Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 25.08.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 25.08.1931, Blaðsíða 3
Komið Yið bjártað í Mogga (Verkamannabréf). „Mogginn" er að kvarta undan ummælum „Verklýðsblaðsins" um þá Goos og Dr. Paul — og finnst að nú ættu verkamenn að vera ánægð- ir, þegar atvinnufyrirtæki þessara stórlaxa loks væru stöðvuð. Þetta er eftir „Mogganum". Hann ann sífelt öllu því, sem íslenzk alþýða hatar. Fáir hafa arðrænt íslenzka sjómenn og verkamenn eins ófyrirleitið og þessir tveir fyrnefndu verk- smiðjueigendur. Meir að segja fjöldann allan af stuðningsmönnum! íhaldsins hefir sviðið und- an kúgun þeirra og arðráni. Smiáútgerðarmenn hafa verið þeim afar reiðir sökum miskunnar- lausrar lækkunar á bræðslusíldarverði í hvert sinn, er færi gefst. — En „Mogginn" elskar þá og ver — eins og Krossaneshneykslið forðum. Og nú þegar verkalýðurinn er alveg atvinnu- laus, fyrst þessir menn ennþá eiga verksmiðj- urnar, þá hlakkar í Mogganum: Verkamenn, segir hann, nú getið þið verið ánægðir, nú getið þið soitið í friði! Og bak við býr grimdin í hugsuninni: Viljið þið nú ekki flýja á náðir okkar, Goos, Dr. Paul og okkar auðmannanna og knékrjúpa okkur um vinnu, fyrir það kaup, sem við skömmtum! Hafið þið ekki bráðum soltið nóg til að gefast upp? Nei. Það hlakkar of snemma í þessum herr- um! Islenzkur verkalýður kemur ekki til þeirra krjúpandi á knjánum, biðjandi um náð. Hann kemur með reiddan hnefann til að mjela það vald, sem sveltir verkalýðinn mitt í allsnægt- uin þeim, er hann skapar. RAUÐI PÁNINN kemur út í næstu viku. Flytur greinar um iðnnemamálin, æskulýðsdag- inn 6. sept., o. m. fl. ; Gerizt áskrifendur að Rauða fánanum. Árg. kostar kr. 1.50. Bókaverzlun Rlþýðu h.f Aðalslræfi 9 b Verðlisfi 1931-32 er- nýkominn úf. Ó i a £n ad armenska ihaldsþingmannsins á Barðaströnd (Bændabréf). Eins og víðar j sveitum þessa lands urðu bændur á Barðaströnd svo hæpnir með hey síðastliðinn vetur, að þeir voru nauðbeygðir tii að ná sér í matvöru til fóðurs handa fén- aði sínum. Fleyta sú, er flutti fóðurbætirinn til bænd- anna á Barðaströnd, var varðskipið Þór, sem þá verandi dómsmálaráðherra hafði gert að nokkurskonar bjargaflabát landsins með því að útbúa hann til þorskyeiða og útbýta skyldi svo aflanum gegn vægu eða engu verði til matvæla snauðra manna. I þetta sinn, sem hér um ræðir var Þór einnig með þó nokkuð af fiski og átti Hákon í Haga að sjá um sanngjörn skipti þeirrav bjargar á bæina. En þau skipti fóru á þá leið, að á suma bæina komu 10 fiskar og á aðra 15 fiskar og þessu líkt. En á bæi þar sem býr sérstakt vina eða venzlafólk skiptaráðandans komu 50 fiskar og handa sjálfum sér mun hann hafa tekið um 300 fiska. Sýnir þetta sæmilega glöggt, að Hákon vill jafnan hafa sjálfur mesta björg í búi þó bjargartakan verði honum ekki ætíð til auk- inna vinsælda eða hækkandi heiðurs. Barðstrendingur. Bankaauðvaldið herðir að I síðasta Lögbirtingablaði eru auglýst 35 uppboð samkvæmt kröfu veðdeildar Lands- bankans, ein þó eftir kröfu Útvegsbankans. Þar af eru 27 í Vestmannaeyjum, 6 í Reykja- vík, 2 í Rangárvallasýslu! Það eru húseignir og fasteignir millistéttar og verkalýðs, sem hér fara undir hamarinn. Bankaauðvaldið fer nú að sýna hið sanna innihaid sitt. Þinginu slitið. Alþingi var slitið í gær. Merkustu afrekin eru talin lög um sláturfé. — Mun þar átti við hmn geysilega niðurskurð á öllum verklegum framkvæmdum ? Þingmennirnir flýja nú heim frá öllum vandamálum óleystum. En flóttinn hjálpar ekki. Mýja béfcaverilun opnaði ég um mánaðamótin í Austurstræti 1. Reykjavík (þar sem Hljóðfæra- húsið var áður) LFæst þar töluvert úrval af innlendum og erlendum1 skemmti- og fræðibókum um margskonar efni og þær bækur, sem ekki fást, eru útvegaðar fljótlega. ¦ 1/IKItllN Bankastjóri Englandsbanka um hrun auðvaldsins. Lundúnablöðin segja frá því, að Montague Norman, bankastjóri hins heimskunna Bank of England, hafi í bréfi til Moret, bankastjóra franska höfuðbankans, ritað eftirfarandi setn- ingar: „Ef ekki verður gripið til örþrifaráða („drastiskra" ráðstafana) til að bjarga auð- valdsþjóðfélaginu, þ,á mun þetta fyrirkomu- lag innan eins árs hrynja til grunna í öllum hinum menntaða heimi. Ég vildi gjarnan, að menn geymdu þennan spádóm til síðari tíma". Samsteypustjérn íbalds og Mta í Bretlandi i Brezka auðvaldið finnur nú hve ótryggur grundvöllur þess er og sameinar alla krafta til verndar þjóðfélaginu og til baráttu gegn verka- lýðnum og kommúnismanum. Þessvegna myndar íhaldið og kratarnir -nú „þjóðlega" samsteyputjórn með Macdonald sem forsætisráðherra. Endurtekur sig nú hið sama og í síðustu heimsstyrjöld, svo auðséð er hvað í vændum er. Dýpra og dýpra sökkva þeir ensku kratarnir. fiuga og launakjör verkalýðsins fara hríðversn ndi, hækka launin í verkalýðsríkinu hröðum- skrefum. Leiðin sem Stalin bendir á í iauna- málunum opnar nýja möguleika fyrir miljónir verkamanna til betri launakjara og hvetur verkalýðinn til mentunqx og betra starfs að framkvæmd 5-áraplansins. Verkalýðurinn hefir skilið lausn málsius. Verkalýðurinn hefir skilið lausn málsins og er þegar byrjaður að fram- kvæma hana. í sambandi við launamálið bendir Stalin á nauðsyn aukinnar persónulegrar ábyrgðar við skipulagningu vinnunnar og framleiðslutækj- anna. Þessi ábyrgð er einnig natiðsynleg til þess að ná góðum árangri í uppbyggingu hinnar skipulögðu framleiðslu. Borgarablöðin hafa eytt mörgum orðum um þetta og kaiiað það. „uppgjöf" á grundvallar- atriðum sósíalismans. Er þá persónuleg ábyrgð mótsetning við grundvallaratriði sósíalismans ? Þvert á móti. Eitt af einkennum kapítalismans er ábyrgðar- leysi. Kapítalistarnir eru ábyrgðarlausir gagn- vart öllu því tjóni og bölvun, sem þeir með sam- keppni sinni og „spekulationum" orsaka. Þeir eru ábyrgðarlausir gagnvart lífi og afkomu miljóna verkamanna, sem þeir fórna fyrir gróðaæði sitt. Yfirráð verkalýðsins yfir framleiðslunni þýð- ir: ábyrgð hvers einasta verkamanns, verk- smiðjuformanns og verkfræðings á sjerhverj- um smáhluta hinnar sósíalistisku framleiðslu. Ábyrgðartilfinningin er því nauðsynleg til að tiyggja efnalegar og menningarlegar framfarir allra vinnandi manna í þjóðfélagi sósíalismans. Yfirráð kapitalistanna yfir framleiðslunni þýðir: ábyrgðarleysi arðræningjanna gagnvart hinum arðrændu, aukningu á auðæfum nokk- urra njanna og örbyrgð miljónanna. Framkvæmd fimmáraáætlunarinnar krefst hinnar mestu ábyrgðartilfinningar hvers ein- asta verkamanns í starfi hans. Meðvitundin um að vinna að uppbyggingu sósíalismans, en ekki í þágu örfárra arðræningja, eykur ábyrgðar- tilfinningu verkalýðsins og tryggir sigur sósíal- ismans. Verkalýður Sovétlýðveldanna hefir þegar sýnt verkalýð alls heimsins, að hann getur ekki aðeins stjórnað framleiðslunni án kapítalista, heldur skipuleggur hann og stjórnar framleiðsl- unni betur en kapítalistarnir. Til þess að þ'róun iðnaðarins haldi áfram með sama hraða, „þurfum við á fimm sinnum fleiri verkfræðingum, verkfróðum mönnum og iðn- aðarleiðtogum að halda", segir Stalin. Og hvað- an eiga þessir verkfræðingar að koma? Nú þeg- ar „eru tugir þúsunda ungra verkamanna og bænda að læra á verklegum háskólum ... Upp- hafsmenn hinnar sósíalistisku samkeppni, for- ingjar áhugaiiðanna ... Það er sá nýi hluti verkalýðsstéttarinnar, sem ásamt menntamönn- um verkalýðsins á háskólunum verða að mynda kjarnann í forustuliði iðnaðar okkar" er svarið. Stalin bendir á þá staðreynd, að gömlu verk- legu menntamennirnir (frá keisaratímanum), sem fyrir tveimur árum tóku virkan þátt í svik- samlegri vinnu gegn Sovétlýðveldunum, væru nú vegna hins glæsilega árangurs uppbygging- arinnar farnir að breyta um afstöðu gagnvart Sovét, og því væri um að gera að taka þá með í starfið. Þegar færir menntamenn, þótt borg- arar séu, vilja af heilum hug vinna að uppbygg- ingu sósíalismans, réttir verkalýðsríkið þeim bróðurhönd. Það er vottur um styrkleik. Loks minnist Stalin á nauðsynina á enn meiri íbúðabyggingu fyrir verkalýðinn. Á sama tíma og þúsundir verkamanna í auð- valdslöndunum eru húsnæðislausir, á meðan auðvaldið lokar verksmiðjum í þúsundatali og stöðvar allar opinberar framkvæmdir að heita má, byggir verkalýðsríkið íbúðir fyrir hundruð miljóna og til þess að fullnægja stöðugt vax- andi þörfum verkalýðsins verður að auka íbúða- býgginguna enn meir. Stalin segir í ræðu sinni: „Verkalýðurinn í Sovétlýðveldunum þjáist ekki af atvinnu leysi, hann er frelsaður undan oki kapítalismans, hann er ekki lengur þræll, heldur ræður hann sínum málum sjálfur". í síðustu orðunum er skýringin á hinum stór- vægilágu framförum verkalýðsríkisins fólgin. Ræða Stalins leysir úr bráðustu viðfangsefnun- um, sem verkalýðurinn þarf að framkvæma á yfirstandandi erfiðasta áfanga fimmáraáætlun- arinnar. Hún er talandi vottur um hina hrað- fara uppbyggingu sósíalismans í hinum voldugu verkalýðs- og bændalýðveldum. Verkalýðurinn mun sigrast á þessum við- fangsefnum, sem Stalin talar um, því „þau vígi eru ekki til, sem bolsévíkar sigra ekki".

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.