Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 14.05.1934, Page 4

Verklýðsblaðið - 14.05.1934, Page 4
Burgeisaflqkkarnir vilja útiloka K.F.I. frá Alþingi Látum þuð ekki takast Á vetrarþinginu 1933 sáu borg_ araflokkamir sitt óvænna og' hættu þeirri baráttu, sem þeir þá um skeið höfðu háð um skipun Alþingis, þ. e. skiptingu þingsæt- anna sín á milli. Þeir sáu fram á það, borgaraflokkarnir, að þessi barátta var að leiða þá á glap- stigu, sem vissara var að hverfa af í tíma, áður en það var orðið um seinan. Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn áttu sameiginlega hagsmuni í þessari baráttu um skiptingu þingsætanna, enda stóðu þeir saman að málum á móti Framsóknarflokknum, sem átti sínar valdavonir bundn- ar við gamla fyrirkomulagið. Þessir nýju opinberu samherjar, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn, voru í fyrstu óðamála mjög um þetta sameiginlega á- hugamál sitt, kölluðu þeir það „réttlætismálið;‘, og þóttust enda vilja „pólitískt jafnrétti“ í land- inu, þ. e. að kjósendur hefðu söm og jöfn áhrif á skipur. Alþingis, hvar sem þeir væru búsettir á landinu (atkvæðislegt jafnrétti). Samkvæmt kjördæmaskipuninni var þetta hins vegar svo, að einn kjósandi hafði jafnvel margfald- an atkvæðisi'étt við annan, eftir því í hvaða kjördæmi hann átti kosningarrétt. Atkvæðislegt jafnrétti kjósenda leiddi beint til þess, að Kommún- istafl. hlaut að koma mönn- um á þing. Krafan um „póhtískt jafnrétti“, sem Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu gert að kjörorði sínu í þessari sameiginlegu hagsmunabaráttu, fól þannig í sér pólitíska hættu fyrir íslenzka borgarstétt, sem þessum flokkum hefir þó verið ljós frá upphafi, enda greindi þá ekki á um lausnina, sem var sú, að takmarka þessa kröfu við „þingflokkana“ eingöngu. „Þing- f!okkamir“? — Það voru einmitt borgaraflokkamir sjálfir. Komm- únistaflokkurinn var ekki „þing- flokkur“, enda þótt atkvæðamagn flokksins við síðustu kosningar gæfi honum hlutfallslegan rétt til þriggja þingsæta samkvæmt hinni nýju skipun Alþingis. Hið upprunalega réttlætissjón- armið, að allir einstaklingar þjóð- arinnar ættu sama og jafnan rétt til áhrifa á skipun Alþings, hvar sem þeir voru búsettir á landinu, var þannig fullkomlega fyrir borð borið af hinum samvöldu „mál- svörum réttlætisins" í þessu máli, Alþýðuflokknum1 og Sjálfstæðis- flokknum. Borgarflokkamir féllust allir í faðma um að binda þannig „rétt- Iætishugsjón“ kosningalaganna við „þingflokkana“ eingöngu, þ. e. sjálfa sig. En þótt borgaraflokk- arnir geri þannig allt, seml í þeirra valdi stendur, til þess að útiloka Kommúnistaflokkinn frá því að eignast fulltrúa á Alþingi, tekst þeim það þó ekki til lengdar, jafnvel með slíkum ofbeldislögum. Til þess að Kommúnistaflokkur- inn teljist ,,þingflokkur“ og öðl- ist rétt til uppbótarþingsæta, þarf flokkurinn að koma að einum manni í kjördæmi að minsta kosti. Borgaraflokkamir munu hafa tal- ið sig örugga um að slíkt kæmi ekki fyrir. En þetta getur þó full- vel tekist. Við getum komið að manni bæði á Akureyri og í Reykjavík. Þá fær Kommúnista- flokkurinn og þar með hinn bylt- ingasinnaði verkalýður þrjá til fjóra fulltrúa á Alþingi. Kommúnistaflokkurinn hefir hefir ekkert að gera við þingmenn í sama skilningi sem borgaraflokk. amir. Kommúnistaflokkurinn er byltingarflokkur og ætlar sér ekki þá dul að leiða stéttabaráttuna til lykta með atkvæðaseðlum. Kommúnistaflokkurinn gengur þess alls ódulinn, að hagsmuna- málum verkalýðsins verður ekki ráðið til lykta á vettvangi Alþing- is. Engu að sýður er forustflokk verkalýðsins það mikilvægt að eiga fulltrúa á Alþingi. Það gefur flokknum betri aðstöðu til að fletta ofan ai' blekkingum borg- \ arflokkanna, betri aðstöðu til að opna auga verkalýðsins fyrir stéttarhlutverki þessafá flokka I þágu borgarastéttarinnar. Sú staðreynd ein út af fyiir sig hvert ofurkapp borgaraflokk- amir hafa lagt á það að útiloka Kommúnistaflokkinn frá því að eignast fulltrúa á Alþingi, sýnii' okkur nægilega, hversu stórkost- lega stéttapólitíska þýðingu það hefir að Kommúnistaflokkurinn lcomi að manni í kjördæmi við kosningamar í sumár. Minnumst þess öll, félagar! „Varalðgreglunni verður beint gegn Alþýðuflokknum“ (Alþýðublaðið 9. desember). (Verkamannabréf). Við sátum saman nokkrir sjó- menn á einum Hafnarfjarðartog- aranum og vorum að tala um rík- islögregluna og þær andstæður, sem væru á milli burgeisanna og okkar, sem tilheyrum hinni vinn- vinnandi stétt. Annarsvegar hung ur og atvinnuleysi hjá verkalýðn- um, en allsnægtir hjá burgeis- trnum, sem undanfarin ár hafa stungið í sinn vasa arðinum af vinnu okkar, en nú hyggjast að j gjöra nýja árás á lífskjör okkar í skjóli ríkislögreglunnar, sem mundi nú bráðlega verða útbúin með táragasi og bifreiðum, seni sprauta vatni. Þegar hér var komið umræð- unum, sagði ein málpípa sósíal- demókratanna, að hann hefði séð myndir af þrem' tegundum slíkra bifreiða hjá Emil bæjarstjóra í Haínarfirði og væri afl vatnsins svo mikið, að það gæti hent um fjórum mönnum, sem stæðu í röð og ennfremur að Hafnarfjörður mundi fá eina til þess að stilla til friðar. Og svo segir þessi sami verkamaður: „Hvað á að gera, þegar verkamenn eru farnir að slást í hverri viku?“ Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjamason. Prentsmiðjan Acta, Reykjavik. Yður þvkir það ótrúlegt En nú gerast hinir ótrúlegustu hlutir. Nú er búið til smjör- liki sem hefir vitamín, A og D eins og smjör, og jafnveJ meira Bragð er að þá bamið f i n n u r. Bömin eru farin að tala um það hvað Blái borðinn sé góður. Alitaf bragðbeztur -- Blái borðinn Beztur í allar kökur og neestur smjöri til að steikja í. Tálbeitur fattismans (Sendisveinabréf). Eitt af þeim ráðum, sem Gísli Sígurbjömsson hefir reynt að nota til að ginna okkur sendi- svéina yfir til fasismans, er hin svokallaða „ráðningarskrifstofa“. Með þessari beitu hefir honum tekizt að ginna til sín nokkra sendisveina, sem búnir hafa ver- ið að ganga atvinnulausir yfir ’lengri eða skemmri tíma. Er Gísli þama að útvega nýja atvinnu ? Nei. Hann útvegar ekki nýja atvinnu. Það getur hann ekki. Þess vegna tekur hann það fas- istiska ráð að fá kaupmenn til að reka þá sendisveina, sem fyrir eru og hann veit að ekki eru sér fylgjandi, til þess að geta komið sendisveini í stöðuna, sem hann heldur að hann geti keypt með þessum máta. Félagar! Við verðum að vara félaga okkar \ið því, að ganga þannig yfir til íásismans. Við verðum að afhjúpa betur en áður svik Gísla við hagsmunamál okk- ar þessi þrjú ár, sem hann hafði þau með höndum. Við verðum líka að afhjúpa svik kratabrodd- anna við hagsmunamálin. Félagar! Við skulum standa samfylktir í baráttunni á móti öllum fasistiskum ráðum Gísla og kratabroddanna. Og skapa eina órjúfandi samfylkingu allra sendi- sveina, fyrir hagsmunamálunum, undir forustu samfylkingarliðs sendisveina. mmmmmmmmammmmmamaaKmammmsxsii „Aiþýðusambandið vinnur glæsilegan sigur“ (!!) segir Aljiýðubl. í dag um deil- urnar norðanlands. „Sigur“ þess er í því fólginn að hafa skipulagt fasistiskt verkfallsbrjótalið, til að lærja á verkalýðnum og hindra það, að sigur næðist í þeirri bar- áttu, sem liann heyir norðanlands fyrir hagsmunum sínum. En verka lýðurinn á Norðurlandi mun leiða sína baráttu til sigurs undir for- ustu sambands síns, V. S. N., þrátt fyrir svik Alþýðuflokks- broddanna.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.