Spegillinn - 29.11.1930, Page 6
S p e g i 1 I i n n
21., V.
182
Prisma-sjónauhar
allar stærðir, og öll þekt merki, kaup-
ið þjer altaf fyrir sannvirði hjá okk-
ur. ZEISS- og RODENSTOCKs sjón-
aukar eru altaf fyrirliggjandi með
verksmiðjuverði að viðbættum tollum
og flutningskostnaði. Aðrar tegundir
seldar eftir föstum pöntunum. Prisma-
sjónaukar frá 90 krónum.
Sportvöruhús Reykjavíkur
Bankastræti 11.
Einar Björnsson-
Simi 1053. — Heimasími 553. — Box 384 — Reykjavik.
0E
]Q|-=-JOE
3QE
3E==]Q[
H. A. Ml N D E
BERGEN
SUÐUSUKKULAÐIÐ
SEM ALLAR HÚSMÆÐUR NOTA.
□ E
33E
30
30
Þó horfur sjeu dökkleitar
er drifhvít okkar jörð,
og Dungal skrifar kauplaust
um sig langa þakkargjörð.
Eigingirnin sefur undir
sakleysisins snjá.
I Súðina vantar nokkra botna
að minsta kosti þrjá.
Súðin hún er öldruð
og sett og stilt og reynd,
en sjálfsagt ekki nærri því
í meðallagi greind,
fyrst hún setti Múla-Árna
óskemdan á land,
en álpast svo með tíu sinnum
betri menn í strand.
En hvað er um að tala þó að
botnar bili og slíkt,
fyrst bilunin á toppstykkinu
á Jónasi er ýkt.
Erlendum sjerfræðingum
Súðin er nú ljeð;
sjálfsagt hefði Jónas átt
að fá að vera með.
Þó brotni flest og laskist
„í lífsins ólgusjó“,
liggur yfir Kiljani
sú vesturheimska ró.
Þó að hjer sje vetur
og vina- og fanna-bann,
er vor og sól hjá Kiljani
„í Edens fínum rann“.
Jeg hætti nú að yrkja,
því hún Anna’ er komin hjer
og ætlar að dvelja stundarkorn
á loftinu hjá mjer.
Þó að fátt sje leiðinlegt
„í lífsins ólgusjó“,
er langtum, langtum betra’ í
,,Edens ranni“ þó. z.
heikhúsið.
ÞBÍR SKÁLKAR. Söngleikur
i 5 sýningum, eftir Carl Ganctrup.
Hið nýja, nafnlausa leikfjelag, sem
að sýningu þessari stendur, hafði
vandað til hennar, sem best mátti.
Fyrst og fremst hafði það haft hugs-
un á því að bjóða því af ríkisstjórn-
inni, sem statt var í bænum, ásamt
undirrituðum, til að horfa á, og enn-
fremur hafði það valið leikrit eftir
þann, sem Moggi segir, að sje helsti
leikritahöfundur dana, í staðinn fyrir
að taka eitthvað eftir Kristján Albert-
son, Freymóð, eða Eline Hoffmann,
eða þá t. d. Kinnarhvolssystur. Þótt
Gandrup sje að vísu ekki klassiskur
enn, fyrir æsku sakir, þá hefir hann
stolið svo miklu frá Shakespeare,
Moliére, Hostrup og fleiri góðum
mönnum, að stykkið verður betra en
klassiskt. Fyrirsögnin er, eins og vera