Spegillinn


Spegillinn - 04.08.1928, Blaðsíða 7

Spegillinn - 04.08.1928, Blaðsíða 7
15., III S p e g i 11 i n n 119 R. Dagbók. Frá Örfirisey simar tíðindamaður vor: Kappróður fór fram á sunnu- daginn var milli templara og drykkjumanna. Unnu brennivínsberserk- irnir svo greinilega, að þegar brennvinsbáturinn náði marki, var templ- arafleytan að sjá eins og ósýnilegúr svartur depill langt fyrir utan sjóndeildarhringinn. Þetta sannar, að oss virðist, þá skoðun, sem templ- arar hafa haldið fram, að enginn, sem neytt hefir áfengis geti verið að nokkru gagni sem iþróttamaður eða annað. Á brennivínsbátnum var Hjalti Jónsson við stýri og góðkunnir drykkju- og atorkumenn undir árum. En hinum bátnum hefir sjálfsagt Felix stjórnað og reru þar íþrótta-templarar. Vegalengdin mun hafa verið um 80 vikur sjávar og reru brennivinsmenn það á 3 minútum 28,7 sekundum. Hinn báturinn (templarar) náði landi kvöldið eftir. Valdlmar Sueinbjönsson Soegilsins. Frá sama er símað: Auglýst hafði verið að Lehmann og frúin tæku tvö ein þátt i þolsundinu í kring um eyna. En á siðustu stundu fanst nefndinni það tilhlýðilegra, að »Anstandsdama« væri með. Þau komu öll að landi með sæmilegu millibili og þótti sund þeirra frækilegt. Frá frjettastofunni er símað: Hinir frægu bílferðamenn Jónatan Þorsteinsson og Þorkell Teitsson lögðu í gær upp á Langjökul í bíl. Hefir sú leið aldrei verið farin í bíl og er gleðilegt ef þannig bættist einn spottinn við inn í bílvegakerfi landsins. Frá Bíó er oss simað: Hetjusöngvarinn Sigurður Skagfeldt hefir enn á ný skift um nafn og heitir nú Sigurður Skagfeldt. Kappróðurinn milli brenniuínsmanna og templara. Oss hefir verið símað: Þar sem með öllu var ómögulegt að Hall- birni gætu enst þessar 1800 kr. nokkuð til ferðarinnar, ef hann liefði átt að borga fargjald á venjulegum farþegaskipum, var ekki um annað að tala en láta herskipin flytja hann sjö landa á milli. (1 næsta blaði verður mynd af þessari utanför Hallbjarnar). Brjef til Spegilsins. (Laugardag, drottinsdag í júlí í sumar). Eg er eínn af þeim sem ekki hefi fengið skáldastyrk eða utanfararstyrk, þrátt fyrir verðleika mína. Jeg var nefnilega svo óheppinn að jeg var í Tímaklíkunni meðan íhaldið var við völd, en siðastliðið sumar hjelt jeg eins og miðstjórn íhaldsflokksins — að íhaldið mundi tigra með »glans«. Rjett fyrir kosningarnar snerist jeg því og gerðist ihaldsmað- ur og ljet talsvert á því bera. En svo fór sem fór að íhaldið fór — á rassinn og nú sit jeg uppi allslaus og styrklaus. í hitteðfyrra var það Jón Björnsson og hans líkar sem hirtu styrkinn, nú i ár var það Sigurjón í bankanum og aðrir hálsar sem reittn öræfagróður þann sem Alþingi úthlutar skáldum vorum. Jeg er nú snúinn á ný og geng- inn í minsta flokkinn. í svipinn man jeg ekki eftir hvað hann heitir, en það er sá flokkur sem Sigurður Eggerz er einn um. Sem sagt, jeg fór styrklaus hingað, til þess að safna kröftum og hugsjónum, jeg var orðinn leiður að standa sunnanundir bankanum eða glápa á flugvjelina og útlenda ferðamenn, leiður að horfa á heild- salann i bilnum, leiður á stuttu píllsunum og gul-bleikum kvenfólks- útlimum. [Framh. á næstu blaðsíðu].

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.