Spegillinn - 01.08.1926, Síða 3

Spegillinn - 01.08.1926, Síða 3
S P EXj I l l I n n 3 [?inguallanefnðin. 7. grein (Frh,) 10. Kastala all-ramgjörfan skal reisa norð- ur af Meyjarsæti. Skulu þar geymdar og í glerkistum til sýningar hafðar þær þingmeyjar, er þá kunna enn fyrir að finn- ast. Skemman skal umlukt ábyggilegri gaddavirsgirðingu. Skal gegn um tjeð- an gaddavír leiddur 5559 volta raf- magnsstraumur, til frekari varnar. 11. Konungsgarður skal og reistur á þeim stað, er vjer gefum samþykki vort til, og skulu þar hýstir fjallkongar, glhnu- kongar, skákkongar, og aukatigulkong- ar, svo og konungur íslands, er hann lystir. Gæta skal þess vandlega, að höll þessi standi í hæfilegri fjarlægð frá næst- ofangreindri skemmu, sem og frá öðr- um húsum. 12. Þinghöll, þar sem haldin skulu öll þau hin mörgu þing, er nú verða nauðsynleg að teljast með þjóð vorri, svo sem: fiski- þing, síldarþing, söluþing, búnaðarþing, manntalsþing, hreppaskilaþíng, hrafna- þing, húsmæðraþing, hestaþing, húsþing, milliþing (þ. e. fundir milliþinganefnda), stórstúkuþing og staupaþing. Ennfremur í hjáskotum löggjafarþingþjóðarinnar, svo fremi þingmenn sje ekki haldnir gin- og klaufaveiki, sem frændur vorir Danir, enda sje ekkkert þarfara við húsið að gera. Auk þess skal í húsi þessu hald- inn lýðskóli Suðurlands, og erríkisstjórn- inni skylt að sjá honum fyrir jarðhita, er nemi minst 120 stigum á selshaus. 13. Hospítál skal reisa á staðnum, og skulu við það starfa tveir af ríkinu launaðir bartskerar. Skulu þangað á ríkisins kost- nað færðir sjúkir menn og lemstraðir, svo og reiðhestar Laufæsingagoða, ef þeim er lífs von. Nú er þeim dauða von en einkis lífs, og skulu þeir þá tafar- laust höggnir, að þeir eigi við örkuml lifi, og skulu bein þeirra og það skinn er fyrir kann að finnast lagt til mötu- neytisins, er nærstödd grein, 7. liður um getur. 14. Knattspyrnuvöllur skal gerður á staðn- um, þar eð búast má við, að frændur vorir Austmenn muni fjölmenna til lands vors til þess að gera upp gamla reikn- inga. Skal völlurinn lagður eggjagrjóti, með fallgryfjum hjer og hvar. 15. Norður af Lögrjettu hinni fornu skal reisa safngryfju eigi all-litla. Skal í hana safna öllum þeim, er til feðra sinna safn- ast kunna í tilefni af hátíðahöldunum en einkum og sjer í lagi þeim, er norsk- ir þorgarðar og aðrir timburmenn (sbr. Þorleifs þátt Jarlaskálds) fyrir ætternis- stapa steypa. Skulu gryfju þessa múra þjóðhollir fríinúrarar i þegnskylduvinnu, undir tilbærilegu eftirliti ríkismúrara. Þar eð þessi grein er orðin nokkuð löng, en margar eftir, víkjum vje oss að 8. grein. Þar eð ekki er óhugsandi, að bánkar vorir muni sýna tregðu nokkra á fjelán til fyrirtækis þess alls, er að framan getur, ger- um vjer það að varatillögu vorri að stífla Sogið á þeim stað, er áveitu og rafstöðva- útreiknarar vorir ákveða tilkippilegastan. Mun þá Þingvallavatn hækka svo, að taki 15 álnum dönskum yfir eldhússtrompinn á Valhöll — sem þá verður orðin ríkisins eign með góðum kjörum. Munu þá ofan- greindar byggingar með öllu óþarfar verða, og þannig reynast mesta stórgróðafyrirtæki rikissjóðs, í stað þess að verða honum — þrátt fyrir allar tilraunir vorar — all-mikill útgjalda- samvisku- og ólukku-póstur. 9. grein. í því falli, að fræðingum þeirn, er að frainan eru nefndir, kunni að fipast í form- úlunum — sem þó mun ekki mikil hætta á — gerum vjer það að þrautavaratillögu vorri, að reisa aðeins áletraða hornsteina að byggingum þessum. Nú reynast þeir samt sem áður of kostnaðarsamir, að áliti fornmenjavarðar og ríkismúrara, og má þá notast við Bautasteina einvörðungu (sem hafa kostað 11 krónur út i hönd og minna í heildsölu) — enda sje þeir enn óuppseldir. 10. grein. í því falli, að alt ofanskráð reynist ógjör- legt, að áliti þeirra, er með völdin hafa og vitið í þverbakstöskum reiða, gerum vjer það að örþrautavaratillögu, vorri, að fresta öllu hátíðahaldi, með tilheyrandi tilstandi og veseni á Þingvöllum, til þúsund ára afmælis sjálfstæðis vors, en það mun ákveð- ið árið 2264. NIÐURLAGSORÐ. Nefndin hefir að sjálfsögðu lesið »Nefnd- arálit Þingvallanefndarinnar frá 1925«, dags. 14. jan. 1926, og ekkert í því nýtilegt fund- nema niðurlagsorðin, sem vjer gerum hjer- með að vorum, þótt ekki eigi þau við áður- Hinn ný-endurbætti grammófónn frá er einasti grammófónn, sem gefur jafn eðlilega hæstu sem lægstu tóna. 50% meiri tónstyrkleiki en i öðrum grammófónum. Einkaumboð fyrir ísland Tage Möller. leysir fljótt og vel af hendi alla prentvinnu og bókband. Miklar birgðir af pappír og umslögum ávalt fyrirliggjandi. Dansk-islenska orðabókín kemur út um nwnaðamótin nóveinber og desember. “ Nauðsynleg bók fyrir alla skóla- og námsmenn.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.