Spegillinn - 01.08.1947, Page 17

Spegillinn - 01.08.1947, Page 17
SPEGILLINN 143 'Tftcury Framh. og sneri sér loks við í dyrunum og horfði á okkur með angurblíðum svip í kveðjuskyni. Við komum allar saman heima hjá Tobbu um kvöldið, til þess að geta orðið samferða á járnbrautarstöðina. Kalli frændi hafði látið til- leiðast að fylgja okkur af stað og eins að hafa auga með Túfik meðan við værum að heiman. Agg-a var ekkert nema taugarnar, af eintómum ferðahug, og hélt dauðahaldi i höndum sér sjóveikismeðali og korti yfir Panamaskurðinn og nágrenni hans; Tobba var að sjá um, að hús- vörðurinn lokaði fyrir gasið og vatnið i íbúðinni og Kalli frændi var að hoppa uppi á ferðakofforti til þess að koma því aftur. Bíllinn beið við dyrnar og við rétt náðum lestinni með naumindum. En skipið átti að fara af stað morguninn eftir. „Tiibúnar þá!“ sagði Kalii frændi. Við heyrðum einhvern hávaða niðri i forstofunni, eitthvert hark og svo stunur innan um. Tobba hljóp til og opnaði dyrnar. Þar stóð Túfik á stigagatinu, allur i keng og skjálfandi, en vatnið rann úr hári hans, út úr ermunum og yfir gúmmíflibbann, og alla leið niður úr buxna- skálmunum. Lögregluþjónninn, sem átti vörð þarna í götunni, var að sparka í hann með fætinum og reyna að koma honum á fætur. Þegar hann sá okkur, snerti hann hatt sinn í kveðjuskyni. „Gott kvöld, ungfrú Tobba“, sagði hann glottandi. „Þessi drengur yðar hefur verið að gera heiðarlega tilraun til að drepa sig. Ég var rétt núna að veiða hann upp úr tjörninni í skemmtigarðinum“. „Upp með þig!“ hvæsti Kalli frændi. „Bölvaður grasasni geturðu verið! Upp með þig, og hættu þessu bölvuðu snökti!“ Hann laut niður og greip í hálsmálið ó Túfik. Þessar harkalegu að- farir vöktu okkur allar úr dáinu. Við Toppa hlupum til og skipuðum honum að láta drenginn vera, en Agga sýndi af sér meira snarræði en við hefðum getað trúað henni til, og náði í glas með svo sem matskeið af krækiberjavíni í og bætti við það tíu dropum af sjóveikimeðalinu. Túfik var náfölur og stynjandi, en lifnaði nú við nægilega til þess að lita á okkur sorgbitnum, brúnum augunum. „Ég vil deyja“, sagði hann máttleysislega. „Hvers vegna má ég ekki deyja? Vinir mínir fara'í skurðinn. Ég einn! Hjarta mitt tómt!“ Tobba vildi rugga honum á tunnu, en engin tunnan var til, svo að við fórum með hann inn í herbergi Tobbu og komum honum þar fyrir, en Kalli frændi stóð hjá með úrið í hendinni og harðneitaði að hreyfa hönd eða fót til þess að hjálpa okkur. Við lögðum regnkápu undir Túfik á rúm Tobbu. Hann vildi alls ekki lifa lengur, og það var varla hægt að koma ofan í hann sterka kaffinu, sem Tobba bjó til handa honum. Hann hélt áfram að tuldra raunatölur sínar um það, að hann væri einmana og skítugur ræfill; síðan varð hryggðin að gremju og hann beindi mörgum óþvegnum orðum að hinni miklu Ameríku, sem vildi ekki gefa honum neina atvinnu, þannig að hann varð að liggja upp á mæðrum sínum þremur eins og hver annar ómagi, og gæti ekki einusinni fengið elsku systur sína til landsins, til þess að vera sér til afþreyingar. Agga féll alveg saman og varð að leggjast á legubekkinn í stofunni og fá bolla af te og kex með því. Þegar við Tobba höfðum sargað út úr Túfik loforð um að lifa áfram, og geíið honum eina af silkitreyjunum frá sjálfum honum, til þess að vera í meðan verið væfi að þ.urrka fötin hans — því að Kalli frændi brást illa við þegar við báðurn hann að lána yfirfrakkann sinn — og þegar við höfðum gefið lögreglumanninum fimm dali, til þess að taka hann ekki fastan fyrir sjálfsmorðstilraun, héldum við fund í stofunni, til þess að ráða ráðum okkar. Kalli frændi sat rétt hjá lampanum og var í yfirfrakkanum. Hann hafði lagt farseðlana okkar á járnbrautina og skipið á borðið og hélt sígarettunni sinni þannig, að Agga gat andað að sér reyknum, því að hún var með heysótt og piparsígaretturnar hennar voru á leið til Panama. „Þið vitið væntanlega“, sagði harin illgirnislega, „að lestin ykkar er farin og engin skipsferð á rnorgun?" Tobba var í æstu skapi — hún fór úr yfirhöfninni og fleygði henni á stól. „Hvað er Panama móti því að bjarga mannslífi? Við verðum að finna einhver ráð til að hjálpa þessum dreng. Farðu nú úr frakkan- um, Kalli, og . . .“. „ . . . láta þig færa þetta sníkjudýr í hann? Nei, fyrr skyldi ég dauð- ur lig'gja. Veiztu hvað þessi tjörn er djúp? Þrjú fet!“ „Það er engin kúnst að drekkja sér í þriggja feta djúpu vatni, ef maður er orðinn þreyttur á lifinu. Fólk drekkir sér í baðkeri, ef það hefur ekki annað betra“, sagði Agga. „Við misstum alveg af æðisgengnu svari Tobbu við þessu, vegna þess, að nú birtist Túfik 1 dyrunum. Hann var i skræpóttri treyju, sem Tobba hafði fengið kvef af að vera í, vetrinum óður, og svo hafði hann vafið baðhandklæði um sig miðjan. Hann var afskaplega ungur ásýndum, afskaplega hryggur og afskaplega austurlenzkur. Hann lét eins og hann sæi ekki Kalla frænda, en féil á kné við hliðina á Tobbu. „Ungfrú Tobba!“ sagði hann biðjandi. „Fyrirgefðu mér. Túfik vondur. Hefur vont hjarta. Spillir ferðinni í skurðinn. Nei?“ „Stattu upp!“ sagði Tobba, „og láttu ekki eins og bjáni. Farðu og taktu skóna þína út úr ofninum. Við förum ekki til Panama. Þegar þér er batnað, ætla ég að skamma þig rækilega". Kalli frændi lagði sígarettuna sína ó bók, rétt undir nefinu á Öggu, og stóð síðan upp. „Ég held ég verði að fara“, sagði hann. „Ég er ekki almennilegur í taugunum og hef gott af einhverri breytingu". Túfik var staðinn upp og þeii' litu hvor á annan. Ég gat ekki vel botnað í svipnum á Túfik — hefði ég ekki vitað um blíðlyndi hans, hefði ég sagt, að bæði sigui'hrósi og fyrirlitningu brygði fyrir í svipn- um. „Assýríumaðurinn kom sem úlfur í hjörðina, og hersveitir hans blik- uðu af gulli og purpura“, tautaði Kalli frændi um leið og hann gekk út og skellti á eftir sér hurðinni. III. Daginn eftir var rigning og kuldi. Agga hnerraði allan daginn og Tobba var veik á taugunum. Þar eð hún gat ekkert komizt út, til þess að fá sér eitthvað að boi'ða, og' æsingin frá kvöldinu áður var um garð gengin, var hún í illu skapi. Þegar ég kom til hennar, sat hún og hélt hitaflösku við andlit sér og horfði með gremjusvip á leifarnar af kökunni Túfiksnaut. „Ég vildi, að hann hefði drukknað", sagði hún. „Ég er alveg frá í maganum, Lísa. Ég borðaði eina af þessum kökum í morgun. Þú verður að borða þessa“.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.