Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 1
17I?DIfI'I/ZfcCtf212II%II% V cKHLl ll3lf lilll 1II ÚTGEFANDI: KOMMÚMSTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II, árg. Reykjavík 1, september 1931 40. tbl. öll forðabúr full matar *? en fólkið sveliur. Fisk" kjöt* og síldarbirgðir liggja óseldar og áseljanlegar - og undir skemdum! En atvinnuleysi og sulíur þjéur alþýðuna. Sífellt versnar ástandið hér á Islandi. 1 atvinnuleysingjahópinn, sem fyrir er alstaðar á landinu, bætist nú verkafólkið af sjó og landi, sem kemur frá síldaryinnunni, flestallt peningalaust eða jafnvel með skuldir á baki — og atvinnuleysi framundan — og hungur. En samtímis safnast birgðirnar fyrir óseld-<- ar hér sem annarsstaðar í heiminum. Jafnvel . íhaldsblöðin verða nú að viðurkenna það. Mogginn segir: „íshúsin hafa fyrra árs birgð- ir af fíystu kjöti\ og samt er nýja kjötið að koma á markaðinn og selst ekki. „Ekki tekur betra við, þegar kemur að sjávarútveginum. Þar er allt í kaldakoli. ÖIl pakkhús eru full af verkuðum íiski, en Utið sem ekkert selst enn J4*. (Mgbl. 27. ág.) Og svo klikkir „Mgbl." út með því að „eymd Qg sultur sé fyrir dyriuu hjá almenningi". Frekari viðurkenningu er ekki hægt að heimta hjá aðalblaði auðvalds- ins um ástandið. AUt fullt af mat -» en sultur fyrir dyrum hjá alineimhigi. En alþýðan ætlar ekki að láta svelta sig mjtt í allsnægtunum. Alþhigi hefir neitað henni um einar 100,000 kr. til að bæta úr s&r- ustu neyð, — en hún mun halda baráttunni áfram. ' Og nú krefst alþýðan þess að birgðirnar, sem hér hrúigast nú niður af mat séu ekki látaar Hggja ónotaðar, uns faríð verður að fleygja þeim í sjóinn í vetur eða næsta vor. Krafa alþýðu er, eins og strax var sam- þykt á fundunum, sem Kommúnístaflokkurinn boðaði til 15. og 16. júlí, — og mun sú krafa hljóma margraddaðri og sterkarj er frá líður: Matvælum — saltfiski, salt- og frystu kjötí og síldinni -r— sé nú þegar úthlutað ókeypis til hverrar verklýðs- og bændafjölskyldu, er æskir þess, eftir þörfum hennar. Bankamir og ríkið geta vel tekið þann skell, sem af Því hlýst nú þegar eins og að bíða með vörurnar uns þær eru orðnar ónýtar og engum að gagni og taka skellinn Þá. Við viljum ekki svelta mitt í allsnægtunum, sem við höfum skapað! Matinn til þeirra, sem hafa framleitt hann, þrátt fyrir ÖJJ eigna- og veðbönd auðmanna og banka! Bretinið hómullina! Fyrir nokkru sendi landbúnaðarráðuneytið áskorun til baðmullarbænda Bandaríkjanna um að brenna x/s hluta af baðmullaruppskeru þessa árs. Enn fremur lofaði það því að baðmullar- birgðum sem eftir eru frá fyrra ári, skyldi verða haldið frá markaðinum, ef þeir brendu x/s hlut- anum enn af baðmullaruppskerunni. Allar þess- ar ráðstafanir voru gerðar til þess að hækka verðið á baðmull. Nokkru eftir að þetta var, skoraði landstjór- inn í New Orleansríkinu í Bandaríkjunum á þingmenn í öðrum baðmullarríkjum að taka þátt í þingi til þess að setja lög um að banna að rækta baðmull á árinu 1938. Þannig líta „meðölin" út, sem eiga að bjarga auðvaldinu, úr kreppu þess. í Ráðstjórnar-Rúss- landi mundu þessir menn vera settir í vitlausra- spítala. „Men det kalder vi for vise Mænd í Norge, far" ! Bómullaruppskeran hefur í ár orðið enn þá meiri enn í fyrra í Bandaríkjunum, 15VS miljón ballar (en 14 milj. í fyrra), — en 9 milj. lágu fyrir frá í fyrra og ársneyzlan í heiminum er 11—12 milj. Það liggur þá meir en ársforði af bómull fyrir í heiminum, — og miljónir ganga klæðlausar, — en auðvaldið segir: hættið að rækta, brennið bómullina, en fólkið getur geng- ið klæðvana áfram! 4. þing S. U- K. verður háð í Reykjavík dagana 23. október til 1. nóvember. Eyðileggið kaffið! „Ráð" auðvaldsins við kreppunni, Borgarablaðið, „Kölnische Zeitung", segir 8. ágúst: „Kaffieyðileggingin heldur áfram. 1 júlí voru alls eyðilagðir í Santos 253,000 sekfe iv af kaffi/ í Rio 21,000, í Viktoría 7000". Og meðan kaffið er eyðilagt í Brasilíu, til að hækka verðið gagnvart neytendunum, t. d, hér á Islandi, — ganga þúsundir manna í Brasilíu atvinnulausir og hungrandi, — en á Islandi liggur saltfiskurinn undir skemmdum, og verður ef til vill síðar hent í sjóinn eins og kaffinu í Brazilíu. Að eyðileggja matinn og láta fólkið hungra áfram, —^ það eru auðvaldsráðin! Leiðréttíng. 1 síðasta „Vklbl." var sagt'um dómana gegn atvinnuleysingjunum, að Magnús Þorvarðsson hefði vérið dæmdur áður, en það er ekki rétt. Hin harða hegning, er hann hlýtur (60 daga fangelsi), er ekkert annað en hefnd of- beldisvaldsins, sem kallar sig valdstjórn og réttvísi, fyrir ærlegt hnefahögg verkamanns á dulklædda lögreglunjósnara þess, sem hegn- ingarlaust helzt uppi að berja menn með gúmmíkylfum sínum í verkföllum og ráðast á saklausa menn á gamlárskyöjd. Slíkt er borgaralegt réttlæti. Dauðadómur Mutaskiftanna Síldveiðinni er að mestu lokið og sjómenn- irnir eru að koma heim. Þeir koma með tvær hendur tómar. Útborgunip frá Einkasölunni nægir ekki fyrjr fæðj þeirra — og annað hafa þeir ekkk Jafnvel Morgunblaðið verður að við- urkenna þessa hörmulegu útkomu fyrir sjó- mennina. Síðasta vetur börðust kommúnistar alstaðar á landinu fyrir því að hætt yrði við hlutaskiftin í útgerðinni, en tekin upp föst laun, eða minsta kosti föst lann og premía. En kratarnir börð- ust á móti og á Alþýðusambandsþingu var það felt í allsherjaratkvæðagreiðsju með 3200 atkr. gegn 2600. Var þarna barist um höfuðatriði sðsialisnians, stéttasamvinnu eða stéttabaráttu, — og stéttasamvinna kratanna bar augnabliks- sigur úr býtum. Síðan samdi Sjómannafjelag Raykjayíkur fyrir BÍldveiðarnar upp á hlut, —s og norðlensku félögin treystu sér þá ekki til að leggja út í baráttu fyrir kaup og hékiu hlutnum. Eins Sjómannafélag ísafjarðar, þrátt fyrir mikla óánægju með hlutinn. ífú eést árangurinn. Spádómar koinmúnista hafa rætst. Með hlutaskiftunum hefir útgerðar- mönnunum tekist að velta afleiðingum krepp- unnar — verðfallinu — yfir á sjómennina, svo þeir bera lítið sem ekkert úr býtum. Ávöxtur stjettasamvinnunnar er — eymd. Þegar í óefni var komið í vor og auðsjeð að hþitar^ðningin hjeldist í sumar, gerðu komm- únistar á Akureyri þá kröfu að hásetum á síld- veiðum yrðu fcrygð þágni?«'kslaun — 640 kr. — yfir vertíðina og greidd út beint frá Einkasöl- unni i vertíðarlok. Var þessi krafa samþykt á fjölmennum verklýðsfundi á Akureyri í vor og var fagnað vpl meðal sjómanna. En það skorti á samtök meðal sjómanna á skipunum til að koma þenni í gegn meðan tími var til og því er nú komið sem komjð er. íhaldið reynir að æsa sjómenn upp móti Einkasölunni með því gráta krókdílstárum yfir ðförum þeirra og hörmu- legri afkomu, — en ef sjómenn krefjast ein- hyers af Einkasölunni, t. d- útborgunar þessara lágmarkslauna, þá skipar íhaldið sjer undir ems í þjetta varnarfylkingu fyrir Einkasöluna og hagsmuni útgerðarmanna. Nú hafa sjómenn verið nógu oft blekktir af útgerðarstórlöxunum og erindrekum þeirra. Nú er tími til kominn að kastav tránni á forsjá þeirra, sem ekkert er annað en brask á fall- völtum mörkuðum. Auðvaldið getur braskað þannig rpeð gróða sinn, meðan það enn heldur framleiðslutækjunum — skipunum — í sínum höndum, — en að láta það áfram braska þann- ig með laun sjómannanna er glæpur. Heima fyrir bíða fjölskyldurnar og heim koma fyrirvinuurnar, skuldugir eftir uppgripasumar, og frumupdan er hinn ægílegasti atvinnuleysis- vetur. Sjómenn af síldarskipunum verða að fá laun sín greidd og það strax! Sjómenn. krefjist útborgunar á hlut ykkar strax — eða lágmarkslaunanna! Og 640 kr. er það minnsta eftir 2 mánaða þrældóm, dag og nóft!' Og burt með hlutaskiftin héðan af.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.