Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 04.04.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 04.04.1931, Blaðsíða 1
VERKLÝÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. úrg. Reykjavík -4. apríl 1931 14. tbl Atvinnubótunum hætt! Fleiri hundruð verkamenn ganga fram og aftur um „Eyrina" og hafa hyergi handtak. N í síðustu viku kom yerkstjóri bæjarins tií þeirra, sem í atvinnubótunum voru og tjáði þeim, að þeir mættu vinna fram á næsta þriðjudag eða til 1. apríl. Þar meö var hann að tilkynna, að atvinnu- bótunum væri lokið frá þeim tíma. Slíku hnefahöggi má verkalýðurinn ekki taka þegjandi við. Það er nú fyrst í vikunni sem leið, að togararnir fóru að koma inn, flest- k' með góðan afla eftir fáa daga. En það er fyrst núna að koma í ljós hvað atvinnuleysið kefir verið hér mikið í vetur. Mörgum þótti það kynlegt hvað fáir komu niður að höfn í vetur lengi vel, þar sem alhr vissu hið mikla atvinnuleysi, en það hefir aðeins verið af því, að menn vissu að það þýddi ekkert, þar til nú. iTú er vonin að fá eitthvert viðvik og nú hefir Wk& hópurinn stækkað. Þeir sem kunnugir eru við höfnina vita það vel, að aldrei getur vinn- ae orðið svo mikil við höfnina, að öll þau hijndruð, sem þangað leita nú, geti fengið •ægilegt að gera, hvað þá, ef við bætist. Svo er líka sagt af kunnugum, að „máttarstólparn- ir" ætli að „lofa" togurunum að vera úti í keílan mánuð eða jafnvel 6 vikur (!!!) Á einum mánuði eða rúmlega það, eiga verkamenn, sem skuldað hafa og hálfsvelt í vetur, að hafa það mikil uppgrip, að þeir geti borgað skuldir sínar og birgt sig upp fyrir ár- ið. Eða hver verður vinnan hér í sumar? Það er víst að ekki verða húsbyggingarnar í sum- ar eins og undanfarið. Hér verður því/ almenn eeyð, ef atvinnubætur verða ekki og það í stór- nm stíl. Sagt er að hin forsjála landsstjóm «etli ekki að láta vinna við ríkisframkvæmdir í ísumar svo neinu nemi. Það er vitanlega ekki í okkar verkahring, verkamannanna, að benda á verkefni, heldur aðeins að krefjast vinnu, en það hefir þó oft klingt við hjá hinum ráðandi herrum þessa bæjar, að ekkert væri til að gera. Þess vegna er gaman að benda á nokkur verkefni sem bíða og þarfnast bráðrar úrlausnar. Það er þá fyrst vatnsveitan. Mikill hluti bæjarbúa líður dag- lega baga sökum vatnsleysis. Það er æði hart í atvinnuleysinu, að hafa ekki svo mikið sem vatnsdropa að drekka, en sjálfsagt fáum við þc að borga vatnsskattinn eftir sem áður. Þá eru það hinar bráðófæru götur í fátækrahverfum þessa bæjar, barnagarðarnir, skemmtigarðarn- ir o. fl„ sem Framsóknarhöfðingjarnir lófuðu okkur í fyrra, ef þeir kæmust í bæjarstjórn. Nú eru þeir komnir í bæjarstjórnina, en verk- in hafa orðið minni. Þá er ekki úr vegi að minn- ast á allt bæjarlandið, sem bíður óræktað. Hingað eru fluttar inn kartöflur fyrir fleiri þúsundir árlega. Hér eru gríðar stór landflæmi sem víst er, að mjög góð eru' til túnræktar. Hingað er flutt inn mjólk svo þúsundum króna skiptir árlega o. s. frv. Allir vita að nóg eru verkefnin. Mikið til allt landið okkar bíður eftir að mannshöndin komi og breyti þeim óteljandi mýrum og' heiðaflák- um í tún og ræktað land. Mikill hluti lands- manna býr í moldarkofum og öðrum slíkum grenjum, sem ekki geta talizt mannabústaðir nú á 20. öldinni og sannanlegt er að í mörgum tilfellum eru stórkostlega heilsuspillandi. Flest- ir vegir hér eru svo illir yfirferðar, að illt eða ómögulegt er. þá að fara, nema þegar bezt viðrar. Fyrir utan öll þau stóru svæði, þar sem engin vegarmynd er. Það mun nú verða sama svarið hjá hinum háu herrum þessa lands, að ekki séu peningar til að framkvæma þetta með. En þá er að spyrja: Hvar eru allar miljónirnar, sem selt hefir verið fyrir til útlanda fram yfir innfluttn- ing undanfarin ár? Ekki hafa þær farið til okkar verkamannanna. Okkur verkamönnunum er ætlað að lifa á 1—2000 kr. á ári, er bankastjórar geta ekki lifað af minna en 20—24000 og varla þurfa þeir þó að eyða eins miklu í hlífðarföt og við. Þó bankastjórar séu hér nefndir, þá eru það margir fleiri, sem hafa óheyrilega há laun, sem við verðum að ala önn fyrir. Laun þessara manna eru tekin með tollum af öllu því, sem við látum ofan í okkur og utan á ókkur. Það eru okkar svitadropar, sem þessir gráðugu úlfar lifa á» Þessvegna krefjumst við þess, að laun þessara manna séu lækkuð að miklum mun. Þegar við eigum að geta lifað og okkar f iölskyldur á 2000 kr. á ári, þá álít ég að laun embættismanna ættu ekki að fara fram úr 6—8000. Það mundi þykja allsæmileg laun handa verkamanni. Það er áreiðanlegt, að það má spara mikið útgjöld ríkissjóðs með því að lækka laun hinna hæztlaunuðu embættismanna. Vill bæjarstjórn og landsstjórn segja okkur, hvað mörgum miljónum hefir verið kastað á glæ í vetur, með því að láta alla þá verka- menn, sem vantað hefir vinnu, ganga auðum höndum mánuð eftir mánuð? Við krefjumst þess, að nú þegar sé látin fara fram skráning yfir alla þá menn, sem við höfnina leita eftir vinnu, svo hægt sé að sjá það svart á hvítu hvað hópurinn er stór. Atvinnulaus verkamaður. mammmmmmmmmmmmmammmmmmmai..........in...............' Verkfall á Norðfirði. Á mánudagsmorgun hófst verkfall á Norð- firði. — Deilan stendur um kjör sjómanna, en sjómenn og verkamenn eru í sam- eiginlegu félagi. Krefjast sjómenn iítilsháttar hækkunar, en atvinnurekendur lækkunar að sama skapi. Var fyrst reynt að vinna með verk- fallsbrjótum, en nú mun verkfallið vera al- niennt. Er mikil nauðsyn fyrir verkalýð Norðfjai'ðar að knýja fram bót á kjöram sínum, sem hafa verið afar léleg. Síðari fregnir. Verkfallinu lauk á miðvikudag ,með samn- ingi. Eftir þeim fregnum, sem hingað hafa borist, hafa verkamenn og sjómenn unnið lít- iðá. Opid biréf til Olafs Fridrikssonar. Marga vitleysuna hefir þú sagt. Marga !yg- ina hefir þú skrifað, og hafði ég ekki hugsað mér að skifta mér neitt af því, en svo má brýna deigt járn að bíti. Þegar þu getur lagst svo lágt að ljúga því að lesendum Alþýðublaðsins að félagar úr „Spörtu" og F. U. K. hafi setið á fundi í Heim- dalli, að ræða sameiginleg áhugamál með Heimdellingum, þá get ég ekki orða bundizt, en segi, það sem þó allir vita, að þú erfc að fara með vísvitandi lygi. Um það þarf ekki að fjölyrða meira. En þar sem þú hefir nú neytt mig til að taka mér penna í hönd, þá væri ekki úr vegi að tala við þig nokkur orð. Ólafur! Manstu þegar þú hafðir skólann í kjallaranum í Suðurgötu 14 og í Austurstræti 1? Manstu þegar þú varst að halda því fram, að hægt yæri að steypa sósíaldemókrötunum frá völdum í Alþýðuflokknum, með skipulags- bundinni rógstarfsemi? Manstu ekki, að það voru nokkrir af nemendum þínum, sem höfðu meiri trú á upplýsingarstarfseminni? Manstu þegar kratarnir spörkuðu þér frá ritstjórn AV þýðublaðsins, vegna þess að þú kallaðir þig kommúnista, og þeim þótti þú of hraðfara? Það fannst þér meiri smán, en þig hafði xiokk- urntíma getað dreymt um. Þá settir þú þér það takmark, að verða aftur ritstjóri Alþ.bl., hvað sem það kostaði, og þetta hefir þér tekizt. En hverju hefir þú, vesaling- urinn, orðið að fórna til þess? Þú hefir orðið að kasta fyrir borð þínum kpmmúnistisku skoðunum (hafirðu þá haft þæy nokkrar). Nú hefir þú orðið að sleikja allar þær ski|- ugu lappir, sem þá spörkuðu í þig. Þú hefir aftur unnið þitt „heiðurssæti" sem ritstjóii Alþýðubl., en það öfundar þig víst engirui, sem veit hverju þá hefir orðið að fórna. Þegar þú hafðir þinn pólitíska skóla, eggjað- ir þú okkur nemendur þína á að lesa um kon> múnismann. Það höfum við gert og árangur- inn er sá meðal annars, að við höfum lært, að þinn kommúnismi var enginn kommúnismi, m. ö. o. nemendur þínir hafa vaxið þér yfír höfuð, og svo getur þú lagst svo lágt, að ljúga og svívirða þá menn, sem tekið hafa upp það merki, sem þú hélzt einu sinni sjálfur, að þú værir að halda uppi. í staðinn fyrir að stælast við mótstöðuna, ertu að gefast upp. 1 staðiim fyrir stéttabaráttu viltu leiða okkur til stétta samvinnu. En það skal aldrei takast, á meðan tvær andstæðar stéttir eru í þjóðfélaginu. Morgunblaðið sagði um daginn, að það væri ekki gott að vita, hvort þú (Ó. F.) eða Oddur Sigurgeirsson rituðuð mest í Alþ.bl. og optn- beraði það þá, sem oftar, heimsku sína og ift- girni. Það hefði þó átt að geta vitað, að það varst þú, og ekki verður annað sagt, en að það sé illa gert að svívirða þannig Odd gamla Það veit víst enginn til þess, að hann (Odd- ur) hafi sett „met" í lygi, en það hefir þér nú tekizt að gera. Þú heldur að þú getir skrifað hvað sem þér sýnist í Alþbl, í trausti þess að þér verði ekki svarað. Ju! Það getur þú reitt þig á, að þér verður svarað á viðeigandi hátt. Þú skákar e. t. v. einnig í því skjóli, að fáir verkamenn lesi Verklýðsblaðið, en ég get upplýst þig um, að

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.