Spegillinn - 29.11.1930, Page 8
184
§ p e g 111: n n
2Í„ V.
1:
'Pa.bbij má -fara. ut
clS lcikA. tnér ?
3k, en \?ix ver \> Co
vero. dretrgurn'm .
S-c^ 3 kíil kccsfcx
— lanjjl' —* Svqyícl.* *
MS>
P«-bb;: Jðlesuihut, kemur<>u mal ^,| ,
Po-Hinn- rútJa.n broinCLdí
'Pa.l>b«: ^jerM ekkerl 44,fyr*+ þ«-
v«.r*1 joonft hoga*Mnwa.mm1 ol
kcwa meít gftd>n»
/C/ðe! --hvofc skyfd*
pabbl segj*. y.
N Ú <%£ 1
••inillllllllllllllllllllllllllllllllllllllHlllllllllrfllllllUIMMIIi IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMMM. III1111II111IIIIIIIIIIIIIII11IIII .lllllllttllllllltlllMIIIIIIIIIIIIIIIIIMItlllllllllllllllllllllllllMIIIII llllliMllllllllllllllllllllllilllllllllllllinMIIMIIIIIIIIIIMMMHMII.
skuldabrjefið fyrir myllunni. En nú
víkur sögunni til Gests, þar sem hann
rís úr ullarballanum, og hugsar sjer
að láta verkin tala. Heldur hann, að
enginn hafi sjeð eða heyrt neitt, en
varar sig ekki á því, að griðkona ein,
er þar svaf og hraut, hefir risið upp
við hund (dogg), er hún heyrir þrusk-
ið, og hefir sínar meiningar um málið,
er heimasætan segir henni á eftir, að
„kötturinn hafi verið að veiða mús“.
Eins og áður segir, er Gestur dreginn
til gálgans daginn eftir, og er nú eig-
inlega ekki verið að fara með málið
til Hæstarjettar til að tefja fyrir því,
heldur á að festa hann upp þar og þá,
og er alt ballfólkið frá kvöldinu áður,
saman komið, til að fá sjer einn snún-
ing á eftir. Þar er einnig Ljenharður
fógeti — sem var hengdur í fyrra í
leikritinu með því nafni. Hefir hann
skift um hlutverk — en ekki málróm
— og á nú að hengja Gest. En Guð-
laugur hjeraðsfógeti, sem dæmir í mál-
inu, gefur Gesti kost á því, að fá ein-
hverja óspjallaða meyju til að giftast
sjer, og skuli hann þá sleppa. Gefur
malaradóttirin sig fram, og gefur Gísli
rakari þau saman í fússinu. En þá
loksins kemur griðkan, sem áður er
nefnd, og segir frá öllu saman, sem
sje, að mærin sje síður en svo óspjöll-
uð. Er fógeti ekki lengi að dæma hana
til þess, að láta böðulinn klippa á sig
drengjakoll, en er það er í þann veg-
inn að ske, koma skálkarnir tveir með
Morra, og teyma hann á reiptagli um
hálsinn. Kemst það nú upp, að hann er
ekki einungis lifandi, heldur líka fað-
ir Gests, og hefir borið hann út, til
þess að sleppa við meðlagið. Bregður
þá svo við, að fógeti dæmir hann sjálf-
an til hengingar, en áhorfendur snuð-
ast samt um þá athöfn, því gálginn er
orðinn gamall, og heldur ekki Morra
uppi. Er því tilvonandi dánarbú hans
dæmt til að kaupa tröllgálgann, sem
er í sáluhliðinu í Gaulverjabæ, og skal
fanturinn þar upp festur, við tækifæri.
Syngur Gestur svo grínvísu um alt
saman, og loks fellur tjaldið í róleg-
heitum. En áhorfendur voru ekki á-
nægðir, fyrr en líkið var kallað fram.
L. S. Spegilsins.