Spegillinn


Spegillinn - 17.05.1930, Blaðsíða 8

Spegillinn - 17.05.1930, Blaðsíða 8
Oýuirki. Svo vanir erum vjer íslendingar orðnir stórkostlegum framkvæmdum undir nú- verandi Framsóknarstjórn, að vjer tökum tæpast eftir mannvirkjum eins og lands- spítalanum, Barnaskólanum, Elliheimilinu, sundhöllinni og öðrum slikum, enda þótt vjer rekum í þær krúnuna í myrkri eða göngum fram hjá þeim í björtu. Þetta kann í sjálfu sjer að vera gott og blessað, en einhvernveginn hefir stjórninni samt fundist það óheppilegt, ef almenningur yrði svo »blaseraður« að íaka alls ekki eftir því, sem verið er að gera honum til gagns og uóða. Getur slikt og verið slæmt í kring um kosningar og þvi um líkt. En vitrum mönnuni verður ekki skotaskuld úr því að bæta úr slíku, og hefir því stjórn vor fundið upp eitt pat- ent ráð til þes; að minna landslýð — eða að minntta kosti Reykvíkinga — á forjDjenustur sinar, og það með j)vi að liætta enn einu mannvirkinu ofan á öll hin. Hefir stjórnin sjeð af forvisku sinni, að stærðin ein myndi ekki duga tii að vekja tilbærilega eftirtekt á mannvirkinu, og því tekið það fangaráð að setja það heldur á þann stað sem almenningur ætti mjög leið um. Þessa dagana er í Bankastræti jarðrask mikið, rjett móts við stjórnarráðið, Eru grafnar grafir eigi all-litlar sitt hvoru megin í götuna og er þegar farið að steypa einskonar kjall- ara í annari. Fróðir menn halda því fram, að hjer eigi að liggja hin fyrir- heitnu náðhús stjórnarinnar, þ. e. hús þau, er stjórnin ætlar að gefa oss af náð sinni. Höfum vjer fyrir satt, að þau eigi að verða tvö; sitt í hvorri gryfju, og sje það, sem nær er stjórnarráðinu ætlað Framsóknarmönnum, og er það að likind- um, þar eð þeir koma mest í Stjórnar- ráðið og ekki eigandi á hættu, að þeir í neyðartilfelli þurfi að hlaupa þaðan yfir götuna og kannski verða undir bíl eða barnavagni. Hin gryfjan mun verða ætluð stuðningsflokki stjórnarinnar, og þykir minna um, þótt einhver af honum verði fyrir áðurnefndum slysum, þvi þeir hafa altaf verið að skamma hana uppá síðkastið. Aftur á móti mun Sjálfstæðis mönnum ætlað að nota portið hjá Bern- höftsbakaríi, nema þeir þá kjósi að fara niður í Verkamannaskýli, sem valla er þorandi. g?M>M5 í!MMM MMMMMM5 DCrAb ('rADC'rAD CrADC'rADrADC-rAD CrADÍ-rAbC Sontuj Bou Tiím Sólskinsdrmgurinn með Ijósnœmustu filmuna. Sportvöruhús Reykjavíkur Bankastræti 11. Einar Björnsson. Sími 1053. Reykjavik. u Vjer höfum fyrir skemmstu átt tal við sjeffinn í stofnun þessari. Var hann all- stúrinn og spurðum vjer hann um ástæðu til þessa. Kom þá í ljós, að hið yfir- vofandi Dagsbrúnarverkfall var í þann veginn að setja grá hár í höfuð hans. — Þjer getið hugsað yður, mælti hann, — hvar við stöndum, ef til þess kemur. — Hvar við göngum erinda okkar, meinið þjer víst, segjum vjer. — Já, og það líka, mælti hann, — en auðvitað verðum við þá að nota þá staði, sem vjer höfum notað hingað til. En það er verra með útlendingana; lortana frá Englandi, til dæmis, og aðra slíka hákalla. — 0, setjið þið þá bara í stjórnarráðið, segj- um vjer. — Ekki dugar það, þar er nóg af skít fyrir, segir hann. — Þá skal jeg kenna ykkur ráð, segjum vjer, það er að taka nokkur af Þingvallatjöldunum og gera yfir gryfjurnar með þeim; það er strax betra en ekki neitt, og oft hefir verið notast við það, sem verra hefir verið, á ferðalögum. — Það var lóðið, segir sjeffinn og bráir talsvert af honum. Vjer göngum burt ánægðir yíir að hafa farið eftir prinsípi voru: Eitt góðverk á dag. Sklthœll Spegilsins. Hvalurinn á Grínisstaðaholtinu Þ. 2. þessa mánaðar færði Morgun- blaðið oss þá fregn að hvalurinn á Gríms- staðalioltinu stæði þar í botn á óstæðu, og og væri tæpur helmingur hans ofansjávar. Ef þessi fregn hefði e'kki staðið í Morg'- unblaðinu, hefði oss alls ekki komið til hugar að trúa henni. Sjerstaklega finst oss það kynlegt, að skepnan skyldi geta komist upp á Grímsstaðalioltið þar sem ]>að fylgdi með, að búið hefði verið að ske'ra af henni hausinn og auk þess búið að flensa í hana eitthvað meira þegar liún fanst út á sviði. Allótrúlegt finnst oss einnig, að svona mikill sjór hafi verið kominn upp á holtið, þar sem þá var ekki neitt sjerlega stórstreymt þessa dagana, en ef til vill hefir þetta verið sjór, sem hefir lekið úr sjálfum hvalnum. Vjer segjum því: Oss finst sagan ótrúleg, en þar fyrir dettur oss alls ekki í hug að neita því, að þetta geti hafa átt sjer stað, því það ske'ðui' margt svo ákaflega ótrú- legt. Pelix.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað: 9. Tölublað (17.05.1930)
https://timarit.is/issue/292954

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. Tölublað (17.05.1930)

Aðgerðir: