Verklýðsblaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 4
farin að stálpast. Kaup þeirra er venjulega
greitt í skepnufóðrun. Um helmingur bænda
hér eru leiguliðar. Afgjaldið borga þeir ýmist
í smjöri, kindum, vinnu og örsjaldan í pening-
um. Jarðir eru flestar litlar og skilyrði til
ræktunar ekki góð, því undirlendi er lítið. Þó
hygg ég að landbúnaður sé hér framtíðarat-
vinnuvegurinn samfara smábátaútvegi, sem
mætti auðveldlega stunda að vorinu, líklega er
svona klukkustundar keyrsla til fiskjar. Ein-
stöku menn hafa nú fengið sér vélbáta, sem
þeir nota mest til aðflutninga.
Að haustinu hefst „sláturtíðin“. Þá flytja
bændurnir einnig að sér vörur upp á veturinn,
sem þeir fá mest frá Flatey og eitthvað frá
Patreksfirði. Vörur eru mest teknar „út í
reikning“; aðalinnlegg bændanna er kjöt og
ull. Flestir eru bændurnir þrælbundnir á
skuldaklafa hjá kaupfélaginu í Flatey og
Guðm. Bergsteinssyni kaupmanni sama stað.
Að vetrinum eru flestir heima við skepnu-
hirðingu. Einstaka menn hafa nú í seinni tíð
leitað suður á við í atvinnuleit, eftir hátíð-
arnar. Fara þeir helzt til Keflavíkur og Njarð-
víkur til sjós á báta Gunnars Ólafssonar og
Jóh. Þ. Jósefssonar alþm. í Vestmannaeyjum.
Þeir eru ráðnir upp á hlut.
Á Patreksfirði starfar verklýðsfélag undir
forystu Áma G. Þorsteinssonar póstaf-
greiðslumanns. Hann er eitt af leiguþýjum
„Framsóknar“, svo ekki þarf að orðlengja um
stjórn hans á félaginu. Með einhverjum óskilj-
anlegum klækjabrögðum hefir honum tekist að
ná tökum á félaginu og gert það um leið mátt-
vana í baráttunni við aðalatvinnurekendann,
Ólaf Jóhannesson*). Vert er að geta þess, að
í vor vélaði Árni G. Þorsteinsson meirihluta
verkafólksins til fylgis við Berg sýslumann,
frambjóðanda „Framsóknar“ fasistanna. Mun
þess lengi minnst hve ódrengilega honum
fórst á alla lund við verkalýðinn. Hann, form.
verklýðsfélagsins, sveik stétt sína og gekk á
hönd versta fjanda verkalýðsins, fasismanum,
(sem gengur undir dulnefninu ,,framsókn“).
í Flatey á Breiðafirði starfar einnig verk-
lýðsfélag, stofnað af Andrési Straumland, er
það emi ungt og hefir áhrifa þess gætt minna
en skyldi. Aðalatvinna í Flatey er við uppskip-
un. Hefir kaupfélagið ekki verið neinn eftir-
bátur kaupmannanna í kaupkúgun við verka-
lýðinn.
Páll Þorbjörnsson stofnaði verklýðsfélag á
Bíldudal í vor með um 70 félögum.
Ég hygg að jafnaðarstefnan myndi eiga
margfalt meira fylgi hér sem víðar, hefðu
sósíaldemókratar aldrei veitt stjórn Fram-
sóknar stuðning sinn. Jafnaðarmenn eru hér
orðnir margir flokksviltir, finna engan mun a
krötunum og „Framsókn“. Þessvegna munu
margir „jafnaðarmenn“ (kratar) hafa greitt
Bergi sýslumanni atkvæði sín í vor. En atkv.
eem Árni fékk munu flest vera kommúnista-
atkvæði.
Ég er þeirrar skoðunar að stéttvísa verka-
fólkið hafi kosið Árna Ágústsson en bræðings-
menn og margir kratar hafi kastað atkv. sín-
um á Berg.
Ég álít ómissandi að stofna félög ungra
kommúnista upp í sveitunum, þar sem nokkr-
ir möguleikar eru til þess, allt er undir æsk-
unni komið. Ekki er að búast við að félögin
séu fjölmenn í fyrstu, en með tíð og tíma vex
allt og þroskast.
Hér í Barðastrandarhreppi ríkir einveldi
Hákonar í Haga enn þá, hér er hann hrepp-
stjóri og oddviti og hefir því töglin og hagld-
irnar á öllu.
Barðstrendingur.
*) Verkamenn á Patreksfirði eru nú búnir að losa
sig við hr. Árna G. þorsteinsson. Ritstj.
VERKLÝÐSBLAÐIÐ.
Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., í
lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðs-
ins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík.
Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184.
Prentsmiðjan Acta.
Fadejew: Die Neunzehn.
Gladkow: Zement.
Panferow: Die Genossenschaft der Habenichtse.
Panferow: Die Kommune der Habenichtse.
Scholochow: Der stille Don, I. og II. bindi.
Þessar bækur fást í
BÖKAVERZLUN E. P. BRIEIVI
otj BÓKAVERZLUN ALÞÝÐU H.F.
Fyrirlestur um
Ríkisrekstur
eoa YerklfosYöld
fiytur Einar Olgeirsson
í bæjarþingsalnum í Hafnarfirði,
þriðjudaginn 18. þ. m. kl. 9 e. h.
Umræður eru leyfðar
eftir fyrirlesturinn.
Aðgöngumiðar á 50 aura verða
seldir við innganginn. =====
Verðskrá okt. 1931.
Kaffistell 6 manna, án disks............9.50
Kaffistell 6 manna, með diskum . . . 12.51
Kaffistell 12 manna, án diska .... 13.50
Kaffistell 12 manna., með diskum . . . 19.50
Bollapör, postulín, þykk....................0.35
Bollapör, postulín, þunn,....................0.55
Desertdiskar, gler......................0.35
Niðursuðuglös, bezta tegund.............1.20
Matskeiðar og gafflar 2 turna . . . . 1.50
Matskeiðar og gaffiar alpakka . . . . 0.50
Teskeiðar 2 turna...........................0.45
Teskeiðar alpakka...........................0.35
Borðhnífar ryðfríir .........................0.75
Pottar með loki, aluminium..............0,85
Skaftpottar, aluminium.................0,75
Katlar, aluminium.......................3.50
Ávaxtasett, 6 manna.....................5.00
Dömutöskur með hólfum...................5.00
Perlufestar og nælur...................0.50
Spil, stór og lítil....................0,40
Bursta-, Nagla-, Sauma-, Skrifsett. Herraveski,
Úr og Klukkur, mjög ódýrt.
K. Eínarsson & Björnsson,
Bankastræti 11.
Sjómenn
heimta kauphækkun
í Alþýðublaðinu.
Alþýðublaðið og stjórnir verklýðsfélaganna
hér í Reykjavík hafa ekkert látið uppi um
það, hvort þeir hyggjast að láta samtökin
taka þegjandi við kauplækkun þeirri, sem þeg-
ar er á dunin vegna krónulækkunarinnar, eða
hvort þeir jafnvel álíta að enn frekari kaup-
lækkun geti komið til mála. Hinsvegar er
víst, að verkamenn á sjó og landi eru reiðu-
búnir til að verjast kauplækkuninni af völd-
urn gengisfallsins og öðrum kauplækkunarárás-
í um atvinnurekanda.
Það er líka auðséð, að verkamönnum er far-
in að þykja kynleg þögn Alþýðubl. um þessi
mál. í síðustu viku kvaddi sjómaður sér hljóðs
' í Alþýðublaðinu og bar fram þá kröfu í nafni
stéttar sinnar, að kaupið hækki að sama skapi
og verðlag hækkar.
Ilverju svarar Sigurjón og stjórn Sjó-
mannafélagsins ?
Launin hækka í Rússlandi —
lækka í auðvaldslöndunum
í september hækkuðu laun verkamanna í
málmiðnaði og kolaiðnaði Ráðstjórnarríkjanna
um 30% að meðaltali. Laun sumra iðnlærðra
verkamanna voru tvöfölduð.
Þetta skeður í landi sósíalismans, samtímis
því, sem launin eru lækkuð um ca. 30% með
gengislækkun í Stóra-Bretlandi, á íslandi og
fleiri auðvaldslöndum, og jafnframt eru gerð-
ar stórkostlegar beinar árásir á launakjör
verkalýðsins allsstaðar þar sem auðvaldið
drottnar.
Erlend auðvaldsblöð segja frá þessum stað-
reyndum í dapurlegum tón. Morgunblaðið og
Alþýðublaðið þegja.
Slíkir eru yfirburðir sósíalismans yfir kapí-
talismann.
Örþrifaráð útgerðarmanna.
(Sjómannabréf).
Það mun flestum kunnugt sem nokkuð
þekkja starf það er kyndurum er ætlað um
borð í togurunum, að það muni nægilegt
hverjum einstaklingi. En þó er nú svo komið,
að á þeim togurum sem kaupa í sig fisk
hefir verið gripið til þess örþrifaráðs, að
bæta hásetastörfum við kyndarann. Þetta er
auðvitað gert í þeim tilgangi, að komazt hjá
því að hafa háseta sem nauðsynlegt er til
vinnunnar, og fer þá að verða skiljanlegt
hvernig það hefir verið hugsað, að hafa að-
eins 3 háseta á togurunum á millilandaferð-
unum.
Það er ekki nóg að hér sé gerð ítrekuð til-
raun til þess að auka atvinnuleysið, jafnframt
því að kyndurunum er hér ætlað að inna auka-
störf af hendi samhliða sínu erfiða starfi,
heldur er allri skipshöfninni viljandi stofnað
i þá hættu, sem af því leiðir hve eftirlit með
öryggi skipanna á allan hátt er óverjandi.
Sem lítið dæmi mætti nefna, að á sumum
skipanna hefir það oftlega komið fyrir, að öll
skipshöfnin hefir orðið að ganga að því að
ausa þau, til þess að halda þessum vanhirtu
riðdósum með mörgum mannslífum innan-
borðs fljótandi.
Sjómannafélagi.
Bólan spratk
„Andstaðan“ í Alþ.flokknum hjöðnuð.
„Vinstrihetj urnar“ innan krataliðsins, sem
hæst létu fyrir hálfum mánuði síðan, ætluðu
að setja Ólaf Friðriksson frá Alþýðublaðinu
og reka Erling Friðjónsson úr flokknum, eru
nú steinþagnaðar. Að Erlingur láti afgreiða
skip, sem Alþýðusambandið hefir sett í bann,
virðast þær harðánægðar með. Á síðasta fundi
Jafnaðarmannafélags íslands bjuggust menn
við miklum tíðindum. Þá átti að láta til skar-
ar skríða, og ákveða að gefa út nýtt blað, ef
kröfunum yrði ekki fullnægt. — En sjá! Höf-
uðforsprakkinn, Sigurður Einarsson lét ekki
sjá sig á fundinum og allt var hljótt.
Þetta ætti að vera þeim verkamönnum góð-
ur lærdómur, sem halda að þessir herrar hafi
meint eitthvað með glamri sínu.
Atvínnuleyslð eykst
í öllum atvinnugreinum.
I síðustu viku var 10 prenturum sagt upp í
Ríkisprentsmiðjunni. Munu þá ekki vera færri
en 20 prentarar atvinnulausir.