Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 23.11.1932, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 23.11.1932, Blaðsíða 4
Betur tná eí duga skal! Svamirinn iA/i flýgur enuþá langt Iram úr ölliim keppinautum. SVANA-smjörlíki er altaf bazf, og svo hefur það altaf innihaldíð rjóma - og nú svo mikið að samsvarar 5°!« smjörfeiti. IRitslszoðuin ? Þegar verið var að búa síðasta tölublað Verk- lýðsblaðsins undir prentun, tilkynnti lögreglu- stjórinn í Reykjavík, Hermann Jónasson, prent- smiðjunni, að ekki mætti prenta blaðið fvrr en hann hefði kynnt sér efni þess. Og þegsr h-< n var búinn að lesa próförk af blaðinu lýsti hann því yfir, að blaðið væri bannað, að „ekki kæmi til mála, að það fengi að koma út eins og það : væri“. Fulltrúi Verklýðsblaðsins krafðist þess, ' að hann gæfi skriflega yfirlýsingu um það að útkoma blaðsins væri bönnuð, þar sem enn- fremur væri sagt, samkvæmt hvaða lögum hún væri bönnuð og fyrir livaða ummæli. Brá þá svo einkennilega við, að lögreglustjórinn færð- j ist undan því og bað um frest til endanlegs svars. Eftir þrjár klukkustundir kom svo svar- ið á þá leið, að blaðið mætti koma út án allra breytinga. Gaf lögreglustjórinn þá skýringu á i þessari breyttu afstöðu sinni, að hann hefði lagt blaðið undir úrskurð Stjórnarráðsins og | það ákveðið, að blaðið skyldi ekki bannað, en hinsvegar fyrst um sinn vera undir „lögreglu- j ei tirliti“. Allur þessi þvættingur er til yþess eins að breiða yfir þann sannleika, að bannið á blaðinu . var hið ósvífnasta yfirstéttargerræði, hreint og beint brot á lögum burgeisastéttarinnar sjálfrar. Sérstakt lögreglueftirlit með einu blaði frekar en öðru er óleyfilegt og hin borgaralega stjórnarskrá tekur skarpt fram að „ritskoðun rnegi aldrei leiða 1 lög á íslandi". En það sýndi sig hér eins og alstaðar annarsstaðar, að yfir- stéttin hefir sín eigin lög að engu, ef þörf ger- ist annara ofbeldisráðstafana en þau leyfa til þess að bæla niður frelsishreyfingu hinnar undirokuðu stéttar. Verklýðsblaðið mun hafa þessa hótun yfir- stéttarinnar og lögreglustjóra hennar að engu eins og allar aðrar. Það ætlar sér ekki í efni sínu eða orðalagi að ganga inn á neina afslátt- arpólitík við varðhunda auðvaldsskipulagsins. Það mun gera sitt til þess að láta þann sann- leika koma sem greinilegast í ljós, að lögin hafa í augum yfirstéttarinnar því aðeins gildi, að l.ægt sé í skjóli þeirra að arðræna og undii’oka Hinn ítalski prófessór STASSANO er tvímælalaust einn af mestu velgjörðarmönnum mannkynsins. Hann hefir fundið lausn á því vandamáli, sem margir af beztu vísindamönnum heimsins hafa árum saman leitast við að leysa. Hér er um að ræða stærstu framþróun á sviði gerilsneyðingar mjólkur, sem þekkst hefir. Um allan hinn menntaða heim er viðurkennd þöríin fyrir geril- sneyðingu mjólkur, enda er hún víða lögboðin. Eldri aðferðir hafa skemmt f jörefni mjólkurinnar. Þar af leiðandi hafa komið fram raddir um að gefa börnunum ekki gerilsneydda mjólk. Nú höfum við fengið hinar nýju mjólkurvélar, sem byggðar eru á uppgötvun prófessor STASSANO. Við bjóðum bæjarbúum eftirleiðis STASSANISERAÐA NÝMJÓLK sem, samkvæmt skýrslum frá vísindastofnunum víða um heim er viður- kennd að hafa alla kosti venjulegrar gerilsneyðingar, en um leið LAUS VIÐ ÞÁ ÓKOSTI, sem eldri aðferðimar höfðu. Skaðlegar »b a k t e r í u r« allar drepast Öll fjörefni óskemd! Það er aðeins vika síðan bæjarbúum gafst kostur á að reyna mjólkina. En vegna þessara endurbóta hafa daglega streymt til okkar nýir kaupendur. Nýir kaupendur geta pantað hana í S í m i 9 3 0 Mjólkurfélag Reykjavíkur hinar vinnandi stéttir. Og eins hitt að verka- lýðshreyfingin er hinn eini sanni fulltrúi alls frelsis í landinu. VERKLÝÐSBLAÐIÐ Abyrgðarmaður: Brynjólt'ur Bjarnason. — Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.