Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 31.01.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 31.01.1931, Blaðsíða 2
mönnum. Þess vegna eru þeir á móti hátollun- um o. s. frv. Allt vilja þeir gera til þess að kjör verkalýðsins versni! Ihaldsmenn eru yfirleitt mjög hliðhollir stefnuskrá kommúnista. Þeir Valtýr Stefánsson og Ólafur Thors eru ákaflega fylgandi því, að kröfur kommúnista um kauphækkun og atvinnubætur nái fram að ganga. Ólafur Thors kvað bíða þess með óþreyju, að verkalýðsbyltingin taki togarana Og verksmiðjumar af Kveldúlfi og geri þessi framleiðslutæki að sameign verkalýðsins. Hér hefir í stuttu máli verið lýst stjórnmála- speki Tímans. I símabókinni er auglýsing frá Tímanum, þar sem sagt er, að enginn geti neytt kosningarréttar síns með góðri sam- vizku, sem ekki les Tímann. Bændumir þurfa svo sem ekki lengi að spyrja samvizku sína hvemig þeir eigi að kjósa, er þeir hafa tileink- að sér þessa speki! Það er háttur fasista í öllum löndum að afla sér fylgis millistéttanna, með hinum fá- ránlegustu lygum og blekkingum. Þessum iblekkingum er að vísu ekki ætlað langt líf. Þegar þeir era búnir að festa sig nægilega í Sessi, snúa þeir við biaðinu og bæla niður með ofbeldi allar hræringar þeirra ólánssömu stétta, Bem hafa látið ginna sig í lygavefinn. Jafn- framt því, sem lygalopinn er spunninn í Tím- anum, býr stjómin sig undir það, að koma á ríkislögreglu, hvítu herliði, með aðstoð íhalds- flokksins, flokksins, sem hún þykist vera í mestri andstöðu við. Erlendir fasistar gætu á- reiðanlega lært ýmislegt af Framsóknarfor- kólfunum, svo góðir lærisveinar hafa þeir reynst. Bréf frá Moskva Frá íslenzkum verkamanni. Er ég, fyrir rúmum tveimur mán. var á leið frá íslandi til Danmerkur, gafst okkur farþeg- um á „Ðr. Alexandrine“ tækifæri að lesa sím- fregn eina er fjallaði um Sovét-Rússland. Fregnin var á þá leið, að á meðan rússneska þjóðin lifði við sult og seyra tæki Sovétstjórn- in kornið frá bændunum með valdi og seldi á smerískum markaði fyrir neðan framleiðslu- kostnað. Með þessu hefði rússneskum kom- múnistum tekizt að koma á verðfalli miklu á amerískum kornmarkaði. Verklýðsblaðið miniíist á þessa fregn auð- valdsblaðanna II. nóv. en henni fylgir engin skýring. Það er þó nauðsynlegt að íslenzkur verkalýður viti að hér er um að ræða eina af lygafregnum auðvaldsins, þar sem — fyrir ut- an illgimina — haldast í hendur heimska og klaufaskapur. Þótt það sé ef til vill „á eftir dúki og diski“ að fara að skrifa um þetta núna, þá vil ég ekki láta það undir höfuð leggjast að leitast við að skýra mál þetta í fáum dráttum fyrir lesendum Verklýðsblaðsins. Eins og öllum má vera Ijóst — þrátt fyrir daglegar, ósvífnar lygar auðvaldsmálgagn- anna, tekur nú iðnaður allur, hér í Rússlandi, slíkum risaframförum, að hliðstæð dæmi þekkjast ekki í sögu þjóðanna. Fjögra ára inn- anlandsstyrjöld lagði iðnað allan í kalda kol, svo að segja. Það var því ekki lítið starf er lá fyrir stéttarbræðram voram hér í landi, er þeir loks fengu frið til þess að snúa sér að iðnaðarmálunum. Hvemig hefir þeim tekizt að endurreisa iðn- aðargreinar landsins? Á 6 árum tókst þeim að endurreisa framleiðsluna, svo að hún var orð- in jafnmikil og fyrir heimsstyrjöldina og á síðustu 3 áram hafa þeir tvöfaldað hana. Það sem af er fimmára-tímabilinu (þ. e. 2 ár) hefir leitt það í ljós, að komi engin sérstök óhöpp fyrir og fái rússneskur verkalýður að vera í friði fyrir hemaðarárásum auðvalds- ríkjanna í 3 ár enn, mun honum takast að framkvæma 5 ára áætlunina — er auðvalds- Atvinnuleysid Reykjavíkurdeild Kommúnistaflokks Islands hefir undanfarið staðið fyrir skráningu at- vinnulausra verkamanna. Og þrátt fyrir það, þótt sósíaldemókratar hafi unnið leynt og ljóst á móti skráningunni, hafa þó 325 at- vinnulausir verkamenn látið skrá sig. Atvinnuleysistíminn skiptist þannig: Atvinnulaus í 8 mán. i einhl 1 — - 7 — 2 — 0 — - 6 — 6 — 8 — - 5y2 - 1 — 1 — - 5 — 14 — 12 — - m - 3 — 9 — - 4 — 36 — 38 - 3% - 12 — 17 — - 3 — 26 — 68 — - 2i/o - 5 — 10 - 2 — 15 — 28 — iy2 - 1 — 3 — - i — 3 — 4 — - % - 1 — 0 Af þessum 325 eru 199 fjölskyldumenn, er hafa fyrir 1—12 börnum að sjá, og hafa þess- ir 199 menn til samans 767 manns í heimili. Það era því 893 menn, sem þurfa að lifa á vinnu þessara 325 manna, er létu skrá sig. Vafalaust er mikill fjöldi atvinnulausra ó- skráðir enn og ættu þeir að gefa sig fram á afgreiðslu Verklýðsblaðsins Lækjarg. 4. Skráning ríkisins. Á mánudaginn fer fram skráning atvinnu- lausra manna lögum samkvæmt. Tvo imdan- fama daga hefir farið fram skráning til bráða- byrgða, samkvæmt auglýsingu. Nú er það sldljanlegt, að í landi, þar sem engin atvinnu- leysistrygging er, er verkamönnum það lítið áhugamál að láta skrá sig, þar sem ekkert er í aðra hönd eða von um nokkrar bætur. Þetta var borguranum ljóst, þegar þeir samþykktu lögin um skráningu atvinnulausra, og því séð sér hér leik á borði, að geta hampað skýrslum sem atvinnulausir menn létu ekki skrá sig á nema að mjög litlu leyti. Með þessum skýrsl- um gátu þeir með lagabókstaf sannað að hér væri aldrei atvinnuleysi neitt að ráði. Með vill- andi skýrslum geta þeir ótrauðir barist gegn atvinnubótaþörfum verkamanna. Og í skjóli þeirra hefir Jónas dómsmálaráðherra látið hafa það eftir sér erlendis, að hér væri eng- inn maður atvinnulaus. En nú er nauðsynlegt að enginn atvinnu- laus verkamaður láti undir höfuð leggjast á mánudaginn að láta skrá sig. Með því móti er hægt að sýna ástandið eitthvað í líkingu við það sem er. Ef allt er með felldu, hljóta hinar opinbera skýrslur að sýna miklu meiri fjölda atvinnuleysingja en skýrslur þær, sem hér eru birtar. Hvað líður atvinnubótunum. Ekki bólar mikið á tilraunum til að draga úr atvinnuleysinu. Enn mega verkamenn bíða auðum höndum meðan valdhafamir liggja á atvinnubótunum eins og ormar á gulli. En er þolinmæði hinna atvinnulausu takmarkalaus ? Samkvæmt tillögu Guðjóns Benediktssonar á- kvað Dagsbrún að halda fund með atvinnu- lausum mönnum eigi síðar en á miðvikudaginn var. jfm blöðin töldu hina mestu fjarstæðu —. Á sum- um sviðum hefir áætlunin verið framkvæmd nú þegar. Rússar keppa að því að iðnaðargreinir þeirra verði sem sjálfstæðastar, þ. e. þurfi sem minnst að sækja til auðvaldslandanna. Enn er þó mikil þörf viðskipta við önnur lönd, sérstaklega er það Ameríka, er nýtur viðskipta við Rússland, þaðan era keyptar allskonar iðn- aðarvélar og til þess að borga þessar vélar flytja Rússar kom á amerískan markað. Til þess að framkvæma 5 ára áætlunina þurfa þeir að flytja inn vissan fjölda af vél- um árlega og til þess að borga vélamar þurfa þeir auðvitað á vissri fjárupphæð að halda — það fé fá þeir fyrir kornið er þeir flytja út. Það liggur því í augum uppi, að ef verðfall verður á komi, þurfa þeir að flytja út þess meira af því. Ef t. d. kornverð félli um helm- ing yrðu afleiðingamar fyxir Rússa þær, að þeir þyrftu að tvöfalda útflutning sinn og fengju þó aðeins sömu fjárupphæð og áður. Það er því ekki gott að skilja hversvegna Rússar ættu að leika sér að því að selja korn sitt á útlendum markaði fyrir neðan fram- leiðsluverð þegar slíkt kæmi fyrst og fremst niður á þeim sjálfum. Jú, segja féndur Sovét-Rússlands, „þetta er einn liðurinn í baráttu þeirra gegn menning- unni í heiminum“! Sovét-Rússland heyir baráttu gegn auðvald- inu hvar sem er í heiminum. — Það er satt, en hinu er jafnframt óhætt að trúa, að svo klaufalegum aðferðum, svo sljófum vopnum sem hér um ræðir, beita rússneskir kommún- istar ekki. Margra ára harðvítug barátta við útlent og innlent auðvald, undir forastu Len- ins og annara afburða foringja, hefir kennt rússneska verkalýðnum að beita pólitískum vopnum af hinni mestu leikni og kunnáttu. Klámhögg einkenna ekki baráttu hans. Hver er þá sannleikurinn í þessu máli? Hann er þessi: Eitt aðaleinkenni auðvalds- skipulagsins er það, að viðskiptakreppur skella yfir þjóðimar við og við (á ca. 10 ára fresti), framleiðslan selst ekki eða þá aðeins fyrir mjög lágt verð. Ein slík kreppa skall yfir Ame- ríku síðastliðið sumar. Afleiðing hennar var m. a. sú, að Rússar vora neyddir til að selja kom sitt við mjög lágu verði, en það hafði aftur þær afleiðingar að þeir urðu að auka út- flutninginn í hlutfalli við verðfallið, til þess að ná inn áætlaðri fjárupphæð. Það kostaði auð- vitað aukna áreynzlu þjóðarinnar, og er það eflaust 'átyllan fyrir slúðrinu um að stjórnin hafi „tekið með valdi kornið af bændunum“, sem auðvitað er lygi. Stjóm Sovét-Rússlands er allt annars eðlis en stjóm auðvaldsríkjanna. Þar er ríkisvaldið fjandsamlegt verkalýðnum, vopn er auðvaldsstéttirnar nota í baráttu sinni gegn samtökum og kröfum undirstéttanna. Þar eru ríkisstjómimar ávalt reiðubúnar að taka með valdi hinna borgaralegu laga allt sem tekið verður frá öreigunum, hvenær sem hús- bændur þeirra, kapitalistarnir skipa þeim. En gerist verkalýðurinn svo djarfur að sýna sig liklegan í að taka rétt sinn „með valdi“, fær hann blý fyrir brauð. (Islenzka auðvaldið hefir engan her til að siga á verkalýðinn, þess vegna verður ötulasti stuðningsmaður þéss, fasist- inn Jónas frá Hriflu, að láta sér nægja með að hóta íslenzkum verkamönnum hungurdauða ef þeir rísi upp gegn auðvaldskúguninni). Hér er öðru máli að gegna. Hér er ríkisvald- ið í höndum verkalýðsins og bændanna og og stjóminþví aðeins framkvæmdarvald þess- ara stétta. Það liggur því í augum uppi, að um kúgun stjómarinnar gegn verkalýð og bænd- um getur ekki verið að tala. Það væri sama og að segja, að verkalýðurinn beitti kúgun gegn sjálfum sér. Fregnin, er ég hefi gert hér að greinarefni, er ekkert annað en tilraun amerískra kapital- ista til að draga athygli almennings — fyrst og fremst amerískra bænda — frá hinum réttu orsökum verðfallsins. Þegar þeir hafa hieypt öllu á bólakaf í forardýki viðskifta- kreppunnar, er það fangaráð þeirra, að gera óp að Sovét-Rússandi. „Þetta er allt saman helvitis bolsévikunum í Rússlandi að kenna“, hrópa þeir til bændanna, „þetta gera þeir bara ykkur til bölvunar". Þessi og önnur enn fjandsamlegri hróp auð- valdsins bergmála í hverju auðvaldslandi. Ilvenær svarar verkalýður Evrópu og Ame- írku á viðeigandi hátt, — með byltingu? Moskva, 24. des. 1930. Islenzkur verkamaður.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.