Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 11.07.1931, Page 1

Verklýðsblaðið - 11.07.1931, Page 1
I ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. ápg. Reykjavik; 11. júlí 19311 33. tbl. Kiupoiildið og tnliriir Atvinnorelcendur nota sér atvinnuleysið iækka kaupgjaidið. þess að Það er nú fullsannað, að á mörgum fisk- verkunarstöðvum hér hefir kaup verið greitt undir kauptaxta Dagsbrúnar og líkindi til að á hverri einustu fiskverkunarstöð sé greitt fieirum eða færri lægra kaup en Dagsbrún á- kveður. Það hafa margir þá sögu að segja, er leitað hafa atvinnu á fiskverkunarstöðv- unum, að þeir hafi átt kost á atvinnu, ef þeir vildu vinna fyrir lægra kaup en kr. 1,36 — ef þeir vildu gangast undir það að kaffitími yrði dreginn frá — ef þeir vildu semja um mánaðarkaup, er væri lægra en fæst um mán- uðinn ef kauptaxti Dagsbrúnar væri goldinn. Verkamennirnir, sem hafa verið ofurseldir at- vinnuleysinu og skortinum í vetur, hafa ýmist gripið í það hálmstrá til að bjarga sér í svip, að undirgangast þegjandi lægri laun en þeir höfðu áunnið sér með samtökum sínum, — ýmist gengið að lækkuðum launum og kært til stjórnar Dagsbrúnar og beiðst hjálpar henn- ar til að rétta hlut sinn, en aðrir hafnað vinn- unni og kært ósvífnina til stjórnar Dagsbrún- ar. Stjórn Dagsbrúnar hefir þó lítið gert til þess að rétta hlut þessara manna, sem eftir atvinnuleysið í vetur átti að nota sem skot- spæni atvinnurekendanna í tilraunum þeirra til kauplækkunar. Þótti mörgum þetta alleinkenni- leg verkalýðspólitík hjá stjórn Dagsbrúnar, að hún skyldi ekki þegar í vor taka svo fyrir kverkar slíkri ósvífni, að hún stingi ekki upp höfðinu strax aftur og útbreiddist ekki. En skýringu á þessum sofandaskap Dagsbrúnar- stjórnarinnar fengu verkamenn Á síðasta fundi Dagsbrúnar. Þann 4. þ. m. voru þessi taxtabrot kærð á fundi í Dagsbrún, bæði af þeirn, er fyrir þeim höfðu orðið og öðrum. Ólafur Friðriksson varð til svara fyrir hönd stjómarinnar. Svaraði hann þeim, er ekki hafði verið brotinn kaup- taxti á, um það, að þeir kærðu eingöngu til þess að rægja stjórnina og til þess að reyna að koma því inn hjá verkamönnum, að stjórnin stæði illa í stöðu sinni. Hinum, er kærðu fyrir sig persónulega og- vimrufélaga sína, sagði hann að skammast sín fyrir að vinna undir taxta Dagsbrúnar. Þarna kemur alveg nýtt viðhorf í verkalýðsmálunum. Verkamenn mega ekki kæra til stjórnarinnar yfir því að taxti sé brotinn á félögum þeirra nema með leyfi stjórnarinnar. Og verkamenn mega ekki kæra yfir því að taxti sé brotinn á þeim sjálfum. Eftir boðorði Ólafs mega ekki þeir kæra, sem | taxti hefir verið brotinn á, heldur eiga þeir að j skammast sín. | Þingræði fasistanna í Húmeníu sýndi nýlega innra eðli sitt alláþreifanlega. Þingið sam- þykkti að banna öllum fulltrúum „verklýðs- og Hvað er þá orðið af niætti samtakanna? Hann er bundinn á klafa fámennrar klíku, sem með slíkum aðferðum hjálpar atvinnurek- endunum til þess að nota krepputímana til kauplækkunar. Ólafur vill með svona aðferð tryggja atvinnurekendum frið til að koma fram þeirri kauplækkun, er þeir þykjast þurfa að framkvæma nú. Ólafur og Héðinn voru þó ekki þessarar skoðunar í haust, er þeir stöðv- uðu stúlkurnar, er unnu undii' taxta í garna- hreinsunarstöðinni. Þeirn var ekki neitað um hjálp og sagt að skammast sín. Og þeir verka- menn, er hjálpuðu til að rétta hlut stúlkn- anna við garnahreinsunina, gerðu sér það fylli- lega ljóst, að árás á kaupgjald stúlknanna var árás á kaupgjald allrar stéttarinnar. Það voru stéttarsamtökin, sem réttu hlut þeirra. Sama aðferðin hlýtur að rnega gilda nú við þá verka- menn, er taxti hefir verið brotinn á, jafnvel þótt kosningar séu um garð gengnar. Skylda verkalýðsins gagnvart verkalýðssam- tökunum, er að kæra umsvifalaust allar þær árásir, er atvinnurekendurnir gera á kaupgjald hans. Skylda þeirra, er verkalýðurinn hefir kosið til að stjórna samtökum sínum, er að svara þeim kærum með því að beita verkalýðs- samtökunum til þess að brjóta þær árásir á bak aftur. Sú stjórn er daufheyrist við slíkum kærum, er ekki stjórn verkalýðssamtakanna, heldur leppar atvinnurekendanna. Á krepputímum eins og nú eru, er það mjög áiiðandi að þess sé vel gætt að kauptaxtinn sé ekki brotinn af atvinnurekendunum. Takist þeim að brjóta kauptaxtann, kemur á eftir allsherjar kauplækkun. Taxtabrotin eru notuð til að veikja verkalýðssamtökin með því að láta verkalýðinn smátt og smátt sætta sig við lægra kaup. Þegar það hefir gængið um hríð — veilurnar fundnar á samtökunum — dynur kauplækkunin yfir alla stéttina. Og því fleiri sem veilurnar finnast, því fleiri, sem hafa sætt sig við lækkað kaup, því örðugra er að standa á móti kauplækkuninni, þegar árás- in hefst að fullu. Verkamenn! Verurn því vel á verði gegn öllum kauplækkunum — öllum taxtabrotum. Hafið það hugfast, að með hverjum verka- manni, sem atvinnurekendur geta neytt til að vinna undir taxta, minnkar máttur sam- takanna. Árás á kaupgjald hvers einstaks verkamanns, er árás á kaupgjald allrar stétt- arinnar. Og þótt -stjórn Dagsbrúnar daufheyrist við kærum okkar og geri ekki skyldu sína, megum við ekki láta hugfallaste bænda-bandalagsins“ þingsetu, þótt þeir hefðu verið löglega kosnir. Urðu miklar kröfugöngur og skærur í Búkarest út af þessu. Atvinnuleysið og barátta verkalýðsins gegn því. Atvinnuleysið eykst nú með degi hverjum og sífellt kreppir harðar að verkalýðnum. Verkamenn, sem eru orðnir stórskuldugir, eftir iila vertíð, ef þeir þá ekki hafa orðið^að svelta að meira eða minna leyti, geta hvergi fengið handartak að gera. Neyðin,- sem fylgt hefir verkalýðnum frá vöggu hans, verður æ stöðugri og verri gestur á heimilum fleiri og fleiri verkamanna. Líðan verkalýðsstéttarinn- ar hrakar dag frá degi — og ekkert er gert til að ráða bót á þessu. Orsakir atvinnuleysisins. Atvinnuleysið á rætur sínar að rekja til auðvaldsskipulagsins sjálfs. Sakir glundroð- ans, sem sífellt er á braskframleiðslu auð- valdsins, sem eingöngu framleiðir auðmönnun- um til gróða, er alltaf framleitt miklu meira af afurðum en verkalýðurinn sakir sinnar litlu kaupgetu g-etur keypt. Geysibirgðir af af- urðum safnast fyrir og liggja óseljanlegar. En eignaréttur auðvaldsins á þessum birgðum hindrar að þær verði notaðar til að fullnægja þörfum hins vinnandi mannkyns. Frekar er hveitinu brennt, kaffinu hent í sjóinn og rúg- urinn látinn fúna niður til að hækka þó verð- ið á því, sem eftir er, heldur en hinu vinnandi mannkyni séu fengin þessi gæði í hendur til afnota, sem það sjálft hefir framleitt. Þvert á móti er framleiðslan á þessum afurðum stöðvuð, verkalýðurinn gerður atvinnulaus. Vinnandi stéttirnar dæmdar til að svelta rnitt í allsnægtunum, sem þær hafa framleitt, — það er ástandið, sem auðvaldið leiðir yfir mannkynið nú. Öft hefir íslenzk alþýða orðið að hungra fyrr á öldum sakir hafíss, harð- inda, eldgosa og þvílíks, en að hún verði að hungra vegna allsnægtanna, sem hún skapar, — það er sannarlega einkaréttur auðvalds- skipulagsins að leiða yfir hana slíkar furðu- legar orsakir neyðarinnar, að koma henni út í svo vitfirrtar mótsetningar. Vinnuafl verkalýðsins og vélar nútímans, þessi framleiðsluöfl þjóðfélagsins, liggja nú að miklu leyti ónotuð í öllum auðvaldsríkj- um. Yfir 30 miljónir vinnufærs verkalýðs er atvinnulaus. 20—50% af framleiðslutækjum auðvaldsþjóðanna stendur ónotaður. Yfirráð og eignarréttur auðmannastéttarinnar’ yfir vinnuaflinu, tækjunum og afurðunum, hvíla sem bann og bölvun yfir þessum geysimiklu kröftum og gæðabirgðum og hindra að þau verði mannkyninu til blessunar og bóta. Þarf áþreifanlegri sönnun fyrir því að auð- valdsskipulagið er orðið úrelt og óhæft? Dýr- mætustu framleiðsluöfl mannfélagsins verða ekki notuð, sökum eignarréttar auðmanna- stéttarinnar. Framleiðsluöflin gera sjálf upp- reisn gegn þessu eignaskipulagi auðvaldsins. Auðvaldsskipulagið er dauðadæmt, orðinn fjötur á þróun mannfélagsins. Og það er hlutverk verkalýðsins, sem um sárast verður að binda, að framkvæma þann dóm, að sprengja þann fjötur. Með rússnesku byltingur.ni 1917 hófst upp- „reisn verkalýðsins • í gei*völlum heiminum og nú er sósíalisminn þar kominn á svo hátt stig, EðS \

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.