Spegillinn - 01.08.1926, Qupperneq 2

Spegillinn - 01.08.1926, Qupperneq 2
2 SPEGILLINN um verður að fjölga, og þá einkum í þeim kjördæmum sem reynsla hefir sýnt eftir- sóknarverðust, svo sem í Dölum. Við næstu kosningar ættu þingmenn Dala- manna að vera að minsta kosti tíu. HeiII ættjarðarinnar heimtar það; hamingjuvættir þjóðfjelagsins hrópa á þessa breytingu. Kalöaöalshjólreiöin síöari. Við kálgarSsvegginn biðu hjólahreinar, hlaSnir böggum — fimmtán Mlógrömmum. Á þá svifu Eiríkur og Einar, úr augsýn voru þeir á tíma skömmum. Eöðluðu liinir sína reiðar gemsa, er seggir voru komnir upp á Torfur. A skeiðinu miðju bilar Einars bremsa. Bognaði stýrið (tóku að versna horfur!). Á Langalirggg þeir lögðu sam t með prgði og Ijetu ei á sig fá þótt skröltu hjólin. Engir trú ’eg aðrir meira ríði, ■öll þótt sje í lagi ferða tólin. Vill nú hinum vandast eftirreiðin, vel þótt fótastokkurinn sje barinn. En ekki mátti úr greipum ganga veiðin: Göslaði. suður Dalinn allur skarinn. Við Kellingu þeir klára létu pissa. Komnir voru hinir þá í Brunna. Valt þar út af ví'xluð glámskjótt hryssa — þó vildi enginn sjer þar hvíldar unna. Áðu þeir nú senn í sœluhúsum, — sveittir menn og klárar voru bœði —. Heltu í sig brennivini’ af brúsum, ■á bak svo stigu. Iljer var ekkert nœðil Tröllar sjá þeir nú af -hálsi hina, og hleyptu jóum yf ir Víðikerin, en hjcr var ennþá vík á milli vina og vanfær orðin þriðja skársta merin....... Peir Eiríkur nú hleyptu’ á Ormavöllu — undrast fjallabúar skrölt og lœti. Sandmökkurinn rauk um himinhöllu; þeir hjeldru sprettinum að Meyjarsæti. Brá þeim ei, þótt bráðnaði í þeim■ mörinn, ■en brunuðu fram í sinni vjelamenning. Ennþá, sjást um hraunið hjólaförin. Við Hrdun^ýji beit í grasið mcra þrenning. í tannhjólsbikkjum tröllslegt heyrðist orgið, er tóku liinnsta sprett hjá Ármanhsfelli. En Einars fjöri’ og Eiríks höfðu borgið, í Oxnabrekku sprungu þeir með hvelli. ^pess í stað að heygja hjóla jóa, hjcldu þeir á þeim vestur yfir Heiði. Gripum þcim ei gcrist þörf að lóga, þótt gúmmí bili eða slitni reiði. Kampauínsðrykkja í Kristnesi. Eins og menn muna hjeldu Akureyringar kongi uirðulegt sam- sæti í vor. En af vangá urðu glösin eftir heima. Myndin hjer a& ofan sýnir, að sjaldan verður Akureyringum ráðafátt, ef í nauðirnar rekur og virðing landsins er í veði. Heilbrigðistíðinði Spegilsins í Morgunblaðinu var fyrir skemstu kvartað yfir því, að heilsufar væri hjer óvenjulega gott um þessar mundir, svo að til vandræða horfði fyrir lækna. Myndin sýnir hvernig lögregla vor forðaði læknun- um frá því að þurfa að segja sig til sveitar. Gamall maður: Þú ættir ekki að fara með hann litla bróður þinn yfir götuna, þegar umferðin er svona mikil. Hann gæti hæglega orðið undir bíl. Drengurinn: O, skítt — við höfum fult af þessu drasli heima.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.