Spegillinn - 01.05.1927, Side 2

Spegillinn - 01.05.1927, Side 2
38 SPEGILLINN Allar FERÐASÖGUR Vilhjálms Stefánssonar fást í . . . bókaverslun Guðm. Gamalíelssonar Brauða- og kökugerðin á Laugaveg 5. Bestu og Ijúffengustu brauðin og kökurnar eruð þjer viss um að fá, ef þjer komið á LAUGAVEG 5. Sími 873. Sími 873. sagt, að forseti E. D. hafi stranglega bann- að þingmörinum svalirnar þennan dag. Flokkurinn fór síðan hina venjulegu leið, þótt hann færi út um óvenjulegar dyr. En ósammála erum vjer þar collega vorum, Mogga, að göngumenn hafi smokrað sjer út bakdyramegin vegna óframfæris. Þykir oss hitt fremur djarflegt, að þora að mæta augum ráðherra, biskups og annara hinna mörgu stórhöfðingja Tjarnargötunnar. Á Stýrimannastignuin bættust 2 við hóp- inn og fóru í fylking Hallbjarnar, á Vestur- götunni komu 5 konur undir fána kven- fjelagsins »Framsókn« og á Laugaveginum gengu 3 í sveit þá, er Guðm. úr Grinda- víkinni stýrði. Höfðu þá alls bætst 10 við. En 10X120 eru 1200, og sannast þar, að Alþýðublaðið hefir farið nákvæmlega rjett með töluna. Á Austurvelli hafði ræðustóll verið reistur- Var hann útflúraður með rauðum rósum og Amorspílum eftir bestu listamenn vora. Stigu hinir helstu mælskumenn samein. Al- þýðuflokks og Framsóknar þar upp, hver eftir annan, og lýstu óbeit sinni á íhaldinu og öllu þess athæfi. — Um innihaldið verður samt ekkert frekar sagt, því orða- skil urðu illa greind. Er heídur ekki að furða, þótt illa heyrðist, yfir tólfhundrað- faldann mannhringinn og Valtý að auki, sem enginn gat sjeð. Fellur því öll þessi mælska í gleymskunnar djúp, því Alþýðublaðið er þreytt orðið á ræðuuppprentun, en Valtýr vildi ekki láta veru sinnar þar getið. En minningin lifir, því Þorsteinn segir, að ræð- urnar hafi verið góðar, en hann er líka skáld, og talar auk þess vel um alla menn. Að ræðuhöldum loknum fór allur flokk- urinn til Ijósmyndara, og er myndin til sýnis í rófukassa Alþýðublaðsins. Er þar sjón sögu ríkari um fjöldann, því þar eru allir þátt- takendur sýnilegir, nema Valtýr. Að þessu búnu dreifðist hópurinn. — Fóru hinir upphaflegu 120 á fund niðri í Báru. Hvað þar hefur gerst segjum vjer ekki frá. Oss dettur ekki í hug, að láta fara með oss eins og farið er með Magnús, að lýsa oss lygara að því, sem að oss hefir verið logið, enda erum vjer alls ekki reiðu- búnir að sverja. Utvarpsræðu Haraldar um kvöldið gátu burgeisar aðeins notið, sem einir hafa efni á, að hafa slík áhöld. Verði þeim að góðu! e. 5kQlð5kaparfnál. (5ent frá Hkureyri): TrochceLis. Dísa litla þreytist, og Dísa er svanninn minn. í Dalakofa lifir hún, að leika við vininn sinn. Drykkjukrá! Svivirtu ekki sveina þá, er sækja listamannakrá, og svartir eru á brún og brá og bakvið tjöldin gægjast, bakvið tjöldin í blíðviðrinu gægjast. Hó, hí, há! Sumir eiga enga þrá aðra en þá að sofa fá, en þeir verða að vaka hjá vininum sínum eina, vilta, litla vininum sínum eina. Kling, kling, klá! Enginn má í myrkri sjá, og margir eiga sólskinsþrá: Að mega vinu hvíla hjá, uns hjartað af löngun brestur, karlmannshjartað kvalið af löngun brestur. Disa litla þreytist, og Dísa er svanninn minn. f Dalakofa lifir hún, að leika við vininn sinn. Örninn ungi.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.