Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 24.02.1936, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 24.02.1936, Blaðsíða 1
LYÐSBIAÐH) ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS DEILD ÚR ALÞJÖÐASAMBANDI KOMMÚNISTA Reykjavík, mánud. 24. febr. 1936. T ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST VII. árg., 16. tbl. Blekkingar íhaldsins, Jóns Bald. Héðins og Co. bera árangur: Fellt í Dag'sbrún að stytta vínnu- dagfínn með 513 atkv. gegn 322 Dagsbrún ákveður jafnframt að veita verkamönnum í Hafn- arfirði fullan stuðníng til að ná fram kröfum sinum. Eftir 5 ára baráttu róttæka armsins í Dagsbrún, var nú loks ekki annað sjáanlegt en að Dags- brún stæði svo að segja einhuga um að láta nú til sltarar skríða um að stytta vinnudaginn með ó- skertu dagkaupi. — Á tveim mjög fjölmennum fundum félags- ins var samþykkt einróma að láta þessa ákvörðun koma til fram- kvæmda í vetur. — Var nú svo komið, að hinir afturhaldssömu foringjar þorðu ekki í móti að mæla, svo ákveðinn var vilji ■'ærkamannanna. Enda erfitt um vik, þar sem síðasta þing Alþýðu- sambandsins hafði samþykkt að beita til þess afli flokksins, að sannfæra verkamenn um nauðsyn 8 stunda vinnudags. Þegar hér var komið, tók aftur- lialdið í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum ráð sín saman. Morgunblaðið lýsti því yfir, að það væri hið mesta óráð, að stytta vinnutímann á svona „erfiðum tímum“, annars var það „hlut- laust“(!). Hinir ráðandi hægri foringjar Alþýðuflokksins, létu nú kalla saman flokkslið sitt í Dags- brún. — Jón Baldvinsson málar fjandann á vegginn og segir að nú verði að standa sig, setja allt í gang til að fá styttingu vinnu- dagsins fellda. Með því að láta fara fram allsherjar atkvæða- greiðslu, þótti vinnast nægilegt ráðrúm til að hræða „karlana“. öll flokksvél Alþýðuflokksins er sett í gang og ekkert til sparað. Nú var tónninn einhver annar en þegar Alþýðublaðið var að segja frá því, samkvæmt skýrslum launamálanefndar, að sumir þræluðu baki brotnu og nefðu 54 kr. á mánuði, en aðrir gerðu ekki nokkum skapaðan hlut og hefðu 1000—8000 kr. á mán. og þess vegna yrði alþýðan að grípa til þeirra ráða, sem duga, þó þau kæmu hart við suma. — Nú voru verkamenn hræddir með sömu grýlunum og Morgunblaðið hefir notað frá því fyrsta við öll tækifæri, að „atvinnutækin yrðu stöðvuð“ o. s. frv. — Og Alþýðu- blaðið og Dagsbrúnarstjómin lýstu sig ,,hlutlausa“(!!). Rétt eins og það sé hlutverk stjóma í verkalýðsfélögum að vera „hlut- laus“, þegar allt lið Ihaldsins er í gangi til að ljúga og blekkja! — Framh. á 4. síðu. Danskír verkamenn svara árás auðvaldsíns með verkföllum En Stauning1 „siftur hjá' EINKASKEYTI TIL VERKLÝÐSBLAÐSINS. Kaupm.höfn 22. febr. Stauning forsætisráðherra hefir lýst því yfir, að stjórnin muni ekki skifta sér af eða gera sér- stakar ráðstafanir út af verk- banninu, sem byrjar í kvöld. Á miðvikudaginn byrja fyrstu verkföllin til að svara verkbann- inu. 125000 verkamenn verða fyrir verkbanninu nú strax í byrjun. Flutningar verða ekki stöðvað- ir með verkbanni atvinnurekenda, en kyndarar hafa nú kallað sam- bandsstjórn sína saman til að til- kynna samúðarbaráttu. NORDPRESS. Hvernig hafa foringj- arnir iramkvæmt það, sem flokkur peirra fól peim? „Við alla iðju og iðnað, hverju nafni sem nefnist, verði 8 stunda vinnudagur lögskipaður, þó án skerðingar dagkaups“. Samþ. á 12. þingi Alþ.- samb. ísl. 23. nóv. 1934. „12. þing Alþýðusambands ís- lands leggur fyrir sambands- stjóm að hlutast til um, að hafinn verði, allsherjarróður í sambandsfélögunum til þess, að fræða almenning um nauðsyn- ina á styttingu vinnudagsins, án þess að kauplækkun fari fram“. Samþ. á þingfundi 24. nóv. 1934. „Hinsvegar telur sambandsþing- ið það rangt, að hækka frá því sem nú er, skatta á nauðsynja- vörum, eins og benzíni, og telur því rétt, að frumvarp það um hækkun á benzínskatti, sem ligg ur fyrir Alþingi, verði fellt“. Stauning. Atvmnubótavínua.n Á fundi í verkamannafélaginu Dagsbrún í gær var rætt um at- vinnuleysið og skýrði stjómin frá því, að bæjarráð hefði ákveðið að fresta fækkun í atvinnubótavinn- unni um hálfan mánuð. En eins og menn muna, var krafa Dags- brúnar að fjölgað yrði í -vinnunni upp í 350 manns, en síðasti bæj- arstjórnarfundur vísaði því til bæjarráðs. Hér er um talsverðan árangur fyrir atvinnuleysingjana að ræða, en nú er um að gera að skipuleggja áframhaldandi bar- áttu til fullnaðarsigurs fyrir kröfum Dagsbrúnar. Nýjasta utanríkismálahneykslið: Vöruskifti vid Italíu Aljjjódlcg-ta áliftí og hagsmunum íslands fteflft í voda Islenzk yfirvöld hafa gert samn- ing þess efnis við Italíu að selja þangað saltfisk og sé andvirði fisksins lagt inn á ítalska banka og síðan notað til að greiða með ítalskar vörur, er teknar séu í stað fiskjarins. Með þessum samníngum skerst ísland opinberlega úr leik, þegar um það er að ræða að hjálpa fá- tækri, varnarlítilli þjóð, sem ít- alski fasisminn ræðst á með ó- friði. Þegar flestar þjóðir heims- ins eru knúðar til að taka af- stöðu gegn þessum svívirðilegu á- rásum Italíu á frelsi smáþjóðar, — þá skerst minnsta þjóð Ev- rópu, sem mest þarf á alþjóð- legri hjálp og samúð að halda, úr leik og gerir samning við blóði drifinn ræningjann um að lána honum vörur. Þessi ítalski samningur er svo ábyrgðarlaus og samvizkulaus gagnvart framtíðarhagsmunum og alþjóðlegu áliti íslands, að ís- lenzki verkalýðurinn og Kom- múnistaflokk'ur hans verður al- þjóðlega að lýsa yfir fyllstu and- úð sinni gegn þessu athæfi. Það eina, sem hugsanlegt væri sem afsökun íslenzkra valdhafa, er þeir ættu að fara að verja þessa ráðstöfun á alþjóða vett- vangi, væri sú, — að íslendingar væru slikir aumingjar og ræflar efnahagslega, að þeir væru ekki færir um að taka tillit til neins annars en lélegustu augnabliks-

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.