Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 05.11.1932, Qupperneq 1

Verklýðsblaðið - 05.11.1932, Qupperneq 1
ÚTGEFANM; KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) III. árg, Reykjavík 5. nóv. 1932 47. tbl. Launin í atvinnubótavinn unni lækkuð um þriðjung! Hverju á verkalýðurinn að Á síðasta bæjarstjórnarfundi gerðust þau tíðindi, að íhaldið samþykkti að lækka kaupið í atvinnubótavinnunni úr kr. 1,50 niður í kr. 1,00 um tímann. Allur verkalýður í bæn- m veit í hvaða tilgangi þetta er gert. Það er gert í þeim tilgangi að svelta verkalýðinn til almennrar kauplækkunar á sjó og landi eftir nýárið. Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti yfir verkalýðinn. Og þessvegna munu það hafa. verið margir, sem ekki áttuðu sig á því I fyrstu livað varnarráðstafanir verkalýðurinn átti að gera. Hitt munu allir verkamenn sam- mála um, að hér er um að ræða allsherjar- árás á alla verkalýðsstéttina í Reykjavík. Og þessvegna verður verkalýðsstéttin sem heild að beita þeim vopnum, sem hún hgfir yfir að ráða til þess að brjóta árásina á bak aftur og sigra. En hversvegna kom þessi samþykkt svona flatt upp á verkalýðinn? Það kom hvað eftir annað fram í umræðum á bæjarstjórnar- fundinum og eins á Dagsbrúnarfundinum, að kratabroddamir vissu að þessi tillaga var á f'erðinni, en þeir leyndu því fyrir verkalýðn- um. Og hver var tilgangurinn ? Eins og sagt var frá í síðasta blaði var samþykkt á fundi Dagsbrúnar 28. okt., að farið yrði í kröfugöngu af verklýðsfelögunum hér í bænum til þess að knýja fram kröfuna um auknar atvinnubætur og aðrar kröfur at- vínnuleysingjanna. Nú er fengin full sönnun fyrir ]jví, að Héðinn Valdimarsson st^kk upp á kröfugöngunni til þess að draga málið á langinn og hindra að verkalýðurinn fylkti sér á bæjarstjórnarfundinn. Þá strax mælti Héð- inn fastlega á móti tillögu Guðjóns Benedikts- sonar, að farið yrði í kröfugöngu á fimmtu- dag. Guðjón Benediktsson krafðist þess fast- lega af Guðjóni Baldvinssyni, sem var formað- ur nefndarinnar, að hann kallaði nefndina svo fljótt saman, að hægt væri að fara í kröfu- göngu sama dag og bæjarstjómarfundurinn var haldinn. En Guðjón Baldvinsson reyndist þægur þjónn kratabroddanna og kallaði ekld saman nefndina fyr en á fimmtudagskvöld. Á Dagsbrúnai-fundinum á föstudagskvöldið sögðu bæði Héðinn og Ólafur, að þeir hefðu ekki viljað fara í kröfugöngu, fyr en eitthvað hefði skeð, sem gæfi tilefni til þess. Þetta er greini- leg sönnun þess, að þeir vissu, að kauplækkun- ina átti að samþykkja á bæjarstjómarfundin- um, og þessvegna þurfti að hindra kröfugöngu verkalýðsins framyfir bæjarstjórnarfund. Það var tilgangurinn með uppástungu þeirra um kröfugönguna, að skapa Ihaldinu frið til að samþykkja hina níðingslegu árás. Bæjarstjórnarfundurinn. Verkamenn, sem brunnið höfðu af áhuga fyrir kröfugöngunni þóttust illa sviknir af „samtökunum", er ekki varð kröfuganga til bæjarstjórnarinnar, þrátt fyrir samþykktir þeirra.. Ihaldið var aftur á móti í essinu sínu. Kratabroddarnir höfðu dyggilega séð þeim fyr- ir næði frá hendi verkalýðsins og auk þess svara hungurráðstöfuninni? höfðu þeir stóran hóp lögregluþjóna og hvít- liða til frekara öryggis. Nú var tíminn kcm- fnn, sem valinn hafði verið til árásar á launa- kjör verkalýðsins, enda neytti Ihaldið ósleiti- lega þeirrar aðstöðu, sem kratabroddarnir höfðu búið þeim með „mætti samtakanna“. Krafan um 150 manna aukningu í atvinnu í atvinnubótavinnunni, sem íhaldið hafði aldrei þorað að fella, var nú felld. Krafan um að bæjarvinnan yrði hafin aftur, eða jafnmörg- um bætt í atvinnubótavinnuna var felld. — En samþykkt var að lækka laimin í atvinnubóta- vinnunni niður í eina krónu. Dagsbrúnarfundurinn á föstudag. Á föstudaginn hélt Dagsbrún fund í Iðnó til að ræða þessi mál og var húsið troðfullt. Kratarnir lögðu fram tillögu um að stöðva at- vinnubótavinnuna og gefa stjórninni jafn- framt heimild til þess að stöðva einhverja aðra bæjarvinnu ef henni þætti þörf á. Kommún- istar og aðrir verkamenn sýndu fram á, að stöðvun á atvinnubótavinnunni einni væri ekk- ert annað en góður greiði við íhaldið. Lagði Guðjón Ben. því fram eftirfarandi tillögur: Verkamannafélagið Dagsbrún mótmælir harðlega kauplækkunarsamþykkt bæjarstjómarinnar í at- vinnubótunum og ákveður að beita samtökunum til að hindra hana. Félagið ákveður að ekki skuli unn- ið í atvinnubótavinnunni fyrir lægra kaup en nú er greitt, og að lögð verði niður öll vinna við liöfn- ina, við sorphreinsun og götuhreinsun í bænum og önnur vinna Dagsbrúnarmanna, sem þýðingu hefir fyrir verkfallið ef bæjarstjórnin lætur kauplækkun- ina koma til framkvæmda. Fundurinn ákveður að kjósa 5 manna nefnd til ; að stjórna vcrkfallinu og skal henni reimilt að bæta I við sig mönnum, sem kosnir séu á hverjum þeim ! vinnustað, þar sem til vinnustöðvunar getur komið. Á móti þessum tillögum börðust kratabrodd- arnir af öllum mætti, og sýndu þar með, að þeir eru reiðubúnir til að hjálpa Ihaidinu til að stöðva atvinnubótavinnuna, ef þeir einir fengju því ráðið hvaða ráðstafanir verkalýð- urinn gerir. Tókst þeim að fá tillögur sínar samþykktar með dálitlum atkvæðamun. En það var auðheyrt á þeim verkamönnum, sem greiddu þeim atkvæði, að þeir gerðu það í trausti þess, að samt sem áður yrði gripið til þeirra ráðstafana, sem duga og felast í tillög- um Guðjóns. Og verkalýðurinn verður að sjá til þess, að gripið verði til þessara ráðstafana, sem einar geta leitt til sigurs. Og ef verkalýðurinn stend- ur sem ein órjúfandi samtakaheild og tekur ! sjálfur stjóm baráttunnar í sínar hendur, þá sigrar hann. dgg^a^gggBgffiiIBgaÉI I JM*I Verkamenn, mætið allir í kröfugöngunni á morgun! Gefið henni það innihald og það tak- mark, sem nauðsynlegt er, til þess að árangur verði af baráttunni. þing K. F. í. Þann 13. þ. m. hefst 2. þing Kommúnista- flokks Islands. Þetta þing hefir mikla þýðingu fyrir verka- lýðinn, ekki eingöngu fyrir skipulagða félaga í Kommúnistaflokknum — heldur fyrir allan verkalýð og undirokaða alþýðu þessa lands. Undirbúningurinn undir þetta þing er líka miklu betri en áður hefir verið og meira í bolsévistiskum anda en- fyrsta þing Kommún- istaflokksins. Á þessu tímabili síðan stofnþingið var hefir Kommúnistaflokkurinn ekki einungis aukið meðlimatölu sína og fylgi meðal öreigalýðsins og millistéttanna, heldur er hann orðinn miklu 'sterkari og baráttuhæfari og í mörgum til- fellum sýnt sig sem verulegt forUstulið kúg- aðrar alþýðu til sjávar og sveita í baráttunni móti auðvaldinu í öllum j^ess myndum. En á þessu tímabili hafa líka komið í Ijós margar veilur og villur, sem einstöku félagar og jafnvel flokkurinn sem heild hafa gert sig seka í. Allar þessar villur og mistök verður flokkurinn að gagnrýna sig fyrir, játa gallana frammi fyrir öllum verkalýð og í félagi við alla baráttufúsa öreiga og bæta úr þeim á bolsévistiskan hátt. Bolsévistisk gagnrýning er engin skrifta- mál eða bænalestur, heldur að fletta miskunn- arlaust ofan af og draga fram í dagsljósið vill- urnar og mistökin, sem verða til þess að draga úr baráttu fólksins móti auðvaldinu, og bæta úr þeim á þann hátt, að flokkurinn verði bar- áttuhæfari og sterkari á eftir. Allar stærstu flokksdeildimar hafa nú þegar tekið til umræðu uppkast það að pólitískri ályktun fyrir 2. þing K. F I. sem miðstjómin hefir sent deildununi og flestar þeirra eru nú þegar búnar að senda miðstjóminni álit sitt. Skýrslur deildanna bera það með sér að þær diafa rætt málin ítarlega og einnig tekið mis- tök sín og villur sérstaklega til athugunar og leitast við að bæta úr þeim. Og starfsemi deildanna síðustu viku sýna, að þær eru á góð- um vegi með að vinna sig upp úr hinum sósí- aldemókratisku starfsaðferðum og skipulagi og tileinka sér bolsévistiska baráttu og starfsað- ferðir. 12. ráðstefna Alþjóðasambands Kommún- ista, sem haldin var í Moskva í septemberbyrj- un, hefir nú sent út til allra flokkanna álykt- anir sínar og ákvarðanir. I yfirliti því yfir ástandið í heiminum, sein ráðstefnan gaf út, segir, að hin staðbundna, takmarkaða festing auðvaldsins sé á enda — og að nú standi fyrir dyrum tímabil byltinga og styrjalda. Þessi skýring og útlistun á ástandinu hefir líka mikla þýðingu fyrir K. F. I. og íslenzka alþýðu yfirleitt. Kratabroddarnir og auðvaldið hér á landi eins og annarsstaðar telja verka- lýðnum trú um að kreppunni sé að linna, að bráðum komi betri tímar o. s. frv. og að ís- lenzka auðvaldið geti, ef það væri ekki of heimskt, komist út úr kreppunni. Þessi undir- róður og blekking kratanna og auðvaldsins hefir vitanlega lamandi áhrif á baráttuhug verkalýðsins. Alveg eins og fyrir 3—4 árum, þegar sömu aðilar héldu því fram að kreppan væri ekki til annarsstaðar en í heilabúum kommúnista.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.