Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 2
Slysahættan við höfnina. Tillögur öryggisnefndar í Dagsbrún. Hvað gerir stjórn Dagsbrúnar við tillögurnar? í vetur þegar slysin voru sem tíðust hér við höfnina, fundu ýmsir til vanmáttar verka- manna og samtakaleysis gegn þeim mikla vinnuhraða og rótgróna kæruleysi með eftirliti þéirra áhalda, sem notuð eru við vinnuna. Það skildist betur og betur með hverju slysinu, er að höndum bar, hve miskunnarlaust verka- menn voru ofurseldir dutlungum og líæruleysi þeirra manna, sem „eiga yfir vinnunni að segja“. Verkamenn tóku að skrifa um málið bæði í „Hafnarblaðið" og „Verklýðsblaðið". Var í þeim greinum raktar orsakir slysarma og sýnt fram á að verkamenn verði sjálfir að gera ráðstafanir til að draga úr slysahættunni, ann- ars yrði það ekki gert. Og loks var málið flutt í Dagsbrún af einum hafnarverkamarí.ni (Björgvin Þorsteinssyni) og fékk þar ágæt- ar undirtektir verkamanna. Var þar samþykkt að kjósa nefnd, til þess áð gera tillögur um ör- yggisráðstafanir fyrir verkamenn, sérstaklega við höfnina, því þar er vinnuhraðinn mestur og slysin tíðust. Nefndin, sem var eingöngu skipuð verka- mönnum, tók þá þegar til óspilltra málanna. Henni var það þegar ljóst, að hún átti hér mik- ið og vandasamt verk fyrir höndum. Hún tók fyrst fyrir þau atriði, sem valdið hafa tíðust- um slysum, og hún gerði sínar tillögur. Síðan voru tillögur nefndarinnar lagðar und- ir fjölmennan fund í Dagsbrún, og voru þær ræddar og samþykktar mótatkvæðalaust. Þar var einnig samþykkt að fela stjórninni að sjá um framkvæmdir á tillögunum. „En hvað hefir stjórn Dagsbrúnar gert í málinu síðan“, spyrja hafnarverkamenn. „Og hvað var farið fram á í tillögunum?“ Tillögurnar mæltu svo fyrir, að þess skyldi vandlega gætt, áður en vinna væri hafin, að öll áhöld væri í góðu lagi, og skyldi það vera á ábyrgð verkstjórans. Þá skyldu verkamenn skyldir að leggjá niður vinnu, ef verkstjóri sýndi kæruleysi í þessu efni, og ekki hafin vinna aftur fyrr en bót væri ráðin á, eða nýr vérkstjóri tekið við og fullnægt kröfunum. Síð- an er svo mælt fyrir, að vindumaður megi ekki Alræði fasismans í Þýzkalandi Nú berast frá Þýzkalandi þær fregnir, að fasisminn hafi tekið sjer algert einræði. Bruning-stjórnin hefir sagt af sjer — og Hind- enburg hefir falið Bruning að mynda aftur stjórn án tillits til vilja þingsins. Stjórnar- skráin afnumin (þ. e. a. s. lýðræðisákvæðin) og skoðanafrelsi í ræðu og riti afnumið. Þá er alræði fasismans orðin staðreynd í Þýzkalandi. Fasistiskt einræði er sett á stofn á „friðsamlegan“ hátt. Hvergi hefir fasisminn eins fullkomna verkaskiptingu eins og í Þýzka- landi. Hinn yíirlýsti fasistaflokkur, national- sósíalistarnir, eru í orði í hatramri andstöðu við stjórnarflokkana, og tryggja þannig fas- istunum fylgi smáborgaranna. Jafnframt fram- kvæma stjórnarflokkarnir, þar með taldir só- síaldemókratar, fasismann. Sósíaldemókratar eru að öllu leyti ábyrgir íyrir þeim atburðum, sem orðnir eru. Sósíal- demókratar hafa stutt hina fasistisku Briin- ing-stjórn, með því fororði, að þeir veldu „hinn skárri kostinn“, heldur en algert einræði fas- ismans. Nú er þetta fasistaeinræði komð á lagg- rnar, fyrir hjálp kratanna. Það, sem nratarnir töldu „hinn skárri kostinn“, var ekki annað en það, að fasisminn sigraði „friðsamlega“ án þess verkalýðurinn veitti nokkurt viðnám. — Fas- istarnir eru auðvitað á sama máli, því ef krat- arnir hefðu ekki svikið og allur verkalýðurinn hefði sameinast til varnar, myndu fasistarnir aldrei hafa komið fyrirætlunum sínum í fram- | kvæmd. lyfta, nema hann sjái glöggt merki, er lúgu- maður gefur honum, að vindumaður megi ekki lyfta af meiri hraða en það, að hann geti stöðvað vinduna þegar í stað, ef með þarf, að lúgumaður gæti þess vel, að þeir sem í lestinni eru, séu ekki undir þegar lyft er eða slakað niður, og að þeir sem ekki hlýði viðvörunum lúgumanns, séu látnir hætta vinnu, að vinnu- tími lúgu- og vindumanna fari aldrei fram úr 10 tímum á sólarhring, að ökuhraði bifreiða megi megi ekki vera meiri við höfnina en í löglegri bæjarkeyrslu. Svo er kolavinna og saltvinna teknar sér- staklega til athugunar. 1 kolatrogunum skulu engar járnspengur eða klampar vera að innan- verðu, eða annað slíkt, er valdið geti því, að kolamolar verða eftir í trogunum. Skulu vera tveir gaflar á hverju trogi svo síður detti mol- ar úr á leiðinni upp, og ekki má lyfta meiru en tonni í hverju trogi. Minnst skulu vera 3 trog í lest og 4 menn við hvert trog. Séu körfur notaðar, má ekki hafa lykkju í botni þeirra, heldur skal þar vera kaðall með auga á enda, svo ekki sé hætta á að menn festist í lykkj- unni. Kolabyngir séu hafðir með tvöfaldri hleðslu og það mikinn halla á hleðslunni, að ekki sé nein hætta á því að þeir hrynji. Við saltvinnu skal jafnan vera minst 6- gengi við liverja lest og mest 8 pokum lypt í einu. Einn maður skal vera við hverja lest til ao láta tómu pokana fara niður aftur og gæta þess að pokunum sé skipt jafnt á gengin og kalla til þeirra er pokana eiga að fá, til þess að fyrirbyggja kapp um pokana, og gæta þess vel að engir séu undir, þar sem pokunum er kastað niður. Ég hefi nú tekið aðallínurnar í tillögum nefndarinnar og læt þær nægja að sinni. En ég get ekki stillt mig um að setja hér ályktun, er nefndin hnýtir aftan við tillögur sínar og sem hlaut samþykki eins og þær: „Vegna þeirra tíðu slysa, sem orðið hafa hér við höfnina upp á síðkastið, og sem í mörgum tilfellum orsakast af slæmum útbún- aði á skipunum, t. d. gömlum og slitnum vindum og öðru þessháttar, álítur nefndin ekki forsvaranlegt að vinna með slíkum tækjum, ef tekið er tillit til öryggi verkamannanna. Skal því stjórn Dagsbrúnar tilkynna þeim miðlur- um, er hingað flytja vörur í heilum förmum, að skip með slæmum vinnutækjum verði ekki afgreidd af verkamönnum“. Nú hefi ég svarað í stuttu máli spurning- unni um innihald tillagnanna, en það er víst hægt í ennþá styttra máli að svara spurning- unni um það, hvað stjórn Dagsbrúnar hefir Kreppan i Bretlandi. Sjaldan hefir ensk stjórnmálasaga verið rík- ari að viðburðum en síðustu vikur. „Verka- manna“-stjórnin er farin frá, í stað hennar er komin „þjóð“-stjórn MacDonalds og nokk- urra annara foringja verkamannafélaganna í bandalagi við íhaldsflokkinn og frjálslyndafl. Hinn hluti verkamannafl., með Henderson í broddi fylkingar, er genginn yfir í „and- stöðu“ við stjórnina. Þessi stjórnarskifti eða réttara sagt verkaskifti, eru merki hinnar fjárhagslegu og pólitísku kreppu hins brezka heimsveldis. Borgarastéttin brezka er svo völt í sessi, að hún getur eliki ríkt með sínum op- inberu stjórnmálaflokkum einum saman. Sósí- aldemókratar geta heldur ekki ríkt einir leng- ur vegna þess að verkalýðurinn er farinn að kurra, vegna þess að alþýðan enska vill ekki lengur sætta sig við auðvaldsstefnu foringja sinna. Þessvegna varð að mynda samsteypu- stjórn, með „fínum“ nöfnum úr verkamanna- flokknum, til þess að reyna að blekkja þá verkamenn, sem trúa ennþá á þessi nófn, og í sama mund var nauðsynlegt að fá önnur „fín“ nöfn til að fara í „andstöðu“ við stjórnina, til þess að breiða á yfirborðinu yfir svik hins sósíaldemókratiska foringjaliðs og hindra að hundruð þúsunda verkamanna flýðu svikara- flokkinn. Það átti að láta líta svo út, að að- eins nokkrir íoringjar verkamannaflokksins væru gengnir yfir til borgarastéttarinnar, en að meirihluti foringjanna með Henderson í broddi héldu enn tryggð við verkalýðinn og vildu bjarga flokki hans. En þetta er hin mesta lygi. Það er ekki aðeins MacDonald og Co. sem er genginn yfir til auðvaldsins, held- ur allt foringjalið verkamannaflokksins. Þetta ei aðeins verkaskifting foringjanna, þar sem andstöðuarminum er falið það hlutverk að beizla verkalýðinn og lægja óánægjuöldurnar, leiða mótþróa verkalýðsins inn á þann far- veg, að „þjóðstjórn“ MacDonalds geti haldist í sessi og rúið verkalýðinn ennþá meira en hin gamla „verkamanna“-stjórn var búin að gera. Fyrsta verk „þjóðstjórnarinnar“ var að létta af tekjuhalla fjárlaganna, sem nemur á þessu ári 76 milj. stpd. og verður á næsta ári 170 milj. stpd. Hin vinnandi alþýða verður auðvitað að bera mestan hluta þessa tekju- halla. Af tekjuhalla þessa árs verða t. d. at- vinnuleysingjar að borga helminginn, atvinnu- leysisstyrkinn á að lækka um 10% og tíminn, er menn njóta styrks, er styttur ofan í 26 vikur. Fjárveitingar til alþýðuskólanna verða lækkaðar (kennaralaun lækka um nærri 6 milj. stpd. og rúmar 10 milj. stpd. á að spara á skólunum á annan hátt). Plernaðarútgjöldin lækka um 5 milj. stpd. og þar af eiga óbreytt- ir hermenn og verkamenn í vopnabúrum rík- isins að blæða um 4 milj. Tekjuskatturinn hækkar gífurlega, og aðalhækkunin kemur nið- ur á verkamönnum. Verkamaður, sem hefir 4 stpd. í vikulaun hefir áður orðið að greiða 3.34 stpd. í tekjuskatt, nú verður hann að greiða 7.10 stpd., skattur hans hækkar um 130%! En kapitalisti, sem hefir 100 stpd. í vikutekjur, verður aðeins að greiða 1465 stpd. í skatt á ári, í stað 1313 stpd. áður, skattur hans hækkar því aðeins um 8%! Svo ósvífin hefir stefna auðvaldsins aldrei verið áður gagnvart verkalýðnum enska, en þetta er árangurinn af tveggja ára völdum „verkamanna“-stj órnarinnar. Hvernig hefir hinn enski verkalýður svarað þessari ægilegu árás auðvaldsins á lífskjör sín? Sjóherinn, verkamenn í hermannabún- ingum, urðu íyrstir til að taka upp baráttuna gegn launaráninu. Floti Bretlands, stolt hins brezka auðvalds, sem það hefir treyst allt til þessa, varð fyrstur til að bregðast því og hóf uppþot. Sjóher Atlantzhafsflotans neitaði að hlýða skipunum ef launin yrðu lækkuð. Iler- mennirnir fóru í land, héldu fjölmenna fundi og mótmæltu harðlega launaniðurskurðinum, er nam 25% af launum óbreyttra sjóliða. Þeg- ar tíðindin um verkfall sjóhersins spurðust, greip auðvaldið enska mikill ótti. „Þjóðstjórn- in“ bannaði blöðunum að bera nákvæmar fregnir um viðburðinn, öllum ráðum var beitt til þess að sefa hermennina, þeim var lofað að kvartanir þeirra skyldu teknar til greina o. s. frv. Síðan var flotinn sendur í langferð og hætt við heræfingarnar meðan liðið væri að stillast. Uppþotið í enska flotanum er án efa ein- hver merkilegasti viðburður í byltingarhreyf- ingu síðari ára. Enda þótt því lægði í þetta sinn, þá er hér fordæmið gefið, verkalýðurinn enski veit nú hvar auðvaldið er kvikusárast, herinn enski hefir nú í fyrsta skifti þreifað á því, að hann er ekkert annað en einn hluti verkalýðsstéttarinnar og á sameiginlegra hags- muna að gæta með henni. Eftir þetta má borg- arastéttin brezka aldrei treysta her sínum, það vopnið sem hún hefir skapað með heims-

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.