Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 07.02.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 07.02.1931, Blaðsíða 1
VERKLÝÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 7. febrúar 1931 6. tbl. Atvinnnleysið Enæar a/tvinniitaætiir Mörg hundruð manns hafa gengið atvinnuJausir í 3, 4, 5 og jafnvel 6 mánuði. Mörg heintili hafa búíð við mjög þröngan kost í fléiri vikur og eru þegar farin að líða alvarlegan skort. Hvað hugsar bæjarstjómin og ríkisstjórn? Á að minnka á fóðrunum? Snemma í haust kusum við nefnd í „Dags- brún" til að reyna að koma af stað atvinnu- bótum. Sú nefnd starfaði lengi, en varð lítið ágengt. önnur var kosin seinna, en hún varð ekki langlíf, því einn úr henni var settur í tugt- húsið skömmu seinna, fyrir það að bera fram kröfur okkar atvinnuleysingjanna. Þá tók stjórn Dagsbrúnar málið að sér. Hún hefir víst ekki ætlað að gera svo háværar kröfur um at- vinnubætur, að hún kæmist í tugthúsið fyrir það. Það hefir líka komið á daginn, því að síðan fcún tók við málinus um nýjár hefir hún ekkert gert. Bókstaflega hreint ekki neitt, nema að hún hélt fund á þriðjudagskvöld, sem var þó búið að skora á hana að halda fyrir 10 dög- um. Maður skyldi nú halda, að eftir allan þenn- an tíma hefði hún nú frá einhverju áð segja. En hvað skeður? Jú, hún hafði búizt við því, að nú færi borgarstjórLað láta vinna, að hann eða íhaldið í bæjarstjórn myndi nú ekki lengur draga atvinnubæturnar. En svo hafði þetta óvænta komið fyrir, að í stað atvinnubóta var 70—80 bæjarvinnumönnum eða fleirum en teknir voru í staðinn, sagt upp og þeim kastað út á gaddinn. Þessu hafði Dagsbrúnar- stjórnin ekki búizt við. Ekki getað hugsað sér, að slíkt kæmi fyrir. En þessu höfðum við verkamennirnir vel getað búizt við af Knúti og öðrum auðvaldsbroddum. Við vitum það vist flestir ósköp vel, að það er fátt það til, sem auð- valdið býður ekki verkalýðnum upp á, á meðan samtök hans eru svo máttlaus, að það héfir engan ótta af þeim. En hefðum við verið bf'mir að sýna þeim háu herrum hvað samtök okkar megna, þá hefðu þeir ekki svift fleiri tugi manna atvinnu og aukið þannig atvinnuleysið, í stað þess að minnka það. En hvað er það þá fleira, sem Dagsbrúnarstjórnin og hennar fylgifiskar hafði að færa okkur? Jú, okkur er bent á það, að vert væri að athuga þá leið að 400—500*) manns færu til borgarstjóra og bæðu um styrk. Hvort þetta myndi ekki verða tii þess að koma mörgu vel viljuðu hjartanu til að fá samúð með okkur og sýna okkur sína borgaralegu hluttekningu (!!). Því ekkert mætti sín meira heldur en almenningsálitið. Þá var það annar, sem bjóst við því, að lítið mundi vera hægt að fá nú. Við yrðum bara að bíða, það færi nú að rætast úr þessu, því venju- leg vinna færi nú að komast í gang; en við skyldum muna eftir íhaldinu í sumar við kosn- ingarnar. Þá skyldum við muna eftir þeim og gjalda þeim kinnhestinn, sem þeir reka okkur núna. Þá kölluðu margir fram í og sögðu „Við verðum þá að geta lifað til vorsins". Það þótti Ólafi Friðrikssyni nokkuð mikið sagt og spurði *), Við Qpinberu skróninguna létu töluvert á. sjötta hundrað manns skr& sig. Víst er að atvinnuleysingj- arnir eru njiklu tleiri. menn, hvort þeir skömmuðust sín ekki fyrir að láta slíkt út úr sér. Það væri áreiðanlega ekk- ert nálægt því, að menn færu að deyja úr hungri hér. Þetta er þá boðskapur leiðtoga okkar. Hann er heldur kaldhæðnislegur og sýnir okkur hvað þeir eru langt frá því að geta skilið það raun- verulega ástand, sem rílcir hér nú eða setit sig inn í kjör okkar verkamanna. Það sýnir okkur einu sinni enn, að þeir eru ekki úr hóp okkar atvinnuieysingjanna og hafa ekki sömu kröfur fram að bera og við. Það er áreiðanlegt, að þeir mættu skammast sín, ef þeir létu sér um munn fara, að þeir sæju fram á hungur til vorsins, svo vel höfum við og aðrir raðað á jötuna fyr- ir þá. Það er nú freistandi að minnasit á Alþýðu- blaðið í þessu sambandi og þakka því fyrir, hve vel það hefir borið okkur atvinnuleysingjana fyrir brjósti undanfarið. En þar sem mér er mjög takmarkað rúm í blaðinu, þá get jeg ekki farið neitt að ráði út í þá sálma, en þó verð ég að segja það, að mér hefir virzt, að það hefði meiri áhuga fyrir að fræða okkur um glæpa- menn Chicagoborgar og vafaþjófa Berlínar og listir þeirra heldur en að krefjast atvinnubóta okkur til handa. En ekki veit ég, hvort á að taka þessar greinar blaðsins sem leiðir, sem .vert væri fyrir okkur að athuga núna í atvinnu- leysinu. En ég þakka því nú samt fyrir, fyrír mína hönd. En í kvöld (laugardag) verður haldinn atvinnuleysingjafundur og þá skulum við fjöl- menna, verkamenn! Þá skulum við sýna bæjar- sitjórn, (ef hún þá þorir að koma), að til eru atvinnulausir verkamenn í þessum bæ, sem vilja vinna. Þá skulum við láta þá heyra það, að við tökum ekki við því þegjandi að stéttar- bræðrum okkar, sem þrælað hafa hjá bænum fyrir smánarlaun í mörg undanfarin ár, sé nú kastað út á gaddinn, þó auðvaldshrófatildrið sé nú einu sinni enn að riða og „rambi á hel- vítis barmi". Við skulum láta þá háu herra vita það, að við heimtum, að þeir menn,sem sviftir voru vinnu um daginn, fái aftur vínnu þegar í stað og jafnhliða séu settar í gang allveru- legar atvinnubætur, en þeir, sem ekki fá vinnu fái atvinnuleysisstyrk, sem nemi meðaldaglaun- um og það án réttindamissis. Við skulum sýna þeim háu herrum það, að þetta er krafan, sem við gerum nú í bili til þeirra, en það er aðeins byrjun, því hætta munum við ekki fyr en allt hið stolna er aftur fengið. „... Við tölum aldrei orð um frið, unz allt við fengið höfum. Við sættumst fúsir fjendur við — en fyrst á þeirra gröfum". (þorsteinn Erlingsson). AtvinnulauB verkamaður. f I. . 1 tilefni af grein sem birt var í Alþýðublað- inu fyrir skömmu, þar sem sagt er að baráttu- stefnuskrá kommúnistaflokks Islands sé, að því er snertir afstöðuna til ríkisreksturs, í sam- ræmi við skoðanir Jóns Þorlákssonar, birtum vér hérmeð t umrædda grein baráttustefnu- skrárinnar. Hún hljóðar svo: „Kommúnistaflokkurinn berst á móti til- raunum auðvaldsins til að skipuleggja sig og festa sig í sessi á kostnað hinna vinnandi stétta til sjávar og sveita. Hann er andvígur J>ví, að fulltrúar verkalýðsins taki þátt í stjórn auðvaldsfyrirtækja, hvort sem þau eru rekin aí ríkinu eða af einstökum auðmönnum. Kom- múnistaflokkurinn erflokkur stéttabaráttunn- ar og er því andvígur allri samvinnu við stéttarandstæðinginn. Hann flettir ofan af biekkingum borgaranna og sósíaldemókrata, sem reyna að telja verkalýðnum trú um, að ríkiseinkasölur og ríkisrekin fyrirtæki séu rek- in „til hagsmuna fyrir, alla þjóðina", meðan auðvaldið drottnar. Kommúnistaflokkurinn lýs- ir því yfir, að ríkisrekstur og ríkiseinkasölur geta þá fyrst orðið til hagsmuna fyrir verka- lýðinn og fátæka bændur, etr þeir hafa tekið ríkisvaldið í sínar hendur og stofnað alræði ör- eiganna". Þetta segir höfundur Alþýðublaðsgreinar- innar að sé „í ágætu samræmi við skoðanir Jóns Þorlákssonar og hans manna"(!!) Ef að það er satt að Jón Þorláksson og hans menn, séu þessarar skoðunar, þá eru þeir nátt- úrlega skoðanabræður kommúnista. Ef að það er satt, að Jón Þorláksson og hans menn vilji berjast á móti itilraunum auðvalds- ins til að skipuleggja sig og festa sig í sessi á kostnað hinna vinnandi stétta til sjávar og sveita, þá er ekki óhklegt að samvinna geti tekist milli þeirra og Kommúnistaflokks Is- lands. Ef að það er satt, að Jón Þorláksson og hans menn hafi lýst því yfir, að ríkisrekstur og ríkiseinkasölur geti þá f yrst orðið til hags- muna fyrir verkalýðinn-og fátæka bændur, er þeir hafa tekið ríkisvaldið í sínar hendur og stofnað alræði öreiganna, þá eru þeir samherj- ar kommúnista um allan heim. Þá hlýtur það að vera lygi, að þeir séu nokkuð riðnir við Bússlandsskrif Morgunblaðsins. Þá hljóta þeir fyr eða seinna að gerast meðlimir í Alþjóða- sambandi kommúnista. Manni verður að spyrja: Hver er tilgangur- iim með slíkum skrifum eins og þessari AI- þýðublaðsgrein ? Varla getur höfúndurinn ætl- ast til, að þeir menn taki mark á henni, sem hafa lesið baráttustefnuskrá Kommúnista- flokksins. Þá getur tilgangurinn ekki verið ann- ar en sá, að gefa þeim, sem ekki hafa lesið bar- áttustefnuskrána rangar hugmyndir um hana. Er að vísu gert ráð fyrir allmiklum barnaskap í stjórnmálum hjá þeim lesendum, sem ætlast er til að trúi þessu. Þessar ósvífnu blekkingartilraunir ættu að vera öllum verkamönnum hvöt til þess að lesa baráttustefnuskrá Kommúnistaflokks Islands.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.