Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 28.06.1935, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 28.06.1935, Blaðsíða 2
VERKLÝÐSBLAÐIÐ Mafnaðarmenn ráða‘ Framh. af 1. síðu. verkalýðsbyltingin kæfð í blóði, af hinni blóðþyrstu burgeisastétt Finnlands — méð aðstoð sósíal- demókrata. — Ríkir nú í Finn- landi bvít ógnarstjórn, þannig, að enginn byltingarsinnaður verka- maður er óhultur um líf sitt. — Kommúnistaflokkurinn starfar í banni laganna, og það er undir flestum kringumstæðum dauða- sök, að verða uppvís að því að vera starfsmaður hans. — Aft- ur á móti fengu sósíaldemókratar afhent hús það, sem böðulsstjórn- in rændi frá rauðu verkalýðsfé- lögunum' í Helsingfors. Voru það launin fyrir dygga þjónustu. — Það er ekki furða þó Stefán Jó- hann hælist um. En bezt er hon- um að hælast varlega, því hinn hetjuíegi, ólöglegi kom'múnista- flokkur Finniands eflist stöðugt. Nú er að líta á hvemig „jafn- aðarmenn“ stjóma Norðurlönd- um. Framkvæmd sósíalismans í Svíþjóð. Stokkhólmi 14. júní. Samkvæmt síðustu1 skýrslu at- vinnuleysisnefndar ríkisins, hefir atvinnuleysið aukizt þrátt fyrir það að misserisvinnan er byrjuð. T. d. í Norbotten hefir tala skráðra atvinnuleysingja aukist uni allt að 200 frá apríl til maí. Runa. Og í Danmörku? Kaupm.höfn 14. júní. Samkvæmt opinberumi skýrsl- um hefir vefnaðarverksmiðjan H/F. Brandi í Odense haft 15% í hreinan ágóða, og skift milli hluthafanna síðastl. ár. — Á að- alfundi norræna ritsímafélagsins, sem stóð aðeins 2% mínútu, var ákveðið að skifta 8,9 miljónum kr. í ágóðahlut milli hluthafanna. — Afgangur ágóðans, að upphæð 11 miljónir, yíirfærist á reikning næsta árs. Samkvæmt opinberum skýrsl- um1 hefir skifting ársteknanna tekið eftirfarandi breytingum, þau 6 ár, sem sósíaldemókrata- stjórnin hefir farið með völd. Árstekjur undir 800 kr. Skattgreiðendur. 1929—30 1933—34 492.572 614.486 Árstekjur 800—1600 kr. Skattgreiðendur. 1929—30 1933—34 482.762 534.000 Árstekjúr 3000—5000 kr. Skattgreiðendur. 1929—30 1933—34 357.942 316.922 Svo ört fjölgar þeim, undir stjórn Staunings, semi verða að sætta sig við gjörsamlega ólíf- vænlegar tekjur, en hinum fækk- ar, sem hafa sæmilegar tekjur. Þriðjungur skattgreiðenda hefir undir 800 kr. á ári, og annan þriðjungur 800—1600 kr. 85% þjóðarinnar eða 1.462.342 menn, sem telja fram til skatts, eiga engar eágnir. — 422 ménn eiga eignir, sem nemá frá einni upp í 10 miljónir króna, og 5 menn eiga hver um sig yfir 10 miljónir. Runa. Hungrið .... Framh. af 1. síðu. Stalins og Sovétstjómarinnar o. fl. álíka sannindi!!). Það er sem sagt hinn „gullni méðalvegur“! HVER ER SANNLEIBL URINN? Alþýðublaðið leiðir fram sem vitni tvo blaðamenn, sem hvorug- ir hafa verið í Úkraníu á „hung- ur“-tímabilinu. Þeir eru sammala um hungursneyðina, en aðeins ekki um það, hve margir hafa dáið!! Á móti þessum hungurpostul- um Alþbl., viljurn vér leiða 3 lands- og heimsþekkta ménn, sem ekki verður sagt að séu kommún- istar. HERRIOT forsætisráðherra Frakklands ferð- aðist, ásamt eigin túlk og fylgd- arliði um Ukraníu og Norður- Kákasus á hinu uppspunna hungurtímabili. Þegar frönsk blöð spurðu Herriot um hungrið, hristi Kann höfuðið og sagði: „Ég sá hvergi merki um sjíkt". Síðan segir hann frá því, að hann hafi hvergi séð annað en starfandi fólk og ánægt, sem| virt- ist hafa nóg að borða. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að Herriot reyni að gylla ástand þess skipulags, sem hann er ákveðinn andstæðingur? HALLDÓR K. LAXNESS ferðaðist um þetta leyti urn Úkraníu. Og mótmælti hann hungurfréttunum s. 1. vetur á mjög eftirminnilegan hátt, með því að draga framleiðendur þeirra sundur í háði. Islenzk alþýða þekkir Laxness að því að vera framúrskarandi hreinskilinn og bersögulan rithöfund. Alþýðublaðið reynir í hungur- grein sinni að tortryggja Lax- ness með því, að lýsa honum seni blindum aðdáanda. Sovétríkjanna, að hann álíti þau paradís og þar „drjúpi smjör af hverju strái“. Vill Alþýðublaðið birta slík ummæli eftir Laxness? DANSKA STÓRSKÁLDIÐ MARTIN ANDERSEN NEXÖ ferðaðist einnig- um á „hungur“- tímabilinu 1932—33 og gerir hann lygum auðvaldsblaðanna ennþá betri skil. Hann rekur sögu þeirra á skrifborð leiguritara enska bur- geisablaðsins „Times“ og húð- flettir sorprithöfundana og rúss- nesku hvítliðana, sem framleiddu „hungrið“ fyrir peninga í Berlín. ... en vinnu veita áðeins Sovét- lýðveldin. Kaupm.höfn 14. júní. Burmeister & Wain, Kaup- mannahöfn, hafa fengið pöntun frá Sovét-lýðveldunum um smíði á 3 gufuskipum, 4000 tonn hvert. — Munu þau kosta um 6 miljónir króna. Stjórnarblaðið „Socialdemókra- ten“ skrifar: „Þessi pöntun krefst allmikillar aukningar á skipa- smíðastöðinni og veitir mörg hundruð mönnum vinnu“. FrtL vfamutöðuum Hiii dularfulla ráðning í Sogsvírkjunina Á hverjum degi frá kl. 6 f. h. til kl. 6 e. h. má sjá fjölda verka- manna miður við portin þar sem geyrnt er efnið til virkjunarinnai*. Þessi hópur atvinnulausra verka- manna er að b'íða eftir því að fá vitneskju. um hvar cg hvenær verður byrjað að ráða til vinn- unnar, því varla er hægl að segj % að verkið sé byrjað, því að ekld er búið að senda austur nema rúma 20 ménn, en það undarleg- asta við þessa ráðningu er, að ekki neinn getur með vissú sagt um, hvar er ráðið til vinnunnar og hverjir það gjöra, því þótt spurt sé eftir því á skrifstofu Höjgaard & Schultz, þá er það samá svarig alltaf: Hér er ekki svarað þeim, sem leita eftir vinnu. Og nú er búið að festa upp auglýsingu, sem gefur til kynna að þar sé ekki ráðið í vinnuna og ekki tekið á móti mönnum, sem komi í vinnuleit. En þær upplýs- ingar, sem menn vita réttastar, eru þær, að ýmsir burgeisar, svo sem vegamálastjóri, Jakob Möller o. fl. hafi fengið að krossa við nöfn nranna, sem eru á listanumi, sem er á skrifstofunni hjá Höj- gaard & Schultz og svo verði fjöldinn að bíða þar til þessum berrum þóknast að láta þá vita sem fundið hafa náð í þeirra aug- um og fengið hafa kross við sitt nafn. Það geta allir séð, hvaða hættu slík aðferð sem þessi getur haft í för með sér fyrir bæjarbúa, þar sem húndruð manna bíða nú í óvissu með þá von að komast til vinnunnar, en geta hinsvegar orðið algjörlega vinnulausir í sumar fyrir það eitt að bíða, því að margur hefir það sterka von, að hann þorir ekki að leita annað, þó um eitthvað hand- tak væri að ræða. Krafa verkamanna hlýtur því að vera sú, að nú þegar verði látið vita hverjir vinnuna eiga að fá. Verkamaður. DRAUMAR HITLERS OG DETERDINGS. í bókinni „Mein Kampf“ og við ótal fleiri tækifæri hefir Hitler lýst því sem takmarki sínu „Að herja í Austurveg“. Og hann skýrir þetta enn betur. Hann vill „frelsa íbúa Úkraníu frá sulti og harðst jórn“!! Á sama tíma lætur enski olíu- kóngurinn Deterding (húsbóndi Héðins Vald.) byggja nýjar kaf- bátastöðvar við Svartahaf (Litlu- Asíu). Og sennilega gerir hann þetta til þess að „vemda olíu- lindimar“ í Baku í Kákasus!! Úkranía og Kákasus eru ein- hver auðugustu héröð í Evrópu, bæði hvað náttúruauðæfi og frjó- semi snertir. Er þá tilviljun að enska og þýzka landvinningaauðvaldið á- gimist þessi héröð og þá um leið að hungurlygarnar eru framleidd- ar af hvítliðum í Berlín, en látn- ar á þrykk út ganga í ensku Ihaldsblöðunum. HVERSVEGNA FLYTUR ALÞYÐUBL. hungur- FRÉTTIRN AR ? Það mun eflaust margan verka- mann undra að Alþbl. skuli nú fara að birta ársgamla lygaþvælu úr Morgunblaðinu. Noðurstöður Alþbl. eru þessar: Eftir 12 ára uppbyggingarstarf undir stjórn kommúnista var hungur í Sovétríkjunum. Aðferðirnar til að koma sósíal- ismanum á, bylting verkalýðs og smábænda geta verið réttar í Itússlandi, en ekki hér á íslandi.I Sannleikurinn um Sovét, kreppu- laust þjóðfélag sósíalismans, þar sem ekkert atvinnuleysi er og engin neyð, er smátt og smatt að verða kúguðum og atvinnulausum verkalýð á Islandi skiljanleg: Verkalýðurinn skilur með hverjum degi betur, að leið kom- múnismans, bylting og valdataka verkalýðsins er eina. leiðin út úr núverandi ástandi, og að K. F. I. er eini sanni foringi alþýðunnar gegn auðvaldinu. Undir stjóm þeirra flokka, sem þykjast vilja leiða verkalýð- inn friðsamlega inn í sósíalisma og samvinnu, hríðversna, kjör verkalýðsins, en auður og óhóf burgeisanna vex að sama skapi. Ef einhver skyldi lengur vera í vafa um tilgang Alþýðublaðs- 'greinarinnar, ma benda á eftirfar- andi: Hungurfrétt þessi er ekki skrif- uð af verkamanni, heldur af þeim mönnum, sem' þekkja enga kreppu, auðmönnum Alþýðuflokks ins á borð við Vilmund Jónsson, Finnboga Rút, Jón Baldvinsson og fleiri slíka, sem auðvaldið „skammtar" frá 10 og upp í 35 þús. kr. laun, á sama tíma og þúsundir alþýðumanna hafa varla m'álungi matar. Þessir menn vilja engan sósíalism'a, sem þýddi launa- lækkun fyrir þá. Þessir menn hafa hag af því að alþýðan öðlist aldrej ]mkkingu á sósíalismanum. Þess vegna gengur málgagn þessara manna, Alþ.blaðið, í lið með Ilitler og Deterding og flyt- ur hungurfréttir þeirra, ásamt

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.