Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 23.11.1932, Qupperneq 2

Verklýðsblaðið - 23.11.1932, Qupperneq 2
menn, eins og Steinþór Guðmundsson, sem var frambjóðandi flokksins við síðustu þingkosning ar, og Þorst. Þorsteinsson, form. „Verkam.fél. Ak.“, fá ekki leyfi til að líta þar inn. Um „Sjómannafélag Norðurlands" skal því lýst yfir, að þó starfsemi þess sé mjög ábóta- vant, þá er það þó alls ekki dautt. Því til sönn- unar er það, að félagið hefir á hverju ári sett kauptaxta, og sjómenn á Ak. hafa allt til þessa verið ráðnir samkvæmt þeim taxta. Ennfremur má nefna það, að s. 1. sumar varð „Sjómannafj. Norðurl.“ til þess að rétta hluta skipshafnar austur á Norðfirði. Skipshöfnin var ráðin sam- kvæmt taxta „Sjómannafél. Norðm-l.“, og þegar útgerðarmaðurinn ætlaði að pretta hana um kaupið, var leitað til stjómar „Sjóm.fél. Norð- url.“ og fengin leiðrétting þessa. Sama máli gegnir um „Nóta- og netamanna- félag Akureyrar“. Það hefir árlega sett kaup- taxta fyrir slíka vinnu og sá kauptaxti hefir verið haldinn. Þá er „Samvinnufélag sjómanna“ á Akureyi'i, sem að dómi „Alþýðublaðsins“ hefir nú hlotið þau „sorglegu endalok“, að verða gjaldþrota. Það skal fúslega viðurkennt, að kommúnistar — þó þeir þá væru ekki orðnir flokksbundnir — það var áður en kommúnistaflokkurinn var stofnaður — gerðu þá villu að beita sér fyrir stofnun þessa félags. Þetta gerðu þeir ekki vegna þess að þeir hefðu minnstu trú á því, að slíkur samvinnufélagsskapur, í auðvaldsþjóð- skipulagi, væri nokkur lausn á vandamálum framleiðsluháttanna, heldur af hinu, að þeir létu sér detta í hug, að á þennan hátt væri hægt — til bráðabirgða — að tryggja verka- lýðnum, einkum sjómönnum, meiri atvinnu og viðunandi verkalaun. Fyrir löngu hafa kommún istar séð af reynzlunni, að þetta var hraparleg- ui' misskilningur. Og þeir hafa ekki þagað um það, heldur lagt sérstaka áherzlu á að benda verkalýðnum á þá staðreynd, að í auðvaldsþjóð- skipulegi eru slík samvinnufélög um framleiðslu eitt handhægasta tæki auðvaldsins til að arð- ræna til hins ýtrasta þann verkalýð, sem í þeim starfar. Kommúnistum er þess vegna ekkert sorgarefni, þó slíkt félag hætti störfum. Hitt i telja þeir hlutverk sitt, að gera allt, sem mögu- j legt er, til að vernda hagsmuni sjómanna á Ak. — þeirra, sem í félaginu eru, við uppgjör þessa gjaldþrota fyrirtækis. Og það, sem þó skiftir j meira máli, að hagnýta þessa dýrkeyptu i reynzlu til að samfylkja verkalýðnum gegn þessum og þvílíkum krókaleiðum auðvaldsins til arðráns á alþýðu manna. j Um „Söltunarfélag Verkalýðsins“ ætla ég ekki að ræða. Enda er þa"ð ekki nema „í andar- slitrunum“. En það er eitt félag enn á Akureyri, sem Er- lingur Friðjónsson hefir alloft talað um að væri dautt. Það er verkakvennafélagið „Ein- ing“. Það er gamall málsháttur, sem segir, að „svo | mæla börn sem vilja“. Erhng hefir langað mjög til að ná tangarhaldi á verkakvennahreyfing- unni á Akureyri. En hvað „Einingu“ snertir, hefir honum ekki tekizt það. Þess vegna hefir hann tekið upp þá aðferð að lokka út úr verka- kvennafélaginu þær konur, sem hann hefir i liaft áhrif á, og til þessa mun hann hafa neitt aðstöðu sinnar sem atvinnurekandi á fiskverk- unarstöð Kaupfélags verkamanna. Með þessum konum, og öðrum fleiri, hyggst hann síðan að stofna annað verkakvennafélag á Akureyri og i koma „Eining“ fyrir kattarnef, stofna taxta- ! brjótafélag til höfuðs verkalýðnum, eins og kratarnir á Siglufirði. Þessu til sönnunar skal þess getið, að á nýliðnu „Alþýðusambands- þingi“ — þegar rætt var um inntökubeiðni verkakvennafélagsins „Eining“ í Alþýðusam- bandið — þá barðist Erlingur eftir mætti gegn inntöku þess, á þeim grundvelli, að félagið væri að deyja, og annað verkakvennafélag yrði stofnað á Akureyri nú á næstunni. Til þess að gera þetta sennilegt, neytti hann aðstöðu sinn- ar á þinginu til að ljúga því, að s. I. ár hefðu 60 konur sagt sig úr verkakvennafél. „Eining“. Sannleikurinn er, að með áðumefndri bar- j dagaaðferð hefir E. F. tekizt að lokka nokkrar i Verkalýðurinn rís upp gegn klofningsmönnunum Fram til baráttn gegn launalækknnum burgeisa, þrátt tyrir klofnings- otbeldi kratabroddanna Atvinnurekendastéttin býr sig hvarvetna á landinu til árásar á verkalýðinn. Um nýjárið og fram á vorið verða hinar harðvítugustu vinnudeilur viðasthvar á landinu. Auðvaldið mun beita öllum tækjum til að sigra og það lætur nú erindreka sína í verkalýðsstéttinni búa í haginn fyrir sig, *reyna að undirbúa ósig- ur verkalýðsins. Kratabroddarnir hafa nú fram- ið hið níðingslegasta athæfi, sem þeir enn hafa leyft sér í klofningi sínum á verkalýðshreyfing- unni, kórónað þjónustu sína við auðvaldið. Þeir hafa útilokað stærstu verklýðsfélögin utan Reykjavíkur úr sambandinu, neitað fulltrúum verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum, Akur- eyri, Siglufirði og Eskifírði um þingsetu og meira að segja fulltrúum „Hins íslenzka prent- arafélags", elsta og sterkasta félagsskap lands- ins, félagsins, sem átti frumkvæðið að myndun Alþýðusambandsins. Með þessum undirbúningi eru þeir að reyna að tryggja sigur auðvaldsins í kaupdeilunum, að skipuleggja ósigur verka- lýðsins. En verkalýðurinn hefir nú þegar risið upp gegn svikum og klofningi þeirra. Hinir útilok- uðu fulltrúar og aðrir fulltrúar á „alþýðusam- bandsþinginu“, sem samúð hafa með þeim, hafa gefið út eftirfarandi yfirlýsingu: „Við undirritaðir fulltrúar á „Alþýðusam- bandsþingi“, lýsum því yfir, eftir að búið er að útiloka fulltrúa um það bil helmings þeirra verkamanna, sem tekið hafa þátt í kosningun- um til „Alþýðusambandsþings“, að við lítum svo á, að þetta þing sé alls ekki lengur skipað fulltrúum verkalýðsins á „Alþýðusambandsþing inu“, heldur sé þetta svokallaða „Alþýðusam- bandsþing“ ekkert annað en póhtísk ráðstefna sósíaldemókrata, sem hefir enga heimild til að gera nokkrar samþykktir í nafni verkalýðsfé- laganna. Við heitum því að vinna að því af öllum mætti í félögum okkar, að brjóta á bak aftur tilræði það við einingu verkalýðssamtakanna, sem hér er verið að fremja. Reykjavík, 14. nóv. 1932. Fulltrúar Verkamannafélags Akureyrar: Steingrímur Aðalsteinsson, Stefán Guðjóns- son, Einar Olgeirsson. Fulltrúar Verkamannafélags Siglufjarðar: Sveinn Þorsteinsson, Óskar Garibaldason, Gunnar Jóhannsson, Guðlaugur Sigurðsson, Angantýr Guðmundsson. Fulltrúar verkakvennafélagsins „Einingin“, Ak- ureyri: Steinunn Jóhannesdóttir, Lilja Halblaub. Fulltrúar „Hins íslenzka prentarafélags“: Stefán Ögmundsson, Guðm. H. Pétursson. Fulltrúi verkamannafélagsins „Árvakur“, Eski- firði: Leiíur Bjömsson. Fulltrúar „Verkamannafélags Patreksfjarðar“: Sigurjón Jónsson, Jóhannes Gíslason (með fyrirvara). Fulltrúi „Verkalýðsfélags Stykkishólms“: Jóhann Rafnsson. konur úr félaginu. — Samt sem áður er félagið vel starfandi, svo „Alþýðusambandsþingið“, þrátt fyrir andróður Erlings, treysti sér ekki til að verja það, ef félaginu væri synjað um inntöku. Staðhæfing „Alþýðublaðsins“ um það, að kommúnistar á Akureyri hafi notað öll félögin fimm til að kljúfa verklýðshreyfinguna norður þar, svara ég ekki nema blaðið geri tilraun til að nefna dæmi þeirrar klofningsstarfsemi Fulltrúi verkamannafélagsins „Báran“, Eyrarb: Magnús Magnússon. iAilltrúar verkamannafélagsins „Drífandi“, V estmannaeyj um: Isleifur Högnason, Guðrún Jónsdóttir, Sigur- geir Gunnarsson. Fulltrúar,, Sjómannafélags Vestmannaeyja“: Jón Rafnsson, Guðleifur Isleifsson. Fulltrúi „Matsveina og þjónafélags Islands“: Sigurður B. Gröndal". Á miðvikudagskvöldið gengust fulltrúar fyr- ir mótmælafundi í Bröttugötusalnum. Töluðu þar ýmsir af fulltrúunum. Verkalýður Reykja- víkur troðfyllti húsið eins og í það komst. Eft- irfarandi tillögur voru samþykktar: „Fundurinn mótmælir harðlega útilokunar- og klofningsstarfsemi foringja Alþýðusam- bandsins, sem nú síðast lýsir sér í því, að úti- loka fulltrúa á Alþýðusambandsþingið, sem lög- lega hafa verið kosnir af verkalýðsfélögum víðsvegar á landinu, fyrir það eitt, að vilja ekki undirgangast hina pólitísku stefnuskrá foringja Alþýðuflokksins. — Skoðar fundurinn mið- stjórn Alþýðusambandsins sem fulltrúa auð- valdsins innan verklýðssamtakanna og skorar á íslenzkan verkalýð að snúa baki við foringja- klíku þessari. Ennfremur stimplar fundurinn ellefta Alþýðusambandsþing sem klíkuþing al- þýðuflokksforingjanna, þar eð á þinginu eru n argir fulltrúar, sem ekki eru kosnir á þingið af verkalýðnum sjálfum, heldur skipaðir af for- ingjaklíku Alþýðusambandsins og á bak við þá fulltrúa, sem þingið sitja, stendur minni hluti þess verkalýðs, sem tók þátt í fulltrúakosningu á þingið. Fundurinn ályktar, að með því að íslenzkur verkalýður á nú engin baráttuhæf fagleg lands- samtök, beri nauðsyn til þess að verkalýðurinn taki upp baráttu fyrir landssamtökum sínum, gegn auðvaldinu og þjónum þess, foringjum sósíaldemókrata, samkv. samfylkingarstefnu- skrá þeirri, sem samþykkt hefir verið í mörgum verklýðsfélögum. Skal nú þegar efnt til sam- fylkingarliða, allsstaðar þar sem því verður við komið, með allsherjar fagsamband að markmiði, er sé óháð pólitískum flokkum og sem samein- ar alla verkamenn, án tillits til stjórnmála og lífsskoðana". Hinar glæsilegu viðtökur, er fulltrúarnir fengu og einróma samþykkt þessara tillagna með yfir 400 samhljóða atkvæðum áhugasam- asta verkalýðsins í Reykjavík, sýna að það vald sem eitt saman getur hindrað launalækkunina, samfylking verkalýðsins undir forustu K. F. I., er í mikilli uppsiglingu. Nú ríður á að allir fylgjendur samfylkingar- innar herði á starfsemi sinni, undirbúi hver á sínum vinnustað baráttuna í vetur og geri allt það ítrasta sem hægt er, til að leiða stéttabar- áttu verkalýðsins í launadeilunum í vetur til ! sigurs yfir auðvaldinu og þjónum þess, þrátt I fyrir allan klofning og svik kratabroddanna. kommúnista. Annars er ekki unnt að eltast við slíka sleggjudóma. p. t. Reykjavík, 19. nóv. 1932. Steingr. Aðalsteinsson. NÝ SKÁLDSAGA A 111 eftir Ásgeir Jónsson. Fæst hjá bóksölum og send burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu um land allt frá P. Einarsson, pósthólf 676, Reykjavík.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.