Verklýðsblaðið - 03.08.1932, Qupperneq 4
Fangapnir iátnir lausir
Frh. af 1. síðu.
lýðsins, samfyllíti verkalýðurinn sér betur en
nokkru sinni áður, og það svo rækilega, að
auðvaldsblöðn steinþögðu um „nokkra óróa-
seggi“, „nokkra kommúnista-drengi“ og mint-
ust ekki einu orði á þá stærstu kröfugöngu,
sem sézt hefir hér.
Á laugardagsmorgun var öllum föngunu/n
sleppt lausum, þrátt fyrir hótun rannsóknar-
dómarans um að svelta þau, „þangað tiLþau
fengju málið“. Reynir „réttvísin'* nú að af-
saka þessa hneykslanlegu framkomu sína með
því, að segja „að þeir geti upplýst(!) málið
með öðrum vitnum“. En hversvegna voru
þessi „önnur vitni“ ekki leidd áður? Er verið
að undirbúa lygar þeirra um bæjarstjórnar-
fundinn ?
Réttarhneykslið hefir vakið svo megna fyr-
irlitningu manna, að frjálslyndum borgurum
blöskrar. Og heimslca og ósvífni Ólafs Þor-
grímssonar hefir vakið undrun stéttarbræðra
hans. Magnús Guðmundsson skammast sín
(lengra verður varla komizt) og segir „að
þetta mál komi sér ekki við“ og hann þorir
ekki annað en lýsa því yfir, að íslandsbanka-
málið „vei'ði ekki svæft“.
Verkalýðurinn má ekki gleyma því, að þetta
hneykslismál er árás á baráttu atvinnuleys-
ingjanna, hann má ekki gleyma því, að það
eru samtök hans, sem hafa opnað dyr tugt-
hússins fyrir félögunum, og umfram allt má
verkalýðurinn ekki gleyma því, að slík sam-
tök er eina leiðin til þess að breyta hinu óþol-
andi ástandi meðal atvinnuleysingjanna, eina
leiðin til að leiða baráttuna fyrir atvinnu og
brauði til sigurs.
Mótmæli
verkalýðsins
Eftir að tíðindin um fangelsanirnar höfðu
borist út um land, efndi verkalýðurinn til mót-
mælafunda gegn hinu dæmalaus réttarfari
auðvaldsins. ».
Frá Siglufirði.
Almennur, fjölsóttur verkalýðsfundur hald-
inn á Siglufirði þann 27. júlí 1932 móímælir
harðlega hinni illmannlegu árás lögreglu
Reykjavíkur á verkalýðinn í sambandi við
bæjarstjórnarfundinn þar 7. júlí s. 1. Þó vill
fundurinn sérstaklega votta þeim valdhöfum
fyrirlitningu sína, er þeir nú með fangelsun-
um og hungri reyna að koma fram hefnd á
verkalýðnum í nafni hinnar svokölluðu rétt-
vísi sinnar, er með Magnús Guðmundsson sem
æðsta mann er látin Ieggja blessun sína yfir
stórþjófnað og aðra glæpi yfirstéttarinnar.
Krefst fundurinn þess að þeir, er hafa verið
fangelsaðir út af atburðum á bæjarstjórnar-
fundinum, er þeir báru fram hinar sjálfsögðu
kröfur atvinnuleysingjanna, verði nú þegar
látnir lausir. Það skulu valdhafar borgaranna
vita, að verði fangarnir píndir áfram með
liungri eða öðru eða heilsu þeirra teflt í voða,
að þá mun verkalýðurinn á Siglufirði og um
allt land, talsa í taumana á viðeigandi hátt. —
Eftirfarandi samúðarskeyti samþykkti fund-
uiinn og sendir hinum pólitísku föngum í
Reykjavík hugheilar baráttukveðjur sínar og
lofar að starfa þeim mun betur sem auðvald-
ið tekur fleiri frá störfum. Sérstaklega vottar
l'undurinn Indiönu Garibaldsdóttir virðingu
sína, sem hinni fyrstu verkakonu, er auðvald-
ið hneppir í fangelsi fyrir þátttöku sína í
stéttabaráttu verkalýðsins.
Frá Akureyri.
Almennur verklýðsfundur haldinn 27. júlí
að tilhlutun Verkakvennafélags(ns Eining og
Verkamannafélags Akureyrar mótmælir harð-
lega þeirri fádærna ósvinnu lögregluvaldsins í
Reykjavík að ofsækja saklaust verkafólk og
forgöngumenn þess, fyrir að það ber fram
CfiFÉ HÖFN selur ódýrar en aðrir heit- an og' kaldan mat, kaffi, mjólk, öl og- gosdrykki. Verkamenn og' sjómenn kaupa þar, sem verð og gæði eru hezt.
Kaupiélag Verkamanua Vestmanuaeyjum selur ailar nauðsynjavör- ur almennings með lægsta verði. Það hefir nnnið allra félaga mest á móti dýrtiðinni i Eyjum. Allt alþýðufólk verzlar fyrst og' fremst við sina eigin verzlun. Kaupfélag Verkainnnua Vestmanuaeyjum.
Allir kaupa nú ESKIMO PANTER hinar viðurkenndu en ódýru, rússn. eldspýtur.
C A F É
V í F I
L L
K A UPIB
Cignrettur, Viudla,
Reyktóbak, Mnuntóbak
og Neftóbak hjá
A T L A
Laugaveg 38
SlMl 2 7 5
Tvímœlalaust bezti matsölustaðurinn í bœnum.
Allt framleitt úr fyrsta flokks vöru.
Sendurn allt heim.
Allir varahlutir til
hjólhesta og gramó-
fóna fyrirliggjandi.
Viðgerðir afgreidd-
ar fljótt og ódýrt.
P Eitt af skáldum vorum, sem daglega neytir O.-S.- kafii- Q
bætis, sendir honum eftirfar- andi ijóölínur: JíTfibæÍ Mf
Inn til dala, út við strönd,
'il 'm Islendinga hjörtu kœtir, - gíwj
. »G.-S.« vinnurhugoghönd, hann er allra kafflbœtirjj 4 Wt
Reiðhjól seld með
afborgunum og
gömul tekin upp í
ef þess er óskað.
Ó Ð I N N
Bankastræti 2
Til AKUREYRAR
föstud.kl.8árd. Odýrfargj.
Til Sauðárkróks, Blöndu-
óss og Hvammstauga á
mánudag kl. 8 árdegis.
ö manna bifreiðir alltaf
til leigu í skemmtiferðir.
Bifr.st. Uringurinn
Skólabrú ‘2, sími 1232.
KAUKASUBHVEITIÐ
blátt I, er eitthvertbeztahveitið, sem tii landsins flyzt.
Húsinæður! Biðjið verzlun yðar um þetta hveiti,
ef þér viljið fá ágætasta liveiti ódýrt.
Kanpmenn og- kaupfélög! Pantið þetta hveiti i tima.
Einkaumb. á Islandi: ísl. rúgsn. verslnnarfélagið h.f.
Síini 1493. Hafnarstrœti 5. Jftvík. Simnefni: Isruv.
Smíðastofan Reynir
Vatnsstig 3
Smíðar allskonar húsgögn
og innréttingar.
Sími 2346
ki'öfur sínar um bót á eymd þeiiri, sem ríkir
meðai verkalýðsins, sem afleiðing af atvinnu-
leysi því, sem kreppa auðvaldsþjóðskipulags-
ins skapar og því réttleysi, að því sé refsað
nieð fangelsunum, þótt það færist imdan
vitnaleiðslum í tilefni af óeirðum þeim, sem
urðu í sambandi við fund bæjarstjórnar
Reykjavíkur þ. 7. þ. m. Krefst fundurinn
þess, af dómsmálastjórn ríkisins, að hún láti
hætta ofsóknunum og að allir þeir, sem fang-
elsaðir hafa verið, séu látnir lausir tafarlaust.
Frá Eskifirði.
Fjölmennur borgarafundur var lialdinn hér
í gærkvöldi. Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt í einu hljóði: Almennur borgarafundur
á Eskifirði mótmælir harðíega fangelsunum
þeirrji Indíönu Garibaldadóttur, Stefáns Pét-
urssonar, Jens Figved, Einars Olgeirssonar og
allra annara verklýðsforingja, sem ekkert ann-
að hafa af sér brotið en að krefjast atvinnu
og brauðs handa svangri og allslausri alþýðu.
Fundurinn mótmælir yfirleitt öllum pólitískum
fangelsunum. Jafnframt krefst fundurinn þess
að sakamálunum gegn Magnúsi Guðmunds-
syni og íslandsbankastjórunum verði tafar-
laust haldið áfram og fullvissar landsstjórn-
ina um að íslenzk alþýða mun virða öll lög
borgaranna að vettugi, ef glæpamönnum verð-
ur hlíft við refsivendi þeirra.
Frá Vestmannaéyjum.
Fjölmennur verklýðsfundur haldinn í gær-
kvöldi mótmælir harðlega ofbeldisverkum lög-
reglunnar í Reykjavík, sem síðustu daga hefir
lýst sér í fangelsunum verklýðsforingja. —
Krefst fundurinn þess að þeim Indíönu Gari-
baldadóttur, Stefáni Péturssyni, Jens Figved
og Einari Olgeirssyni verði tafarlaust sleppt
úr í’angelsi. Fundinum er það ljóst, að þessu
fólki hefir íslenzka yfirstéttin varpað í fang-
elsi vegna baráttu þess fyrir aðþrengdan
verkalýð Reykjavíkur. Ennfremur að núver-
andi dómsmálaráðherra og fyrverandi banka-
sljórar Islandsbanka liggja undir sakamálaá-
kærum vegna fjárglæfra, en eru látnir leika
lausum hala án þess að mál þeirra séu rann-
sökuð. Fundurinn skorar því á alla alþýðu til
sjávar og sveita að tryggja sem bezt baráttu-
samtök sín og linna ekki baráttunni fyr en
stéttastjórn íslenzks auðvalds er hrundið af
stóli.
Frá ísafirði
Almennur verklýðsfundur haldinn á ísafirði
29. júlí 1932, að tilhlutun ísafjarðardeildar K.
F. í. og S. U. K., lýsir fyllstu samúð sinni
með þeim Indíönu Garibaldadóttur, Þóroddi
Þóroddssyni, Hirti B. Helgasyni, Stefáni Pét-
urssyni, Einari Olgeirssyni og Jens Figved,
fyrir ötula baráttu fyrir kröfum verkalýðsins
um atvinnubætur og brauð og krefst þess, að
]>au þeirra, sem eru enn í fangelsi, séu tafar-
laust látin laus. Jafnframt lýsir fundurinn
andstygð sinni á því réttarfari, sem dæmir
sakíaust fólk í pyndingar, en lætur stórglæpa-
menn yfirstéttarinnar ganga lausa.
Sjúklingar og starfsfólk á Ki'istneshæli
samþyktu harðorð mótmæli og verkalýðsfé-
lögin á Akureyri héldu mótmælafund. þar sem
samþykkt var tillaga er kemur í næsta tbl.
Verklýðsblaðsins. Auk þess samþykkti manna
vinnustöðvarfundur á Akureyri mótmæli.
Þessi eru svör verkalýðsins við ofsóknum
burgeisanna gegn baráttu atvinuleysingj anna
í Reykjavík.
.........................................
Magnús Guðmundeson
yfirtrompar Nikulás annan.
Rússneski verkamaðurinn A. Schapovaloff
segir frá því í endurminningum sínum: „Leið
mín til Marxismans“, að hann hafi árið 1896
verið tekinn fastur fyrir þátttöku í vefara-
verkfalli í Pétursborg og úrskurðaður í varð-
hald upp á vatn og brauð í þrjá daga. Stjóm
Nikulásar annárs Rússakeisara, sem þá sat við
völd, var viðurkennd sem það versta böðuls-
veldi, sem til væri í heiminum. En Magnús
Guðmundsson hefir bersýnilega ekki viljað
standa henni að baki. Því að hann lét Ólaf
Þorgrímsson úrskurða kommúnista árið 1932
í varðhald upp á.vatn og brauð í fimm daga!
VERKLÝÐSBLAÐIÐ.
Abyrgðarm.: Brynjólfur Bjamason. — Árg. 6 kr., í
lausasölu 15 aura eintakiö. — Utanáskrift blaðs-
ins: Verklýösblaðið, P. O. Box 761, Reykjavik.
Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184.
Prentsmiðjan Acta.