Spegillinn - 29.11.1930, Page 5
21., V.
S p e g i 11 i n n
181
Prófessor aefna-atið.
'HtIIIliliUlllIIIIIM 1,1 IIIIMIIimilUI 11,111,(11,11,,,, ••1111111111111,•1111111111111111111111IIlliiIIlllllilIIIIIIIIIIIMIIIIIIf iiillllirilitllIIlll^llIIIIIIIII 11111111,1 IIIIIMIIIIIIIIIIllllllllllIII,I iiiniuiilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimiMIIIIMIlllllllllltt
í tuskunum, má ráða af því, að Ólafur
Friðriksson er farinn að leggja mann-
skap sinn á lítilmagnann, og farinn að
gefa mönnum á hann. Er líklegt, að
sá, sem fyrir varð, sje einn af þeim
..innan 14 ára“ frá Siglufirði, sem full-
trúana sendu í sumar — öðruvísi get-
um við valla hugsað oss þetta mál. Og
sjálfsagt er eitthvað til í því — þó
Moggi segi það — að ekki er frítt við
róstur og handalögmál á þessum fund-
um. I öllu falli er hinum gætnari farið
að ofbjóða, og hafa komið með þá til-
lögu, að ei skyldi leyfilegt að berja
menn, er mættu á fundinum íklæddir
gleraugum. — Er því fleygt, að eftir
fyrsta fundinn hafi Hjeðinn fengið sjer
gleraugu í mesta snatri, og komið síð-
an tillögunni á framfæri. — En meiri
hlutinn sá gegnum þetta plat, eins og
jafngott var, og var tillagan feld með
yfirgnæfandi meirihluta. Aftur á móti
var kosin afvopnunarnefnd, sem skal
hafa það starf á hendi, að leita í vös-
um ólafs Friðrikssonar, áður en hon-
um er hleypt inn á fundina, og aðgæta
gaumgæfilega, hvort þar finnist ekki
fallbyssur, valslöngur, helgrímur, har-
mónikur eða önnur morðtæki, því jafn-
aðarmenn halda sjer að því gullvæga
meðalhófi, að rota án þess að dauð-
rota. Hversu mikið vopnasafn fjelag-
ið hefir eignast úr vösum Ólafs, er ó-
sjeð enn. En hitt, að fara að vernda
gleraugnamennina, finst oss jafn mein-
ingarlaust og fundarmönnum. Því hver
hefði útkoman orðið?? Ekki önnur en
sú, að á næsta fundi hefðu allir mætt
með gleraugu, og þar af leiðandi hefði
ekkert glóðarauga fallið, og þar aftur
af leiðandi ekkert verið gert á þing-
inu. Er það óneitanlega fjandi hart, að
boða fulltrúa utan af landi í annað eins
bölvað narr, og láta þá kannske verða
úti í bakaleiðinni — alt til einskis. —
Viljum vjer skora á hinn skynsamari
hluta þingmanna jafnaðarmannafl. að
taka sje rásamt oss einn ærlegan hlát-
ur á kostnað gleraugnasala þess, er
laumað heíir tillögu þessari inn á
fundinn í vissu um rífandi afsetningu.
Er jafngott þó slík fjáraflaplön sjeu
kæfð í fæðingunni.
Gleraugnabolsi Spegilsins.
Q/ /Ijfiurtö ó/ýu
_________ r
Tileinkað Halldóri Kiljan Laxness.
í prófastsdæmi Helga Hjörvars
hleður niður snjó;
jeg held að jafnvel sauðnautunum
þyki komið nóg.
Landið okkar Jónasar
er fært í fanna-bann,
og fáir trúi’ eg standi upp úr
nema jeg og hann.