Spegillinn - 01.05.1927, Page 5
SPEGILLINN
41
Hljómleikar.
Þar sem það er starf mitt við Spegil-
inn að skrifa um hljómlist, verð jeg hver-
vetna að vera þar viðstaddur, sem hljóm-
Jeikar eru haldnir; hafði þó ekki tækifæri
til að hlýða á Eriksen, með harmoniku þá,
sem getið var um í einhverju blaði, að
smíðuð hefði verið með sjerstakri hliðsjón
af íslandsferð hans.
Á Beethovens-hljómleik fór jeg, og dáð-
ist að meðferð Páls á efninu. Beethoven
var af guði sendur á jarðríki til þess að
sýna og sanna mönnum, að hjer væri sett
met, sem enginn hefði náð og enginn gæti
náð, í samstillingu tónanna, þar sem þeir
-streyma í fossum og lyfta hugurn manns
upp í hið ómælanlega himinhvolf (sje
maður úti), eða upp undir rjáfur (sje verið
inni), t. d. í Pastoral Symfóníunni, þar sem
heyrist lækjarniður, síðan danslög, sem
kafna svo i grenjandi útsynningsroki, eða
Scherzóin í nr. 5, þar sem uppgægist fiðla,
sem syngur veikt og herðir á sjer, en verður
þó að drukkna i brimhljóði kontrabassanna.
Hvílík unun og dýrð! Síðan kemur kyrð
óg ró, eins og fínn fílígrans-vefur, og lagið
(jeyr út, eins og þegar gengið er úr myrkri
í Ijósið.
Svo var fiðluleikur Rússans Mitnitzky’s.
Sá, sem ekki tímdi að kaupa sig þar inn,
hefir miklu tapað. Hann ljek lög, sem eng-
inn íslendingur má án vera að heyra, og
þegar hann ljek krómatísku kvintana á G-
strenginn einan, stóðu neistar út frá hon-
um af áhuga og hrifningu, og tríó þá, sem
hann ljek á sama streng einan, setur hann
á bekk hinna mestu galdramanna í fiðlu-
spili. Svo var Stradívaríusinn hljóm-
mikill, að eins var og lúðrasveit Reykja-
vikur ljeki inni. — Fúga á einn streng var
leikur fyrir þennan meistara, sem hreif svo
tilheyrendur með sinni guðdómlegu list, að
ekki hóstaði einn einasti maður, þrátt fyrir
kvefpest í bænum og kikhósta.
Hreinn Pálsson söng sig inn í hjörtu til-
heyrenda sinna, sem voru margir. Hans var
ekki getið í blöðum, vegna þess að hann
söng ekki annað en það, sem allir skildu
og gátu án aðstoðar lærðra manna dæmt
um, hvort væri gott eða slæmt, og dómur-
inn var: „það var mjög gott“. Til þess að
vera getið í blöðum verður að spila eða
syngja það, sem enginn skilur eða hefir vit
á —; á slíkum hljómleikum er fínast að
vera.
Svo söng hjer ungur danskur maður, Paul
Weinreich. Var jeg þar, eins og víðar.
Hefir hann miðlungs Barytonrödd og söng
ástarkvæði mjög tilkomumikið. Raddsvæðið
er mikið, frá stóra C hreinar 3 áttundir upp
skalann, en á ferðalagi notar hann aldrei
nema IV2 áttund, samkvæmt læknisráði.
Yfirleitt er hljómlistarlíf bæjarins fjörugt
um þessar mundir, og nú eigum við kost
á að heyra á grammófón Bí, bí og blaka,
sungið af Signýu gömlu Liljenquist, sem
við allir þekkjum, síðan okkur var sagt í
blöðum, að enginn mætti láta sig vanta til
að hlýða á hina dásamlegu, himnesku rödd
úr gullbarka hennar.
Nokkrir framtakssamir menn eru að hugsa
um að gefa bæjarbúum kost á þessu lagi
á grammófón, frá þingsvölunum, 17. júní.
Hljómlistafrœðingur Spegilsins.
Ferðasögubrot.
Eftir
Sueitamann.
(Frh.)
»Margt mun nú hjer vera breytt frá því,
sem var, er jeg kom hingað síðast«, flaug
mjer í hug, er jeg kom inn í anddyri Al-
þingishússins. »Nú eru hinir gömlu garpar
gengnir sinn veg. Nú er Björn á burtu, nú
er Skúli horfinn og nú er köttur kominn í
ból Bjarna. En ekki tjáir að tala um það«,
sagði jeg við sjálfan mig. »Alt getur aftur
breytst til hins betra. Dalalæðan hverfur,
er sólin hækkar, og hver veit, nema úr
Hrappsey komi hjálpin«.
Jeg gat smokkað mjer framhjá dyraverð-
inum, án þess hann tæki eftir, og komst
inn í áheyrendasal N. D. Var þar þröng
miki), ys, ráp og samtal; ollu því mest
skrifarar þingsins, sem eins vel mættu heita
»skrafarar«.
í þingsalnum voru þingmenn á ferð fram
og aftur, en fáir i sætum sínum. Hár maður
og herðabreiðr hafði orðið, sem jeg hálfkann-
aðist við og fanst að einhverntíma hefði
brugðið fyrir mig í Flóarjettunum. Lág-
mæltur var hann og gat jeg aðeins heyrt, að
hann sagði með nokkru millibili: »jumm«.
Þá bað sjer hljóðs þingm. Reykvíkinga,
unglingslegur maður, nokkuð drýgindalegur,
og ekki ólíkur því að hafa nýlokið smá-
pungaprófi. »Undarlegir menn eru Reykvík-
ingar«, hugsaði jeg, »þeir láta börnin sín í
Rjettritun
íslenskrar tungu.
Þeim, sem ekki stendur á sama,
hvort þeir skrifa rjett þau orð sem
framburðurinn segir ekki til um
hvernig stafa eigi, væri betra að
hafa við hendina bók, sem leysir
úr öllum slíkum spurningum á
svipstundu, en það er
stafsetningarorðabók
Björns Jónssonar.
ísafoldarprentsmföja hi.
Maltöl
Bajerslcflll
Pilsnei*.
Best. - Ödýmst.
Innlent.