Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 26.01.1932, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 26.01.1932, Blaðsíða 3
Deilan í Vestmannaeyjum Samíylking smábænda og verkalýðsins Hótanir íhaldsbænda og atvinnurekenda og lygar Morgunblaðsins Afstaða kratanna A. S. V. tekin til starfa fyrir Yestmannaeyjar og Keílavík Kreppan magnast dag frá degi og atvinnu- rekendur reyna að notfæra sér neyð alþýðu til að kúga niður kaup og lífskjör hennar og þar með að auka ránsfeng sinn meir en nokkru sinni fyr. En verkalýðurinn býst til varnar og gagn- árásar. Verkföll gjósa nú upp um land allt gegn kaupkúguninni og jafnvel fyrir bættum kjörum. En aðstaða verkfallsmanna er afar- erfið. Verkfallssjóðir eru engir og úthaldið verður því oft lítið ef ekki kemur fjárhagsleg aðstoð að utan. Aldrei hefir því íslenzkum verkalýð riðið eins mikið á slíkum félagsskap sem Alþjóðasamlijálp verkalýðsins eins og nú. Nú standa verkamenn og sjómenn í Kefla- vík og Vestmannaeyjum í harðri deilu við út- gerðarmenn og bankavaldið. Auðvaldið leggur afarmikla áherzlu á að verkföll þessi verði slegin niður. Vopnaðir hópar stórútgerðar- manna og leiguþýja þeirra brjóta óáreittir lög borgarastétarinnar og njóta jafnvel beins stuðnings ríkisstj órnarinnar. Deilur þessar eru prófsteinninn á þroska verkalýðsins og sam- taka hans. Takist auðvaldinu að sigra núna, þá stendur þeim leiðin opin um land allt og loks- ins líka í Reykjavík, þar sem verkalýðurinn hefir hingað til verið ósigrandi. A. S. V. er enn ung, en þó hefir henni tekist að veita verkfallsmönnum í tveim mikilvæg- um verkföllum, þá aðstoð er veitti þeim sigur- inn. Þetta voru verkföllin í Krossanesi og Isa- firði. A. S. V. skorar nú enn einu sinni á alla verkamenn og konur og alla alþýðusinna, sem eitthvað geta lagt af mörkum að styðja A. S. V. og styrkja innsöfnun þess til verkfalls- inanna í Keflavík og Vestmannaeyjum. A. S. V. er óháð öllum pólitískum flokkum og flokka- dráttum og veitir aðstoð sína án tillits til póli- tískra skoðana hinna bágstöddu og aðeins með tilliti til þess hvar þörfin er mest og hættan mest á því, að fylkingar verkalýðsins rofni. Allir þeir, sem af einlægum hug æskja þess að verkalýðurinn sigri í stéttabaráttunni styðja A. S. V. — hinir ekki. Miðstjóm A. S. V. íslandsdeildarinnar. Ingólfur Jónsson. Erling EJIingsen. Gunnar Benediktsson. Ingibjörg Steinsdóttir. Launalækkunarboðstapur atvinnurekenda. Togaraeigendur hafa nú sent sjómannafélag- inu bréf og krafizt 15% launalækkunar. Togararnir hafa haft alveg framúrskarandi góða vertíð á ísfiskveiðum. Nú þegar ísfisk- veiðarnar eru að fjara út, kemur þessi ósvifni boðskapur, eftir að þeir hafa rakað saman gróðanum. Á Sjómannafélagsfundinum, sem haldinn var um áramótin, lögðu kommúnistar til, að strax yrði leitað samninga við atvinnurekendur um hækkað kaup með hækkandi dýrtíð, og ef samningar ekki næðust, þá yrði settur taxti, þar sem kaupið væri ákveðið hærra en það er nú. Kratarnir fengu því til leiðar komið, að þessi tillaga var felld, en samþykkt að halda áfram fyrir sömu kjör. Það er nú komið í ljós, að baráttuaðferð kommúnista var rétt. Togaraeigendur myndu tæplega hafa stöðvað ísfiskveiðarnar, sem gáfu þeim óhemju gróða. Iíinsvegar hefir aðferð kratanna beinlínis hjálpað útgerðarmönnum að draga máliö á langinn fram yfir ísfiskveiðarnar. Sjómenn verða nú að búast til varnar gegn öllum launalækkunum, bæði hinum beinu launa- lækkunartilráunum atvinnurekenda og launa- lækkun þeirri, sem gengislækkunin orsakar. f Áður hefir hér í blaðinu verið skýrt frá deilu þeirri, sem verkalýðurinn í Vestmanna- eyjum nú stendur í um kaup sjómanna á ver- tíðinni, sem nú er að byrja. Eru kröfur Sjó- mannafélags Vestmannaeyja þær, að hluta- ráðningin verði með öllu afnumin og í stað þess komi ákveðið fast kaup. Verklýðssamtökin í Eyjum hafa barizt fyrir kröfum þessum undanfarin ár, en átt við svo öfluga andstöðu að etja, þar sem á móti kröf- unum stóð sameinuð hin fjölmenna útvegs- bændastétt, að þær hafa ekki' náð fram að ganga. En með vaxandi kreppu hafa augu smábænda í Vestmannaeyjum opnast fyrir því að þeir áttu enga samleið með bankavaldinu og stórkaupmönnum og undir forustu komm- únistaflokksins hefir nú tekist að mynda með stórum hluta smábænda félagsskap, sem lýst hefir yfir fullri samúð með baráttu verkalýðs- ins. Þarmeð var skapaður tryggur grundvöllur undir sterka samfylkingu smábænda og verka- lýðsins. Verkfallið hefst. Samkvæmt ákvörðun verklýðsfélaganna i Eyjum hófst verkfall við alla vinnu, sem laut að útgerð eða undirbúnings til hennar að morgni fimmtudags. Var stöðvuð vinna við þá báta, sem réru á ísfisk og eins var lögð niður vinna í slippnum. Samdægurs hófust samn- ingar milli sjómanna og félags smábænda og hafa nú verið undirskrifaðir samningar miUi þessara aðilja um fast kaup, 275 krónur á mánuði og 15 krónur fyrir hvern helgidag, sem unnið er. íhaldsbændur safna liði gegn verkfallsmönnum undir forustu Jóhanns Jósefssonar og Útvegsbankans. Strax eftir að vinnustöðvunin hafði verið framkvæmd á fimmtudaginn söfnuðu stærri bændur í Eyjum undir forustu íhaldsþing- mannsins Jóh. Jós. liði til þess að fyrirbyggja vinnustöðvunina. Tilraun þeirra mistókst þó algjörlega og gátu þeir engin frægðarverk unnið önnur en þau, að nokkrir ölvaðir stór- bændur og slagsmálahundar tóku sér ofbeldis- mennina í Keflavík til fyrirmyndar og réðust á verkamenn með bareflum og hótuðu mann- drápi og misþyrmingum. Hafa þeir ekkert annað unnið með þessu tiltæki sínu en það að vekja á sér fyrirlitningu allrar alþýðu í Eyjum, enda eru samtök verka- lýðsins svo rammbyggð í Eyjum nú, að þeim mundi ekki takast að beita öðru eins ofbeldi og skoðanabræður þeirra í Keflavík. Öll skrif Morgunblaðsins um þessi mál og um deiluna í Vestmannaeyjum yfirleitt eru ósannindi frá rótum og lítur helzt út fyrir að Árni Óla hafi samið skáldsögurnar um „betr- unarloforð“ ísleifs Högnasonar og „grátstaf- ina í kverkum“ Jóns Rafnssonar, þegar skrif þessi eru borin saman við frásagnir þess manns frá Rússlandi. Fylkingar stórútvegsbænda riðlast, samtök verkalýðsins eflast. Á fundi sem útgerðarmannafélag Jóhanns Jósefssonar liélt á laugardagskvöld var þegar orðinn mikill ágreiningur hvort ganga skyldi að kröfum sjómanna eða eigi og lauk þeim fundi án nokkurra ákvarðana. Allir þeir sjómenn, sem munnlega höfðu ráð- ið sig til útvegsbænaa áður en deilan hófst og sem samtökin vita um hafa gengið úr skiprúmi og fylkja sér undir kröfur samtakanna. Um 30—40 sjómenn, sem komu í atvinnu- leit til Vestmannaeyja með Lagarfossi síðast frá Fáskrúðsfirði hafa undantekningarlaust gengið í baráttulið verklýðssamtakanna og standa nú fast með kröfum stéttabræðra sinna. Fjölmennur fundur var haldinn í Sjómanna- félagi Vestmannaeyja á laugardaginn og voru formenn, sem boðið hafði verið á fundinn, hvattir til þess að standa með sjómönnum i deilunni. Á fundi þessum var einnig samþykkt tillaga frá sósíaldemókratiskum verkamanni um að skora á jafnaðarmannafélagið „Þórs- hamar“, sem er hinn pólitíski félagsskapur kratanna í Eyjum, að styðja baráttu verklýðs- félaganna af fullum mætti. Krataliðið í Vestmannaeyjum klofnar. Á fundi sem haldinn var í „,Þórshamri“ á föstudagskvöld urðu heitar deilur um afstöðu félagsins til verkfallsins. Vildu nokkrir ganga i lið með yfirgangsseggjum íhaldsins og lauk þeim fundi þannig, að stór hluti fundarmanna undir forustu Guðlaugs Hanssonar gekk af l'undi þar sem meirihlutinn var fylgjandi verk- fallsbaráttunni. Verklýðshreyfingin í Vestmanaeyjum stend- iu- algjörlega undir forustu Kommúnistaflokks- ins og eru nú hinar síðustu leifar krataliðsins að skiptast milli íhalds og hinna róttæku sam- taka verkalýðsins. A. S. V. tekur til starfa. Þegar fyrsta verkfallsdaginn tók deild ASV til starfa. Hefir miðstjórn ASV í Reykjavík sent fjárstyrki til Eyja, en jafnframt eru1 deildir hennar um allt land byrjaðar að safna til verkfallsmanna í Eyjum. Nú þegar hefir verið úthlutað ávísunum á matvæli fyrir á þriðja hundrað krónur, en Kaupfélag Verka- manna hefir gefið rúmlega 900 brauðseðla og margir smábændur fisk til verkfallsmanna. Smábændur stofna með sér viðskiptasamtök. Laust áður en verkfallið hófst stofnuðu smá- bændur með sér viðskiptafélag til sameigin- legra innkaupa á nauðsynjavörum útvegsins og sölu afurðanna. Að því er frétzt hefir er félagið nú ]?egar búið að selja eitthvað af fiski fyrirfram og er gert ráð fyrir að bátar smábænda munu fara að róa nú í vikunni. Verklýðsæskan skipar sér í flokk með eldri stéttarbræðrum sínum. Á sunnudaginn hélt Félag ungra kommúnista í Vestmannaeyjum fund til þess að ræða um þátttökuna í deilunni. Fyrsta verkefni sem æskulýðssamtökin tóku að sér voru að vinna að því að tryggja fylgi vörubílstjóra með verk- fallsmönnum og skipuleggja fastar verldýðs- æskuna í baráttuliðin. Horfurnar eru góðar, en samt þarf á öllum kröftum að halda og er það nú skylda allra sjómanna að standa fast með samtökum stéttarbræðranna í Eyjum, ráða sig ekki þangað fyr en deilan hefir verið útkljáð og jafnframt þarf allur verkalýður að fylgjast vel með hinni harðvítugu deilu alþýð- unnar þar og styrkja hana á allan hátt, því aðeins með því móti er sigurinn vís. H.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.