Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 4
Það er enginn smáræðis vegur austan af kolagarði og inn á Skýli eða vestan af vestur- uppfyllingu. Svo þarf nú að borga 10 aura fyrir sig á Skýlinu. Það gerir aðeins 30 krónur á ári! Að þurfa að borga peninga úr eigin vasa fyrir að gera þarfir sínar meðan maður er í vinnu hjá öðrum, er háborin skömm. 1 krikanum austan við Kolagarðinn skjótast menn oft til að gera þarfir sínar, en samkvæmt lögreglusam- þykt bæjarins liggja stórsektir við slíku. Mönn- um er bannað að fara þangað til að gera þarfir sínar, en það er ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þangað verða menn að fara og munu fara allt svo lengi sem ekki koma nægilega mörg og góð náðhús við höfnina. Finnst hinum betri borgurum það ekki vera móðgun við sitt háleita velsæmi, að líta á haug- ana í krikanum við austurgarðinn? Og finnst þeim ekki ennfremur það vera blettur á ís- lenzkri menningu, að við höfn höfuðstaðar landsins skuh ekki vera eitt einasta náðhús sem verkamenn eigi ókeypis aðgang að ? I háborg íslenzkrar menningar eru engin náðhús fyrir fleiri hundruð verkamenn! Hvernig er svo útborgunarfyrirkomulagið hér við höfnina? 1 fáum orðum sagt er það hreinasta plága að ná í þá f áu aura, sem maður vinnur sér inn hér við hofnina. Það er orðið lítið betra að ná i aurana en vinnuna. Að eins á einum stað er viðunanleg útborgun, það er hjá „Kol og Salt". Útborgun, t. d. hjá „Kveldúlfi", er svo óhæf að slíkt getur ekki gengið lengur. Það er borg- að út eftir kl. 5 á •þriðjudögum og eitthvað fram eftir kvöldinu. Komið hefir fyrir að menn hafa orðið að bíða til kl. 9 eftir af- greiðslu. Þetta er skiljanlegt þar sem einn maður á að afgreiða fleiri tugi manna. Þó er þar hægt að ná í aurana fram á föstudag eftir kl. 5 og er það meira en víða annarsstaðar. Þá er ekki betra að fá sig afgreiddan hjá „Alli- ance" og þar verður fólkið að standa úti, því kompan er svo lítil, að ekki komast inn nema 7—8 manns. Þá er sama sagan hjá „Njarðarfé- laginu". Ekki er langt síðan að stór hópur manna stóð úti á götu að bíða eftir afgreiðslu. Þá hefir hún verið heldur bágborin afgreiðslan hjá „Otur" og þar á ofan þjösnalegt viðmót þar. Svona mætti lengi upp telja. Varla er hægt að skilja neinn undan, en hér er ekki rúm til að tína fleiri upp, enda er það óþarfi, því við biðjum ekki um að þessi félög hafi lengri út- borgunartíma en nú er eða fleiri afgreiðslu- menn. Heldur heimtum við að vinnan sé borg- uð út niður við höfn, á vinnustaðnum að aflok- inni vinnu, eða seinasta lagi daginn eftir. Þetta eru kröfur okkar í dag: Drykkjarvatn við höfnina, salerni við höfnina ókeypis handa öHum verkamönnum og útborgun vinnulauna við höfnina á vinnustaðnum. Verkamenn! Fylkjum okkur fast um þessar kröfur og hættum ekki fyr en við höfum feng- ið þær fram. Dagsbrúnarfélagi nr. 70. Frá Akureyri Kratamir halda áfram að opinbera svik sín við verkalýðinn. Akureyri 14. maí 1931. 1. maí var minnst hér með kröfugöngu og skemmtun. Þátttaka í kröfugöngunni var rúmt hundrað manns, allt kommúnistar. Kratarnir sviku algjörlega, meira að segja mætti enginn úr stjórn verkamannafélagsins, þrátt fyrir áskorun frá fulltrúaráðinu ogáðurgerða sam- þykkt í félaginu, um að hafa kröfugöngu. Fulltrúaráðið hafði alla stjórn á hendi og fór allt vel fram frá hendi kröfugöngumanna. En stór hópur af börnum borgaranna reyndi að spilla fyrir með skríllátum. Um kvöldið var skemmt með söng, ræðuhöldum og danzi. Kosningahiti talsverður er nú farinn að gera j vart við sig í bænum, kratabroddarnir ætluðu [ alveg að æðrast þegar fulltrúaráðið stillti upp , Einari Olgeirssyni til þings, enda kom sprengi- listi frá þeim, með gamla þingmanninum á, en það er mælt, að þeim hafi gengið illa að fá stillendur. Nú segir kratablaðið, að hér sé raunverulega ekkert fulltrúaráð til, þeir eru búnir að gleyma því hvað fast þeir sóttu að komast í það í vetur. Ég held að það sé óhætt að fullyrða það, að fylgi kratanna sé að minnka hér nú upp á síð- kastið, enda opinbera þeir sig alltaf betur og jj betur fyrir verkalýðnum, enda reyna þeir nú líka á allan mögulegan hátt að svívirða kom- múnistana með lygum og fölsunum fyrir kosn- ingarnar. Afskapleg deyfð er yfir atvinnulífi bæjarins. Ennþá ganga menn í stórhópum vinnulausir dag eftir dag og fá hvergi neitt að gera. Að þeirri vinnu sem bæjarfélagið hefir með hönd- um, sitja örfáir menn, þeir einir sem mest eru innundir hjá bæjarstjóra og verkstjóran- um, en engin stjórn á því, að skifta vinnunni. Fréttaritarinn. Reykvískur verkalýður, konur og mæður! Eg vil benda ykkur á og biðja ykkur að lesa grein þá, sem birtist í Morgunblaðinu, blaði stórkapítalistanna hérna í Reykjavík, 28 maí. undir fyriraögninni „Mæður". Rúmið í blaði ykkar, Verklýðsblaðinu, leyfir ekki að hún sé tekin hér upp og svarað orði til orða, þó hún ætti það skilið því hún er svo merkileg. Fyrst og fremst er hún merkileg fyrir það, hve greinilega hún ber vott um hræðslu þá og angist, sem nú fer eins og ógurlegur dauða- krampi um hið aðframkomna kúgaraþjóðfélag. Hræðsluna við verkalýðinn, sem er að rumska og vakna. Hræðsluna við hin voldugu sam- tök hans og forustulið, kommúnistana, sem auð- valdið hefir enga von um að fá keypta, eins og svikara verkalýðsins sósíaldemókratana. Hræðsluna við hið mikla verklýðsríki Sovjet- Rússland, þar sem verkalýðurinn hefir skapað og er að skapa sér nýja og hamingjusama ver- öldu. í öðru lagi er greinin merkileg fyrir þá sök hve augljóst kemur fram í henni hatur og blekkingar hins tryllta borgaraþjóðfélags. Sú staðreynd að auðvaldið er ekki lengur farið að gefa sér tíma til að hylja hinar beittu ránsklær sínar, en öskrar blygðunarlaust og rífur í hvað sem fyrir er með „hýsteiiskri" bræði. Það er ekki nóg að leigja ykkur níðdimmar og daun- illar kjallaraholur með okurverði, heldur ham- ast það nú af bræði ef það ekki getur selt börnunum ykkar nokkra sólargeisla. Hugsið ykkur aðra eins ósvífni eins og þá, að verka- lýðurinn skuh voga sér að skrölta með krakka sína einn einasta dag á sumrinu upp í sveit, án þess að spyrja borgarana að! Hugsið ykkur hve það væri voðalegt ef barnið kæmi úr feið- inni svolítið hraustara, svolítið glaðara og svo- lítið hugrakkara en þegar það fór af stað! Spyrja þeir okkur ekki að því þegar þeir fara með börnin sín til langdvalar upp í sveit á sumrin burgeisarnir? í þriðja lagi ætla eg að benda ykkur á, þó eg þykist vita, að þess muni ekki þurfa með, þá ógurlegu óskammfeilni, illmensku og heimsku, \ sem kemur fram í því þegar þessir forgöngu- menn ríkislögreglunnar og fjandmenn verkalýðs- ins ætla að fara að gefa ykkur ráð um hvað börnunum ykkar sé hollast. Haldið þið að slík ráð komi frá hjartanu? Já, þau koma frá hjarta- rótum rándýrsins, sem öskrar á bráð. Þess rán- dýrs sem veit að innan skamms verður það að velli lagt, sem neytir sinnar síðustu orku til þess að eyðileggja og drepa alt í kring um sig. En — einnig hér mun íslenzkur verkalýður sam- einast og hrinda af sér hrammi þess óargadýrs. Dýrleif Árnadóttir i Framtíð Rússlands. Svo 'nefnist grein í „Perlurn" er hr. V. Þ. Gíslason hefur ritað. Efni greinarinnar er mjög losaralegt. Byrjar hann greinina á því að vitna í háfleiga spádóma eftir Fjodor Dostojefski, sem varði síðustu árum æfi sinnar í að berjast gegn hinni sósíalistisku byltingu. Hr. V. Þ. O. er einn af þeim mörgu borgaralegu rithöfundum, sem hlaupa undir gæru hlutleysisins og nota þetta skálkaskjól til þess að vega aftan að verkalýðsstjórninni. Nú þegar beinn fjandskap- ur gegn Sovet Rúaslandi ekki kemur að tilætl- uðum notum, eru nýjar aðferðir notaðar og er grein hr. V. Þ. G. ljóst dæmi þess. Segir hann meðal annars, að bolsevikkarnir hafi ekki veitt rússneskum verkamönnum nein efnaleg gæði svo neinu nemi. Um þetta atriði er mér vel kunnugt. í þessa 6 mánuði sem eg dvaldi þar, kynti eg mér sérstaklega afkomu verkalýðsins og ætla eg að taka hér nokkur dæmi til þess að sýna hið gagnstæða: Meðal verkamannakaup er 200 rúblur á mánuði auk ýmissa hlunninda. Vínnutíminn 7 stundir á dag og 5. hver dagur frídagur. Húsaleiga fyrir 3 herbergi og bað kostar 12 rúblur á mánuði, fæði tæpar30rúbl- ur, verð á fatnaði er kringum 30—50 rúblur, skófatnaður 12—20 rúblur og til nánari skýr- inga er rétt að bera saman framleiðslu og út- flutning, fyrir byltingu og nú. Fyrir stríðið framleiddu RúsBar 12 miljón pör af skófatn- aði og mikill hluti þess var fluttur út, en 1930 framleiddu Rússar 60 miljón pör og fluttu ekkert út. Kornframleiðslan hefir aukist afarmikið við það sem hún var fyrir byltinguna, en útfluttn- ingurinn er ekki ennþá búinn að ná því sem hann komst hæst fyrir byltinguna (1898). Það er rétt að byltingarkommunisminn tók hörðum höndum á bændunum, en hr. V. Þ. G. tilfærir þar aðeins eina hlið málsins, hann sneiðir fram- hjá hinni brýnu nauðsyn sem lá fyrir hendi, nefnilega að efnabændurnir (kulakkarnir) söfn- uðu að sér öllu því korni sem þeir komust yflr og lúrðu á því einB og ormur á gulli, ætluðu þeir síðar að okra á því, þegar farið væri að sverfa að fólki fyrir alvöru. Tóku þá bolsevikk- arnir kornið af þeim og útbýttu því meðal hins hungrandi lýðs. V. Þ. G. lætur líta svo út að í Rússlandi sé l*ja millj. atvinnulausir. Plestir', sem nokkuð fylgjast með, vita að í Rússlandi er verkafólksekla. Atvinnuleysi þekkist ekki. Ekki ætla eg að fjöiyrða neitt um söguna um Lenin er hann tapaði trúnni á kommúnismann; hún er gamall Morgunblaðssannleikur. Eg sé ekki neina ástæðu til að fara lengra út í grein herra Vilhjálms Þ. Gíslasonar, en ágætt að gefa honum það heilræði, að þegar hann ætlar að vekja athygli á sjálfum sér næst, að velja efni sem liggja honum nær, t. d. Pramtíð íslands. Verkamaður, nýkominn frá Sovet Rússlandi. Kjósendur! Kynnið ykkur málin áður en þið gangið að kjörborðinu. Lesið rit kommúnista. Lesið hinn nýútkomna bækling: „Skattaklyfjarnar. Hvernig getur alþýðan velt þeim af sér". Lesið: „Hvað viH Kommúnistaflokkur Islands". Prá stofnþingi K. P. í. til íslenzkrar alþýðu. Þessar bækur fást í Bókaveizlun Alþýðu, Aðalstræti 9B (gamla Vísis-afgreiðslan). „VerklýðsblaðUT. Ábyrgöarm.: Brynjólfur Bjarnaaon. — Árg. 5 kr., i :au«asölu 15 aura eiatakiO. — Utaaáakrlft blaÖHÍiiíi: Verkl^iJsblaðiö, P. O. Box 761, lUykj-avík.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.