Spegillinn


Spegillinn - 01.12.1932, Blaðsíða 8

Spegillinn - 01.12.1932, Blaðsíða 8
168 Spegillinn 21,—22., VII. Brtmatryggíngar Símí 1700. Sjóvátryggíngar Símí 1700. COLGATES RAKKREM vinnur bug á hinni hörðustu skeggrót. Allar lyfjabúðirnar og flestallir kaup- menn selja COL- GATES rakkrem. góðan hershöfðingjan hent án þess að hann fengi áfellisdóm sögunnar fyrir. Auk þess getur líka komið til mála að hjer sje ekki um neinn flótta að ræða, heldur einsog talað hefur verið um, að skyldur hafa rekist á. Hermann átti að kveða upp dóm á vissum stað og viss- um tíma, það var hans skylda. Nú var þessi tími rjett kominn og meira að segja, ákvörðunarstaðnum varð ekki náð nema með hraðri ferð, og hana hafði Hermann, svo það var ekki beint und- arlegt þó að svo liti út, sem hann væri á flótta. Það er sagt að Hjeðinn hafi brotið stóla og rjett brotin út um glugga. Við þetta get jeg reyndar ekki sjeð neitt athugavert. Það hefur aldrei verið kallað neitt Ijótt að rjetta mönnum hjálp- andi hönd, og get jeg ekki skilið að það gjöri nokkurn mismun þó sú hjálpandi hönd sje rjett út um glugga. Mjer finnst þetta bera vott um hið góða hjartalag Hjeðins og tek undir með Jóni Þorláks- syni, að þetta get jeg fyrirgefið, ef það er þá nokkuð að fyrirgefa. Þá aðeins nokkur orð um bæjarstjórn- ina sjálfa. Hermanni hefur verið mjög lagt það til ámælis, að verja ekki líf og Iimi bæjarstjórnarinnar einsog honum hafi borið skylda til, en aftur á móti hefir enginn minnst á að bæjarfulltrúum hafi sjálfum borið skylda til að verja sitt eig- ið líf, og sína eigin limi, enda er það fullsannað að þeim hafi ekki dottið þetta í hug; er yfir höfuð bágt að segja hvað þeir hefðu gert, ef þeim hefði hugkvæmst þetta. Jeg vil nú halda því fram að bæjarfulltrúarnir hafi átt að verja sig, efl ekki vegna sín sjálfra, Þá vegna okkar hinna, sem alls ekki viljum og alls ekki megum missa þá, hvorki að heilu nje hálfu, og álít því að þeir hafi gert sig þarna seka í vítaverði vanrækslu með því að híma skjálfandi úti í horni í stað þess að seilast eftir einhverju stólbrot- inu sjer til varnar. Um áhlaup bolsana vil jeg lítið segja, þeir fengu æðiskast þann daginn, og jeg vil ekki vera ósanngjarnari en Jón Þorláksson og segi þvi, að jeg verð að taka vægt á því. sem gert er í æðis- kasti. Frjettarttari Spegilsins. liaskað grafarfriðnum. Það hefur jafnan þótt lubbaskapur að lofa ekki þeim að hvíla í friði, sem búnir eru að ljúka hjer við stríðíð, enda mælir öll sanngirni með því, þar sem hjer er búið að sveitast og streytast í gegnum

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.