Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 21.03.1933, Qupperneq 3

Verklýðsblaðið - 21.03.1933, Qupperneq 3
„Æðsti dðmur“ eða „Fimmtardðmur“? Tveir .Framsóknarmenn' á þingi þeir Jón í Stóradal og Jónas frá Hriflu, flytja frumvörp um breyt- ingar á Hæstarétti, sem hinn fyr- nefndi vill framvegis kalla „æðsta dómu, en hinn síðarnefndi „fimmt- ardómu. Báðir finna þeir sárt til þess að Hæstiréttur er með öllu búinn að fyrirgera áliti sínu með- al alls almennings í landinu. En þeim kemur ekki saman um það, með hvaða brögðum eigi að rétta það við. Jónas frá Hriflu vill láta kjósa dómarana í sameinuðu þingi til 6 ára í senn, en það telur Morgun- blaðsliðið og Jón í Stóradal vera 8ama sem að gera æðsta dómstól Jandsins pólitiskan. Eins og að dóm- stóllinn sé ekki alveg eins póli- tískur, þótt hann sé skipaður af forsætisráðherra að undangeng- inni atkvæðagreiðslu á ráðherra- fundi, eins og Jón í Stóradal og Morgunblaðið með honum vill vera láta! Hverju nafni, sem hann verður nefndur, verður Hæstiréttur aldrei annað en pólitískur dómstóll, verk- færi í höndum yfirstéttarinnar til þess að hilma yfir lögbrot burgeis- anna og undiroka verkalýðinn eins og áþreifanlega hefir sýnt sig á síðustu árum í sýknunardómunum yfir bröskurum burgeisastéttarinn- ar, Magnúsi Guðmundssyni dóms- málaráðherra, Jóhannesi Jóhannes- syni fyrv. bæjarfógeta og mörgum fleiri annarsvegar og í fangelsis- dómunum yfir kommúnistum, Hauki Björnssyni, Guðjóni Benediktssyni, Þorsteini Péturssyni, Isleifi Högna- syni og Jóni Rafnssyni, hinsvegar. En bragðarefir yfirstéttarinnar munu reka sig á það, að það er léttara að breyta nafni Hæstarétt- ar og fjölga dómurunum í honum heldur en að vinna honum aftur álit meðal almennings í landinu. Hlutverk „æðsta dómsu eða „fimmt- ardóm8u yrði nákværolega hið sama og „Hæstaréttar11, og það yrði varla léttara að breiða yfir það, þótt Magnúsi Guðmundssyni yrði bætt í dómaratölu, eins og Jón i Stóra- dal og Morgunblaðið hafa í hyggju. Skipaílotí Sovétrákjanna Fyrir byltinguna voru engin skip byggð í Rússlandi, — en nú næstu daga hlaupa 3 mótorskip af stokkunum í skipasmíðastöð- inni „Marty“ í Leningrad og hvert þeirra ber 5500 tonn, öll ætluð til timburflutninga. 1 janúar 1932 áttu Sovétríkin yfir 300 verzlunarskip, alls 607596 tonn og eykst ílotinn hröðum skrefum. 1927 var tonnatalan að- eins 212,624. Á tímabili 2. 5 ára áætlunar- innar 1933—37 á að byggja fragt- skip, er bæri netto 1,84 miljón tonna. Ennfremur fragt- og far- þegaskip fyrir 35000 tonn og 405000 farþega. í auðvaldslöndunum er skipun- um lagt upp — í Sovétríkjunum er byggð ný í hundraðatali. Vopn verkalýðsins móti ríkislðgreglunni. Eins dags mótmælaverkfall og allsherjar kröfuganga. Undanbrögð Alþýðuflokksforingjanna: Undirskriftasöfn- un undir einskonar bænarskrá til Alþingis(!) Mótmælabarátta verkalýðsins móti rikislögreglufrumvarpi sam- steypustjómarinnar fer dagvax- andi. En nú duga engin orð leng- ur. Verkalýðurinn verður að hefj- ast handa, ef það á að takast að kæfa í fæðingunni þau blóðugu ofbeldisáform burgeisastéttarinn- ar, sem á bak við ríkislögreglu- frumvarpið búa. Síðastliðinn þriðjudag var í Verklýðsblaðinu sagt frá mót- mælasamþykkt fjölmenns verka- lýðsfundar, sem haldipn var hér í Reykjavík að tilhlutun Komm- únistaflokksins, Sambands ungra kommúnista og Alþjóðasamhjálp- ar verkalýðsins þ. 9. þ. m., þar sem skorað var á verkalýðinn á vinnustöðvunum og öll verkalýðs- félög í Reykjavík að búa sig undir eins dags mótmælaverkfall og allsherjarkröfugöngu til Al- þingis til þess að kæfa ríkislög- regluna þegar í fæðingunni. Nú hefir blaðinu borist eftir- farandi símskeyti frá Isafirði, sem sýnir að verkalýðurinn þar hefir einnig gert þessar kröfur að sínum kröfum: Á fundi sínum 19. þ. m. sam- þykkti Verkalýðsfélagið „Baldur“ á ísafirði eftirfarandi í einu hljóði 1. Verkalýðsfélagið „Baldur“ á ísafirði mótmælir enn harðlega frumvarpi því um stofnun ríkis- lögTeglu, sem stjórnin hefir nxi lagt fyrir Alþingi. Stimplar fé- lagið þetta sem tilraun til að stofna yfirstéttarher í landinu og brennimerkir hvern þann, sem ljær þessu frumv. atkvæði sitt eða aðstoð á annan hátt við stofn- un ríkislögreglunnar, sem opin- beran fjandmann verkalýðsins. Einnig mótmælir félagið öllum afskiptum ríkisvaldsins af launa- deilum verkalýðsins. Jafnframt lýsir félagið samþykki sínu og fyllstu samúð með því að verka- lýðurinn hefji að minnsta kosti eins dags verkfall og fari í kröfu- göngu til mótmæla gegn frumv. þegar bað er til annarar umræðu á Alþingi. 2. Fjölmennur fundur í verka- lýðsfélaginu „Baldur“ á ísafirði skorar á Alþýðusamband íslands að beita allsherjarátökum sam- takanna til þess að koma í veg fyrir lögfestingu ríkislögreglunn- ar og norska samningsins, jafn- vel með allsherjarverkfalli innan- lands, þar til Alþingi hefir synj- að báðum þessum friunv. um samþykki sitt. Þó vill félagið at- huga gaumgæfilega framkvæmd þessara tilþrifa áður en sporið er stigið. Fyrri tillagan flutt af Komm- únistaflokknum, síðari af Hanni- bal Valdimarssyni. Þessar kröfur munu fara sig- urför meðal verkalýðsins um allt land. En það nægir ekki. Þær verða að framkvæmast. Og þá veltur framar öllu öðru á verka- lýðnum hér í Reykjavík. Alþýðu- flokksforingjamir, sem bæði efnahagslega og pólitískt eru flæktir burgeisastéttinni, ætla bersýnilega að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra það að verkalýðsfélögin hér í Reykjavík hefjist handa. Þeir hindruðu það á fundi þeim, sem þeir héldu í K.R.-húsinu þ. 11. þ. m., að kröfurnar um mót- mælaverkfall og allsherjar kröfu- göngu móti ríkislögreglunni væru svo mikið sem ræddar, hvað þá heldur bornar undir atkvæði. Og eins var þvi neitað að bera þær undir atkvæði á síðasta fundi Verkakvennafélagsins Framtíðin, enda þótt þær fengju þar ágætar undirtektir. 1 stað þess hafa Al- þýðuflokksforingjamir gengizt fyrir undirskriftasöfnun undir einskonar bænarskrá til Alþingis um að láta ríkislögreglufrum- varpið ekki ná fram að ganga(!). Verkamenn! Þannig líta fram- kvæmdimar út á þeim hótunum, sem Héðinn Valdimarsson hefir skrifað í Alþýðublaðið á möti ríkislögreglunni! Undirskrifta- söfnunin er alls ekki gerð í þeim tilgangi að hindra samþykkt ríkislögreglunnar á Alþingi, því að Alþýðuflokksforingjamir vita ofur vel að til þess nægja engar undirskriftir, heldur aðeins at- hafnir. Undirskriftasöfnunin er gerð í þeim einum tilgangi að hindra það, að þið sjálfir hefjist handa á móti ríkislögreglunni. Því að Alþýðuflokksbroddarnir, Jón Baldvinsson, Héðinn Valdi- marsson og Ólafur Friðriksson vilja enga baráttu á móti ríkis- lögreglunni. Þeir eru undir niðri ekki frekar á móti ríkislögregl- unni heldur en flokksbróðir þeirra, Erlingur Friðjónsson, sem nýlega krafðist varalögreglu á Akureyri til þess að slá niður með blóðugu, ofbeldi mótspyrnu verkalýðsins þar móti launalækk- unarsamþykkt bæjarstjórnar- innar. Verkamenn! Sjáið þið nú, hvav Alþýðul'lokksbroddamir standa í baráttunni milli stéttanna? Þeir eru agentar auðvaldsins í ykkar herbúðum! Lærið af reynslu síð- ustu daganna! Látið þeim ekki lengur haldast uppi að vega aftan að baráttu ykkar móti ríkislög- reglunni, þessu fyrirhugaða, blóð- uga kúgunartæki burgeisastéttar- innar móti verkalýðshreyfing- unni! Heimtið að kallaður verði saman fundur í Dagsbrún, Sjó- mannafélaginu og öllum öðrum verkalýðsfélögum í Reykjavík til þess að undirbúa eins dags mót- mælaverkfall og allsherjarkröfu- göngu inn á Austurvöll þegar ríkislögreglufrumvarpið verður til annarar umræðu á Alþingi! Kolasalan s.f. Sími 4514 Kvöldskemtun heldur K. F. 1. á laugardagskvöld- ið kl. 9 í fundarsal flokksins. DAGSKRÁ: 1. Söngur. 2. Upplestur: Saga frá himnaríki. 3. Ræða (H. B. H.). 4. Upplestur á ræðu, er Fr. Engels hélt við gröf Marx 17. marz 1883. 5. Söngur. 6. DANS. Sú nýbreytni verður að þessu sinni, að það verða eingöngu æskulýðsfélagar sem skemmta og verður vel til þess vandað. Ættu félagarnir því að sækja vel þessa skemmtun og þó sérstaklega æskulýðsfélagamir. Skemmtinefndin. Hefir Hitler gert Göbbels að útvarpsstjóra - einnig á Islandi? Skömmu eftir að foringi Naz- ista, Hitler, varð kanzlari á Þýzkalandi, gaf hann út fyrir- skipun um það, að flokksmaður hans, Göbbels, ein auðvirðileg- asta sprauta fassismans á Þýzka- i landi, skyldi vera yfirútvarps- stjóri þar í landi. Kom slíkt eng- um á óvart. Hitt er einkenni- legra, að ekki verður betur séð en að hið „hlutlausa“ íslenzka ríkisútvarp hafi tekið þessa skip- un þannig, að Göbbels ætti einn- ig að vera útvarpsstjóri á ís- i landi. Því að alla tíð síðan hefir | íslenzka útvarpið flutt athuga- ! semdalaust agítasjónslygar hins i fassistiska þýzka ’ útvarps svo sem það, að kommúnistar hafi kveikt 1 ríkisþingsbyggingunni í Berlín, að Hitler hafi á fimm dögum. gert meira en Bismarck á fjörutíu árum og fleira álíka viturlegt. Væri fróðlegt að fá að heyra frá útvarpsráðinu hér, hvernig þessu víkur við. Kommúiiistar myrtir í fangelsiiiiiim í Þýzkalandi Frá Þýzkalandi koma í útvai-p- inu öðruhvoru fréttir um það, að verið sé að skjóta kommúnista, sem gert hafi tilraun til þess að flýja úr fangelsum Hitlersstjóm- arinnar. Það er sama sagan og sömu lygarnar eins og þegar Karl Liebknecht og Rosa Luxemburg voru „skotin á flóttanum“ árið 1919. í raun og veru voru þau myrt í höndum lögreglunnar, með hennar vitund og vilja, og sann- þessar nýjustu útvarpsfréttir, er sá, að Hitlersstjórnin lætur með ráðnum hug myrða foringja verkalýðsins í fangelsunum. lýðsins í fangelsunum. Þýzka ríkisþingið hefir til mála- mynda verið kallað saman 1 dag. Fulltrúar kommúnista, þriðja stærsta þingflokksins, hafa verið útilokaðir frá þingsetu. •— Nánari fréttir í næsta blaði. l

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.