Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 01.09.1931, Síða 4

Verklýðsblaðið - 01.09.1931, Síða 4
aura kostar nú bókin; Xm^ ím/jL 'JúmumíniUajÍofckuA+' Bókaverzluu Alþýðu h.f. Dag'leg'a fjölgar viðskiftaviuuuum. « Vegna þess að verðið er lægst og vörnrnar beztar Kaupfélag Verkamanna Vestm annaeyj um. Allskonar málningarvörur, svo sem Titanhvíta kr. 1.60 pr. kilo. Fetrahvíta kr. 1.20 og Zinkhvíta 1.40 pr. kilo. Lagaður farfi í ýmsum litum kr. 1.60 pr. kilo. Gólflökk frá 2.90 pr. kilo (þorna á 6 tímum). Einnig gólflökk á kr. 5.50 (þorna á 1-2 tímum) sérstakl. góð og drjug. Pemia 1.30 pr. kilo ,— Terpentína kr. 1 og 2 pr. kilo. Copallökk kr. 2.90, 3.90 og 4.90. — Þurkefni kr. 2.30 pr. kg. Allskonar penslar. Allar vörur sendar gegn póstkröfu. Fljót afgreiðsla. Hvergi ódýrara. Málarabúdin Skólabrú 3, P, O. Box 774. Sími 2123. NOTie ,8M*RA--SMJÖRUKI, -Á.^7-a.22:ta.ssLla.t S±lcLa.rs£Lla.t íta.l@!k:t salat IP'yls'U.r og allskonar annað viðmeti bezt og ódýrast. Verzlunin 0! i! Bergstaðastræti 61 — Simi 1042 KJÖTFARS BENEDIKT B. GUÐMUNDSS0N & C0. Sími 1769 - Vesturgötu 16 Hverjir lifa yfir efni fram? ,,Morgunblaðið“ gerir gjaldþrot Ástralíu nú að miklu máli og reynir að nota það til sönn- imar því, að allt kaup verði að lækka og menn megi ekki lifa yfir efni fram. Gott og vel. Við skulum nú einu sinni at- huga tillögur „Mgbl.“ og kryfja þær til mergj- ar. Hyerjir eru það á Islandi, sem lifa yfir efni fram? Eru það þeir, sem hírast í kjallara- íbúðum þar, sem aðeins er pláss fyrir rúmin þeirra á gólfinu og borða í eldhúskytrunni ? Nei, það mun enginn dirfast að halda slíku iram, jafnvel ekki aðalmálgagn auðvaldsins á Islandi. Þeir, sem lifa yfir efni fram, eru burgeis- arnir sjálfir — mennirnir, sem búa í 6—20 herbergja íbúðum, eyða frá 10.000—50.000 kr. á ári pg íþyngja atvinnulífi þjóðarinnar með því að láta hana ala sig. Kaupið yerður að lækka, segir Mogginn — og Tíminn tekur undir í sama dúr. 1 þvi fall- ast Ólafur Thors og Jónas, Sambandið og stór- kaupmannaklíkan í arma. Gott og vel. Við skulum einu sinni vera með kauplækkun. Við skulum vera með því að kaup allra manna á Islandi lækki niður í 3000 kr. á ári, svo allir hafi jafnt, — því hér á !s- iandi eru allir jafnir eftir því, sem ,,Mgbl.“ segir. Kauplækkunin byrjar svo á þeim, sem hafa hæst kaupið, fyrst þeir, sem hafa yfir 10.000 kr. til að lifa af á ári og þegar þeir eru búnir að lækka sitt, þá lækki þeir, sem hafa yfir 6000 kr. Ef það þá sýnir sig að fúlgan, sem sparast hefir, nægir til að tryggja þeim, sem hafa nú undir 3000 kr. hærra kaup, — og ef Morgunblaðið ber sig mjög illa yfir kaup- iækkuninni, þá skulum við ganga inn á að stöðva kaupið við 6000 kr. Annars lengi-a niður. Og svo er sparnaðurinn. Það má ekki lifa yfir efni fram. Þessvegna leggjum við til, að allir þeir, sem nú hafa yfir 3 herbergi, láti þau af hendi til annara, er hafa minna. T. d. má flytja einar 3 verkamannafjölskyldur í hús Thors Jensens, aðrar í Ólafs Thors, og fjöld- ann allan í öll „fínu“ húsin sunnan Njarðar- götu. Þyki einhverjum burgeisanna verra að búa þannig með verkamönnum, og hafa sam- eiginlegt eldhús að einhverju leyti, þá geta þeir auðvitað fengið kjallaraíbúðir þeirra í staðinn til að vera „út af fyrir sig“. Og vilja þeir hafa sérstakt burgeisahverfi fyrir sig, þá má taka 20 þá helztu og láta þá fá íbúðirnar, sem bæjarstjórnin sjálf hefir út- búið handa borgurum bæjarins í — Selbúðum. Frúm þeirra Knud Zimsens, Thorsanna og ann- ara „fínu“ mannanna mun vafalaust þykja rotn- andi eldhúsborðin, skólprennurnar fyrir fram- an dyrnar, vanhúsin bera vott um menning- arhug heldri mannanna. Og börnum þeirra mun þykja öskuhaugarnir og óþrifahrúgurnar, sem börn verkalýðsins eru fordæmd til að leika sér á nú, úrvals gróðrarreitur dyggðanna, sem K.F.U.M.prangararnir prédika á fundum sínum. Luxusbílana þeirra burgeisanna er vafalaust bezt fyrir þá að stöðva alveg og reyna að selja þá, til að lifa ekki um efni fram. Sumar- bústaðina má nota sem barnahæli fyrir alla þá barnamerg hér í Reykjavík, sem aldrei fá að njóta náttúrunnar og sumarsins fullkom- lega. Og þannig mæ'tti fara að á fjölmörgum sviðum. Og hafi Morgunblaðið meint eitthvað með þessu sparnaðar- og kauplækkunarhjali sínu annað en í hræsni og yfirdrepsskap að blekkja alþýðu um sitt sanna innræti og heimta allt tekið af þeim, sem ekkert á, en gefið þeim, j sem allt á, — þá er bezt fyrir blaðið að ganga inn á þessar tillögur okkar, — en standa ella enn þá einu sinni bert að hræsni sinni og margfeldni frammi fyrir öllum almenningi. Verkainaður.

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.