Spegillinn


Spegillinn - 15.11.1930, Blaðsíða 5

Spegillinn - 15.11.1930, Blaðsíða 5
20., V. 173 Enn um stóra lánið. Ef til vill eru lesendur vorir farnir að þreytast á umtalinu um ríkislánið, r en þar er þess að gæta, að það lán er stórt og þess vegna er það stórmál, er hlýtur að kosta að minsta kosti mörg orð, þó ekki þurfi þau að vera að sama skapi stór. Vjer gátum þess í síðasta blaði, að lánið væri fengið og gáfum meira að segja góð ráð um það, hvernig skyldi verja því til vígslu- og mannfagnaðar. En þetta hefir reynst röng frjett, því lánið var þá ekki fengið og lánið er ófengið enn. Vjer afsökum það því hjer með mikillega, að vjer skyldum koma þarna með skakka frásögn, og vekja þá um leið vonir ýmsra gæðinga stjórnar vorrar um gleðidag eða daga, sem máske koma aldrei, en afsökun vor er sú, að lánið gat verið fengið, þó það hafi ekki verið fengið. En til þessa er nú talin eftirfarandi ástæða: Eins og marg-tekið hefir verið fram í Tímanum og reyndar víðar, þarf ► ekkert um það að þrátta, að vjer get- um fengið lán. Þetta hefir jafnvel Jón Þorláksson viðurkent sjálfur. Sendi- menn vorir, sem þegar eru orðnir nokkuð margir, vita þetta vel, að lán- ið hefir staðið til boða, og því aðeins verið um það eitt að tala, með hvaða kjörum það fengist. En nú er svo kom- ið, eftir því sem Morgunblaðið hefir þrásinnis skýrt frá, að offylli er kom- in í peningamarkaðinn, sem þýðir það, að peningamenn vilja ólmir lána pen- inga sína út. Þegar því síðustu sendi- mennirnir komu út, sem eru þeir dóms- málaráðherrann og Magnús, var svo komið, að peningamenn frá öllum ríkjum veraldarinnar þyrptust að þeim og vildu, að þeir tækju lánið hjá sjer. Eru því sendimenn vorir í afar- miklum vanda og vita ekki, við hvern þeir eiga að skifta. ^ Ýmsir óvitrir menn og gálausir munu ef til vill segja: Takið þið bara lánið; hvern fjandann varðar okkur um, hvaðan peningarnir koma, ef það eru bara góðir og gildir aurar. En það er alls ekki sama, við hvern vjer skift- um, og geta legið til þess mýmargar orsakir. Svo einhver sje nefnd, má t. d. minnast þess, að það er grunnt á S p e g i 11 i n n Dæmisaga Æsops um stóra lánið. Blessuð skepnan tók ákvörðun rjett i þvi er blaðið fór í pressuna. <IIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMtlll|ll|lll|lllll|IIMIIIIMmiilllllllllMllllltllllllllllllllllllimillllll .ililMlllllllltllltllllMlllltllllllMltlMMMIMIMIIIttlllltlltlMIMM því góða á milli ýmsra stórveldanna nú, og þarf ekki nema lítinn neista til þess að kveikja bálið. Ef vjer því tökum peninga einnar þjóðarinnar fram yfir peninga hinnar, getur orð- ið úr því sundurlyndi á milli ríkja, er getur leitt til ógurlegrar alheimsstyrj- aldar. Þá er einnig önnur hlið, sem sýnir, að það er alls ekki sama, hvað- an vjer fáum lánið. Þess var getið ný- lega í Bjarma eða Familie Journal eða einhverju öðru blaði, að heil eyja hefði sokkið í sjó einhversstaðar suð- ur í höfum. Ætli það hefði ekki verið notalegt, ef vjer hefðum fengið lánið þar svona rjett áður en hún sökk? Eða ef vjer t. d. fengjum lánið hjá einhverju ríki, sem bráðlega yrði gjaldþrota, og svo keypti Lárus allar skuldirnar og seldi Búnaðarbankanum þessa skuld svo aftur fyrir slikk? — Skyldi það ekki vera munur eða eiga að borga vexti og vaxtavexti árum saman fyrir utan höfuðstólinn. Nei, það er ekki sama hvaðan vjer fáum lánið. Þetta er alvarlegt mál, sem þarf að íhugast vel, og getur jafn- vel svo verið, að oss sje betra að drep- ast úr lánleysi eins og asninn á milli heybagganna, heldur en taka lán, er leitt getur til einhvers óláns annað- hvort fyrir sjálfa oss eða aðra. Lántakandi .Spegilsins. Kattafarganið. Herferðin gegn köttunum hjer í bæ, sem lengi hefir verið á döfinni, og mikið hefir verið rætt um og ritað, er nú hafin upp á líf og dauða. Sumpart er þessi ráðstöfun gerð til verndar eignum þeirra manna, sem eiga fjár- magn sitt liggjandi í kálgörðum, og hangandi í fiskmeti, og sumpart af (í- mvndaðri) velvild gegn þessum svo kölluðu flækingsköttum, sem vitan- lega oft eiga við örðug kiör að búa, en oft, og líklega oftar, lifa eins og grósserar — vitanlega á ránum að nokkru ieyti — og eru bústnir og sæl- legir. Kötturinn hefir verið tryggur þjónn þióðar vorrar um langan aldur, og unnið mikið gagn, en aldrei ógagn, því þótt þessir svokölluðu flækings- kettir hnupli einstaka fiskkóð, þá verð- ur þess að gæta, að það eru einmitt þessir svokölluðu flækingskettir, sem mest og best ganga fram í því, að verja bæinn fyrir bansettri rottunni, sem öllum er kvimleið, og þessutan stórhættuleg og heilsuspillandi. S v o- k ö 11 u ð u flækingskettir, segi jeg, því það nafn er mjög illa valið, og vit- anlega gert til að kasta rýrð á þenn- an sjerstæða fjelagsskap hinnar virðu- legu húsdýrastjettar, kattanna. — Það

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.