Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 03.01.1934, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 03.01.1934, Blaðsíða 3
FL OKKURINN Kosningaskrifstofa Kommúnista- flokksins verður opin daglega fram að kosningum kl. 3—10 e. h- í BrBttu- götn. — Félagar og stuðningsmenn mœti stöðugt til að gefa skýrslu um starfið. Prentsmiðjunefndin er til viðtals á miðvikudögum og föstudögum kl. 8—9, í skrifstofunni í Bröttugötu. Verkamannabréf úr Skildinganes'. Þann 12. þ. m- skrifar Sigurjón Jónsson bankaritari, sem er bú- settur hér í Skildinganesi, grein í Alþýðublaðið, sem heitir „Óá- nægjan í Skildinganesi“. I grein þessari er hann að reyna að sýna fram á það, hvað Ihaldið stjómi bæjarmálum Reykjavíkur klaufa- lega og að vegna þess skapist óánægja meðal alþýðunnar. Það mundi vera öðruvísi ef Alpýðu- flokkurinn stjómaði, að þá mundi alþýðan vera ánægð án þess að eytt væri í hana meiri peningum eða meira gert fyrir hana! Með öðrum orðum, að Alþýðuflokkur- inn mundi hafa lag á því, að fá fólkið til að sætta sig við hin hin slæmu kjör, sem það býr við. Auk þess, sem dýrtíðin og at- vinnuleysið, sem eru afleiðingar af kreppu auðvaldsins, leiða af sér eymd og erfiðleika hinna vinn- andi stétta við að draga fram lífið, bætist það við, að alþýðan, sem aðallega verður að búa í út- hverfum bæjarins vegna hinnar háu húsaleigu inni í bænum, hef- ir lítil sem engin not af þeim framkvæmdum, sem bærinn læt- ur gera og sem eru fyrst og fremst miðaðar við villuhverfi burgeisanna. Og eins og önnur verkamannahverfi hefir Skild- inganes algerlega verið látið sitja á hakanum. Hér er t. d. vatns- laust í flestum húsum allan daginn, þrátt fyrir hinn háa vatnsskatt, sem bærinn leggur á verkamennina, sem eiga húskof- ana og er það miðað við það, að hægt sé að græða nóg á vatninu. Skolpræsi eru hér afar ófullnægj- andi og liggja sumstaðar svo of- arlega í jarðveginum, að göt hafa komið á þau þar sem ó- þverrinn sem þau eiga að flytja, rennur upp á yfirborðið og mynd- ar tjarnir á þeim svæðum, sem börn verkamannanna leika sér á og er þetta alveg framúrskar- andi ógeðslegt og heilsuspillandi fyrir börnin. Sumstaðar er engin gata meðfram húsunum og tek- ur því ekkert við börnunum þeg- ar þau fara út, annað en forar- svað og óþverrapollar, sem þau verða að iðka í leiki sína. Jafn- vel götuna fara alþýðubörnin hérna því á mis við, hvað þá að komið sé upp þrifalegum leik- velli handa þeim. En svo tekur ekki betra við þegar börniri fara í skólann. Bamaskólinn hér er ekki annað en ómerkileg líjall- arahola, þar sem lágt er undir loft og andrúmsloftið því óheil- næmt, enda er bömunum hrúgað þarna saman eins mörgum og Kommúnistaflokkur Islands skorar á alla flokksmenn og fylgj- endur sína að fjölmenna 4. janúar kl. 8 '|á e. h. á allsherjarmét flokks- manna oé fylgismanna í Bröttugötusalnum. A dagfskrá eru D ^íarctínrnar. Kauphækkunarmálið og Dcvjol 31-JvFl lltll atv!imuleysisbaráttan. kosningarnar Kosningabaráttan. Ræðumenn: Brynjóltur Bjarnason, Björn Bjarnason, Eðvarð Signrðsson, Einar Olgeirsson. Leikhöparnir sýna nýjan leik. —j Karlakór verkamanna syngur. Inngangur 25 aurar upp í kostnað. Listar Kommúnistafl. til bæjarstjómarkosning- anna. Listi Kommúnistafl. í Rvík með þeim Bimi Bjamasyni, Ein- ari Olgeirssyni, Hjalta Ámasyni og Edvard Sigurðssyni efstum, hefir nú verið lagður fram og verður B-listi. í öllum öðrum bæjum hefir K. F. í. nú lagt fram lista. Á Siglu- firði eru efstir: Gunnar Jóhanns- son og Þóroddur Guðmundsson. Á Isafirði: Eggert Þorbjarnarson og Halldór Ólafsson. í Hafnar- firði: Kristinn Sigurðsson og Friðjón Jóhannesson. I Vestm.- eyjum: Jón Rafnsson og ísleifur Högnason. Á Norðfirði Sigmar Sigurðsson og Sveinn Magnús- son. Á lista verklýðsfélaganna á Akureyri, sem studdur er af Kommúnistaflokknum, eru efstir: Steingrímur Aðalsteinsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Stíörnarkosning' í Bagsbrún Mótmæli gegn árásum á A. S. V. 2. janúar hefst stjómarkosn- ing í Dagsbrún. Fer hún fram á skrifstofu félagsins og stendur til aðalfundar. I þetta skipti koma hin hálffasistisku lög, sem kratabroddamir fengu samþykkt í fyrra til framkvæmda. Prentaður kjörseðill með nöfnum þeirra manna, sem kratamir útnefna, en með eyðum fyrir önnur nöfn, verður afhentur kjósanda. Sjálfir telja kratamir atkvæðin og hafa ótakmarkað tækifæri til að svindla. Stéttvísum verkamönnum ber að strika út prentuðu nöfnin, en skrifa í auðu línumar nöfn þeirra manna, sem í kjöri eru frá þeim, I og hér eru taldir, og setja kross fyrir framan nöfn þeirra. Af hálfu samfylkingarmanna verða þessir í kjöri: 1 formannssæti: Páll Þórodds- ! son. í varaformannssæti: Edvard Sigurðsson. í ritarasæti: Matthías Guð- bjartsson. mögulegt er. Auk þess rennur | þar inn vatn ef snjór er eða rign- ! ing. Börn auðugra fólksins eru ! heldur alls ekki látin sækja þennan skóla, heldur fara þau í 1 skóla inn í bæ, en þetta er nú fullgott fyrir fátæklingana. For- j eldrar barnanna, sem sækja þenn- ; an skóla, mótmæltu þessu harð- lega í fyrra, og kröfðust þess auk kröfunnar’ um nýjan skóla hér suðurfrá, að börnunum yrði séð fyrir skólaplássi, sem væri forsvaranlegt frá heilbrigðislegu sjónarmiði. En skólanefndin neit- i aði að verða við þessari ki’öfu og j var þar Ól. Friðrikss. kratafull- ! trúi í broddi fylkingar að feta í j fótspor íhaldsins í bæjarstjórn. Sökum þess hvaö hverfið er 1 afskekkt frá allri atvinnu, er einnig erfitt fyrir verkamennina hér að fara úr og í vinnu og einkum þó í matartímanum um hádegið. Og strætisvagninn, sem í gjaldkerasæti: Gunnar Gunn- arsson. í fjármálaritarasæti: Guðbrand- ur Guðmundsson. Fyrir Dagsbrúnarmenn hafa þessar kosningar engu minni þýð- ingu en bæjarstjómarkosning- amar. Kröfur þær, sem samfylk- ingarmenn berjast fyrir að Dags- brún beiti samtaka mætti sínum til að knýja fram í vetur, eru fyrst og fremst: Kauphækkun í kolavinnu, salt- og sementsvinnu. Minnst dagkaup fyrir að skipa upp úr togara. Stvtting vinnudagsins um einn tíma með óskertu dagkaupi. Fylgið við þessar kröfur verð- ur að sýna sig við stjórnarkosn- ingarnar. Þýðingarmikill liður í baráttunni um þessar kröfur er, að enginn róttækur Dagsbrúnar- maður láti undir höfuð leggjast að koma á skrifstofu Dagsbrúnar og skrifa nöfn þeirra íélaga, sem stillt hefir verið upp, í eyðurnar, og umfrani allt í sömu sæti og að ofan er sagt. gengur hingað, er of dýr til að alþýðan geti notað hann að ráði. Það verður því að vera krafa okkar verkamannanna hér, að bærinn, sem hefir styrkt strætis- vagnafélagið og veitt því einka- leyfi, sjái um að fargjöldin verði lækkuð og að útbúnir verði sér- stakir farmiðar sem gildi t. d. heila viku handa verkamönnun- um, sem stunda vinnu niður í bæ og seldir meo miklu lægra verði hiutfallslega, en einstakir farmiðar. Nú er þegar hafin barátta fyr- ir eftirfarandi kröfum meðal al- þýðufólks í Skildinganesi: 1. Fullkominn barnaskóli verði reistur þegar á næsta sumri. 2. Að nú þegar verði hafin vinna við að leggja holræsi í all- ar götur í Skildinganesi og að götur verði lagðar þar sem nú er for og kviksyndi meðfram hús- unum. Eftirfarandi tillaga var samþ. í Verklýðsfél. Patreksfjarðar: „Verklýðsfélag Patreksfjarðar mótmælir harðlega hinni illgirnis- legu árás Alþýðusambandsstjóm- ar á A. S. V. í Alþýðublaðinu 20. okt. s. 1. — Álítur fundurinn að slíkar árásir á A. S. V. og önnur hjálparsamtök verklýðsins séu svo ógrímuklædd auðvaldsþjón- usta, að þær ættu að vera til að fylkja verkalýðnum enn fastar um A. S. V., sem hefir sýnt í fleiri verkföllum, að er hin fjár- hagslega höfuðstoð verkalýðsins í stéttabaráttunni, og þau önnur samtök er efla verkalýðinn í stéttabaráttunni, og afla honum fræðslu“. 3. Að bætt verði að fullu úr því vatnsleysi sem nú er í Skild- inganesi. Verkamenn neiti að greiða vatnsskatt til bæjarins þar til þetta hefir verið framkvæmt. 4. Að verkamenn búsettir í Skildinganesi, sem stunda vinnu niður í bæ, fái að miklum mun ódýrari fargjöld en nú tíðkast með Strætisvögnum Reykjavíkur. 5. Að sett verði upp háspennu- stöð fyrir Skildinganes til að bæta úr ljósaskortinum. Þessar kröfur voru samþ. í einu hljóði á almennum fundi fyr- ir jólin. Alþýðufólk í Skildinganesi. Við erum fyrir löngu og margsinnis búin að sanna það, að af krötun- lim er einslds að vænta í baráttu okkar, heldur þvert á móti ganga þeir á móti okkur eins og Ólafur Friðriksson í skólamálinu. Við verðum þess vegna sjálf að berj- ast fyrir hagsmunamálum okkar og fylgja þeim fast eftir með öflugri samfylkingu á byltingai'- sinnuðum baráttugrundvelli. Við verðum einnig að beita okkur fyr- ir því að verkamenn úr okkar hóp komist inn í bæjarstjórnina til að berjast þar fyrir málum okkar, en það getum við aðeins með því að skipa okkur um Kom- múnistaflokk íslands.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.