Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 27.10.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 27.10.1931, Blaðsíða 4
Islenzkt auðvald á barmi gjaldþrotsins Frh. af 1. síðu. Fyrir fjöldann allan af mönnum úr milli'- stétt merkir þessi ráðstöfun að þeir fara á vonarvöl. Nú er mælirinn fullur. Slíkar árásir þolir alþýðan ekki lengur. Er það hámark ósvífn- innar, þegar komið er á aðflutningsbanni á nauðsynjavörum almennings, en leyft að flytja ótakmarkað af áfengi til landsins. Bannað er að flytja inn alla óáfenga drykki, en hinsvegar engin takmörk sett ef drykkirnir eru á- fengir (!!). Tóbak má líka flytja til landsins, eftir nýár, þ. e. eftir að ríkið tekur að verzla með það! Stjórnmálaflokkar borganna, sem eru í mála- myndarmótstöðu við stjórnina, sósíaldemó- kratar og íhaldsmenn, láta sér eftir atvikum vel líka þessar ráðstafanir, þó þeir séu með aðfinnslur fyrir siðasakir. Nefnd hefir verið sett til að stjórna innflutningshöftunum, og eru í henni menn, sem landstjórnin, bankarn- ir, Verzlunarráðið, Samband ísl. samvinnufé- laga og Alþýðusambandið hafa skipað. Alþýðu- sambandið hefir útnefnt Kjartan Ólafsson í Hafnarfirði. Þar með hafa kratarnir viður- kennt ráðstöfun stjórnarinnar og öll þeirra „gagnrýni" fellur um sjálfa sig. Þá hefir verið skipuð verðlagsnefnd, til þess að láta líta svo út sem skorður eigi að setja fyrir verðhækkun. Eru í henni fulltrúar borg-- araflokkanna, fýrir kratana Sigurður Jónasson. Það eru eins og gefur að skilja hreinasta blekking að nefnd geti hindrað takmarkalausa hækkun á vörun. öll alþýða, verkamenn og millistétt verða að gera sameiginlega uppreisn gegn innflutn- ingshöftunum. Þeirri baráttu má ekki létta fyr en stjórnin verður þvinguð til að létta þessari vitfirrtu ráðstöfunun af. Heimild hefir stjórnin enga til slíkra verka. Þetta er algert einræðisbrölt eins og þingrofið. Verkamenn verða nú fyrir alvöru að búast til að mæta hinum margendurteknu árásum á lífskjör þeirra. Nú þegar verður að hefjast skipulagður undirbúningur undir það að hækka kaupið að sama skapi og dýrtíðin vex. Þeim foringjum verður að ryðja úr vegi, sem dirfast að telja það úr að samtökunum sé beitt til að halda sama raunverulega kaupi og áður. Gætið þess, verkamenn, hvílík ósvífni það er að brýna það fyrir ykkur að svelta möglunarlaust mitt í allsnægtunum. Eaupið verður að hækka minnsta kosti jafn- mikið og vörur hækka í verði. Verkamenn verða strax að búast til baráttu til að hrinda þessari kröfu í framkvæmd. Lúxusbyggingar fyrir yfirstétt> ina, gatan fyrir verkamenn (Verkamannabréf). Húsnæðisskorturinn er nú með versta móti bæði hér í Reykjavík og annarsstaðar. Fjöl- margar fjölskyldur eiga úthýsingu yfir höfði sér og aðrar hafa verið reknar út nú þegar. Sífellt vaxa kröfur húseigenda um að bera menn út, sakir þess að þeir hafa ekki getað greitt húsaleigu. En ríkisvaldið og bankarnir draga úr byggingum fyrir verkamenn eins og þeim frekast er unnt. En á meðan húsnæðisskortur og ill húsa- kynni þjá alþýðu, byggir yfirstéttin sér dýr- indis samkomusali til að skemta sér í fyrir fé það, er hún græðir á vinnu verkalýðsins, okur- íbúðunum og verzluninni við hann. Við Hverf- isgötu rís upp „þjóðleikhúsið", byggt af Fram- sóknarstjórninni, sem skipar alþýðu að neita sér um allt, og við tjörnina á að byrja á stór- hýsi „Oddfellowa", líklega stærsta fundarsal bæjarins. Og yfir borgina gnæfir katólska kirkjan sem talandi tákn um að nógir séu pen- ingarnir í allt — nema handa verkalýðnum til að lifa sómasamlegu lífi. Skemtiin verður haldin í tilefni af heimför fulltrúanna af 4. þingi SUK, laugardaginn 31. okt. 1931 kl. 9 siðdegis í Iðnó. SKEMMTIATRIÐI: 1. Skemmtunin sett: Skúli Magnússon. 2. Ræða: Forseti SUK. 3. Blástakkar. 4. Upplestur: Halldór Kiljan Laxness. 5. Blástakkar. 6. Dans (Hljómsvéit Hótel tslands). Ath.: Músik milli atriða. Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun Alþýðu og í Iðnó eftir kl. 4 á laugardag; kosta 2 krónur. Fyrirlestur hélt séra Gunnar Benediktsson í Iðnó síðast- liðinn sunnudag. Fjallaði hann um kristilegt barnauppeldi og nýja kverið. Sýndi höfundur fram á hversu guðstrúin og kenningar kirkj- unnar væru tæki yfirstéttarinnar til að sætta hina þjáðu við eymdir þessa lífs. Hann brá ljósi yfir hvernig heims-flótta-kenning kirkj- unnar er skálkaskjól yfirstéttarinnar til að stunda auð og völd og eftirláta fjöldanum von um viðreisn og réttlæti annars lífs. Síðan veik hann að nýja kverinu og þróun kristindóms- fræðslunnar á þessum síðustu umrótstímum. Sýndi hann fram á, að í þessu nýja kveri hefði verið strokið út allt það, sem minnt gat á kjör og baráttu hinna þjáðu, á það litla sem eftir er af uppreisnarhug í kristn- inni, þessari gömlu undirstéttatrú. Aðalkjarni þess væri velgjuleg, væmin og þokukennd til- beiðsla og dýrkun eignarréttarins. Lauk höf. máli sínu með því að vara verkalýðinn við uppeldi þessu og áhrifum þess. ÖU framsetn- ing höfundar var hin bezta. Ræddi hann með „platónskri" ró og röksemd um þessi við- kvæmu mál og varaðist að særa „ menn. Er hann hafði lokið máli sínu gerðu allir góðan róm að og þótti sýnilega sem höf. hefði talað vel og þarflega. Prestar voru nokkrir á fund- inum en eigi tóku þeir til máls, þó að þeim væri boðið orðið og þótti • sennilega ekki á- rennilegt. Séra Gunnar á miklar þakkir skilið fyrir viðleitni sína til að vekja alþýðu til um- hugsunar um þessi mál. En sem komið er, er það aðeins um hvernig uppeldi á ekki að vera og vildum vér óska þess, að höfundur segði oss seinna hvernig verkalýðurinn á að ala upp börn til að gera þau að starfhæfum mönnum og þörfum sinni stétt. Alþýðublaðið lögboðið auglýsingablað. í lagafrumvarpi því, sem lagt var fram af undirbúningsnefndinni á stofnfundi kaupfélags- ins, var lagaákvæði um að aðalfund skyldi auglýsa í Alþýðublaðinu. Þótti mörgum þetta harla kynlegt, því lítil líkindi væru til þess að Alþýðublaðið yrði ódauðlegt. Einar Olgeirsson bar fram tillögu um að í staðinn fyrir „Alþýðublaðið" kæmi „í blöðum verkalýðsins" og var það samþykkt. Kommúnist&flokkurinn eflist Deild stofnuð á Eyrarbakka. Nýlega hefir verið stofnuð deild úr Kommún- istaflokk tslands á Eyrarbakka. Telur hún 11 meðlimi, allt verkamenn. t hverjum kaupstaðnum á fætur öðrum rísa nú upp deildir úr Kommúnistaflokknum og félög ungra kommúnista. Verklýðsblaðið býður félagana á Eyrarbakka heila í hópinn. Sjómannafél. kýs kaupkröfunefndir. Á síðasta fundi sjómannafélagsins voru kosnar tvær kaupkröfunefndir, önnur til þess að gera tillögur um kjör togarasjómanna, en hin fyrir línubátasjómenn. Ennfremur var kosin nefnd til að gera uppástungur um stjórn fyrir næsta kjörtímabil. Flestir, sem kosnir voru í nefndir þessar eru starfandi sjómenn. iriJoaa áætlun Verklýdsbladsins Daglega f jölgar kaupendum Verklýðsblaðs- ins. Eftir eins árs starf hefir það unnið hylli verkalýðsins og fengið þá viðurkenningu að vera bezta málgagn hans. En markið: Verklýðsblaðið inn á hvert verkamanna- og smábænda heimili Islands. á ennþá langt í land. Til þess að flýta fyrir því að ná þessu marki og jafnframt til þess að blaðinu tak- ist að yfirstíga fjárhagsörðugleika þá, sem sífellt steðja að, sökum hinna almennu pen- ingavandræða sem alþýðan nú á að búa við, hefir útbreiðslu- og fræðslunefnd flokksstjórn- arinnar ákveðið að hefja öfluga baráttu fyrir blaðið: 5 vikna áætlun Verklýðs- blaðsins. Barátta þessi stendur yfir í fimm vikur og er markið sem keppt verður að: 150 nýjir áskrífendur, 500 blöð í lausasölu, 200 krónur í blaðsjóðinn. Fyrsta vika 5 vikna áætlunarinnar verður 31. október — 7. nóvember, AHar deildir flokksins verða nú þegar að hefjast handa, kjósa framkvæmdarnefndir og senda skýrslu um árangur baráttunnar í lok hverrar viku. 150 áskríf. 500 lausas. 200 kr. Félagar, náum markinu og förum fram úr því, eins og bolsévikkum sæmir! Utbreidslu- og fræðslunefnd K. F. I. 5 Yikna áætlnn YerklýðsMaðsiDS. Undirritaður óskar að gerast kaupandi Verklýðsblaðsins. Sendi hérmeð kr.........í blaðsjóðinn. Óska að mér verði send .... eint. af blaðinu til útsölu. Nafn........................................................................ Heiuiili...................................................................... VERKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakiö. — Utanáskrift blaðs- ins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184, Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.