „sjálfstæðismenn", „Framsóknar“-menn og kratar, sem frammi fyrir alþýðu leika þann skrípaleik, að þykjast vera hinir verstu fjendur. En mörgum verklýðssinnum mun þó koma þessi árás E. F. á mig mjög á óvart og verður því ekki hjá því komizt að rannsaka allan aðdraganda nánar. E. F. tekur upp hanskann fyrir Alþýðusambands- stjórnina. Hann er að gylla bankastjórann, olíu- kónginn, hæstaréttarlögmanninn og þeirra kumpána í augum verkalýðs. þessir menn hafa stjórnað Alþýðusambandinu síð- ustu 8 ár að heita má. þeir hafa allan þennan tíma aðeins reynt að gæta þess, að kommúnistarnir ekki yrðu sterkir í hreyfingunni. þó starfsemi þeirra í verklýðsmálum væri engin, þó fjármál flokksins færu í hundana, þó Alþýðublaðið yrði ónýtt vopn til útbreiðslu sósíalismans, það hafa þeir eklci hirt um, aðeins ef þeir héldu völdunum. þessir menn fyrriskipuðu 1927, að Stefán Jóhann Stcfánsson vrði í kjöri á Akureyri sem þingmaðui-. þeir vissu, að við hér nyrðra vildum hafa Erling Friðjónsson og að hann sjálfur var fús til að fara fram. En þeir „verklýðsforingjarnir" syðra vildu hann ekki, af því þeir óttuðust að hann væri kom- múnisti eða allt að því. þá vorum það við hér nyrðra, sem risum upp gegn yfirgangi kratanna og Verklýðsblaðið hefir fengið eftirfarandi bréf frá Verkamannafélaginu „Ósk“ á Siglu- firði: Á síðasta fundi verkakvennafélagsins „Ósk“ á Siglufiiði urðu þau tíðindi, að 38 konur sögðu sig úr félaginu, án þess að nokkrar skilj- anlegar ástæður lægju til grundvallar fyrir úr- sögnunum, nema ef vera skyldi það, að þa>r wrðu í minni hluta við fulltrúakosningu á þing Verklýðssambands Norðui'lands (á næst síðasta fundi). Forsprakkar þessara klofnings- tilrauna fullkomnuðu verkið með því að stofna nýtt svokallað „Verkakvennafélag Siglufjarð- ar“. Kona sú, sem aðallega hefir staðið fyriv þessu athæfi, er frú Þorfinna Dýrfjörð og hef- ir hún haft, mann sinn, Kristján Dýrfjörð, og Guðmund Skarphéðinsson og aðra kratafoi- ingja að bakhjarli. Verkakvennafélagið „Ósk“ ánúnnir allar verkakonur víðsvegar á landinu um að hafa að engu allar vfirlýsingar um kauptaxta og annað, sem kunna að koma frá þessu sprengi- félagi, og að fylkja sér um taxta Verka- kvennafélagsins „Ósk“. Heitir félagið síðan á allan vinnandi lýð, að standa fast sanian gegn öllum slíkum klofningstilraunum. Siglufirði 15. jan. 1931. F. h. Verkakvennafélagsins „Ósk“ Sigríður Sigurðardóttir, (foiuiaður). Helga Guðmundsdóttir, (ritari). Sigurjóna Einarsdóttir, (gjaldkeri). Sigríður Indriðadóttir, Sigríður Þorleifsdóttir, (meðst jómendur). ákváðum að hafa E. F. í kjöri. Og þó „máttlaus'1 þyki nú, þá vann ég allt, sem ég gat, að þeirri kosningu. þá var E. F. ljóst, að þeir myndu vera til i að kljúfa, krataforingjamir syðra, og lýsti þvi yfir við mig, að ef þeir ætluðu að útiloka mig, þá skyldi svarað með því, að Verkamannafélagið gengi úr Al- þýðusambandinu. Nú hafa kratarnir útilokað mig sem kommúnista — og nú er það E. F., sem rekur erindi þeirra og reynir að sparka mér út úr fulltrúatölu Verka- mannafélagsins og fá atvinnurekandann Hallgrím Jónsson í staðinn, mann, sem ekki er fastari í fé- laginu en það, að hann segir sig úr félaginu daginn eftir fulltrúakosninguna. Siðan ræðst E. F. á mig fyrir að ég sé „krötunum" syðra miklu lakari sem forustumaður i verklýðs- málum. Vill hann sanna mál sitt með „máttleysi" sínu í vegavinnumálinu, Gefjunarmálinu og gæru- rotunarmálinu. En hann minnist ekki á viljaleysi og heigulskap kratanna hér í þeim málum. Á næstsiðasta íundi Verkamannafélagsins, lýsti E. F. því yfir, að mishepnun þeirra fyrirætlana, sem Verkamannafélagið hefði gert í þessum málum, væri jafnt honum að kenna sem öðrum; enda var öllum augljóst, að þessi mál hafa fyrst og fremst strandað á vilja- og máttleysi þeirra, sme unnu í vegirium, í Gefjun og gærurotuninni. 1 Reykjavik hinsvegar er það verkafólkið sjálft, sem hættir vinn- unni, — og ef verkafólkið hefði gert það hjer á hinum umræddu vinnustöðvum, þá hefðum við einnig borið fullan sigur úr býtum. það er því hjá- kátlegt að ætla að kenna „máttleysi" minu um þetta. Og varasamt er þó sérstaklega fyrri þá, sem búa í glerhúsum, að kasta grjóti. því út á við hefir þó foringjastaðan í hreyfingunni hér verið í höndum F.. F. Hann hefir verið formaður fulltrúaráðsins, for- seti sambandsins, þingmaður flokksins og nú AI- þýðusambandsstjómarmcðlimur fyrir Akureyri! því bjargaði hann, þessi ágæti kappi sambandsstjómar- innar, ekki málunum við og rak þannig slyðruorðið af Alþýðusambandsstjóminni, fyrst hann álítur að það séu foringjamir einir, sem allt gera, en verka- lýðurinn sjálfur ekkert. Hvað „máttleysi" verkalýðsins hér í nefndum mál- um snertir, þá er vitleysa að tala um það, því óhrekjanlegt er að verkalýðurinn hér hefir alveg sigrað í sínum kauptaxtamálum nema á mánaðar- vinnusviðinu að nokkru, en verkalýðsfélögin í Rvík hafa hinsvegar engan mánaðartaxta sett, svo mán- Það ætlar nú að sannast á áþreifanlegan hátt fyrir verkalýðinn, að kratarnir skirrast ekki við að brjóta niður til grunna samtökin, sem hann hefir skapað sér með margra ára erfiði og baráttu, ef þeir verða í minni hluta. Á Alþýðusambandsþinginu ætluðu þeir að láta sér nægja að kljúfa jafnaðarmannafélögin og gera kommúnista pólitískt réttlausa í verk- lýðsfélögunum, þá dirfðust þeir ekki að tala um klofning verkalýðsfélaganna. En nú eru þeir farnir að færa sig upp á skaftið. Eins og skýrt er frá í bréfinu hafa þeir gengið til klofnings á verkakvennafélaginu á Siglufirði, af því þeir urðu í minni hluta við fulltrúa- kosningu. Sama leikinn átti að leika í verka- mannafélaginu hefðu þeir orðið í minni hluta þar. Fyrir stjórnarkosninguna í verkamanna- félaginu gengu þeir milli manna og báðu þá að vernda félagið frá klofningu með því að kjósa sig. Því ef þeir yrðu í minni hluta ætluðu þeir að kljúfa félagið. Er þetta einhver hin fáránlegasta og ósvífnasta aðferð til að halda völdum, er vér höfum heyrt getið um. Verka- mönnum voru settir tveir kostir: Annaðhvort kýst þú mig fyrir foringja þinn eða ég eyðilegg samtök þín (!!). Verkafólk verður að gera sér vel ljóst, hví- líkur háski stéttinni er búinn með klofningu verkalýðsfélaga. Standi verkalýðurinn skiptur í fleiru en einu verkalýðsfélagi í kaupdeilum, á hann ósigurinn vísan. Atvinnurekendur semja um það kaupgjald, sem þeim sýnist að greiða í það og það skiptið, við það verklýðsfélag, sem hefir lent í því óláni að gera erindreka þeirra að forustumönnum sínum. Samtökin eru rofin og atvinnurekendur hrósa sigri. Hver sem gengur vitandi vits til klofnings á verkalýðs- félögum, er ekkert annað en erindreki stéttar- aðarkaup þar er viða lægra en hér, og við „Álafoss" og „Framtiðinni" hafa þessir volduðu foringjar ekki hreyft, þó að kaupkúgun sé þar geysileg. „Stjórn Alþýðusambandsins hefir mér vitanlega, ekkert gert til þess að útiloka kommúnista úr verk- lýðshreyfingunni", segir E. F. Er þetta einfeldni eða blekking? 1926 er „Sparta" útilokuð. 1926 er Alþýðu- samhandið ílekað inn í alþjóðasamband verklýðs- svikaranna, II. Internationale. Og nú er bannað að kjósa kommúnista sem fulltrúa o . s.frv. En 1928 fær Alþýðusambandið 40,000 kr. styrk írá erlendum krataflokkum og auðvitað er það eitt af skilyrðun- um fyrir styrknum að útiloka kommúnista, t. d. frá þingmennsku. það eru fleiri en Jónas frá Hriflu, sem kaupa. þá kemur E. F. að Síldareinkasölunni og kvartar yfir að ég skuli neyða hann til að verja „hlutleysið" við Framsókn. Hann bjóst sízt við þvi, að maður, sem komið hefði verið í svona álitlega stöðu eins og mér, myndi fara að ráðast á þetta hlutleysi. Jæja þá! Var mér veitt staðan til að þegja við bræðingn- um og viðurkennir E. F. það sjálfur? þá bregður E. F. mér um að hafa haldið illa á „trompunum" í Síldarcinkasölunni og skort íyrir- hyggju og stillingu til að vinna verkalýð það gagn, sem hægt hefði verið. Ég læt verkalýðinn dæma um það sjálfan, hvort ég hcfi ekki gert allt, sem ég hefi getað fyrir hann i einkasölunni. Og ég held að hatur útgerðarmann- anna á mér sé bezti vottur þess, að ég hafi unnið þar móti þeim eftir mætti. í sjómannaverkfallinu 1929 ætlaði íhaldið af göflum að ganga og heimtaði mig settan frá fyrir þátttökuna í því. Út'af Krossa- nessverkfallinu, kauphækkun síldarstúlkanna, út- borgun til sjómannanna hafa kröfurnar sífelt dunið frá íhaldinu um að reka mig frá. Er það ekki bezti vottur þess að ég vann sleitulaust fyrir verkalýðinn og hefi haldið á trompunum eins vel og nokkur ann- ar hefði gert af verklýðssinnum. En það hafa fleiri heimtað mig settan frá Einka- sölunni en íhaldið og útgerðarmenn. Jónas frá Hriflu rauk líka upp 1929 og heimtaði mig rekinn frá, af því ég skrifaði grein í „Rrétt", þar sem ráð- ist var á bræðing Framsóknar og kratanna. Ég svaraði honum með grein, sem tók heilan „Verka- mann" og einnig var prentuð í „Rétti" og var E. F. ánægður með þá grein. þar kom ég að hinni sönnu astæðu fyrir þeirri kröfu J. J., er ég segi: „Lítur J. J. á störf þau og stöður, sem Alþýðu- fJokksmenn hafa tekið að sér í umbóatstarfinu, sem

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.