Verklýðsblaðið - 15.11.1932, Side 4
Framh. af 1. síðu.
Launalækkunin brotin á bak aftur.
MótmælaJundiix*
en þá skipar Hermann lögreglunni að berja á
mannfjöldanum. Samtímis. þessu höfðu Jakob
Möller og fleiri íhaldsmenn flúið út um gat
í kjallaranum. Réðist lögreglan á verkamenn
frá ýmsum hliðum, en beið alstaðar lægri hlut
fyrir verkamönnunum, sem gripu það sem
fyrir hendi varð sér til vamar. Var lögreglan
öli afvopnuð og hlutu margir verkamenn og
lögreglumenn alvarleg meiðsl. Hinn mikil-
mennskubrjálaði lögreglustjóri er fyrst og
fremst sekur um upptök bardagans og meiðsl-
in, sem urðu.
Um kvöldið boðaði K. F. í. til fundar í
Bröttugötu. Troðfylltist húsið þegar í stað svo
flytja varð fundinn út. Var gengið undir
rauðum fána og var mannfjöldinn miklu meiri
en í kröfugöngunni á sunnudaginn 6. þ. m.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt á úti- og
innifundinum (á innifundinum með hverju ein-
asta atkvæði alls þess fjöldá, sem á fundin-
um var):
„Fjölmennur verklýðsfundur, haldinn í Bröttu-
götu 9. nóv. 1932, skorar á verlcalýðinn í Reykja-
vík að svara hinni níðingslegu launalækkunarárás
i atvinnubótavinnunni og liinum blóðugu höggum
lögreglunnar í dag með verkfalli við alla þá vinnu,
sem þýðingu hefir til þess að brjóta hungurárásina
á bak aftur.
Sérstaklega skorar fundurinn á verkalýðinn við
höfnina að leggja alstaðar niður vinnu tafarlaust,
ennfremur alla þá, sem vinna hjá bænum við sorp-
hreinsun, götuhreinsun, gasstöðina og rafmagns-
stöðina.
Takmark verkfallsins er: að knýja bæjarstjóm til
að greiða sama kaup og áður í atvinnubótavinn-
unni og bæta 150 mönnum við í atvinnubótavinn-
una þegar í stað, eins og verkalýðurinn samþykkti
á bæjarstjómarfuudinum í dag“.
Samtímis því, sem verkalýðurinn fylkti sér
út á götuna til þess að treysta fylkingarnar.
staðráðinn í því að halda baráttunni áfram
unz sigur væri unninn og hefja vei'kfall hvað
sem kratabrodarnir segðu, sátu alþýðu-„for-
ingjarnir“ á fundi á svikráðum við veriíalýð-
inn og ræddu um á hvaða hátt þeir gætu
bjargað auðvaldinu frá því að uppfylla kröfu
verkalýðsins um 150 manna aukningu í at-
vinnubótavinnunni. Sömdu þeir við íhaldið um
sama kaup í atvinnubótavinnunni til áramóta.
Þessi samþykkt kratabroddanna, sem þeir
höfðu enga heimild til að gera, hefir vakið al-
menna reiði verkalýðsins í Reykjavík.
Bæjarstjómin var á undanhaldi, skelfd við
hina ágætu samfylkingu verkalýðsins. Það var
því í lófalagið að halda baráttunni áfram til
sigurs. Öll skilyrði til þess voru fyrir hendi:
1) Víðtæk samfylking og samtök verkalýðsins,
2) Lögreglan gjörsigruð, 3) Bæjarstjórnin á
undanhaldi, 4) Verltalýðurinn staðráðinn í því
að gera verkfall.
Hefðu kratabroddarnir ekki vegið aftan að
verkalýðnum, klofið samfylkingu hins vinn-
andi og atvinnulausa verkalýðs, hindrað verk-
fall í bæjarvinnunni og við höfnina, þá væri
nú fullur sigur unninn, kröfur verkalýðsins
uppfylltar.
Hvernig hefði farið, ef kratabroddamir hefðu
fengið að ráða? — Hvað heflði getað áunnizt?
Kratabroddarnir vildu ekki gera verkfall,
heldur aðeins stöðva atvinnubótavinnuna, þeir
vildu að allt færi fram með friði og spekt á
bæjarstjómarfundinum, þ. e. gefast upp bar-
áttulaust fyrir hverri þeirri samþykkt, sem
íhaldsmenirnir í bæjarstjóminni gerðu. Hvað
liefði skeð, ef þeir hefðu fengið að ráða þessu?
íhaldið hefði undir öllum kringumstæðum
náð fram vilja sínum. Annaðhvort hefði at-
vinnubótavinnan verið«lögð niður, eða kaupið
lækkað niður í 1 kr. og viðbúið að allsherjar
kauplækkun hefði siglt í kjölfarið.
En kratabroddamir fengu því ekki ráðið.
Þrátt fyrir kratabroddana knúði verkalýðurinn
bæjarstjómina til undanhalds. íhaldið lofaii
gegn
klofningi verklýðssamtakanna á „Alþýðusambands“-þinginu
verður haldinn miðvikudaginn 16. nóvember í fundarsalnum við Bröttugötu kl. 8 e. h.
Ræðumenn:
Jón Rafnsson, fsleifur Högnason, Steingrímur Aðalsteinsson, Gunnar Jóhannsson, Angan-
týr Guðmundsson, Leifur Björnsson, Stefán Ögmundsson, Sigurjón Jónsson, Magnús Magn-
ússon, Einar Olgeirsson o. fl. fulltrúar, er kosnir voru á Alþýðusambandsþing.
Verkamenn og verkakonur! Fjölmennið!
Fulltrúar samfylkingarinnar á Alþýðusambandsþingi.
að láta kaupið haldast óbreytt, þar til öðru
vísi yrði ákveðið.
Kratabroddarnir vildu ganga að þessu og
reyndu að fá verkamennina til að gefast upp
við svo búið. Hvað hefði skeð, ef þeir hefðu
íengið að ráða þessu?
Þá hefði bæjarstjórnin fengið ráðrúm til að
safna hvítu liði til þess að fá betri aðstöðu til
að framkvæma kauplækkunina.
En kratabroddamir fengu því ekki ráðið.
Þrátt fyrir kratabroddana knúði verkalýðurinn
undir kommúnistiskri forustu bæjarstjórnina
til að hætta við kauplækkunina fyrst um sinn.
Og Morgunblaðið segir að ríkisstjórnin (les:
ríkisstjóm og bæjarstjórn í sameiningu) hafi
ekki haft fé til að láta atvinnubótavinnuna
halda áfram með, sama kaupi, „fyr en eftir
að kommúnistar höfðu sett Reykjavíkurbæ í
einskonar uppreisnarástand“(!!).
En — kratarnir sömdu bak við verkalýðinn
um að atvinnubótavinnan héldist óbreytt —
eftir að verkalýðurinn var staðráðinn í að
gera verkfall — ekki einungis fyrir óbreyttu
kaupi, heldur fyrir fjölgun um 150 í atvinnu-
bótavinnunni. Og hefðu kratarnir ekki fengið
að ráða þessu, og ekki komizt upp með svikin,
þá væri fullur sigur unninn og verkalýðurinn
hefði komið fram öllum kröfum sínum. 150
þurfandi verkamannaheimilum hefði verið séð
fvrir atvinnubótavinnu í viðbót við það, sem
nú er.
Þrátt fyrir kratabroddana og margfalt erf-
iðari aðstöðu (hvítan her, ofsóknir borgara-
biaðanna, Alþ.bl., Mglbl., Vísis, Tímans o. fl.)
verður verkalýðurinn að herða baráttuna fyr-
ir fjölgun í atvinnubótavinnuna um allan helm-
ing. Það hefir v'erið sýnt, hvað máttur sam-
takanna megnar. Og þessa lærdóma verður
verkalýðurinn að hagnýta sér.
„Kommúnistar drepa ungan jafnaðarmann“
Á föstudaginn voru söludrengir Alþýðublaðs-
ins látnir hrópa á götunum: Kommúnistar
drepa ungan jafnaðarmann! í blaðinu stendur
síðan fregn um það, að í kosningaóeirðum í
Danmörku hafi kommúnistar drepið ungan
jafnaðarmann, Werner Nielsen að nafni.
Sannleikurinn er sá, að þetta er hrein og bein
fölsun. Af skeytum er ekki hægt að ráða hver
þessi Werner Nielsen var. 1 sumum skeytunum
er sagt að hann hafi verið kommúnisti, en í
öðrum er hann kallaður „ungsósíalisti". En í
Kaupmannahöfn er ungur kommúnisti með
þessu nafni, og eru hér nokkrir félagar, sem
þekkja hann persónulega. Það er því ekki ólík-
legt að þetta sé hann. En af skeytunum virðist
það augljóst, að maðurinn hafi verið drepinn
al lögreglunni.
Hver er tilgangur Alþýðubl. með þessu
cþokkabragði? Hann er sá einn að undirbúa
fangelsanir og ofsóknir gegn kommúnistum
vegna atburðanna á miðvikudaginn. Með þess-
um illkynjuðu lygum á að kljúfa samfylkingu
verkalýðsins í Reykjavík, kljúfa sósíaldemó-
kratisku verkamennina frá kommúnistiskum
verkamönnum, til þess að hindra það, að of-
sóknirnar á kommúnistana verði brotnar á bak
aftiu- af einhuga verkalýð.
II. þing
verður sett í dag (þriðjud. 15. nóv.) í Bröttu-
götusalnum kl. 2 e. h.
Þeir sem óska að vera áheyrendur, geta vitj-
að aðgöngumiða í minni salnum í Bröttugötu
eftir kl. 1 í dag.
F. U. K.
Aðalfund
heldur Félag ungra kommúnista fimmtud. 17.
þ. m. í Bröttugötusalnum.
Nánar í fundarboði.
Stjórnin.
KAU
k
Höfum fengið ágætar
kartöflur í 25 kg. pokurn.
Enn fremur bögglasmjör.
Kaupíélag Alþýðu
Símar 1417. — 507.
Nú er hið írumiega jafnvægís
komið í Hljóðfærahúsið Austurstrætj 1q.
Atlabúð Laugavega 38.
Yo. Yo. snúra sérl
Skáldsögur,
Kvæðabækur,
Fræðirit.
Ódýrast í
Fornbókayerzlun H.Helgasonar
Hafnargtrwti 19.
Munid
að við erum fluttir á Laugaveg 3 og að
sími okkar er 599.
Nýíí & GamaU,
Laugavegi 3.