Fréttablaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 16
 16. SEPTEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa Námskeið fyrir bráðger og námfús börn á aldrin- um ellefu til sextán ára verður haldið í Háskólan- um í Reykjavík í haust á vegum Ad Astra. Nítján greinar verða í boði og sem dæmi má nefna mat- væla- og næringarfræði, kvikmyndagerð, java- forritun, spænsku, tölvuleikjagerð, rafmagns- verkfræði, lögfræði, latínu og margt fleira. Kynning á námskeiðunum verður næsta laugar- dag, 19. september milli klukkan eitt og þrjú í Há- skólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, en námskeiðin sjálf hefjast 3. október og verða á laugardögum til 7. nóvember. Hver og einn nemandi getur valið sér eitt til tvö námskeið. Þetta er þriðja haustið sem Ad Astra býður upp á krefjandi námskeið fyrir krakka sem vilja þróa hæfileika sína og færni á ýmsum sviðum. Nám- skeiðin eru haldin í samstarfi við Opna háskólann í Reykjavík í HR. og skráning fer fram gegnum www.adastra.is. - gun Einkenni fæðuofnæmis og fæðuóþols geta verið keimlík en orsakirnar eru ekki þær sömu, segir Guðrún Linda Guðmundsdóttir, næringar- fræðingur hjá Næringarsetr- inu. „Í almennri umræðu ruglar fólk þessum hugtökum oft saman en staðreyndin er sú að fæðuofnæmi tengist ónæmiskerfinu sem fæðu- óþol gerir ekki. Einkennin eru oft svipuð en eru yfirleitt vægari hjá þeim sem glíma við fæðuóþol.“ Að sögn Lindu eru það oftast al- gengar fæðutegundir eins og mjólk, egg, hnetur, fiskur, skel- fiskur, hveiti og soja- baunir sem valda fæðu- ofnæmi, en dæmi um fæðuóþol er til dæmis mjólkursykuróþol. Húðpróf og blóðpróf eru yfirleitt notuð til þess að greina hvort um fæðuofnæmi sé að ræða og gefa þau oft góða vísbendingu um það. „Ef þau próf eru jákvæð er í kjölfarið yfirleitt gerð áreitipróf því til stað- festingar,“ segir Linda. „Til að kanna hvort vísbending- in um fæðuóþol standist er sú fæðu- tegund, sem talin er valda óþolinu, útilokuð úr fæðunni. Eftir ákveðinn tíma er henni síðan bætt aftur við til að sjá hvort einkennin koma fram að nýju,“ segir hún. Hefur fæðuóþol og -ofnæmi verið að aukast eða höfum við aðeins meiri vitneskju um það? „Okkur vantar í raun rannsóknir til að svara þeirri spurningu. Það er þó álit margra að fjöldi þeirra sem greinast með fæðu- ofnæmi sé að aukast og að bæði aldur og menningar- svæði hafi eitthvað með það að gera. Til dæmis er ofnæmi fyrir fiski algeng- ara í löndum eins og Noregi, Japan og Portúgal þar sem neysla á þessari fæðutegund er meiri. Varð- andi t íðnina þá telja miklu fleiri sig vera með fæðuofnæmi en eru síðan greindir. Staðfest ofnæmistilfelli eru yfirleitt hjá 1-5 prósentum íbúa hverrar þjóðar.“ Á fólk sem glímir við fæðuóþol og -ofnæmi auðveldara með að fá vörur sem hentar því en fyrir til dæmis áratug? „Já, alveg tvímælalaust. Matvælaframleiðendur hafa bætt mjög framboð á vörum fyrir fólk með fæðuofnæmi. Reglur um merk- ingar á matvælum eru líka orðnar strangari sem gerir það að verkum að auðveldara er fyrir fólk að finna fæði við sitt hæfi. Mörgum finnst þetta í upphafi vera algjör frum- skógur þar sem sömu efni geta haft mörg nöfn, en eftir fyrstu skrefin þá verður eftirleikurinn auðveldari.“ Linda segir marga leita til nær- ingarfræðings til þess að fá ráð- gjöf, án tillits til hvort sem þeir eru með fæðuofnæmi eða ekki. „Sumir vilja eða þurfa að breyta um lífsstíl samkvæmt læknisráði og svo eru bara margir sem eru orðnir með- vitaðri um heilsuna en þar skiptir mataræðið miklu máli,“ segir hún og bendir á að á vefsíðunni www. naeringasetrid.is sé að finna bæði fróðleik og tengla sem tengist þessu efni. - uhj Fæðuofnæmi og -óþol er tvennt ólíkt Guðrún Linda segir að matvælaframleiðendur hafi aukið verulega framboð á vörum sem henti sérstaklega þeim sem eru með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sum grunnskólabörn vilja gjarnan bæta við sig verkefnum. Fyrir námfús börn Algengar fæðuteg- undir eins og fiskur, mjólk og egg geta valdið fæðuofnæmi. ● GÓÐ RÁÐ VIÐ VÖÐVABÓLGU Vöðvabólga einkennist af verkjum í einum eða fleiri vöðum og getur einnig tekið til sina og fest- inga sem tengja vöðva, bein og önnur líffæri saman. Oftast fær fólk bólgu í herðar og háls en hún getur þó einnig komið fram í öðrum vöðvum. Algengustu ástæður verkja eða bólgu í vöðvum eru álag og streita, og slys og áverkar eins og tognun. Ofálag verður þegar vöðvi er notaður mikið, lengi og of oft. ■ Hvíld og bólgueyðandi lyf eru góð við vöðvabólgu sem hlýst af ofálagi eða áverkum. Einnig getur verið gott að setja ísbakstur við vöðva fyrsta sólarhringinn eða tvo eftir áverka. En eftir það getur hiti reynst vel til að draga úr verkjum. ■ Nudd og slökun eru góð við verkjum vegna spennu og ofálags. Einnig er gott að gera teygjur eftir hvíld. Hreyfing og góðar æfingar geta einnig aukið vöðva- styrk sem minnkar hættu á bólgum. ■ Annar mikilvægur þáttur er að sofa vel og draga úr því sem veldur streitu. Þá gæti verið gott að stunda jóga eða íhugun. ■ Breyttar vinnustellingar geta einnig orðið til þess að létta fólki lífið og fá margir vöðvabólgu út frá slæmum vinnuvenjum. Skráning og uppl. í síma 5551727 og á skraning@heilunarskolinn.is www.heilunarskolinn.is Geymið auglýsinguna Heilunarskólinn Næstu námskeið: Hugleiðslunámskeið 22. og 23. sept. nk. Nýr þróunarhringur stofnaður 28. sept. Reiki I 12. og 13. október Kyrrðardagar 22. til 26. Október Gunnnámskeið í miðlun 11. - 13. nóvember Heilun í handverki 25., 26., og 29. nóvember Kyrrðarbæn á fi mmtudögum kl. 5.30 í Brautarholti 4a, 2.h., kynningarfundur 5.nóv. frá 7.30 – 9.0 Heilunarstund kl. 8, annan hvern sunnudag í Brautarholti 4a, 2h. fyrst 1. nóvember nk. karto.is A R G U S / 0 8 -0 4 4 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.