Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 2
auðvaldskreppunnar framan í verkalýð þessa lands. En fleiri munu á eftir koma. Nú eru fréttirnar að berast norðan af landi, að í ráði sé að loka 3—4 síldarbræðsluverk- smiðjum í sumar. Það á ekki að starfrækja Goos verksmiðjurnar, ekki verksmiðju dr. Paul og að því er fréttirnar herma, eru líkur til þess að Krossanes-Holdö láti einnig vélam- ar standa aðgerðalausar, nema með þeim kosti að hann fái næga samninga fyrir kr. 3,0(1— 3,50 á m'il Á vígsluhátið síldarbræðsluverksmiðju rík- isins á Siglufirði í fyrrasumar, hótaði Jónas í'rá Hriflu að loka verksmiðjunni hvenær sem verkalýðurinn gerði kröfur um bætt kjör og svelta harsn þannig til undirgefni við ríkis- valdið. Það er ekki ósennilegt, að einnig þar gerist tíðindi, s^m verkaiýourinn verður að hafa vakandi auga á. Verkalýðurinn verður að krefjast þess, að verksmiðjurnar verði starfræktar, ef ekki af eigendunum, þá af ríkinu. Verði þessari kröfu ekki sinnt, -— kröfu alþýðunnar um einfald- asta réttinn til að hfa, kröfunni um að fá vinnu, þá verður hann að taka verksmiðjurn- ar í sínar hendur. Hörð barátta er framundan. Erfið viðfangs- efni munu reyna á þolrif stéttarsamtaka ís- lenzkrar alþýðu næstu mánuðina. Það er skylda hvers verkamanns og hverrar verka- Kröfur verkalýðsins Akureyri 28. maí. Á fjölmennum fundi verkamanna og sjó- manna, sem haldinn var hér í gærkvöldi til þess að ræða um síldarútveginn voru sam- þykktar eftirfarandi kröfur: að veiðileyfi verði hækkuð um 50%, að útgerðin verði ekki takmörkuð að neinu leyti, að síldarbræðsluverksmiðjurnar verði reknar í sumar, annars séu þær teknar eignar- námi án endurgjalds, að lágmarkshlutur sjómanna nemi minnst 640 krónum yfir tímann (miðað við 2 mánaða vinnu) og greiðist að fullu-í lok vertíðar. konu að skipa sér nú þegar í fylkingarnar til sóknar og varnar gegn andstæðingunum, — fjármálaauðvaldinu brezka og innlendum er- indrekum þess. Kosningar standa fyrir dyrum. Borgara- flokkarnir þrír, sem hafa staðið saman í öll- um stórmálum á þingi í því að velta afleið- ingum kreppunnar yfir á alþýðuna, gera sér nú aftur upp málamyndarifrildi í þeirri von, að geta tælt' kjósendur til fylgis við sig enn einu sinni. Þeir lofa: opnun veðdeildarinnar, virkjun Sogsins, verkamannabústöðum, opinberum framkvæmdum, tryggingum, lækkun tolla á nauðsynjavörum, hver í kapp við annan. Ósjálfrátt vaknar spurningin: „Herrar mínir, hversvegna komuð þið þessu ekki fram með- an þið sátuð á þingi?" Þeir glamra um sjálfstæði landsins í sömu andránni sem þeir leggja til að Island gangi í Þjóðabandalagið — hernaðarbandalag stór- veldana. 1 sömu andránni sem háværar radd- ir heyrast um það að f jármálaauðvaldið brezka muni á næstunni fyrirskipa stöðvun togara- flotans og takmörkun saltfisksframleiðslunnar að miklum mun. Aðeins eitt dæmi þess, eru ummæli í blaði útgerðarmanna í Kanada, „Maritime Mer- chant", sem birtust fyrir skömmu, þar sem meðal annars er komizt svo að orði í grein um saltf isksmarkaðinn: „Nokkrir útílytjendur eru þeirrar skoðunar, að Sftt viðhorf í Sogsmálinu í ráði er að veita samtvinnuðu erlendu og innlendu auðfélagi einkaleyfi til virkjunar og reksturs Sogsstöðvarinnar. Framsóknarflokkurinn sem hefir verið and- vígur því að veita Reykjavíkurbæ ríkisábyrgð á láni til virkjunar Sogsins, sökum andstöðu brezka fjármálaauðvaldsins, Hambros banka í London, er hefir í hendi sinni yfirstjórn fjár- mála ríkisvaldsms íslenzka, birtir í síðasta blaði Tímans grein, þar sem skýrt er frá því, að „stórt og voldugt" erlent auðfélag bjóðist til þess að virkja Sogið með því skilyrði að fyrirsteekið sé einkaeign ' þess og innlendra leppa þess. Það liggur í augum uppi hvað hér er að gerast. Það á að gera Sogið að gróðafyrirtæki erlends auðféiags og leppa þess hér á landi. Afstaða Framsóknarflokksins og vilji hans til þess að slíkt einkaleyfi verði veitt, verður of- ur skiljanlegt, þegar að er gætt, að hér er um hagsmuni ráðandi gróðabrallsmanna flokksins að ræða. Hið stóra og volduga erlenda félag, sem mun vera þýzki auðhringurinn A. E. G, á umboðsmann hér á landi, þar sem Raftækja- Skoðanakúgun „Framsóknar" Alþýðublaðið s. 1. miðvikudag segir allmarg- ar sögur af mönnum, sem Framsókn hefir hót- að útilokun frá vinnu, beinlínis og óbeinlínis, ef þeir ekki legðu stórfé í kosningasjóð þessa afturhaldsflokks. iS'ögur þessar eru vafalaust dagsannar, og Verklýðsblaðið gæti bætt mörg- um fleiri og öllu ljótari við, ef rúm leyfði. Þetta er síðasti þátturinn í skoðanakúgun Framsóknar. Framsóknarstjórnin byrjaði með því að reka alla þá frá opinberu starfi, sem tiirfðust að ljá verklýðshreyfingunni lið. Þessu næst tekur hún að reka nemendur úr skólum fyrir það eitt að þeir væru kommúnistar. Svo færir hún sig upp á skaftið og rekur berkla- sjúklinga af heilsuhæli fyrir kommúnistiskar skoðanir. Og nú loks neyðir hún bláfátæka verkamenn til að leggja fram fé til höfuðs sjálfum sjer, með því að hóta þeim að svelta þá og fjöldskyldur þeirra. Kratarnir hafa verið meðsekir allri skoðana- kúgun Framsóknar og öllu athæfí.stjórnarinn- útlit sé fyrir um breytingu til batnaðar á komandi ári og álíta að offramleiðslan á Islandi sé aðalor- sök hins slæma naarkaðsverðs nú.-------Er gert ráS fyrir a8 brezku bankarnir, sein leggja tram fé til starfrækslu íslenzka togaraflotans muni fyrir- skipa takmörkun á rekstri hans næsta ár. — VerSi íslantl nauðbeygt til að takmarka framleiðslu sína um 25%, sem virðist líklegt, mundi útlitið um arðvænlegt verð fyrir öll önnur lönd, er framleiða saltfisk, verða betra en mörg undanfarin ár". — Þarf fleiri sannana við um drottnun fjár- málaauðvaldsins á Islandi? Með valdboði þess og með tilstyrk innlendu fulltrúa þess, Jóns Baldvinssonar, Jónasar frá Hriflu og Jóns Þor- lákssonar, á að stöðva allar opinberar framkvæmdir á að loka sfldarbræðsluverksmiðjunum og takmarka þar með síldarútveginn á að stöðva togaraflotann og takmarka fisk- framleiðsluna. — Afleiðingin verður aukið atvinnuleysi, erfið- ari lífskjör alls verkalýðsins. — Atkvæðamagn Kommúnistaflokksins við kosningarnar 12. júní verður fyrsti mælikvarði alþýðu um baráttuna gegn þessum sameinaða höfuðóvin. verzlun íslands er, en umboðsverzlun þessi er sameign eiginhagsmunaspekulanta Framsókn- ar og Alþýðuflokksins. Bak við ailar deilur um Sogsmálið hefir ávait legið togstreyta auðmannaklíkanna í öll- um flokkunum um hlutdeild í rafmagnsgróð- anum. Nú vill Framsókn virkja Sogið, en þó því aðeins að ágóðinn af virkjuninni renni ekki til neytenda og bæjar og ríkissjóðs, heldur til einstakra manna. Krafa verkalýðsins verður að vera sú, að hið opinbera reki Sogið til hagsmuna fyrir neytendur. Hann verður að mótmæla því, að ofurselja erlendu fjármálaauðvaldi auðlindir landsins. Og hann verður jafnframt að hafa vakandi auga á, að krataforingjarnir fórni ekki einnig hér hagsmunum alþýðunnar á altari sérhags- muna sinna. ar á undanförnum árum, enda sýnir brott- rekstur félaga Eggerts Þorbjarnarsonar úr Dagsbrún það bezt, að þeir hafa verið góðir lærisveinar. Alþýðublaðinu ferst því illa að tala um skoðanakúgun. Það er víst að til eru þeir verkamenn, sem nú kjósa Framsókn, vegna þess að þeir eru óánægðir með kratana. Félagar! Ef þið vitið af nokkrum verkamanni á svo voðalegum villi- götum, þá reynið að fræða hann, til þess að fá hann yfir á rétta braut. Það er blygðunarleysi fram úr hófi að flokk- ur eins og Framsókn, sem fyrir nokkrum mán- uðum síðan sigaði lögreglu á verkamenn og konur, sem ekki höfðu annað til saka unnið en að vilja ekki brjóta samþykktir stéttarfélaga sinna og vinna fyrir það þrælakaup, sem Framsóknarforkólfarnir vildu borga — að slíkr ur flokkur skuli nú dirfast að koma fram fyrir reykvíska kjósendur af alþýðustétt og biðja þá um að kjósa sig. Þegar atvinnulausir verkamenn í Reykjavík fóru þess á leit við stjórnina í vetur, að bætt yrði úr sárustu neyðinni með atvinnubótum, svöruðu Framsóknarforkólfarnir með því að fangelsa foringja þeirra. Sömu Framsóknarforkólfarnir eru nú að biðja sömu verkamennina, að kjósa sig á þing! Blygðunarleysinu eru engin takmörk sett. Að til eru verkamenn, sem eru svo stéttvillt- ir, að þeir gefa sínum eigin böðlum, Fram- sóknarfasistunum, atkvæði sitt, er eingöngu að kenna pólitík kratanna á undanförnum ár- um. Verkamenn! Látið engin svik við málstað ykkar villa ykkur frá ykkar eigin stétt. Allir verkamenn verða að sameinast undir merki stéttabaráttunnar, undir merki Kommúnista- flokksins. Allir verkamenn í Reykjavík verða að kjósa B-listann. Kjósendur, sem farið burt úr bænum fyrir kjördag. Kjósið hjá lögmanni í gamla Barnaskóianum (opið 10—12 árd. og 1—7 sd.) Skrifið aðeins bókstafinn B á kjörblaðið, og munið að líma ytra umslagið aftur. B-LISTINN ER LISTI VERKAMANNA OG VERKAKVENNA 1 REYKJAVÍK

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.