Fréttablaðið - 16.09.2009, Page 25

Fréttablaðið - 16.09.2009, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 16. september 2009 17 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Í kvöld hefst riðlakeppn- in í riðlum E til H í Meistara- deild Evrópu. Þar ber hæst leik Inter og sigurvegara síð- ustu keppni, Barcelona. Þá verða ensku félögin Liver- pool og Arsenal einnig í eldlínunni. Barcelona og Inter skiptu á framherj- unum Zlatan Ibra- himovic og Samu- el Eto‘o í sumar og búast má við að flestra augu verði á frammistöðu þeirra í leiknum. Zlatan er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og hann hefur heldur betur látið gamminn geisa í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég veit ekkert hvernig móttökur ég fæ en ég geri ráð fyrir að allir alvöru stuðnings- menn félagsins geri sér grein fyrir fram- lagi mínu til félagsins. Ég var þarna í þrjú tímabil og við unnum þrjá titla,“ segir Zlatan. Varnar- maðurinn og harðjaxlinn Marco Materazzi var einn af þeim leikmönnum Inter sem tjáðu sig um ummæli Zlatans. „Ibra, takk kærlega fyrir titl- ana þrjá. Við sjáumst bara á vell- inum,“ er haft eftir Materazzi. - óþ Barcelona hefur titilvörn sína í Meistaradeildinni gegn Inter í kvöld: Zlatan snýr aftur á San Siro ZLATAN Fellur vel inn í lið Barca þrátt fyrir að vera höfðinu hærri en margir. NORDIC PHOTOS/AFP LEIKIR KVÖLDSINS E-riðill: Liverpool-Debrecen Lyon-Fiorentina F-riðill: Inter-Barcelona Dynamo Kiev-Rubin Kazan G-riðill: Sevilla-Unirea Urziceni Stuttgart-Rangers H-riðill: Olympiakos-AZ Alkmaar Standard Liege-Arsenal > Nær KR að viðhalda pressunni á FH? KR dugir ekkert annað en sigur gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld til þess að halda pressunni á FH í toppbaráttu Pepsi-deildar karla. Allt annað en sigur KR í kvöld þýðir að FH verður Íslandsmeistari í fimmta sinn á sex árum. Fyrir leikinn í kvöld hafa Hafnfirðingar átta stiga forskot á Vestur- bæinga þegar FH á tvo leiki eftir en KR þrjá leiki. Þá mætast Keflavík og Grindavík í Suðurnesjaslag á Sparisjóðs- vellinum í Keflavík en báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 17.30. Meistaradeild Evrópu A-riðill: Juventus-Bordeaux 1-1 1-0 Vincenzo Laquinta (63.), 1-1 Jaroslav Plasil (75.). Maccabi Haifa-Bayern München 0-3 0-1 Daniel van Buyten (65.), 0-2 Thomas Muller (85.), 0-3 Thomas Muller (88.). B-riðill: Wolfsburg-CSKA Moskva 3-1 1-0 Grafite (35.), 2-0 Grafite (41.), 2-1 Alan Dzagoev (77.), 3-1 Grafite (87.). Besiktas-Manchester United 0-1 0-1 Paul Scholes (77.). C-riðill: FC Zürich-Real Madrid 2-5 0-1 Cristiano Ronaldo (27.), 0-2 Raul (34.), 0-3 Gonzalo Higuain (45.), 1-3 Margairaz (64.), 2-3 Aegerter (65.), 2-4 Ronaldo (89.), 2-5 Guti (90.). Marseille-AC Milan 1-2 0-1 Filippo Inzaghi (28.), 1-1 Gabriel Heinze (50.), 1-2 Filippo Inzaghi (76.). D-riðill: Chelsea-Porto 1-0 1-0 Nicolas Anelka (48.). Atletico Madrid-APOEL FC 0-0 Pepsi-deild karla Fram-Fjölnir 3-1 1-0 Paul McShane (19.), 2-0 Joseph Tillen (30.), 2-1 Gunnar Guðm. (61.), 3-1 Jón Fjóluson (85.). ÚRSLIT FÓTBOLTI Fyrstu leikir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í gærkvöldi en þar bar hæst að stjörnumprýtt lið Real Madr- id stimplaði sig inn með 2-5 sigri gegn FC Zürich þar sem Cristiano Ronaldo skoraði tvennu fyrir Madrídinga. Þá unnu ensku félög- in Manchester United og Chelsea einnig góða sigra. Það gerðist ekki mikið framan af í leikjunum átta í gærkvöldi en fyrsta mark riðlakeppninnar skor- aði Portúgalinn Cristiano Ron- aldo beint úr aukaspyrnu fyrir Real Madrid gegn FC Zürich á 27. mínútu leiksins. Raul og Gonzalo Higuain bættu við tveimur mörk- um til viðbótar í fyrri hálfleik og allt benti til markaveislu hjá Madrídingum. Svisslendingarnir svöruðu hins vegar með tveimur mörkum um miðbik síðari hálf- leiks og minnkuðu muninn í 2-3. Ronaldo gerði hins vegar út um leikinn með öðru marki sínu beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu og Guti innsiglaði svo 2-5 sigur með marki í uppbótartíma. Paul Scholes skoraði eina mark- ið fyrir Manchester United í frem- ur bragðdaufum sigurleik gegn Besiktas í Tyrklandi en engu að síður komu góð þrjú stig í hús hjá Sir Alex Ferguson og lærisveinum hans á erfiðum útivelli. „Það er alltaf gaman að skora og allir sigrar á útivelli í Meistara- deildinni eru mikilvægir, sérstak- lega á jafn sterkum útivelli og í Tyrklandi. Þetta var ekki okkar besti leikur en sigur er alltaf sigur,“ sagði Scholes í leikslok. Chelsea lét sér að sama skapi nægja eitt mark til þess að hirða stigin þrjú gegn Porto á Brúnni en það var Nicolas Anelka sem skor- aði sigurmarkið. „Nicolas er frábær leikmaður og hann spjarar sig vel hvort sem hann er með Didier Drogba eða ekki,“ segir Carlo Ancelotti, knatt- spyrnustjóri Chelsea. Þá skoraði gamli refurinn Fil- ippo Inzaghi bæði mörk AC Milan í 1-2 sigri gegn Marseille en Gabriel Heinze skoraði mark Frakkanna. omar@frettabladid.is Ronaldo með tvö Cristiano Ronaldo var í stuði í stórsigri Real Madrid í gær en Man. United og Chelsea unnu sína leiki. FYRSTA MARKIÐ Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid fagnar hér fyrsta markinu sem skorað var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili en markið skoraði Ronaldo beint úr aukaspyrnu á 27. mínútu sigurleiks gegn FC Zürich. NORDIC PHOTOS/AFP Fjölnir féll í gærkvöld úr Pepsi-deild karla eftir, 3-1, ósigur gegn Fram á Laugardalsvelli þrátt fyrir hetjulega baráttu í seinni hálfleik. Fram var mikið betri aðilinn í fyrri hálfeik og skoraði tvö mörk gegn engu í hálfleiknum. Munurinn var síst of stór í hálfleik og virtust Fjölnismenn hrein- lega búnir að gefast upp áður en í leikinn kom en liðið þurfti að vinna þrjá síðustu leiki sína í deildinni til að eygja von um sæti í henni að ári. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og virkuðum yfir spenntir. Þó að menn hafi ætlað sér sigur þá tókst það ekki. Við komum okkur í vonda stöðu og þó að menn hafi sýnt smá líf í síðari hálfleik þá vantaði eins og oft áður herslumuninn á að komast almennilega inn í leikinn,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn. Fjölnismenn voru mun sterkari í síð- ari hálfleik og náðu að minnka muninn úr vítaspyrnu en nær komst liðið ekki og Fram gerði út um leikinn með glæsilegu marki Jóns Guðna Fjólusonar beint úr aukaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. „Þetta eru mikil vonbrigði og svekkelsi. Við vissum að við værum í vondri stöðu fyrir leikinn en þetta var síðasta hálmstráið. Við sáum möguleika og vissum að hann væri fyrir hendi. Við trúðum á hann og menn ætluðu sér að gera eitthvað í leiknum,“ sagði Ásmundur. „Þetta er búið að blasa við í svolítinn tíma. Það var annars staðar sem við töpuðum mótinu. Við eigum heimaleiki gegn liðum í kringum okkur sem fóru illa. Heimaleikur gegn ÍBV, heimaleikur gegn Þrótti. Það eru leikir sem við horfum í og erum svekktir með niðurstöðuna úr.“ „Ég er með samning út næsta tímabil þótt það séu hefð- bundin uppsagnarákvæði af beggja hálfu. Við förum yfir hlutina að móti loknu og skoðum hlutina í rólegheitum, hvað borgar sig að gera. Ég sé ekkert á móti því að halda áfram. Það er spennandi framtíð í Grafarvogi og mikill efniviður að koma upp. Það er margt vitlausara en að halda áfram og reyna að koma liðinu upp,“ sagði Ásmundur að lokum. - gmi PEPSI-DEILD KARLA: FJÖLNIR FALLINN NIÐUR Í FYRSTU DEILD EFTIR 3-1 TAP GEGN STERKU LIÐI FRAM Í GÆRKVÖLDI Hetjuleg barátta dugði skammt gegn Frömurum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.