Verklýðsblaðið - 30.04.1934, Blaðsíða 1
UTG5FANDI: HOMNÚNISTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.)
V. árg. Reykjavílc 30. apríl 1934 19. tbl.
Verkalýður
Reykjavíkur!
Úi á göíuna 1. maí!
Til baváiiu fyrir hagsmunum
verkalýðsins gegn auðvaldi, /as*
isma og kraiaforingjum!
Verkamenn! Verkakonur!
Verklýðssinnar!
Heima hjá ykkur sverfur at-
vinnuleysið og neyðin stöðugt
fastar að. Á vinnustöðvunum
eykst vinnuhraðinn, auðvaldið
pínir út úr ykkur vinnukraftinn
miskunnarlausar en nokkru sinni
áður. Hungurárásir og fasistisk-
ar ofsóknir auðvaldsins færast í
aukana.
Nýtt tímabil byltinga og styrj-
alda stendur f.vrir dyrum. Alstað-
ar skerpast átökin milli hinna
undirokuðu stétta og þjóða ann-
arsvegar, og- kúgandi heimsauð-
valdsins hinsvegar. Undir forustu
Kommúnistaflokkanna heyir bylt-
ingasinnaður verkalýður hetju-
leg’a samfylkingarbaráttu gegn
fasismanum, jafnt í Þýzkalandi
og' Austurríki, ]?ar sem fasisminn
í bráðina hefir sigrað með aðstoð
krataforingjanna sem í Frakk-
landi og Spáni, þar sem framrás
hans er heft með allsherj arverk-
föllum og voldugri stéttabaráttu
fjöldans.
I Sovétríkj unum skapar hinn
sigrandi verkalýður sósíalismann
og leggur grundvöllinn að stétt-
lausu hjóðfélagi.
Islenzka burgeisastéttin býr sig
til stöðugt skarpari fasistiskrar
kúgunarstjórnar gegn verkalýðn-
um. Hungurársirnar, aukið at-
vinnuleysi, aukin vinnuhraði og
vélanotkun, vaxandi dýrtíð, launa-
lækkanir, taxtabrot, þrælameð-
ferð á fátæklingum — allt þetta
lielst í hendur við vaxandi of-
"beldisstjórn hennar, stéttardóma,
afnám lýðræðisréttinda, fasistiskt
ofbeldi kratabroddanna í verk-
lýðsfélögunum, lögre'gluógnir o. s.
frv. Leið burgeisastéttarinnar
stefnir að fasistiskri ógnarstjórn.
Leið verkalýðsins verður að
vera: Byltingarsinnuð dægurbar-
átta gegn hverri árás af hendi
auðvaldsins á lífskjör hans og
Kröfuganga samfylkingarinnar 1. maí í fyrra.
réttindi, þrátt fyrir sprengingar-
tilraunir kratabroddanna. Það er
leiðin til að hindra framrás fas-
ismans, og brjóta hann á bak
aftur. Það er leiðin, sem skapar
skilyrðin fyrir sigri verklýðsbylt-
ingarinnar og sósíalismans.
Gegn atvinnuleysi, launalækk-
unum og auknum vinnuhraða.
Fyrir atvinnu og atvinnuleysis-
tryggingum.
Gegn auðvaldinu, ríkislögreglu
þess og fasisma.
Fyrir verndun Sovétríkjanna.
Fyrir sigri verklýðsbyltingar-
innar og sósíalismans, fyrir sovét-
stjórn.
Sýnum einingu okkar í sam-
fylkingarkröfugöngunni 1. maí.
KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS.
S. U. K. A. S. V.
S AMF YLKIN G ARS AMTÖK
HAFNARVERKAMANNA.
1. mai: Dagur verkailýðsixts
Dagrurúm:
Kl. 1 safnast verkalýðurinn saman á eftirfarandi stöðum í bænum,
verða þar haldnar stut.tar ræður.
Óðinstorg: Ræðumaður: Gunnar Benediktsson.
Hafnarskýlið: Ræðum.: Guðbrandur Guðmundsson og Skúli
Magnússon.
Brunastöðin við Framnesveg: Ræðum.: Erling Ellingsen.
Hólabrekka, Grímsstaðaholti: Ræðum.: Eðvarð Sigurðsson.
Kl. 1,20 verður haldið frá þessum stöðum niður í LÆKJARGÖTU,
þar sem aðalútifundirnir verða haldnir.
Kl. 1,30 byrjar hljómsveit að leika, Karlakór verkamanna syngur og
Brynjólfur Bjarnason heldur ræðu.
Kl. 2 hefst kröfuganga samfylkingarinnar um bæinn. Lúðrasveitin
Svanur verður með í förinni.
Kl. 3 hefst svo útifundurinn í Lækjargötu.
Þar tala fulltrúar hinna ýmsu félaga verkalýðsins, fiokksins
og S. U. K. Karlakór verkamanna syngur og Lúðrasveitin
Svanur leikur.
Kvöldið
I K.-R-húsinu
kl. 8Í2 e. h.:
1. Lúðraflokkur: Internationale.
2. Ræða: Hjalti Árnason.
3. Karlakór verkamanna syngur.
4. Ræða: Skúli Magnússon.
5. Leikhópar verkamanna.
6. Upplestur: Magnús Árnason
7. Ungherji: Listdans.
8. Karlakór verkamanna syngur.
DANS á eftir.
fimm manna hljómsveit spilar.
Aðgöngumiðar seldir í Bröttugötu
og- í K.-R.-húsinu eftir kl. 5 síðd.
1. maí og kosta kr. 2,50.
I Bröttugötusalnum
kl. 8 e. h.:
1. Ræða: Aðalbjörn Pétursson.
2. Karlakór verkamanna syngur.
3. Leikhópar verkamanna.
4. Ræða: Katrín Pálsdóttir.
5. Upplestur.
6. Ungherjarnir skemmta.
7. Ræða: Hallgr. Hallgrímsson.
Aðgöngumiðar seldir allan daginn
í Bröttugötu og kosta kr. 0,75.
1. maí-merki samfylkingarinnar, rauðar slaufur með hamar og
Mætumst öll á götunní 1. maí?
sigð, verða seld á götunni allan daginn. Ennfremur önnur merki,
bækur, blöð og annað.