Spegillinn - 27.09.1930, Side 4
pp5C9ceo«ooofie«sí'
148
S p e g i 11 i n n
17., V.
KELJAR
eftir
íirbjörn Sveínsson
höfund Bernsfcunnar
jesta barnabókin
iar i bandi kr. 1.50.
* « «
Bráöiega
ur í bókaverslanir ný
íabók eítir Einar skáld
lediktsson. Heitir hún
HVAMMAR. —
!
I /
Is ioldarprentsmiðja h.f, I
s tínatryggíiigar
Sími 254.
O
Svátryggíngar
Simí 542.
För [Dilkins til naröurpúlsins undir hafinu,
[moggi].
*■ 111111ii1111nii iiiiiiimiiiiMimiiiiiiimimmiiiiiiimiiiiiiimmiittiimiiiiiiMiiiiimmiuiiiimiiiiimiiiiiiimmiiiiiumiiiimiiMiiimmiiiiiimiiiiiimiiiimiiiir
byrða hæfileika var skipaður skóla-
stjóri Mentaskólans, þá gat auðvitað
ekki gengið að fyrir skólastjóra nýja
barnaskólans yrði tekinn maður, sem
beri hæfileikana svo utan á sjer, að
allir gætu sjeð þá. Það hefði, vægast
talað, verið hálf óviðfeldið. ef óæðri
mentastofnunum hefði verið gert
hærra undir höfði en þeim æðri. Þá
kemur einnig annað hjer til greina,
sem er svipað eðlis. Ef einhver þekt-
ur og mikilsmetinn kennari hefði ver-
ið skipaður skólastjóri barnaskólans,
þá gat svo farið, að hann væri talinn
standa rektor Mentaskólans miklu
framar. Það væri laglegt til frásagnar,
cf sá orðrómur kæmi, að barnaskóla-
stjóri stæði sjálfum Mentaskólarekt-
ornum ofar að þeim hæfileika, sem
einn góðan skólastjóra má prýða.
Auðvitað hefði stjórnin þá fengið á-
mæli fyrir, að hafa ekki skipað t. d.
Steingrím Arason fyrir Mentaskóla-
rektor, en láta Pálma aftur fá barna-
skólann.
En fyrir þetta hefir verið girt, því
það skal sannast, að fyr skal bóla á
hæfileikafæðingu hjá Pálma, en Sig-
urði, þó eitthvað verði að bíða.
Örnólfur.
Alþingismannatal Spegilsins
fæst hjá öllum útsölumönnum
voram,
Þjúðleikhú5iö enn.
(Síðasta innlegg. Aðsent).
Jeg hefi lítið skift mjer af þjóð-
leikhússmálinu, en þegar mjer um
daginn varð reikað fram hjá grunn-
inum, sem byrjað er að steypa, gat
jeg *kki leitt það hjá mjer að stansa,
og velta fyrir mjer þessu margþvælda
spursmáli, og komst jeg þá strax að
sömu niðurstöðu og allur þorri manna,
að hjer mætti leikhúsið alls ekki
standa. Því miður eru þó enn til þeir
menn, sem ekki sjá, að þessi þjóð-
leikhússtaður er algjörlega ónothæfur
sem slíkur, og það einmitt þeir merm,
sem helst ættu að sjá það. Margir
hafa viljað gera lítið úr brunahætt-
unni, sem söínunum yrði búin með
því að hafa leikhúsið þarna, en þeir
menn hafa þá enga hugmynd um, hví-
líkur hiti getur hlaupið í Leikfjelag-
ið, að jafnvel hefir legið við spreng-
ingum, svo lítið púður, sem annars
er í því, nema rjett á andlitum leik-
enda. Söfnunum yrði áreiðanlega hin
mesta hætta búin, og gæti svo farið,
að vjer hefðum ekki aðrar fornminj-
ar að stæra oss af, en skyrið frá Berg-
þórshvoli (ef það annars þyldi eina
brennuna í viðbót), og yrði það væg-
ast talið, heldur ljelegur vottur um
listfengi hinna fornu íslendinga.
Þegar jeg nú var kominn að þeirn
niðurstöðu, að þarna mætti leikhúsið
með engu móti vera, fór jeg að yfir-
[Frh. á bls. 150),