Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 03.08.1932, Side 1

Verklýðsblaðið - 03.08.1932, Side 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNIST AFLOKKURISLANDS (DEILD ÚRA.K.) 5 III. árg. Reykjavík 3. ágúst 1932 31. tbl. Hvernig er íslandi stjórnað? Fangarnir látnír lausir Yfiírstéítín iættir undan síga fiyrír kröfium verkalýðsíns ©g hungurstræku kommúnista Magnús Guðmundsson segír að hneyxiís- málín verði ekki svæíð. Hinar háværu kröfur verkalýðsins hvaðanæfa af landinu, hinar fjöimennu kröfugöngur og fundir í Reykjavík og miskunnarlaus mótspyrna fanganna, hafa knúð samsteypustjórnina og þjóna hennar til að láta undan síga. Öllum kommúnistum hefir nú veiið siept lausum. „Réttvísin“ reynir að af- saka hina hneyxlanlegu framkomu sína með því, „að þessarajmanna þurfi ekki með til að upplýsa(!) málið“ og þessi meðferð geti orðið heilsufari þeirra hættuleg Réttarhneyxlið vakti hinsvegar svo mikla athygli, að Magnús Guðmundsson þorði ekki annað en lýsa því yfir, í votta viðurvist, að íslandsbankamálið yrði tekið fyrir. Eftir að Hirti Helgasyni hafði verið sleppt lausum, hélt rannsóknardómarinn áfram að kalla menn fyrir vegna árásar lögreglunnar á verkalýðinn á bæjarstjórnarfundinum 7. júlí Næst voru kölluð fyrir Indíana Garibalda- dóttir, Stefán Pétursson, Jens Figved og Ein- ar Olgeirsson. Þau neituðu öll að svara nokk- urri spurningu réttarins fyr en sakamálin gegn íslandsbankastjórunum, Knud Zimen og Magnúsi Guðmundssyni dómsmálaráðherra væru tekin upp. Þega-r tíðindin um að þau hefðu verið úr- skurðuð í tugthús upp á vatn og brauð eftir kgl. tilskipuninni frá 1795 (!), fyrir að hafa kraíist vinnu fyrir atvinnulausan verkalýð Ileykjavíkur, bárust almenningi, fyltust hugir verkalýðsins og allrar alþýðu í bænum megn- ustu fyrirlitningu á því dæmalausa réttarfari, sem ofsækir verkalýðinn og baráttu hans, en heldur hlífiskildi yfir fjárglæframönnum yfir- stéttarinnar, því réttarfari, sem hefir Magnús Guðmundsson, lepp erlends auðfélags, að yfir- höfði, manninn, sem löggilti sviknu síldarmál- in og svindlaði þarmeð stórfé af fátækum verkalýð. Hinir fangelsuðu félagar svöruðu ósvífni „réttvísinnar“ með því að lýsa yfir hungur- stræku, þ. e. neitun um að éta það óæti, sem ætlað er glæpamönnum. Síðastl. miðvikudag var haldinn mótmæla- fundur við líkneskið á Skólavörðuholti, þar töluðu Guðjón Benediktsson, Jón Rafnsson úr Vestmannaeyjum og Ólafur Guðbrandsson. Þaðan var farin kröfuganga til tugthússins og' krafist að fangarnir yrðu þegar látnir lausir. Þátttakendur voru um 500. Á fundi 23 smiða og nemenda í vélsm. „Héðni“ voru samþykkt einróma mótmæli. Á fimmtudaginn var boðuðu K. F. í., Al- þjóðasamhjálp verkalýðsins og Atvinnuleys- ingjanefndin til almenns mótmælafundar og kröfugöngu verkalýðs og alþýðu í Reykjavík. Og þrátt fyrir látlausar ofsóknir og lygar borgarablaðanna gegn kommúnistum og bar- áttu atvinnuleysingjanna, þrátt fyrir áskorun kratabroddanna (í ,,Alþ.bl.“) til verkalýðsins, um að mæta ekki í kröfugöngunni, troðfyltist fundarhúsið út úr dyrum á svipstundu, svo fundurinn var þegar fluttur niður að „Varð- arhúsi“. Þar héldu ræður verkamennirnir Guð- jón Benediktsson, Jón Rafnsson, Gunnar Benediktsson, Guðjón Baldvinsson og Ólafur Guðbrandsson. Fundinn sóttu mörg þúsund manna, og var ræðumönnum tekið vel. Þessu næst voru lesin upp mótmæli verkalýðsins ut- an af landi og samþykkt með gríðarmikilli þátttöku eftirfarandi tillaga: „Fundur verkamanna í Reykjavík mótmælir harðlega því réttaríari, sem notar pyndingar- aðferðir við verkamenn og foringja atvinnu- leysingjanna á sarna tíma og stórglæpamenn yíirstéttanna ganga lausir, og krefst þess að hinir fangelsuðu alþýðuleiðtogar og verka- menn verði þegar látnir lausir“. Var þessu næst farið í kröfugöngu upp að tugthúsi. Kröfugangan var sú fjölmennasta, sem sést hefir hér í Reykjavík (þrátt fyrir áskorun Ól. Friðrikssonar um að mæta ekki). Við tugthúsið voru a. m. k. samankomnir 3000—4000 verkamenn og annað alþýðufólk. Þar töluðu Guðjón Benediktsson og Hjalti Árnason. Þeir mótmæltu hinum svívirðilegu ofsóknum og svelti-tilraunum auðvaldsins, kröfðust að fangarnir yrðu látnir lausir, en að glæpamenn yfirstéttanna yrðu dregnir fyr- ir „lög og dóm“. Var hrópað 3-falt liúrra fyrir hinum fangelsuðu verkamönnum og foringj- um og sunginn „Internationalinn“. Hin geysimikla þátttaka í kröfugöngunni og fundunum sýndi ljóslega hina sterku samúð verkalýðsins og alþýðu manna með baráttu atvinnuleysingjanna og foringjum þeirra, kommúnistunum. Þrátt fyrir lygar borgara- blaðanna um fangelsanirnar, og þrátt fyrir fullkomna þögn „AIþ.bI.“, sem kallar sig mál- gagn verkalýðsins, um fangelsanir verka- manna og þeirra manna, sem staðið hafa framarlega í baráttu atvinnuleysingjanna, sem þeir sjálfir hafa svikið, og ávarp kratabrodd- anna til verkalýðsins um að mæta ekki í kröfugöngu,' sem verkalýðsfélögin (sem aldrei halda fundi) ekki boða til, þrátt fyrir þessa samfylkingu borgaranna gegn baráttu verka- (Framh. á 4. síðu). Á íslandi lifa' 85% þjóðarinnar af vinnu- krafti sínum. Verkalýðurinn, sem með fjöl- skylduliði telur um 55.000, lifir við hin verstu kjör, sem nú fara hríðversnandi sökum at- vinnuleysis og launalækkana. Sulturinn sverf- ur að verkamönnum, svo sumir eru jafnvel lagðir á spítala sökum hungurs, en aðrir látn- ir deyja hj álparlausir heima, — og banameinið síðan kallað „tæring“, — til að losa burgeisana og' frúr þeirra við þann óróa, er það kynni að valda „samvizku“leyfum þeirra, að vita verkamenn deyja úr hungri, meðan þau svalla i dýrindis íbúðu'm sínum. Fátæku bændurnir, sem. með skylduliði eru um 30.000, eru nú svínbeygðir undir fargi skulda og vaxta, sem Framsóknarstjórnin skelti á þá og samsteypustjórnin nú innheimt- ir. Þessi skuldabyrði hefir þrefaldast sökum! verðfallsins. En hlutverk burgeisastjórnarinn- ar er að píska þessar skuldir inn. Sjálfir fá höfðingjarnir sinn hluta af þeim, en megin- hlutinn fer til brezka bankaauðvaldsins. Við sult og seyru lifir þessi alþýða, — en hún skapar öll verðmætin, sem fisk- og síldar- braskararnir græða á eða eyðileggja í asna- skap sínum. Henni er haldið niðri af ríkisvaldi burgeisa- stéttarinnar og' öðrum andlegum og líkamleg- um kúgunartækj um þessarar yfirstéttar. Það kemur út á eitt, — Það kemur út á eitt, —■ hvort kjarkurinn er drepinn í alþýðunni og baráttuhugur hennar lamaður með auðmýkt- arprédikunum prestanna, villukenningum borg- aralegra kennara, lygum keyptra auðvalds- blaða eða friðsemdarfortöldum mútaðra krata- brodda — eða hvórt baráttan er kæfð með lögreglukylfum, fangelsunum eða öðru ofbeldi valdhafanna. Tilgangur kúgunartækjanna, and- legra sem líkamlegra, Moggans og Alþýðu- blaðsins sem trékylfanna og fangelsisklefanna er hinn sami, — að halda verkalýðnum ró- legum undir auðvaldsokinu. Þeir, sem beita þessum kúgunartækjum í umboði hinna eig'inlegu valdhafa, stóratvinnu- rekendanna, eru sjálfir einhver fyrirlitlegustu verkfærin og nægir að bregða upp ofurlítiíli mynd af tveim þeim allra helstu þeirra til að sýna það. Magnús Guðmundsson var dómsmálaráð- herra 1924—27. Á því tímabili hilmaði hann yfir með öllum sýslumönnum samflokka hon- um, og öllum öðrum embættismönnum, er gerðu sig seka í þjófnaði á opinberu fé, sjóð- þurðum og’ öðrum glæpum. Jafnframt löghelg- aði hann svikin mál, er gáfu erlendum atvinnu- rekenda möguleika til að stela um 20% af afla sjómanna. Og út klykkti hann í ráðherra- tíð sinni með því að láta múta sér til að selja erlendu olíufélagi dýrmætar lóðir. Gerðist hann síðan hluthafi, stjórnarmeðlimur og lög- fræðingur fyrir þetta auðfélag. Jafnt sem ráð- herra og flokksstjórnandi í íhaldsflokknuni hjálpaði hann til með að hilma yfir fjárglæfr- ana í íslandsbanka, sem kostað hafa þjóðina yfir 30 milj. króna. Eftir að hann var oltinn úr ráðherrasessi, tók hann upp á eigin spýtur að framkvæma þá glæpi, sem hann áður í nafni réttvísinnar og ríkisins hafði drýgt. Eitt af

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.