Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 23.11.1932, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 23.11.1932, Blaðsíða 3
Þar kom það semhreif Nú eru allar deilur jafn- aðar, allir á eitt sáttir. Við notum öll Bláa borðann 5°|0 rjómabússmjör — sívöl og köntuð stykki. \:Í*í".í3 hÍÍSk£> Jafndýr og venjulegt smjörlíki. Atvi nnubótapn úajt á Isafirði Frá því í fyrra sumar hefir atvinnuleysi ver- ið mjög tilfinnanlegt á fsafirði. 1 fyrra haust lét bærinn hefja atvinnubótavinnu, og var þá unnið fyrir 13105 krónur og nutu þeirrar vinnu 63 menn. Var mest unnið að grjótupptekt í ákvæðisvinnu og báru verkamenn mjög mis- jafnt úr býtum við þá vinnu, eftir því hvernig aðstaðan var að taka upp grjót og vantaði marga talsvert til að ná tímakaupi. Eftir ára- mót í fyravetur er svo unnið að jarðabótavinnu o. fl. fyrir 9187 krónur og fengu 65 menn at- vinnu við það og í sumar hefir verið unnið fyr- ir 22270 krónur. Þeirri vinnu hefir verið skipt niður og 54 menn notið hennar. 3—4 menn hafa þó verið í vinnunni í allt sumar, en meðaltalið mun hafa verið nálægt 500 krónum á hvern þeirra, sem ekki var stöðugt í vinnu. Margir þessara manna höfðu verið atvinnulausir um lengri tíma áður en bæjarvinnan byrjaði, og sumir þeir, sem unnið höfðu hjá bænum undan- farin sumur fengu alls ekki vinnu annarsstað- ar. Atvinna þeirra var því stórlega skert frá því sem áður var. Greiðsla vinnulauna hjá bænum hefir gengið nijög treglega, ekki verið borgað út vikulega nema að litlu leyti og sumt orðið að borga í ávísunum á vöruúttekt, og hefir oftast verið ávísað á Kaupfélag ísfirðinga, sem vitanlegt er að selur ýmsar vörur dýrara en aðrar verzlanir í bænum, þó sá 5% afsláttur sem það gaf sé dreginn frá. Hér er því um beina kauplækkun að ræða. Reyndar munu ekki hafa verið ýkja mikil brögð að því, að borgað væri í vöruávís- unum, en þegar menn gátu ekki beðið eftir að fá peninga, hafa þeir neyðst til að taka ávís- anir, sérstaklega þeir, sem höfðu stórar fjöl- skyldur á framfæri sínu. Öll þessi vinna hefir verið kölluð atvinnu- bótavinna, enda þótt meirihluti hennar væri ákveðinn á fjárhagsáætlun bæjarins og hefði verið unnin hvort sem atvinnuleysi var í bæn- um eða ekki. Þá hafa allir þeir, sem ekki áttu sveit á ísa- firði, eða þiggja af öðrum hreppum, verið úti- lokaðir frá vinnu, og hefir með því verið gerð tilraun til að svelta þá til sveitaflutnings. Vegna þessara þrælaákvæða og eins þess að vinnulaun hjá bænum hafa að nokkru leyti ver- ið greidd í vöruseðlum, báru kommúnistar og sósíaldemókratiskir verkamenn fram á síðasta Baldurs-fundi 7. þ. m. svohljóðandi tillögu: „Verklýðsfélagið Baldur skorar hér með á bæjarstjóm og atvinnubótanefnd, að vinnulaun við alla bæjar- og atvinnubótavinnu séu greidd ! í peningum vikulega eins og lög mæla fyrir. Til þess að gera bænum mögulegt að greiða kaup- gjald í peningum, skorar félagið á bæjarstjórn, að ganga hart að innheimtu útsvara hjá stór- eignamönnum og verzlunum. Ennfremur krefst félagið þess, að athugað sé j með hvaða verði kaupfélagið hefir selt vörur | þær, er verkamenn í bæjarvinnu hafa fengið j hjá því gegn ávísunum frá bænum, og komi það í ljós, að þær hafi verið seldar dýrari en í öðr- um verzlunum í bænum, fái verkamenn uppbót á því, þannig að vörurnar verði reiknaðar með sama verði og þær hafa verið seldar ódýrastar í bænum á sama tíma og auk þess gefinn 5— | 10% afsláttur, sem einnig sé reiknaður með : uppbótinni. j Sömuleiðis krefst félagið að atvinnulausir verkamenn, sem ekki eru orðnir sveitlægir hér, fái að njóta bæjar- og atvinnubótavinnunnar jafnt og innanbæjarmenn, þar sem slíkt fyrir- komulag sem nú er, þýðir ekki annað en að kúga þessa menn nauðuga viljuga til hreppa- fiutnings. Að lokum gerir félagið ítrekaða kröfu til bæjarstjómar um áframhaldandi og aukna at- vinnubótavinnu“. Tillögu þessari var frestað á fundinum, en við þær umræður, sem um hana urðu, kom það glöggt í ljós, að margir verkamenn voru henni \’ ERKAMENN ! Kaupið bezta og ódýrasta kaffið, 20 aura bollann, molakaffi, í Kaffivagninum. Niels Juel. Einu siimf var — Æfintýri handa börnum og fullorðnum — eru nú komin út. Útgefandi A. S. V. Þetta eru fyrstu æfintýrin, sem gefin hafa verið út á ís- lenzku handa börnum úr verklýðsstétt. Verð kr. 3,50. Verða til sölu á skrifstofu A. S. V., Pósthússtræti 5, afgreiðslu Verklýðs- blaðsins og í bókaverzlunum. Rúsínur kr. 1,50 kg. Sveskjur — 1,50 — Kæfa, tólg og hangikjöt. Miklar og góðar birgðir. Kauplélag 4lþýðu Símar 1417. — 507. samþykkir, þrátt fyrir það, að broddarnir börð- ust gegn henni af öllum mætti, teldu hana banatih’æði við K. I. o. fl. þvílíkt. Þá gáfu þeir í skyn, að ef þessi tillaga yrði samþykkt, myndi bærinn enga atvinnubótavinnu geta látið vinna vegna fjárskorts, þó það sé vitanlegt, að bær- mn eigi hátt á annað hundrað þúsund krónur útistandandi í útsvörum og öðrum gjöldum. Tillaga þessi er bæði sjálfsögð og réttmæt og mun verkalýðurinn á ísafirði fylkja sér um hana og bera hana fram til sigurs, þrátt fyrir andstöðu og hótanir kratabroddanna. Verkamaður.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.