Fréttablaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 18
16. SEPTEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa
Nýtt tölvusneiðmyndatæki hefur
verið tekið í notkun á Landspítala.
Tækið þjónar starfseminni í Foss-
vogi.
Þær myndgreiningarrannsóknir
sem gera mestar kröfur til
tækisins eru rannsóknir á hjarta
og æðakerfi en Landspítalinn
hefur ekki haft yfir að ráða tæki
til þess þar til nú.
Tækið er af gerðinni Brilliance
64 frá Philips Medical Systems,
búið stafrænum skynjara og tölvu-
búnaði sem getur skilað 64 tölvu-
sneiðmyndum samtímis af sjúkl-
ingnum.
Með því má meta bráða brjóst-
verki þar sem unnt er að útiloka
kransæðasjúkdóm og fækka inn-
lögnum. Samtímis má greina
segarek til lungna sem er bráða-
dánarorsök. Bætt og hraðari
myndgerð er einnig mikilvæg við
rannsóknir fjöláverkasjúklinga
og greiningu á heilablóðfalli og
kransæðasjúkdómi. Þess má geta
að tækni í nýjustu gerðum TS-
tækja, meðal annars í þessu tæki,
hefur leitt til geislasparnaðar við
tölvusneiðmyndarannsóknir.
Hraðari og betri
sjúkdómsgreining
Íslenskum kylfingum gefst færi á að
leika ótakmarkað golf í ferðum sem GB
Ferðir bjóða upp á í haust.
MYND/ÚR EINKASAFNI
GB Ferðir bjóða upp á ótakmarkað
golf á Foxhills Club & Resort í
Surrey það sem eftir lifir árs.
Foxhills hefur átt vinsældum
að fagna meðal íslenskra kylf-
inga síðustu ár. Aðstaðan, sem er
í tuttugu mínútna akstursfjarlægð
frá Heathrow, er búin hóteli, tveim-
ur átján holu völlum og einum níu
holu velli.
Báðir átján holu vellirnir eru
skógarvellir sem þykja gefa Went-
worth og Sunningdale lítið eftir.
Þeir eru að mörgu leyti ólíkir hvað
hönnun varðar sem gefur kylfing-
um þann möguleika að leika á mjög
frábrugðnum völlum innan sama
svæðis.
Þess má geta að nýrri álmu með
þrjátíu herbergjum var bætt við
hótelið og hún tekin í notkun í mars
árið 2006. Stendur hún viðskipta-
vinum GB Ferða til boða.
Nánari upplýsingar eru á heima-
síðu GB Ferða, www.gbferdir.is.
Ótakmarkað
golf á Foxhills
● NÝR KÖRFUBOLTAVEFUR Nýr
íslenskur vefur helgaður körfubolta
hefur verið settur á laggirnar. Þar verð-
ur fjallað um NBA-deildina ásamt því
að fjalla um íslensku deildina í samstarfi
við KKÍ. Síðar er stefnt að því að
gera yngri flokkum Íslands í körfu-
bolta góð skil.
Sem stendur er hægt að
skrá sig inn á vefinn, setja inn
myndbönd, spjalla, blogga og lesa
nýjustu fréttir af NBA-deildinni og
þeirri íslensku, svo dæmi séu tekin.
Nýja vefsíðan er á slóðinni www.
korfubolti.is.
● MÆLT HVERJIR GANGA LENGST Sjúkraþjálfarar fylgdust með hreyfingu
nokkurra starfsstétta Landspítalans á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar 8. september
síðastliðinn. Frá þessu er sagt á vef Landspítala, www.lsh.is.
Settur var skrefmælir á deildarlækni, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðing, sjúkraliða og
starfsmann í flutningum. Allir báru þeir mælinn á dagvinnutíma.
Ef miðað er við að hvert skref sé sjötíu sentimetrar að meðaltali voru
niðurstöðurnar þær að starfsmaður í flutningum var ótvíræður
sigurvegari enda gekk hann rúma tólf kílómetra yfir daginn.
Deildarlæknir gekk um 10,5 kílómetra, sjúkraþjálfar-
inn 5,2 kílómetra og hjúkrunarfræðingurinn og
sjúkraliðinn gengu jafn langt, um 4,3
kílómetra.
Þess skal getið að þessi tilraun
var ekki vísindaleg heldur aðeins til
gamans gerð.
Nýja tækið verður í Fossvogi.
MEISTARADEILDIN
ÞAÐ ER
ÓDÝRA
RA
AÐ HOR
FA
Á SPOR
TIÐ
HEIMA
Í KVÖLD
Í KVÖLD
18:30 INTER MILAN – BARCELONA
18:30 LIVERPOOL – DEBRECEN
18:40 STANDARD LIEGE – ARSENAL
20:40 MEISTARAMÖRKIN