Verklýðsblaðið - 23.11.1932, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNIST AFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.)
III. árg.
Reykjavík, 23. nóv. Í932
49. tbl.,
i
Ríkisiðgregla mófi vsrk&iýðnum
Varnarráðstafanir verkalýðsins.
íslenzka auðvaldið hefir nú loksins breytt
draumsjón sinni um ríkislög'reglu, hvítan her, í
veruleika.
Á meðan blöð útgerðaraianna og stórbænda
hamra á því, að ekkert fé sé fyrir hendi fyrir
auknar atvinnubætur til þess að halda lífi
í hinum atvinnulausa verkalýðsfjölda, hefir
ríkisvaldið og lögreglustjóri þ'ess í Reykjavík
ráðið fjölda manna fyrir hátt kaup til þess að
berja niður kröfur verkalýðsins.
Hermann lögreglustjóri segist hafa lagt til,
að hvíti herinn „hjálpaði til að afstýra óspekt-
um í bænum og halda uppi friði á fundum, en
blandaði sér hinsvegar ekki í vinnudeilur“.
Hinn sami lögreglustjóri sigaði lögreglunni á
verkalýðinn 9. nóv. í vinnudeilu (þegar bæjar-
stjórnin ætlaði að hefja allsherjarárásina á
launakjör verkalýðsins) til þess eins að fá
átyllu til að auka lögregluna mörgum sinnum
til þess að hafa hana til taks í þeim Jaunadeil-
um, sem nú eru yfirvofandi.
Verkalýðurinn verður að gera sér ljóst að
lögreglan, ásamt hinum hvíta her, er stéttarher
yfirstéttarinnar gegn honum sjálfum. Þegar
auðvaldið getur ekki lengur stjórnað, þ. e. kúg-
að verkalýðinn til undirgefni og bælt niður
kröfur hans með „friðsamlegu“ móti, stofnar
það her, vopnað drápstækjum, til þess að verja
hagsmuni sína og drekkja í blóði kröfu verka-
lýðsins um vinnu og brauð handa sér og sín-
um.
Verkalýðurinn verður þegar að draga lær-
dóma sína af þessu og gera nauðsynlegar ráð-
stafanir til að verja sjálfan sig gegn þessu
cfbeldistæki auðvaldsins. Það er óhjákvæmileg
nauðsyn fyrir verkalýðinn að efla varnarlið sitt
því það er eitt óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því
að atvinnuleysingjarnir geti háð sigursæla bar-
áttu fyrir vinnu og að hinn vinnandi verkalýð-
ur geti brotið næstu launaárásir útgerðarauð-
valdsins á bak aftur.
Kommúnistaflokkur íslands skorar enn einu
sinni á allan verkalýð á íslandi að láta ekki
múta sér til að ganga í hinn hvíta her Ólafs
Thors og útgerðarauðvaldsins. Ilver sá verka-
rnaður, sem lætur fá sig til að bera vopn á stétt-
arbræður síná, er svikari við stétt sína.
- MBöiaiöEÆzæíiSisaússsria&a'i
,,Stassanisering“ mjólkur.
ítalinn Stassano hefir fyrir nokkru síðan
fundið upp nýja aðferð til gerilsneyðingar
mjólkur, sem hefir afarmildS kosti fram yfir
rasteuriseringuna. Ókostir Pasteuriseringar-
innar eru fyrst og fremst þeir, að fjörefni
(vitamin) mjólkurinnar ónýtast að mjög miklu
leyti, mjólkin fær óþægilegt bragð og rjómi
sezt ekkí eins á hana og ógerilsneydda mjólk.
Með gerilsneyðingaraðferð Stassanos hefir
túdst að losna við alla þessa ókosti. En það
sem mest er um vert, er að talið er að fjörefni
rnjólkurinnar skemmist alls ekki.
Mjólkurfélag Reykjavíkur hefir nú fengið
áhöld til að stassanisera mjólk og hætt við að
nota Pasteurhitunaráhöld sín. Laugard. 12. þ.
m. voru blaðamönnum og læknum sýnd áhöld
þessi hin nýju í mjólkurstöð félagsins.
K. F. í. skorar á allan verkalýð á íslandi að
mótmæla hernaðar- og drápsáformum auðvalds- j
ins gegn verkalýðnum.
„Verkalýðsblaðið“ mun birta nöfn allra með- |
lima hvíta hersins og skorar K. F. í. á verkalýð-
inn hvar sem er á landinu, að sýna þessum fjand
mönnum verkalýðsins andstyggð sína í orði og j
verki, ef þeir ekki snúa frá villu síns vegar. j
Það má engan verkalýðssinna henda, að hann
vinni með mútuðum auðvaldshermönnum.
K. F. í. varar verkalýðinn við lýðskrumi Al- j
þýðublaðsins og' kratabroddanna um að „gera i
varnarráðstafanir“ gegn hvíta hernum „ef þörf
krefur“. Kratabroddarnir sýndu það í verkinu 9'.
nóv., að þeir eru skósveinar auðvaldsins, að þeir
hindruðu aukningu um 150 manns í atvinnu-
bótavinnunni, þegar verkalýðurinn hafði öll skil
yrði til þess að koma þeirri kröfu fram. Það
er argasta blekkingartilraun auðvaldsþjónanna
í Alþýðuflokknum að ekki sé þegar þörf á að
vei-kalýðurinn skipuleggi vörn sína gegn her-
liði yfirstéttarinnar. Lýðskrum Héðins Valdi-
marssonar í Alþbl. 21. nóv. er eingöngu skrif-
að í þeim tilgangi, að hindra það,að verkalýður- j
urinn í Rvík fylki sér í „Varnarlið verkalýðs-
ins“, eingöngu skrifað til þess að verkalýðurinn
standi sundraður og vamarlaus gegn kaupkúg-
unarárásum atvinnurekenda, sem standa fyrir
dyrum.
Þörf verkalýðsins á öflugu varnarliði þolir
cnga bið.
K. F. í. skorar á allan verkalýð og verkalýðs-
smna að ganga í „Varnarlið verkalýðsins“, þvi
]>að er lífsspursmál fyrir verkalýðinn í Reykja-
vík til þess að hann geti háð sigursæla baráttu
fyrir kröfum sínum gegn launaárásunum.
Verkamenn! Þið, sem fylgið kommúnistum,
sósíaldemókrötum eða eruð utan flokka! Fylk-
ið ykkur sem einn maður í „Varnarlið verka-
lýðsins“! Þið hafið sameiginlegi'a hagsmuna að
gæta gegn auðvaldinu. Eina ráð verkalýðsins til
að hindra blóðsúthellingar og morð á verka-
lýðnum og eina ráðið til að hindra hungur og
launalækkanir er samfylking verkamanna í öfl-
ugu varnarliði.
Er hér um afarmikla fi'amför að ræða um
meðferð á hinni þýðingarmestu fæðistegund.
Síólfætur Héðins.
Á fundi þeim, sem hinir útilokuðu verka-
mannafulltrúar á Alþýðusambandsþing héldu í
Bröttugötusalnum síðastl. miðvikudagskvöld,
! sagði Jón Rafnsson, fulltrúi Sjómannafélags
Vestmannaeyja um Héðinn Valdimarsson, að
„stólfætumir, sem hann greip til á síðasta bæj-
arstjórnarfundi í Reykjavík, væru þeir einu
fætur, sem hann nú stæði á í verkalýðshreyf-
ingunni!"
íþróttafélag verkamanna. ’
Æfingar eru í Nýja Barnaskólanum við Vita-
stíg: í karlaflokki á sunnudögum kl. 10 f. h. og
miðvikudögum 8 e. h.f kvennaflokki á miðviku-
dögum kl. 9 e. h.
Banðn félögisi, á
Aknreyri
Alþýðublaðið frá 17. nóv. flytur þá fregn, að
á þessu ári hafi, á Akureyri dáið fjögur „fé-
lög kommúnista“, og það 5. sé í andarslitrun-
um. — Morgunblaðið bergmálar fregnina dag-
inn eftir. Og þann sama dag kemur „Alþýðu-
inoggi“ með þann ábætir, að kommúnistar á Ak-
ureyri hafi notað öll þessi félög til þess að
kljúfa verklýðshreyfinguna þar.
Fregn þessi ber með sér, að heimildarmaður
Alþýðublaðsins er Erlingur Friðjónsson, sem
undanfarið hefir setið „Alþýðusambandsþingið“
sem íulltrúi fámennrar, pólitískrar klíku á Ak-
ureyri, jafnaðarmannafélagsins „Akur“, og
neytt þeirrar aðstöðu, að fulltrúar verkalýðsins
á Akureyri voru útilokaðir af þinginu, til þess
að ljúga einu og öðru um verklýðsstarfsemina
norður þar.
„Verklýðsforinginn“ Erlingur hefir lagt
mikla stund á það heima fyrir að telja mönn-
um trú um, að verklýðsfélögin væru ýmist
veik eða gersamlega sáluð. — Verklýðsfélögin
hafa svarað með því að lifa og starfa án hans
aðstoðar eða forustu. — En af því andláts-
fregnin nú er sérstakjega borin fram fyrir þá,
sem eru málavöxtum ókunnugir, þá hlýt ég að
gera nokkrar athugasemdir við hana.
Fyrst er talið „Jafnaðarmannafélag Akur-
eyrar“. Félagið er stofnað fyrir atbeina Einars
Olgeirssonar, sem er brautryðjandi sósíalist-
iskrar starfsemi á Norðurlandi.
Þó að Erlingur Friðjónsson hæli sér af þvi
að hafa starfað í verklýðshreyfingunni á Akur-
eyri allt frá upphafi hennar, þá hafði honum
aldrei hugkvæmst, að smíða þyrfti verkalýðn-
um fræðilegt vopn, pólitískan félagsskap, er
gæfi hagsmunabaráttu verkalýðsins þjóðfélags
g'ildi og markmið.
Til að bæta úr þessu var „Jafnaðarmanna-
félag Akureyrar“ stofnað. Og Erlingur Frið-
jónsson, sem þrátt fyrir sína „verklýðsforustu“
til þessa hafði verið í pólitískum félagsskap, og
ýmiskonar bræðingi með „Framsókn“, gekk í
félagið. Starfsemi félagsins var þó borin uppi
aí Einari Olgeirssyni og fylgismönum hans —
róttækari hluta verklýðshreyfingarinnar á Ak-
ureyri.
En þó „Jafnaðarm.fél. Ak.“ hefði hlutverk
að vinna, var það ekki, og gat aldrei verið ann-
að en takmarkaður þáttur í þróunarsögu sósial-
istiskrar starfsemi — ef um nokkra þróun væri
að ræða.
Haustið 1930 er stofnaður Kommúnistaflokk-
ur Islands. — Sá róttæki hluti verklýðshreyf-
ingarinnar á Akureyri, sem vei'ið hafði kjami
„Jafnaðarm.fél. Ak.“, myndar deild úr K. F. 1.
— þ. e. a. s. flytur baráttugrundvöll sinn af
emu stigi á annað, æðra þróunarstig. — Það er
því alls ekkert veikleika merki þó kommúnistar
hætti starfsemi í „Jafnaðarm.fél. Ak.“, heldur
þvert á móti þroskavottur.
Hitt er kyndugra, að Erl. Friðjónsson, sem
spyrnti fótum við þróuninni og gat því ekki
fylgst með yfir í kommúnistaflokkinn, hafði
enga rænu á að halda ,,-Jafnaðarm.fél. Ak.“ lif-
andi. í þess stað er hann sér úti um lítinn „Ak-
ur“-blett og' gróðursetur í hann — meðal ann-
ars — örgustu íhaldsplönturnar, sem til eru í
verklýðs- og smáborgarastétt Akureyrar.
Þennan vermireit afturhaldsins girðir hann
nú svo rækilega, að yfirlýstir „Alþýðuflokks“-